Tíminn - 09.08.1966, Side 12

Tíminn - 09.08.1966, Side 12
n ÍÞRÓTTIR TÍMIWM SÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. ágúst 1966 » íi sex ar í Alf—Reykjavík. — „Loks E ins, eftir 6 ár“, sagði Sig- urður Einarsson, hinn kunni knattspyrnu- og handknatt- leiksmaður í Fram, eftir leik félags síns við Breifta blik í Bikarkeppni KSÍ á sunnudaginn, en Sigurðui', sem jafnan leikur í stöðu bakvarðar, skoraði fyrsta markið fyrir Fram í 'leikn um. Þetta var jafnframt fyrsta mark, sem hann skoi ar á leíkferli sínum sem meistaraflokksmaður í sex ár. Leik liðanna, sem bseði leika í 2- deild, lauk með 5:1 sigri Fram. Leikurinn h var frekar lélegur. Þess má |s geta, að Breiðablik leikur lil |i Framhald á bls. 15 1 Hermann Gunnarsson sækir að marki Akraness í leiknum í fyrrakvöld og er vígalegur á svipinn. (Tímamynd Bjarnleifur) Vörnin hjá Akranesi fór í moía — og Valur sigraði 1:0 og nálgast nú íslandsmeistaratitilinn Valsmenn hafa byr undir báð- um vængjum í 1. deildar keppn- inni í knattspyrnu eftir sigur gegn Akranesi í fyrrakvöld, 1:0, og var sá sigur sízt of stór eftir gangi leiksins. Margir höfðu reiknað með, að Akranes yrði erfið hindr un fyrir Val, og í fyrstu leit út fyrir, að svo myndi verða, því að. í fyrri hálfleik áttu Skagamenn góð- ar sóknarlotur og ógnuðu Vals- markinu hvað eftir annað. Og það sem mcira var um vert, vörnin hjá Akranesi var sterk og gerði hin- um skæðu sóknarmönnum Vals líf ið erfitt, var það ekki sízt þáttur Ríkharðs Jónssonar, sem batt vörn ina vel saman með því að leika annan miðvörð á móti Boga Sig- urðssyni. Þeir tveir fylgdu mið- herjum Vals, Hermanni og Ingv- ari, eins og skugginn. En í einu vetfangi breyttist til- tölulega sterk varnarborg Akra- ness í lítilfjörlega spilaborg, þeg- ar Ríkharður varð að yfirgefa völl inn á 35. mínútu slasaður. Rikharð ur var einn á „auðum sjó“ að taka á móti knettinum, en hrasaði og kom svo illa niður á vinstri oln- boga, að hann fór úr liði. Eftir að Ríkharður yfirgaf völlinn var ekki um neina vörn að ræða hjá Akranesi — og eftirleikur Vals- manna var léttur, þó þeim tækist ekki að skora nema eitt mark, sem kom í síðari hálfleik. Það var eins og Skagamenn gerðu sér enga grein fyrir því, að leika verður með tvo miðverði á móti Val. Nær allan síðari hálfleikinn léku ann að hvort Ingvar eða Hermann laus um hala á miðjunni og komust í dauðafæri, en til allrar hamingju fyrir Akranes, var hvorugur á skotskóm. Hefðu þeir félagar nýtt hin mýmörgu tækifæri sæmilega, hefði Valur getað unnið með fimm eða sex marka mun, en það er önnur saga. Eina markið í leiknum skoraði Hermann Gunnarsson á 5. mínútu eftir góðan undirbúning Gunn- steins Skúlasonar, sem kom inn á sem varamaður fyrir Reyni Jóns- son í fyrri hálfleik. Gunnstcinn lék skemmtilega upp hægri kant, nálægt endamarkslínu, en þaðan sendi liann fyrir. Knötturinn barst til Hermanns, sem skoraði fram- hjá Einari, markverði Akraness, af stuttu færi. Gunnsteinn átti allan heiður af undirbúningi og hann stóð sig mjög vel í leiknum. Það sama má segja um hinn vara manninn, sem Valur þurfti að nota í fyrrakvöld, Halldór Einars son, sem kom inn á fyrir Þor- stein Friðþjófsson, bakvörð, en bæði Þorsteinn og Reynir áttu við mciðsli að stríða frá leiknum s. 1. fimmtudag gegn KR. Akureyringar sóttu meira, en hlutu oo aðeins annað stigið -leik Keflvíkinga ogAkureyringa lauk með jafntefli 1:1 Akureyringar og Keflvíkiagar léku í 1. deild á Njarðvíkurvellin um á sunnudag og lyktaði leiknum með jafntefli, 1 mark gegn 1. Akureyringar komu nokkuð á ó- vart fyrir gott keppnisskap, sem þeir sýndu allan leikinn. Þeir voru betri aðilinn