Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 16
177. tbl. — Sunnudagur 7. ágúst 1966 — 50. árg. HÓTEL OPNAÐ Á HORNAFIRÐINÚ UMMÁNAÐAMÓT GÞE-Reykjavík, laugardag. í fyrravor var hafizt handa um byggingu nýs og myndarlegs hót- els aS Höfn í Hornarfirði, og sam kvæmt áætlunum átti fyrra áfanga þess að vera lokið í byrjun ágúst mánaðar. Hafa framkvæmdir nokk uð dregizt á langinn, cn að öllum Iíkindum verður áfanganum lokið síðast í ágúst. Það er 250 fer- SENDIR POR- TÚGAL ÞRÆLA TIL S-AFRÍKU? NTB-New York, laugardag. Portúgal var í gær ákært fyrir að senda þræla úr nýlendum sín um í Afríku yfir tii Suður-Afríku þar sem þeir væru notaðir í nám um og við önnur störf. Segir, að þessi þrælaflutningur eigi sér stað í samræmi við verzlunarsamn- ing Portúgals og Suður-Afríku. Það var fulltrúi Tanzaníu hjá Saneinuðu þjóðunum, I.H.Mtingwa 'sem lagði fram þessa ákæru' metra álma á Iveimur hæðum, og þar er matsalur og eldhús og setu | stofa hótelsins. | Væntanlega verður byggingunni að fullu lokið að vori, en síðari áfangi er þriggja hæða álma og þar verða 20 herbergi, 4 með sér stöku baðherbergi og 3 með steypi baði. Mun hótelið verða hið vand aðasta í alla staði, og greiða úr þeirri gistihúsaþörf, sem á Horna firði er. Eigendur þessa hótels eru þeir Þórhallur Kristjánsson, og Árni Stefánsson, og reka þeir nú það eina hótel, sem starfandi er á Hornafirði, en það er í ófullnægj andi húsakynnum og þvi eru ein ungis átta herbergi, að því er Þór hallur tjáði Tímanum í dag. ICvað hann gífurlegan ferðamanna- straum hafa verið á Hornafirði á þessu sumri, og hefðu þeir reynt að leysa úr vandanum með því að útvega fól'ki leiguherbergi úti um bæinn. Áætlaður kostnaður hótelsins er níu millj. kr. og hélt Þórhallur, að ekki yrði farið fram úr þeirri áætlun. Hann sagði hins vegar, að erfitt hefði verið að fá mannskap í vinnu, og væri það orsökin fyrir því, hve framkvæmdir hefðu dreg izt á langinn. Byggingameistari við hótelið er Þorkell Kristjáns son. Brátt munu þeir smíða 400 tonna skip innandyra SJ-Reykjavík, laugardag. Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir í skipasmíða . stöðinni Stálvík. Unnið er að því að ljúka við smíði á 200 tonna skipi, sem Bragi hf. Breiðdals vík er að Iáta smíða, og að reisa viðbótarbyggingu yfir skip, sem verða smíðuð lijá Stálvík í fram tíðinni. Þessi nýja bygging verður 48 m á lengd og 13 m á breidd. Gert er ráð fyrir, að byggingunni verði lokið fyrir liaustið, en í henni verðu hægt að smíða allt að 400 tonna skip. í smiðjunni eru nú 5 tonna krani en í nýju byggingunni verður komið fyrir 20 tonna krana. Stækkunarmöguleikar eru mikl- ir, og er stefnt að því í náinni framtíð að Stálvík geti lokið við smíði á 4—6 skipum á ári. í dag vinna hjá fyrirtækinu milli 30—40 manns. Stálvík og fyrirtækið Nökkvi, sem er í tengslum við Stálvík liggja að einhverju því bezta hafn arsvæði, sem vitað er um í ná grenni Reykjavíkur. Skipið, sem verið er að smíða fyrir Braga hf. verður afgreitt til eigenda eftir 4—5 mánuði, og er það 6. skipið, sem Stálvík lýkur smíði á. Nú liggja fyrir pantanir á tveim ur stórum síldveiðiskipum. í Stálvík er nú aðstaða til að vinna í senn að smíði tveggja skipa. Þeir aðilar, sem láta smíða skip