Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. 177 iLI C__ Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Niðurstaða krufningar HZ—Reykjavík, laugardag- Er Tíminn átti tal við rannsóknarlögregluna í Reykjavík í dag, hafði henni borizt niðurstaða kruíning- unnar á Jóni Guðna Ingólfs syni frá Danmörku. í hréf- inu segir að dánarorsökin sé blæðing á heila undir heilahimnuna. í öðru lagi segir í bréfinu, að ekki sé unnt að segja af hverju blæðingin stafi. Á líkinu Framhald á bls. 15 Hnífur smaug hjá höfðí Martin Luther King NTB—Chicago, laugardag. Hníf var kastað að blökkumanna leiðtoganum Dr. Martin Luther King í Chicago í gærkvöldi, en þar urðu miklar kynþáttaóeirðir enn einu sinni. Þetta gerðist í einu „livítu“ hverfi borgarinnar, og eít ir að blökkumenn höfðu gengið út úr hverfinu, réðist múgur hvítra manna á lögregluna. 1200 lög- reglumenn voru á staðnum til þess að koma á röð og reglu, og 'höíðu unglingar einn þeirra harkalega, svo að liann missti meðvitund. Æptu hvítu mennimir af miklum fögnuð, þegar lögreglumennirr.ir hjálpuðu hinum slasaða inn í sjúkrabifreið. Hnífurinn, sem kastað var að King, hitti hann ekki. Straukst hnífurinn rétt við höfuð hans og lenti síðan í hvítum ungling, sem stóð nokkuð fyrir aftan hann. Fékk drengurinn svöðus^r á hnakkann og blæddi mikið úr sárinu. Lög reglan flutti hann á sjúkrahús. Nobkru fyrr um kvöldið hafði King, sem stjórnaði mótmæla- göngu gegn misrétti á sviði hús- TTVamVi nlrí 6 hlc Vinna viö inn- réttingar í Sýn ingarhöflinni f fréttatilkynningu frá Iðnsýn- ingarnefnd segir, að undirbúning- ur að Iðnsýningunni sé nú vel á veg kominn, en ráðgert er að sýn ingin, sem jafnframt verður kaup stefna, verði opnuð þann 30. ágúst n.k. í Sýninga- og íþróttahöllinni í Laugardal. Vinna er hafin við lagningu hlífðargólfs á hið viðkvæma „park ett“ gólf sýningarhallarinnar og næstu daga verður byrjað að reisa milliveggi og skilrúm sýningar stúkanna. Málun þilfleka hófst fyr ir nokkru, en sýnendum var gef inn kostur á að velja um þrjá mismunandi liti. Strax og sýningarstúlkur hafa verið reistar og gengið frá raf- og símalögnum, munu sýnendur hefjast handa um að koma sýning armunum fyrir og skreyta stúkur sínar. Verður það væntanlega upp úr miðjum ágústmánuði. Upphaflega var ákveðið, að sýn ingarsvæði yrði einnig utan húss, en nú hefur verið frá því horfið vegna dræmrar þátttöku. Iðnsýninganefnd gefur út myndarlega og nýtízkulega sýn ingarskrá (18x18 cm), sem verður um 160 blaðsíður. í henni verða umsagnir um öll fyrirtæki og stofn anir sem þátt taka í sýningunni, svo og fyrirtækjaskrá og grunn- myndir af sýningarsvæðinu. í sýn ingarskránni verður m.a. ágip af sögu íslenzks iðnaðar, getið um fyrri iðnsýningar og birt ávörp forystumanna íslenzks iðnaðar. Ritstjóri sýningarskrárinnar er Björn Jóhannsson, en Auglýsinga stofa Gísla B. Björnssonar sér um útlit hennar og annast auglýs ingasöfnun. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Hólum, en bók hand annast Félagsbókbandið. Ráð gert er, að sýningarskráin verði prentuð i 20 þúsund eintökum. Iðnsýningardeild hefur lát- ið prenta bréfmerki, sem send hafa verið þátttakendum til að skreyta sendibréf og vekja þannig athygli á sýningunni. Það er ljósblátt að lit og á það gyllt merki Iðnsýningarinnar 1966. Þá er þess að geta, að fjórar Framhald á fcls. 15 Hætt við útgáfu 28 binda bóka- fíokks um norrænu aíþýðulist GÞE-Reykjavík, laugardag. Á síðasta fundi menningar málanefndar Norðurlandaráðs var ákveðið að veita allmynd arlega fjárupphæð til útgáfu bókaflokks, cr fjalla átti um alþýðulist á Norðurlöndum síð- ustu 1000 árin. Var ætlunin, að þetta yrði heilsteypt listaverk í 28 bindum, skreytt fjölda ljós- mvnda ne lesmálið skvldi ritað af færustu lista og fornleifafræðing- um. Á óformlegum fundi í Kaup- mannahöfn í marz sl. var skipuð ritnefnd þessa verks, og áttu aðild að henni fulltrúar allra Norður- laiulanna, af íslands hálfu dr. Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður, en dr. phil P . V. Globe skyldi annast ritstjórn. Nú hafa þær fregnir borizt frá Kaup- niannahöfn, að babb sé komið í bátinn og hefur verið horfið frá útgáfu þessa mikla verks, að sögn Berlingske Tidende. Sá, sem átti hugmyndina að verk inu, var hinn víðfrægi danski list málari Asger Jorn; og um þriggja ára skeið hefur hann unnið að frumdrögum bókaflokksins svo að segja upp á einsdæmi, og verið líf ið og sálin í öllum undirbúmngi hans. Undanfarin ár hefur hann ferðazt víða um Norðurlönd ásamt franska ljísmyndaranum Gerard Franceschi, sem tekið hefur fjöld ann allan af ljósmyndum af göml um safnmunum o.fl. Árið 1965 lét hann gefa út stórt bindi um höggmyndalist á Skáni, á 12. öld mjög fallegt verk.sem sumpart átti að vera prufubindi fvrrgreinds listaverkabókaflokks Bók þess- Framhala á 4. jiðu. Myndirnar eru frá löndun og söltun síldar úr Reykjaborginnl í fyi / síldarsoltun SJ-Reykjavík, laugardag. Tíminn hafði í dag samband við Svein Guðmundsson, hjá söltunarstöðinni Ströndin á Seyðisfirði, og sagði hann, að ekki hefði verið saltað uema i 800 tunnur, það sem af er sumr inu, en á sama tíma í fyrra hefði verið búið að salta í um 4000 tunnur. Svcinn kvað enn enga ástæðu til svartsýni, þó að þessi dráttur á komu söltun arhæfrar síldar sé vissulega óþægilegur og dýr fyrir söltun arstöðvarnar. Karlmenn, sem eru ráðnir til starfa hjá söltun arstöðvunum hafa yfirleitt 10 tíma vinnu á dag, en kvenfólk ið verður að láta sér lynda að bíða eftir að síldin komi. í gær kom Reykjaborgin 111 Strandarinnar með um 60 tonn og var saltað af þeim afla 358 tunnur. Reykjaborgin er eina skipið í flotanum, sem er búið sérstökum ísblásara af amer- ískri gerð, og hefur sá út- búnaður reynzt mjög vel. Helmingi betri nýting var á Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.