Vísir - 23.04.1975, Page 4
4
Vísir. Miðvikudagur 23. april 1975.
FOWP1 »1 FORP
Við eigum eftirtaldar gerðir af Ford Escort
til afgreiðslu strax
Árg. 1974:
Escort 1300 4ra dyra frá 793 þúsundum
Escort 1300 — XL 2 dyra frá 825 þús.
Escort 1300 — XL 4 dyra frá 862 þús.
Árg. 1975:
Escort 1300 2 dyra frá 839 þús.
Escort 1300 4 dyra frá 869 þús.
Escort — XL 2 dyra frá 910 þús.
Escort — XL 4 dyra frá 943 þús.
UMBOÐIÐ HH. KHISTJÁNSSON H.F.
SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
Bólstrarinn
Erum fluttir frá Hverfisgötu 74 að
Hverfisgötu 76.
Framleiðum alls konar bólstruð húsgögn
og klæðum eldri húsgögn.
Áklæði i miklu úrvali.
Bólstrunin
Hverfisgötu 76.
Simi 15102.
Sambandslýðveldisins Þýskalands óskar
eftir hentugu húsnæði fyrir bókasafn
sendikennaraembættisins, 150-200 ferm
að stærð og ibúð á sama stað, 100-150 ferm,
í nágrenni Háskólans, laust 1. des. 1975.
Skrifleg tilboð sendist i pósthóif 400.
PASSAMYNDIR
teknar i litum
ftilbútiar sftrax I
karna & flölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Tónleikar I Háteigskirkju 13.
april.
Kór Langholtskirkju,
einsöngvarar:
Ólöf Harðardóttir, sópran,
Sigriður E. Magnúsdóttir, alt,
Garðar Cortez, tenór,
John Speigth, bassi.
Hljóðfæraleikarar úr Sinfóniu-
hljómsveit tslands, Martin
Hunger, orgel og harpsikord.
Stjórnandi: Jón Stefánsson.
Allar götur fram á
miðja 17. öld gafst al-
menningi litill kostur á
að hlusta á aðra tónlist
en Gregor-söngvana,
er hljómuðu ár eftir ár i
kirkjunum. Alþýðutón-
listin var fremur bág-
borin, voru það aðal-
listarinnar fór fram. En fyrir
almenning var hin nýja tónlist
sem lokuð bók.
Nótnaprentun
Það var ekki fyrr en farið var
að prenta nótur, árið 1501, að
hver sem er gat farið að leika þá
tónlist, er hefðarfólkið hafði
notið, svo framarlega sem hann
hafði tækifæri og aðstöðu til
þess að læra og iðka tónlist. En
enn var langt i land með það að
allur almenningur gæti hlustað
á hina nýju tónlist. Svo var það
um 1670, að haldnir voru fyrstu
almennu tónleikarnir utan
kirkjunnar, þar sem hver sem
var gat key.pt sér aðgang. Verk-
in, sem þar voru flutt, voru
aðallega sönglög, dúettar og
trió, enda voru tónleikarnir
haldnir i litlum húsakynnum.
Langholtskirkju. Ekki er verið
að gera litið úr starfi annarra
kirkjukóra þótt þetta sé sagt,
þvi mikið og fórnfúst starf er
unnið I öllum kirkjum i sam-
bandi við þann söng, sem nauð-
synlegur er hverju guðsþjón-
ustuhaldi, en staðreynd er það
samt.
Annar þessara kóra hélt tón-
leika sunnudaginn 13. april. Var
það kór Langholtskirkju, en sá
kór hefur verið mjög virkur
undir stjórn Jóns Stefápssonar.
Jón hefur stuðlað aö auknu
sönglifi i kirkju sinni, einfaldað
sönginn þannig að kirkjugestir
geti tekið meiri þátt i honum, og
ýmis fleiri nýmæli mætti nefna,
sem aðrir organistar mættu
gjarnan tileinka sér.
