Alþýðublaðið - 31.01.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1922, Blaðsíða 4
4 A L Þ Y Ð U B L"A ÐIÐ I. O. G. T. Verðandi 11 r. 9 Fundur I kvöld. Fjö breytt hag nsfndaratriði Þriðji flokk ur á fundinn Laus staða. Bæjarstjórastaðan á Akureyri er iaus frá I. júlf þessa árs að telja. Umsóknarfrestur til 15 mars n k Gt amóiföim tii sölu með 50 úrvals plötuai. Uppl. á Berg- stvðvstr 8 uppi Stöðuna veitir bæjarstjórn Akureyrar til 3 ára í senn. Bæjarstjóri Akureyrar, 25 jan. 1922. Jón Sveinsson. Seaa Ktý trollara leðurstfgvél til sölu og sýnis á Grettisg 45 (búðin). Vefnaðarvara. 'Vlðgerðlr á P'ítnusum, blikk og enrailleruðum áhöldnm eru bezt af hendi leystar á Bergstaða stræti 8 — Guðjón Þorbergsson. iS°/o afslátt af flestailri vefnaðarvöru geium vér frá áður niðursettu verði Johs. Hansens Enke. Stúlku vsmtar að Vífilsstöðum nú þegar. — Upp*ýsingar hjá yfirhjúkrunarkouunni í heildsölu: R>tstjóri og ábyrgðzrmaður: Ólafur Friðriksson. Silkibönd af flestum litum og breiddum Verðið mjög lágt. r Johs, Hansens Enke. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rice Burroughs-. Tarzan. Mennirnir eru ekki lengur á einu máli, og ef við komum ykkur ekki hið bráðasta 1 land, geta þeir jafn- vel skitt um skoðun, bannað ykkur þessa undankomuj Eg læt flytja alt dót ykkar f land, ásamt eldhásgögnum og gömlum seglum, sem nota má fyrir tjald, og svo mikið af mat, að ykkur dugi hann, unz þið finnið ávexti og villibráð. Og rpeð byssum ykkar og skotfaérum, ættuð þið að geta lifað hér sæmilega únz hjálp kemur. Þegar eg hefi komið mér undan, skal eg sjá um að brezka stjórnin fái vitrieskju um ykkur; þó líf mitt lægi við get eg ekki sagt nákvæmlega hvar þið eruð, þvf eg veit það ekki sjálfur. En þeir hljóta að finna ykkur.“ Þegar hann var farinn, fóru þau undir þiljur þögul og djúpt hugsándi um hagi sfna. Clayton trúði því ekki, að Svarti Mikael hefði nokk- arn hug á, að segja til þess, hvar þau væru niður kom- in, hann var heldur ekki alveg vís um, nema einhver svik mundu vera í tafli, þegar sjómennirnir daginn eft- ir væru komnir með þau á land. Ekki var ólíklegt, að sjómennirnir mundu gera út af við þau, þegar þau voru úr augsýn Svarta Mikaels, og H gat samviska hans verið róleg. Og þó þau nú slyppu við það, voru þau þá ékki undirorpin allskonar öðrum hættum? Einn síns liðs héfði hann getað lifað árum saman, því hann var hraustur karlmaður. En Alice, og barnið sem hún bráðlega mundi ala, initt í þessum hörmungum? Hrollur fór um hann þegar hann hugsaði til skelfing- anna, sera ftam undan lægju, til einstæðingskapar þeirra. En þvílík hepni, að hann skyldi ekki sjá fyrir, alt það, sem fyrir þeim lá á þessari óbygðu ströndu. Snemma daginn eftir voru allar kistur þeirra og kassar dregnir upp á þilfar og settir ofan 1 báta sem biðu þess við skipshliðina til að flytja það á land. Farangurinn var bæði mikill og margskonar, þar sem þau hjónin höfðu búist við að þurfa að vera í burtu 1 þrjú fjögur ár í hinu nýja heimkynni slnu, svo að í hlutfalli við nauðsynjarnar var margt af þægindum. Svarti Mikael var ákveðinn í því að skilja ekkert eftir á skipinu af dóti Claytons. En erfitt er að segja, hvort það heldur var af meðaumkvun með þeim eða f hans eigin þágu. Það er ekkert lfklegra en það, að erfitt mundi reyn- ast að svara því, hvernig stæði á því, ef eignir horfins brezks heldri manns fyndust á grunsömu skipi. Svo ákafur var hann að framkvæma ætlun sína, að nann krafðist skammbyssa Claytons af hásetunum, sem höfðu þær. í bátana var einnig látið salt, kjöt og brauð, ásamt nokkru af kartöflum, baunum, eldspítur og pottar, verk- færakista,-„og gömlu seglin, sem Svarti Mikael hafði lofað. , Það var eins' og Mikael óttaðist einmitt hið sama og Clayton, því hann fylgdi þeim sjálfur í land, og fór síðastur frá þeim, þegar bátarnir létu frá landi hlaðnir af vatnstunnum skipsins, fullum af nýju vatni. Þegar bátarnir liðu hægt áfram eftir lygnu vatninu út að Fuwalda, stóðu hjónin hlið við hlið og horfðu þögul á eftir þeim, — vonleysið og örvæntingin fyltu hjörtu þeirra. Og á bak við þau, yfir lágan hamar gægðust önnur augu — náin, ill augu, sem glömpuðu undir loðnum brúnum. „Æskuminnlngar“ koma bráðum út.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.