Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 8
Morðingi^) Þeir kcerðu sjólfa sig — Valsmenn með leikmann í keppnisbanni í w Meistarakeppni KSI ó Akranesi og leikurinn dœmdur þeim tapaður Aganefnd Knattspyrnusam - bands islands tók f gær fyrir kæru VALS á hendur VAL — fyrir að nota ólöglegan leikmann i leik Borussia í úrslit Borussia Mönchengladbach leikur til úrslita i UEFA-keppn- inni I knattspyrnu. í gærkvöldi sigraöi liðiö Köln 1-0 I siðari leik liðanna I undanúrslitum — sam- anlagt 4-1 — en leikið var I Mönchengladbach. Köln, sem lék ún sjö aðalmanna sinna, sem annaðhvort voru meiddir eða i keppnisbanni, var betra liðiö I leiknum I gærkvöldi, en tókst ekki að skora. Eina mark leiksins skoraði Dietmar Danner á 48.min. Ahorfendur voru 30 þúsund. Mótherji Borussia 1 úrslitaleik UEFA verður sennilega Twente Enschede, Hollandi, sem sigraði Juventus 3-1 i fyrri leik liöanna I undanúrslitum. Þó er engan veg- inn hægt aö afskrifa italska liðið á heimavelli sinum I Torino — þar getur orðiö hörkuleikur i kvöld. bá veröur einnig leikið I Evrópu^ bikarnum og Evrópukeppni bik- arhafa og beinist athyglin aðal- lega að leik Barcelona og Leeds. Þó Barcelona hafi tapað 11 af 14 leikjum sinum á útivelli i 1. deild- inni spönsku hefur það ekki tapað leik á heimavelli I vetur — reynd- ar aðeins misst tvö stig. Það gef- ur til kynna hvað Leeds á I vænd- um. —hsim. Akraness og Vals I Meistara- keppni KSÍ á dögunum. Leikurinn var háður á Akranesi og sigraði Valur 2-1. Niðurstaða aganefndarinnar varð sú, að leikurinn var dæmdur Val tapaður — félagið dæmt til að greiða 5000 krónur i sekt til KSI og viðkomandi leikmaður, Ingi Björn Albertsson, dæmdur i tveggja leikja keppnisbann. Valsmenn komust að þvi nokkru eftir leikinn á Akranesi, að Ingi Björn hafði fengið „gula spjaldið” i sfðasta leik Vals i fyrrahaust og var þá dæmdur i keppnisbann. Átti að taka út dóm- inn i næsta leik Vals. En það liðu nær 6 mánuðir á milli og málið gleymdist. En mistökin komu i ljós og þá kærðu Valsmenn sjálfir til aga- nefndar, sem kvað upp fyrr- greindan úrskurð i gær. Sam- kvæmt hinum nýju lögum aga- nefndar má visa félagi úr keppni, sem notar ólöglegan leikmann. Til þess var þó ekki gripið i þetta sinn. Valur var i efsta sæti i Meistarakeppninni ásamt ÍBK — en hrapar við dóminn niður i það neðsta. Úr þvi má þó bæta á morgun. Þá leika Valur og Akra- nes siðari leik sinn á Melavellin- um.— klp. Mike Burke, forstöðumaður Madison Squarc Garden I New York, bauð Muhammad Ali i gær þrjár milljónir dollara fyrir að verja heimsmeistaratitil sinn gegn Joe Frazier hinn 16. septem- ber næstkomandúFrazier á að fá 1.5 millj. doliara fyrir sinn snúð — en tilboðið byggist þó á þvi, aö Aii sigri Ron Lyle I titilleik þeirra I Las Vegas 16. mai. Ali, sem nú æfir I Miami fyrir keppnina við Lyle, sagði um til- boð Burke. „Framkvæmdastjóri minn, Herbert Muhammad, ræð- ur hvort tilboöinu veröur tekiö. Ég veit að hann mun taka fimm milljóna (dollara) boði áður en hann þiggur þrjár. En ég ætla að segja Herbert, að þetta sé glæsi- legt boð hjá Burke”. — Frazier var stóránægður og sagði aðeins. ,,Ég vona að Ali samþykki”. —hsim. Þeir fengu marga bikara FH-ingarnir, sem sigruðu i bikarkeppninni i handknattleik I gærkvöldi. Félagiö fékk einn til eignar og annan til varðveizlu f eitt ár og allir leikmennirnir fengu bikar