Kórinn er frekar stór á is-
lenskan mælikvarða, milli 40 og
50 manns, en við kirkjusöng
skilst mér að kórfélagar skiptist
á um að syngja, þannig að álag-
iö er mun minna en ef sami
hópurinn þarf að syngja við
hverja guðsþjónustu. Fyrsta
verkið sem flutt var, Kantata
nr. 61 eftir Bach, var ákaflega
vel flutt, byggist hún aðallega á
einsöngvurunum, kórinn syngur
i upphafi og endi. Það er ekki
sterkur hljómur i kórnum, en
mjög þýður og fallegur og vel
farið með textann. Dúettinn úr
kantötu nr. 78 eftir Bach, þar
sem þær sungu Ólöf Harðardótt-
ir og Sigriður E. Magnúsdóttir
er með fjörugri dúettum úr
kirkjulegu verki sem ég hefi
heyrt, er ég ekki frá þvi að
Swingle Singers hafi gert sér
mat úr honum, eina sem vantaði
upp á flutninginn var léttur
trommuleikur undir. Þær ólöf
og Sigriður sungu dúettinn létt
og skemmtilega, en litið held ég
að heyrzt hafi i Sigrfði, má hún
beita sér meir i Carmen. Undir-
leikurinn var ákaflega nettur,
fagott, tvö celló, bassi og orgel.
„Krýningarmessa” Mozarts er
fallegt verk, og var sömuleiðis
um fallegan flutning að ræða. 1
Það eina, sem skyggði á, var að
strengjasveitin lék allt of sterkt,
vildi hún yfirgnæfa kórinn og
einsöngvarana stundum, og
verður það að skrifast á reikn-
ing stjórnandans, en blásararn-
ir stóðu sig vel, var aldrei um of
sterkan leik að ræða hjá þeim.
Jón Stefánsson er látlaus stjórn-
andi, gerir það sem þarf að gera
I sambandi við innkomur og
styrkleikabreytingar, vantar
bara meiri reynslu.
Góð plata
Vert er að hvetja fólk til að
kaupa og hlusta á plötu þá er
kórinn gaf út á siðasta ári, fyrir
utan að fá góðan söng kórsins i
eyrun, þá styrkir það hann til
áframhaldandi tónleikahalds,
þvi það er dýrt i dag að fá 28
hljóðfæraleikara til hljómleika-
halds. Til að fá inn fyrir kostn-
aði við tónleika, og á ég þar
einungis við kostnað i sambandi
viö æfingar og leik hljómsveit-
ar, þarf að fylla Háteigskirkju
a.m .k. tvisvar. Ég hefi heyrt, að
Jón Stefánsson ætli utan á næsta
vetri til frekari náms, vona ég
að kórinn og sá er tekur við hon-
um beri gæfu til að halda þessu
starfi áfram.
TÓNLIST
lega farandsöngvar-
arnir, sem sáu al-
múganum fyrir tónlist,
eða þá að á hátiðis- og
tyllidögum voru leiknir
helgileikir eða sungnir
bibliusöngvar, dansað-
ir hringdansar o.fl.
En það var i kirkjum og
kapellum hefðarfólksins sem
mestu afrekin á sviði tónlistar-
innar voru unnin. Það var þar
sem hin eiginlega þróun tón-
Á íslandi
Hér á landi var kirkjutónlistin
mun lifseigari. Var komið langt
fram á 19. öld, er tónlistarlíf
okkar islendinga fór að glæðast,
fyrir tilstilli Péturs Guðjónssen
og fleiri góðra manna, sem of
langt yrði að telja upp. En tón-
listarlifi i kirkjum landsins er
'óliku saman að jafna i dag og
fyrir nokkrum áratugum. Nú er
svo komið, að t.d. i Reykjavlk,
með öllum sinum kirkjum, eru
aðeins tveir kirkjukórar, sem
láta eitthvað að sér kveða. Eru
það kórar Háteigskirkju og
eftir Jón
Kristin Cortez
Kór Langholtskirkju á æfingu fyrir tónleikana.
4
:Jf
M
[ ^ÉÍ
* “ '***
JiiMWMÍÍ
* m
cTVIenningannál