og hefði ekki verið ósanngjarnt að Akureyri befði hreppt bæði stigin. Fyrirfram var reiknað með sígri Keflvfíldnga, og líklega hafa þeir mætt of sigurvissir til leiks, en slíkt hefur orðið mörgu góðu liði að falli. Með því að tapa stigi á sunnudagínn, minnka vonir Kefl víkinga um sigur í mótinu, þar sem Valur hefur 3 stigum meira. en hefur leikið einum leik fieira Sævar Jónatansson skoraði eina mark Akureyringa í fýrri hálfleik, en Jón Jóhannsson jafnaðl fyrir Keflavík um miðjan síðari hálf leik. Sóknarlotur Akureyringa voiu mun fleiri í leiknum, en eins og svo oft áður, brást sóknarmönnuu um bogalistin. Þegar reka burfti endahnútinn. Það er eins og ein hver álög séu á sóknarmönnun Akureyringa. þegar þeir ná'.gast mark. Einar Helgason,. þjálfari þyrfti sannarlega að taka þá i kennslustund við markið. Leikinn dæmdi Grétar Norð- fjörð og dæmdi vel. — S. Skínandi gott knattspyrnuveður var í fyrrakvöld, þegar liðin mætt ust á Laugardalsvellinum, og fylgd ust margir áhorfendur með upp gjöri þeirra. Eins og áður er sagt, áttu Skagamenn góð tæki færi í fyrri hálfleik, en tókst ekki að nýta þau. T. d. var Björn Lárusson í dauðafæri á 15. mín- útu, en skaut himinhátt yfir af 3ja metra færi. Yfirleitt var Vals- liðið ekki eins öruggt í þessum hálfleik og það hefur verið í fyrri hálfleikjum undanfarinna leikja. Vörnin hjá Akranesi virt ist eiga í fullu tré við sóknar- menn Vals, en var þó óþarflega harkaleg í aðgerðum sínum, t. d. á 20. mínútu, þegar Ríkharður brá Hermanni Gunnarssyni inni í vítateig. Magnús Pétursson, dóm ari, var fljótur að grípa til flaut unnar og dæmdi án nokkurs hiks vítaspyrnu. Reynir Jónsson fram- kvæmdi hana og skaut hátt yfir. Var það mál manna á Laugardals vellinum, að sjaldan hefði sézt jafn illa tekin vítaspyrna. Vafa samt hól fyrir þennan sóknar- mann Vals! f síðari hálfleik réðu Vals- menn lögum og lofum á vellinum, gagnstætt því sem skeð hefur undanfarið. Vörnin hjá Akranesi var eins og illa gerður hlutur, ef hægt er að tala um vörn yfir- leitt, og það var allt of lítil upp- skera hjá Val að skora aðeins eitt mark. Með sigri sínum hefur Valur náð góðu forskoti í 1. deild og er líklegasta liðið til að sigra i deild inni. Tvær hindranir eru eftir. Þróttur og Akureyri, og myndi ég álíta, að Akureyringar á sínum heimavelli, væru þeir einustu, sem gætu stöðvað Val. Annars hefur Vals-liðið leikið vel í mótinu og verðskuldar sigur með sama á- framhaldi. Það væri líka viðeigandi að Valur ynni í ár, því nákvæm lega 10 ár eru síðan Valur varð íslandsmeistari síðast. Beztu menn Vals í fyrrakvöld voru Bergsveinn Alfonsson, Árni Njáls son, Sigurjón, og reyndar Her- mann, þó klaufskur væri upp við markið. Hermann háði skemmtilegt einvígi við Jón Leósson og var yfirburðasigurvegari í því. Þá var frammistaða þeirra Gunnsteins og Halldórs góð, eins og fyrr segir. Hjá Akranesi var Ríkharður bezt ur, á meðan hans naut við, en ungu piltarnir ; framlínunni, sér staklega Matthías Hallgrímsson, gerðu marga góða hluti. Athygli vekur vaxandi leikmaður á vinstri kanti, Rúnar Hjálmarsson. Magnú.s Pétursson dæmdi leik- inn vel. — alf. Úvænt úr- slit í 3. deildinni Tveir leikir voru háðir í 3- deild íslandsmótsins í knattspyma nm helgina. f Borgarnesi léka heima menn gegn UMS Skagafjarðar og urðu úrslit frekar óvænt, því UMS Skagafjarðar vann með 2:1. Þá urðu ekki síður óvænt úrslit á Selfossi, því þar unnu Ölfusingar heimamcnn með 2:1. Keppnin í 3. deild er því mjög spennandi. Um helgina fór fram einn leikur i bikarkeppni 2. flokks. Selfyssing ar léku í Hafnarfirði og unna FH með 5:1.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.