til eignar. Þaö var Steypustöð Breiðholts h/f, sem gaf verölaunin I þessa keppnieins og Ibikarkeppnina I fyrra. Ljósmynd Bj. Bj. Þórarinn Ragnars só um Evrópukeppnina fyrir FH Hélt FH á floti í úrslitaleiknum við Fram íbikarkeppninni, þar sem FHfór meðsiguraf hólmi 19:18 ræddum við hann eftir leikinn....... ,,Við vorum með unninn leik i siðari hálfleiknum, en glötuðum sigrinum á þvi, að við héldum ekki haus þegar mest á reyndi. Það er eina skýringin sem ég hef á þessu.” Það er mikið til i þessu, sem Arnar sagði, en aðalástæðan fyrir tapinu var samt sú, að svo til sama lið var inn á allan timann hjá Fram. Aðeins einu sinni I öllum leiknum var manni skipt útaf. Og undir lokin voru leikmennirn- ir orðnir svo þreyttir, að þeir rétt gátu kastað boltanum á milli sin. Það er ekki hægt að segja, að annað liðið hafi verið betra en hitt. Leikurinn stóð i járnum og gat farið á báða vegu, án þess að annar aðilinn gæti kvartað. Tapliðið gat — eins og gert var — kennt dómurunum Birni Kristjánssyni og Óla Ólsen um tapið, en þeir gerðu mistök á báða bóga, eins og flestir ef ekki allir leikmennirnir, og voru sýni- lega i litilli æfingu til að dæma. Sjö af fyrstu mörkum FH skoruðu bræðurnir Ólafur og Gunnar Einars- synir. Á móti skoraði Pálmi Pálmason 5 af 7 fyrstu mörkum Fram — 4 viti — enda léku Framarar þá upp á að fá vitaköst. Fram náði 2ja marka forustu — 9:7 — rétt fyrir hálfleik og hafði 1 mark yfir — 10:9 — I leikhléi. Siðustu minútu hálfleiksins voru Framarar tveim fleiri en þá var boltinn dæmdur af þeim fyrir leiktöf.? ? í byrjun siðari hálfleiksins jafnaði Geir Hallsteinsson fyrir FH — 10:10. Siðan komu 4 Frammörk i röð —14:10 — en Ólafur og Gunnar minnkuðu bilið i 13:15. Þá tók Þórarinn Ragnarsson við og hélt FH á floti eins og áður er sagt frá. Mörk FH i þessum 19:18 sigurleik, sem meðal annars færði öllum leik- mönnum liðsins veglegan bikar til eignar, auk farandbikarsins og þátt- tökuréttar i Evrópukeppni bikar- meistara ihaust, skoruðu: ÓlafurEin- arsson 6, Gunnar Einarsson 5, Þórar- inn Ragnarsson 5 (1 viti), Geir Hall- steinsson 2 og Sæmundur Stefánsson 1 mark. (Tvö viti mistókust hjá FH — Guðjón varði bæði). Fyrir Fram skor- uðu: Pálmi Pálmason 7 (5 viti), Hannes Leifsson 5 (1 viti), Arnar Guð- laugsson 3, Árni Sverrisson 2 og Pétur Jóhannesson 1 mark. —klp— Gunnar Einarsson lék sinn siðasta leik með FH um sinn I gærkvöldi, en hann er nú á förum til Vestur-Þýzkalands, þar sem hann ætlar aö stunda nám og jafnframt leika með Göppingen. Hann var fyrirliði FH I gær og fé- lagar hans kvöddu hann með blómum og islenzkri bjórkrús, en auk þess er hann með verölaunin sem fylgja bikarmeistaratitlinum. Ljósmynd Bj.Bj. 117:17. Þegar tvær og hálf mlnúta var eftir komst Fram yfir 18:17 með marki Árna Sverrissonar, en rétt á eftir var Pálma Pálmasyni Fram vis- að útaf i tvær minútur. Með einum manni færra i vörn tókst Fram ekki að ráða við, að Þórarinn Ragnarsson kæmist inn úr vinstra horninu og þaðan jafnaði hann 18:18, þegar rúm minúta var eftir. Fram náði upphlaupi, — það mistókst, og upp brunuðu FH-ingar. Þeir vissu lika hvaö þeir áttu að gera við boltann — sendu hann yfir á Þórarin — sem smeygði sér fram hjá Hannesi Leifs- syni i horninu og sendi hann i netið fram hjá Guðjóni Erlendssyni mark- verði Fram.... 19:18 ... Þórarinn skoraði 5 af 6 síðustu mörkum FH, og honum geta