Tíminn - 17.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1966, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS A föstudaginn var varð Elíza beth Taylor fyrir því óhappi að brjóta í sér tábein. Hafði leikkonan verið við kvikmynda- hátíðahöld á Taormina á Sikil- ey, og hafði hún stökkið í loft upp af hrifningu og brotið á sér tána. Fór hún Brúðkaup þeirra Brigitte Bar dot og þýzka milljónamærings- ins Gunther Sachs gekk eins og í sögu og er það aðallega þakkað Edward Kennedy öld- ungardeildarþingrpanni. Hafði hann, áður en þau Brigitte og Gunther komu til Mexico, séð um öll nauðsynleg atriði meðal annars útvegað vígsluvotta, leyf isbréf og að bifreið yrði til taks á flugvellinum, þegar þau kæmu. Hins vegar gekk ekki allt eins vel, þegar þau komu til Haiti því að þá naut hjálpar þegar í stað til Rómar til þess að láta lækna á ameríska sjúkra húsinu þar athuga meiðsli sín og á Elizabeth að ganga í 3 vik- ur með annan fótinn í gipsi. Hér á myndinni sjáum við þau hjónin eftir að búið er að búa irm fót hennar. Edwards ekki lengur, og kom það upp úr kafinu, að Gunther hafði gleymt að panta hótel- herbergi þar, svo að þau urðu að gista hjá nokkrum vinum sínum þar. Joseph Kirkland, sem er sex- tugur blindur maður búsettur í New York, varð fyrir því fyr- ir skömmu, að þjófur brauzt inn í íbúð hans. Reyndi eigin- koma hans, að koma í veg fyrir það, að maðurinn brytist inn í íbúðina O'g kom eiginmaður hennar von bráðar henni til hjálpar vopnaður skammbyssu og skaut í þá átt, sem rödd þjófsins kom úr. Hæfði hann konu sína í hjartað og gekk kúlan því næst í hífndlegg þjófs ins. Kirkland er nú ákærður fyrir manndráp og fyrir að hafa byssu í fórum sínum án leyfis. Hópur stúdenta í Bandaríkj- unum fór nýlega að Hvíta hús- inu í Washington með skilti, sem á stóð. Kallið George Ham ilton í herinn. Hollywoodleik- arinn, sem þekktastur er sem dyggur fylgisveinn eldri for- setadótturinnar var undanþeg- inn herskyldu þar sem hann er fyrirvinna móður sinnar. Árstekjur Hamiltons nema nokkrum milljónum. Hubert Humphrey, varafor- seti Bandaríkjanna, var fyrir skemmstu spurður hvernig væri að vera annar valdamesti mað- ur Bandaríkjanna. Svar vara- forsetans var: Það hef ég ekki hugmynd um- Spyrjið Lady Bird Johnson. Fyrir skemmstu þreyttu tíu austurrískir umferðalögreglu- þjónar bílpróf í Innsbruck. Fór svo að fimm lögregluþjónanna féllu á munnlega prófinu og tveir á keyrslunni sjálfri. Um síðustu helgi framdi ung ur maður milli 30 og 35 ára gamall sjálfsmorð með því að kasta sér niður af fyrstu hæð Eiffelturnsins í París. Er þetta 347. sjálfsmorðið ,sem þarna hefur verið framið frá því að turninn var gerður 1889. Peter og Lars Brandt, sem eru synir Willys Brandts borg- arstjóra Berlínar og eru tán- ingar, skipta á milli sín aðal- hlutverki í kvikmynd, sem ver- ið er að taka í Póllandi. Leika þeir þar sama piltinn á mis- munandi aldri. Kvikmyndin er byggð á sögu Gunthers Grass, Köttur og mús. í haust á að selja dýrasta mál verk heims í Blew York að því er sagt er. Hvorki fleiri né færri en 14 þekktir listamenn hafa lagt hönd að listaverkinu og allir gefið vinnu sína. Með- al þessara listamanna eru Pic- asso, Salvador Dali og Marc Chagal. Sagt er að listaverk þetta komi til með að seljast fyrir gífulega upphæð og mun ágóðinn renna í sjóð til styrkt- ar vanþroska börnum. Þau ummæli Johns Lennons bítils, að bítlarnir séu vinsælli en Jesú Kristur, hafa vakið miklar umræður og hafa látið margir til sín heyra varðandi þau. Meðal þeirra er danski biskupinn Dons Christensen og voru ummæli hans birt í józku blaði. Sagði biskupinn meðal annars, að Jesús hafi aldrei ver ið vinsæll og af þeirri ástæðu einni væri hann alveg sammála John Lennon, að bítlarnir væru vinsælli en Kristur. — Ræning- inn Barrabas var einnig miklu vinsælli en Kristur, segir bisk- up, og því er ekkert við því að segja, þótt bítlarnir séu það einnig. Það að bítlarnir skyldu líkja sér við Krist er þó að mínu áliti spjátrungsháttur, en mér finnst, að við ættum ekki