hérlendis, fá 75% af kostnaði lánaðan. Á þessari mynd, sem var tekin í fyrradag, sést greinilega stærð nýbyggingarinnar, sem nú er í smíðum. Inni i húsgrindinni er skipið, sem er verið aS smíða fyrir Braga h. f. á Breiðdalsvík. (Ljósm. Tímlnn GE) ÞRJÁTÍU ÁRA GIFTUDRJÚGT OG ÁRANGURSRÍKT FLUGMÁLASTARF HÉRAÐSMÓT í KRÓKSFJARÐARNESI Héraðsmót Framsóknarmanna í A-Barð. verður haldið að Króks- fjarðarnesi laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 9 s. d. Ræður flytia alþingismenmrnir | Hermann Jónasson fyrrv. forsæt isráðherra og Ólafur Jóhannesson, varaformaður, Framsóknarflokks- ins. Klemenz Jónsson, ieikari, skemmtir og Guðrún Guðmunds dóttir og Ingibjörg Þorbergs syngja. Hermann Hljómsveitin Röðiar lcika fyrir dansi. AK-Reykjavík, laugardag. — Á morgun, 7. ágúst eru liðin 30 ár síðan Agnar Kofoed Hans- en var ráðinn flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar, cn með því hófust afskipti ríkisvaldsins af þró un flugmálanna hér á landi. Var þessa atburðar minnzt á heimili Agnars í gær, þar sem viðstaddur var núverandi fiugmálaráðh. Ingólfur Jónsson, og fyrsti ís- lenzki flugmálaráðherrann Harald ur Guðmundsson, sem réð Agnar í starfið. Árið 1945 voru svo sett lög um flugstjórnina hér á landi, og Agn ar þá skipaður flugmálastjóri. Það mun ekki sízt hafa verið Sveinn Björnsson, forseti, þáverandi sendi herra í Höfn, sem vakti míps á því við íslenzku ríksistjórnina, að rétt væri að fara að hafa hönd í bagga með þessum mikilvæga þætti nútíma samgangna. Agnar Kofoed-Hansen var aðeins 21 árs, að aldri, er hann var ráðinn til þessa starfs. Hann hafði lært flug í Danmörku á vegum hersins og stundað framhaldsnám í Þýzka- landi og víðar og hlaut alþjóðlegt flugstjóraskírteini í des. 1937. Fyrsta fiugfélag á íslandi var stofnað 1919 fyrir forgöngu Hall dórs Jónassonar. en næsta flugfé- lag 1929, aðallega fyrir forgöngu Alexanders Jóhannessonar. Það fé lag keypti Súluna, sem hér ílaug um skeið. Fyrsta flugvélin, sem annaðist hér farþega og póstflug var Örninn, en þeirri flugvél flaug Agnar allmikið hér og síðar Örn Johnson. En þegar Agnar var ráð inn hér flugmálaráðunautur, var raunar hér engin flugvél. Nú eru flugvélar íslendinga um 100 sagði Agnar, og 4—5 þús. manns hafa beinlínis atvinnu og lífsafkomu af fluginu, sem veitir öllum lands- mönnum meiri eða minni þjónustu og er mikilvæg atvinnugrein ís Framhald á bls. 15 RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS REYKJAYÍK GREIÐIÐ NEÐANGREINDUM AÐILA GEGN TÉKKA ÞESSUM AF HLAUPAREIKNINGI NR. 2553 99 nr. UU4U92 KR. 0,00! SPARIMERKI KR. AFHENT MEÐ TÉKKA ÞESSUM SEÐLABANKI ÍSLANDS BÓKAÐ: nafnnúmer 67T0-?115 'T.ÓNI *«■*•»*«»•»** EJ-Reykjavík, laugardag. Bankastarfsinenn flltust ým- ist kátínu, eða reiði, þegar einn ríkisstarfsmaður spurði þá, hvað þeir vildu gefa fyrir ávísun þá, sem mynd er af hér til hliðar. Ríkisstarfsmaðurinn fékk ávis unina sem launagreiðslu fyrir ágústmánuð. Hún er undirrituð af ráðuneytisstóra Fjármála- ráðuneytisins, og hljóðar upp á 0.00 krónur — eða réttara sagt stjörnur. Er þess að vænta. að þessi furðulega ávísun verði á sín um tíma verðmæt fyrir safnara. þar- sem hún er vonandi einstök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.