FH-ingar, sem voru án Viðars Simonarsonar, mikið þakkað sigurinn....... ,,Ég hef æft þetta i allan vetur að fara svona inn úr horninu og skorað þó nokkuð af rhörkum á þann hátt,” sagði Þórarinn, er við töluðum við hann eftir leikinn. „Þessar æfingar borguðu sig i þessum leik, þvi ég vissi hvað ég var og átti að gera. Ég er þvi mjög ánægður þessa stundina og staðráðinn i að æfa af krafti og stefni á landsliðssæti, sem er minn stóri draumur.” Fyrirliði Fram, Arnar Guðlaugsson, sem þarna lék sinn 200 meistara- flokksleik með Fram, var ekki eins ánægður með tilveruna, þegar við Úrslitaleikurinn á milli Fram og FH i Bikarkeppni HSÍ i Lau6ardalshöll- inni i gærkvöldi var nákvæmlega eins og almennilegur úrslitaleikur i mikil- vægri keppni á að vera. Hann var frá fyrstu og fram á siðustu sekúndu þannig, að áhorfendur þögðu aldrei, og margir þeirra vorú staðnir á fætur I æsingnum siðustu minúturnar. Það eina sem vantaði til að gera þennan leik 100% var betri handknattleikur liðanna, og kannski örlitið betri dóm- gæzla á köflum. Fram hafði leikinn i hendi sér, þegar nokkuð var liðið á sfðari hálfleikinn — fjórum mörkum yfir 14:10 — en þegar sex minútur voru éftir hafði FH jafnað Matti eggjahaus, foringi glæpaflokksins miðar byssu sinni á félagana. CÞér skal ekki takast t það -j-------------' © Kmg Feaiuies Syndicatr Inc 197) World righls teserved þrevttur á vidhaldinu? Ef svo er, ættirðu aS panta strax Lavella plastklæðn- ingu utan á húsið þitt. Þessi sænska klæðning gerir húsið eins og nýtt, minnkar hitunarkostnaðinn og lóttir af þér tlmafreku og kostnaðarsömu viðhaldi. LAVELLA er utanhúss- klæðningin sem gildir I eitt skipti fyrir öll. «1 andri hf. Borgartúni 29 Simar: 26950, 23955 og 22528. Joe Payne, eini leikmaðurinn, sem skorað hefur tiu mörk I leik i ensku deildakeppninni, lézt i gær á heimili sinu i Luton. Hann var 63 ára og banamein hans vaij hjartaslag. Payne, varnarleik- maður, sem geröur var að mið- herja, skoraði tiu mörk fyrir Luton Town gegn Bristol Rovers 1936 i 3. deild. Luton sigraði i leiknum með 12-0. Payne Iék einn landsleik — gegn Finnlandi 1937. Komu fró Englandí í Víðavangshlaup ÍR! — Sextugasta Víðavangshlaup ÍR á morgun og nú endað í Austurstrœti eins og áður fyrr Vlöavangshlaup ÍR — eizta iþróttakeppni á Islandi, sem verið hefur árviss atburður i Iþróttalífi landsmanna, og þá auðvitað eink- um Reykvikinga, —fer fram I 60. sinn á morgun, sumardaginn fyrsta. Fleiri keppendur er skráð- ir I hlaupið en nokkru sinni fyrr, eða 110. Þar á meðal er Ágúst Ás- geirsson ÍR sem sigraö hefur I hlaupinu þrjú siðustu ár. Hann kom frá Englandi til að taka þátt i hlaupinu ásamt félaga sinum, Sigfúsi Jónssyni, en einvigi þeirra I hlaupinu i fyrra var gifurlegt. Já, allt hlaupið og lauk með sek- úndubrotssigri Agústs. Frumkvöðull að Viðavangs- hlaupi ÍR var Helgi heitinn Jónsson frá Brennu. Fyrsta hlaupiö var háð á sumardaginn fyrsta 1916 og hefur það slöan alltaf verið háð á þeim degi — ut- an tvivegis, að fresta varð hlaup- inu um nokkra daga vegna ófærö- ar. Þegar I upphafi og fram til 1940 hófst eða lauk hlaupinu I Austur- stræti og var þá venjulega mikill mannfjöldi samankominn þar. Siðan 1940 hefur hlaupinu oftast lokið á Frikirkjuveginum eða I Hljómskálagarðinum. 