Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 3
ÍSPEGLITÍMANS ___________:_ií_ SUNNUDAGUR 7. ágúst 196G TÍMINN leikur listmálara, hann úægur lagasöngvara. Þetta er fyrsta kvikmynd þeirra bcggia. ★ nær, sem hann hefur komiö í heimsókn, hefur barnið verið fjarlægt, ellegar honum hefur verið kastað í burtu af lífvörð- um Elizabethar. Gaf Eddie út þá yfirlýsingu fyrir skömmu, að hann mytidi nema barnið brott, þegar hann fengi tækifæri til þess, og hef- ur nú Elizabeth fengið öflug- an lífvörð til að gæta dóttur sinar af ótta við að Eddie fram kvæmi hótun sína. Liza litla er nú átta ára. ¥ Hinn heimsfrægi kvikmynda höfundur Alfred Hitchoch er þekktur fyrir að gera allt, sem honum dettur í hug. Hann kom fyrir skömmu til Berlínar og var þar strax umkringdur áköfum aðdáendum, sem heimt uðu áritun hans í minningai- bækur á peningaseðla og þar fram eftir götunum. Þessi gamli garpur nennti ómögu- lega að standa í þessu og gaf aðdáendum þess í stað spjöld með prentmynd af þumlafingri sínum. Paul Jones er nýlega hættur með hljómsveit Manfreðs Mann og hér sjáum við hann ásamt hinni heimsfrægu sýningar- Söngvararnir Sonny og Chér eru nú að leika í kvikmynd, sem ber heitið ,,Góðar stundir'*. Myndin fjallar um tvo blanka unglinga, sem ætla sér að sjá fyrir sér með því að leiíka í langri kvikmynd. Kvíkmynda tökurnar fara fram í Bandaríkj unum — í „frumskógi" skammt frá Hollywood. Sonny vill ekki láta statista leika fyrir sig hættuleg atriði, hann berst sjálfur við tígrisdýr, ljón og í eitt skiptíð var hann nærri því drukknaður í kviksandi við kvikmyndatökuna. Mörg lög eru leikin og sungin í kvikmynd- inni, sem margir telja að muni slá í gegn. ★ Nasser forseti Egyptalands hefur nýlega skipað fimm ósköp venjulegar húsmæður sem siðameistara í ríki sínu. Hlutverk þeirra er að horfa á allar kvikmyndir, er til lands ins berast og ákvarða, hvort heppilegast sé fyrir landslýð að horfa á þær. Er skemmst frá því að segja, að konukind- urnar eru óheyrilega strangar og siðavandar. Ef hressileg ást- aratriði eru í myndunum, fyrir stúlku Jean Shrimpton. I Lon on er verið að taka kvikinynd, þar sem þau leika bæði, hún skipa þær umsvifalaust, að þau séu klippt úr, ellegar verði myndin ekki sýnd. * Maður nokkur í Kaupmanna höfn hringdi í dauðans ofboði í lögreglu og sjúkrabíl og sagði með skjálfandi röddu að hann hefði myrt konu sína á hrylli- legan hátt og gaf upp heimilis fangið, þar sem hún lægi í blóði sinu. Lögreglan kom stormandi á staðinn en fann þar ekkert markvert, og enginn kannaðist við nafn mannsins, er hringt hafði. Þegar Eddie Fischer giftist Elísabet Taylor fyrir allmörg- um árum síðan, ættleiddi hann dóttur hennar, Lizu, af þriðja hjónabandi. Hann tók miklu ástfóstri við barnið, og þegar þau hjón skildu, lýsti Eddie því yfir, að hann myndi sakna barnsins miklu meira en móð- ur þess. Ákveðið var, að hann fengi að heimsækja Lizu litlu eins oft og hann vildi, en hve- MmnMMMMMi Belgísku konungshjónin eru um þessar mundir í nokkurra daga sumarleyfi i smábæ ein um á Spáni. Svo sem kunuugt er, missti Fabiola drottning fóstur fyrir rúmum mánuði, og hefur legið á sjúkrahúsi lengst af síðan. Þetta er fyrsta mynd in, sem tekin hefur verið af henni eftir fósturlátið. Vinsæli þjóðlagasöngvarinn Cæsar hefur fengið nafnbótina Gull-Cæsar, því að fyrir skömmu fékk hann gullplötu, sem verðlaun fyrir það, að plöt ur hans höfðu selzt fyrir rúm- lega 1 milljón danskra króna, þ.e.a.s. rúml. 7 millj. ísl. króna. Cæsari finnst gaman að þv:, þegar hann er kallaður plötu- milljónamæringurinn * því að hann fær ekki nema 3% af því verði, sem plötur hans seljast fyrir. ★ ítölsku leikkonurnar Anna Magani og Sophie Loren hafa löngum eidað grátt silfur sam- an. Anna, sem er orðin 57 ára gömul og hefur lifað sitt feg ursta sem leikkona, er sjúklega öfundsjúk út í vaxandi vei- gengni Sophiu og segir, að hún steli öllum hlutverkum frá sér. Hún sagði um daginn í blaða viðtali, að sér hefði verið lofað hlutverki í myndinni Hjóna- band, en Sophia hefði tekið það af sér. Eins hefði farið með aðalhlutverkið í myndinni Judith. Anna segist ekkert geta gert nema lagzt á bæn og beð- ið þess, að Sophia hætti þess um „Þjófnaði." En Sophia kær- ir sig kollótta um umsagn- ir Önnu Magani sem af mörg- um er álitin geðveik. ★ Hinn gamli og ódauðlegi Charles Chaplin er ekki af baki dottinn. Nú er lokið upptöku myndar hans Greifynjan frá Hongkong, þar sem Sophia Lor en lék aðalhlutverkið, og nú segir Chaplin, að í næstu mynd sinni ætli hann að leika á móti Gretu Garbo í ástarkomedíu. Það fylgir ekki sögunni, hvern ig Garbo hefur tekið þessari hugdettu. ★ Kynþáttaágreiningurinn í Suður-Aríku færist stöðugt í aukana. Nú hafa stjórnarvöld- in kveðið svo á um, að negr- um sé bannaður aðgangur að dýragarðinum í Jóhannesar- borg, en til skamms tíma hefur hann verið einn af þeim fáu stöðum í borginni, þar sem svartir og hvítir hafa getað hitzt. ★ Tvéir ungir Ameríkanar hafa ákveðið að sigla umhverfis jörðina í 10 metra löngum fiskikútter. Þeir verða að hafa Isegl uppi hluta leiðarinnar, 1 þar sem báturinn getur ekki u tekið nægilegt eldsneyti. Am- I erikanarnir gegna um þessar ■ mundir herþjónustu i Þý-.ka- H landi og verður ferð þeirra farin, jafnskjótt og þeir losna þaðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.