að æsa ókkur upp út af því. — Þegar ég segi, að Jesús Kristur hafi ekki verið vinsæll, þá vil ég taka það fram, að hann gerði aldrei neitt til þess að vera það, sagði klerkur að lokum. Hreingerningarkonurnar í Radio City Music Hall í New York, sem er stærsta leikhús heimsins, hafa nóg að gera eft- ir hvérja sýningu. Að sögn bera þær þá um það bil 13. kíló af tyggigúmmí úr salnum í rusla föturnar. Er þetta allt tyggi- gúmmí, sem sýningargestir hafa losað sig við meðan á sýn- ingunni stóð. Sviðið í húsinu er 700 fer- metrar og sæti eru fyrir 6200 manns. T-jaldið vegur 3 tonn og 13 mótora þarf til þess að draga það upp. Auk þess að þurfa að bera allt þetta tyggi- gúmmí í ruslaföturnar þurfa hreingerningarkonurnar að tæma 2800 öskubakka, ryksuga 10.000 fermetra af gólfteppi og og pússa 700 'spegla. En þær eru líka margar, sem verkið vinna. 1 L Hér sjáum við bítlana og er myndin tekin á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í Chi cago í síðustu viku og reyndu bítlarnir að færa þar fram af- sökun vegna hinna frægu um- mæla Johns Lennons, að bítl- arnir séu vinsælli en Kristur, og bar John fram afsökun og sagði, að hann hefði aldrei' ætl- að að vera andkristinn í um- mælum sínum. 3 Á VÍÐAVANGI Hrappmennskan í önd- vegi. Ein er sú dyggð, sem menn irnir sem nú sitja í ráðherra stólunum iðka mest og bezt og dá öðru frcinur. Það er eigin leiki sá, sem stundum hefur verið kölluð hrappmennska cða hreppska. Hún er fólkm í þeirri list að koma aftan að mönnum, gera óvinafagnað, svíkja nnna sigra úr hendi eigin liðs. Skýr asta dæmið um snilli þessarar ríkisstjórnar í hrappmennsk- unni er bakstungan í Iandhcig ismálinu, og mun verða „við- reisnar"-stjórninni til mestrar smánarfrægðar í sögunni. fslendingar höfðu unnið full an sigur í landhelgismálinu. Þeir höfðu tryggt sér tólf m<I urnar og höfðu óbundnar hend ur um frckari útfærslu með sama hætti og áður eftir Gcnf arfundinn. Herskapur Breta var farinn út um þúfur, fordæmdur og þeir voru dæmdir til að lötra heim með lafandi skott. Barátta íslendinga hafði þegar færzt út fyrir 12 mílumar fyrir yfirráðum á Iandgrunninu öllu. Hrappur fer til Breta. Þá kom svonefnd „viðreis'nar” stjórn til valda og hún Iét það verða sitt fyrsta ' verk að sauma sér hrappsskikkju, skríða síðan á fund Breta, af- henda þeim sigurinn, sem ís- lendingar höfðu unnið, bjóða þeim aftur inn í íslenzka 'and- heigi um sinn og gera við þá samning, þar sem íslendiagar skuldbundu sig til þess að til- kynna Bretum það með hafi Icgum fyrirvara, ef þeir hefðu í hyggju að færa út fiskveiðilög sögu og lofuðu fyrirfram að leggja ágreining um það undir erlendan dóm, sem hefur engin alþjóðalög um þessi atriði til þess að dæma eftir. Þannig gerði íslenzka hrapps-stjórn'.n að engu þann ávinning, sem fengizt hafði á Genfarfundin- um, er komið var í veg fyrir. að 12 mílur yrðu teknar upp sem alþjóðaregla um fiskveiði landhelgi. Hrappur á friðstóli. En hrapps-stjórnin vissi, að þetta voru svik við þjóðina og málstað hennar. Þess vegna Iét hún það fylgja neðst í yfirlýsingu sinni til Breía, að ríkisstiórnin ætlaði að liaida áfram að vinna að útfærslu fiskveiðilögsögunnar og kapp- kosta að fá viðurkenningu annarra þjóða fyrir slíkri út færslu. En nú eru liðin sjö ár síðan þessu var yfir lýst. Hrappur sit ur á friðstóli í stjómarráðiuu síðan hann kom heim úr afsais förinni til Breta. Hann svnir engan lit á því að efna heit sitt um að vinna að stækkun land helginnar. Minni einhver á mál ið á Alþingi og leggi til, að stjórnin fái stuðning þingnefnd ar til þess að iðka svolitið meiri orðhcldni, lætur hún Iff varðarsveit sínn drepa málið. Landhelgismálið skal um fram allt liggja grafið, meðan erlehd ir togarar skafa landgrunnið rétt utan við 12 mílna iinuna og hafa 80% af ungþorski, sem ekki er orðinn kynþroska i afla sínum. Hrappur hefur aldrei verið hálfur í iðju sinni og er það ekki enn. Erlendir botnsköfumenn á íslandsgrunni eiga sína vini á réttum stöðum. / /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.