1 tilefni af 60ára afmæli hlaupsins nú verður lokaspretturinn I Austurstræti. Hlaupararnir koma inn I Austur- stræti frá Aðalstræti og loka- markið verður rétt austan Póst- hússstrætis —sem sagti „hjarta” göngugötu Reykvlkinga. Hlaupið hefst hins vegar I Hljómskála- garðinum eins og undanfarin ár. Lagt af stað kl. 14.00 og vega- lengdin veröur 4,2 km — brautin „lögð” af Guömundi Þórarins- syni, Iþróttakennara 1R. Stúlk- urnar leggja af stað nokkrum sekúndum á undan keppendum i karlaflokki — og hlaupið mun taka um 13—14 mln. hjá þeim beztu. Fjöldi þátttakenda hefur verið misjafn — allt frá fjórum upp i 64, sem luku keppni 1972. Þeir verða vlðs vegar aö af landinu á morg- un. Oddgeir Sveinsson, KR. keppti manna oftast I Vlðavangs- hlaupi 1R — eða 25 sinnum. Oftast hefur Kristleifur Guðbjörnsson, KR, sigrað — eða fimm sinnum komið fyrstur I mark — en Kristján Jóhannesson, 1R, og Sverrir Jóhannesson, KR, hafa oftast hlotiö verðlaun I hlaupinu. Sjö sinnum hvor og fjórum sinn- um sem sigurvegarar. —hsim. Cardiff fellur Cardiff tapaði I gærkvöldi I Southampton I 2. deildinni ensku og féll raunverulega við tapið niður i 3. deild. Southampton sigraði með 2-0 og skoruðu þeir Gerry O’Brien og Mike Channon mörkin — og Cardiff varð fyrir þvi áfalli að auki i leiknum, að Peter Sayer var borinn af velli fótbrotinn eft- ir 16 min. leik. Eftir þessi úr- slit leikur ekkert lið frá Wal- es itveimur efstu deildunum i ensku knattspy rnunni næsta keppnistimabil og er það i fyrsta skipti I yfir 50 ár, sem slikt á sér stað. Deilda- liðin welsku eru Cardiff, Swansea, Newport og Wrex- bam. Aðeins stæröfræðilegt kraftaverk getur bjargað Cardiff frá falli — það er, að liöið vinni Bolton með mikl- um mun á laugardag, og ekki nóg með það. Bristol Rovers verður þá einnig aö tapa með miklum mun gegn Millvall, sem þegar er fallið niður I 3. deild ásamt Sheff. Wed. Bristol hefur 34 stig, Cardiff 32, Millvall 31. Sheff. Wed. 21 og ein umferð eftir.—hsim. Florida ernýi heimurinn Á Flórída skín sama sólin og í gamla heiminum. Óvíöa er hún þó örlátari á birtu og yl. En þar er fleira að gera en sleikja sólskiniö. Nýi heimurinn í vestri býr yfir ótal undrum, sem ekki er annars staðar aö sjá. Viö nefnum aöeins nokkra af þeim fjölmörgu vinsælu skemmtigörðum, sem sólskins- landiö Flórída er frægt af. SEAQUARIUM, sædýrasafniö mikla með 10.000 tegundir sjávardýra og lifvera: Háhyrn- ingar og höfrungar, selir og sæljón leika þar listir sínar. Skemmtiatriöin fara fram daglangt, daglega. AFRÍKU SAFARI. Karabigarð- urinn er eftirmynd af umhverfi frumskóganna í Kongó meö ýmsum tegund- um villtra dýra, sem virða má fyrir sér út um bilgluggann. Þar er meöal annars "tígris- Ijón", afkvæmi Ijóns og tígurs. WALT DISNEY WORLD. Hér er ævintýraheimur Disneys næstum oröinn aö veruleika. Höll Öskubusku gnæfir viö himin, en Andrés önd, Mikki mús og Mary Poppins sjá-um aó engum leiöist. KENNEDY GEIMSTÖÐIN. Ekiö er að mestu geimferöahöfn veraldar og skoöaóur geim- búnaður, ýmis geimtækni sýnd og reynd og kvikmyndir úr geimferðum séðar. Farið veröur á merka sögustaói geimferöa i grenndinni. Flórída er ekki aðeins baö- strönd, heldur heill nýr heimur aö sjá og lifa í leyfinu. Og, ótrúlegt en satt, þaö kostar aöeins lítiö eitt meira aö fara til Flórída og búa þar um skeið, en gerist um sólarferöir. FLUCFÉLAC LOFIWDIR /SLAJVDS Félög sem opna nýja veröld í Vesturheimi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.