Tíminn - 17.08.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 1966 ,Menn urðu að losa hann úr armi hennar dauðrar7 Þorsteinn Kristjánsson, lang-l íerðábílstjórii á Egilsstöðum. sem hefur flutninga frá Vöruflutninga- miðstöðinni í Reykjavík til Fljóts- dalslhéraðs og fjögurra Austfjarða keypti nj'jan bíl frá Svíþjóð í vor, lét útbúa hann svefnkoju í stýris- húsinu. Ekki þó handa farþegum, heldur bílstjóra, því að bílinn ætl- aði hanin að láta ganga foæði dag og nótt, tveir bílstjórar í ferð, sem hefðu vaktaskipti við stýrið líkt og Jakob á Raufarhafnarleið- inni reyndi fyrst í fyrra og gafst vel. Ég fór að ámálga það við Þorstein að fá að fljóta með aust- ur, þégar nýi bíllinn hæfi ferðir. En þegar búið var að smíða yfir bílinn uppi í Borgarnesi, var þörf- in orðin svo mikil fyrir viðbótar- bíl, að þeir urðu að taka til óspilltra málanna að keyra allan sólarhringinn, að ekki gafst tórn til að sinna farþegum. Það var fyrst daginn eftir verzlunarmanna- helgina, að margir urðu seinir til að vakna og koma vörum í bílinn, að Þorsteinn hringdi til mín, sagð- ist ætía að gefa hinum bílstjór- anuim frí og ég gæti nú fengið að fljóta með því að hann mundi aka eihn og hafa sina hentisemi um það, hvar stanzað yrði. Ég þáði boðið. En eftir því sem á daginn leið, jókst aðstreymið með vörur austur svo að bíllhúsið mikla aftaná fylitist áður en varði. Mátti segja, að Þorsteinn hafi verið helzt til fljótur á sér að gefa hinum bíl- stjóranum fríið, en við það sat. Fyrst stóð til að leggja af stað um náttmál, en ýmislegt tafði fyr- ir, og þá hringdi Þorsteinn og sagði að bezt væri úr því sem kom ið væri áð sofa dálítið áður en lagt yrði upp, vakna upp úr óttu og renna þá úr hlaði. Þorsteini, sem fleiri langferðabílstjórum, þykir betra aða ekki sé æði mikil umferð á vegunum á meðan þeir eru að koma sér á strik út úr borginni, með þungt hlass. Og það er fátt bilá á leið okkar upp Mos- féllssvéitina, Kjalarnesið, Kjósina og inn með Hvalfirðinum, og veð- ur hið skaplegasta. Vegurinn má líka heita eins þolanlegur og við má búast, en ekki líður á löngu unz verða á vegi okkar þessar óteljandi brýr, sem lagðar hafa verið fyrir áratugum og harla lít- ið dyttað að, ef eitthvað færist vir lagi, handrið skekkt eða brot- in og látin standa þannig von úr viti, og hólur eða göt við brúar- sporðana. „Þetta er ein af átján jmeð gati“, segir Þorsteinn, þegar |við rennum yfir eina slíka. Önn- ur brú varð á vegi okkar á nær- |sveit svo þröng, að stærstu bílar komast naumast yfir hana. Um hana var okkur sagt, að þegar átti að smíða hana fyrir nokkrum áratugum, fékk verkstjórinn send þvertré, sem nægt hefðu í nokk- uð breiðari brú. Honum þótti býsna illa farið með tréð að fara áð saga af því, það yrði til ónýt- is, sem af gengi. Honum datt í hug að láta tréð ráða og hafa brúna breiðari, það gæti kannski komið að gagni síðar meir. Því skrifaði hann til vegamálastjórnar- innar og sagði hvernig á stæði, bað leyfis um að breikka brúna sem trénu næmi, en hann fékk ekki svar. Nokkru áður en verk ið hófst átti hann erindi til Reykia víkur og gekk þá upp á Vegamála- skrifstofu og endurtók beiðni sína Um að breikka brúna svo að timbr ið kæmi að notum. Honum var svarað því einu, að gæti hann ekki gert eins og fyrir hann væri lagt, þá mundi víst finnast nóg af verkstjórum til að taka betta verk að sér. Með það fór hann út úr hinni opinberu skrifstofu, sag- aði af brúarbitunum .og hafði brúna jafnbreiða og hinir háu herrar höfðu ákveðið. Síðan hefur þessi brú verið látin duga. Og allmörg ár eru liðin síðan Vegamálastjórn- in eignaðist verkfæri, sem ekki komast yfir þessa brú, þau verða þarna og kannski víðar að taka stér an krók, fara niður i fjöru með ýtur sínar til að komast leiðar sinnar. Þegar við nálgumst Staupa- stein, segir Þorsteinn mér, að fyr- ir nokkru hafi heldur verið sjón að sjá þennan sérkennilega stein einn góðan veðurdag. Þar hafði numið staðar hópur amerískra manna og allir farið til og málað nöfn sín á steininn. Ekki gekk andskotalaust að þvo nöfnin af, og sér enn móta á steininum fyr- ir háttvísi þessara útlendinga. Ég fer að dást að fegurð lands- lagsins kringum Hvalfjörðinn, og Þorsteinn segir: „Já, sannarlega er fallegt hér, en meinið er, að mörgum gremst svo hve leiðin fyr- ir Hvalfjörð er löng, að þeir sjá ekki fegurð landsins fyrir skap- vonzku.“ Við stönzum hjá Botasskáian um í Hvalfirði til að fá olíu á bíl- inn og kaffisopa til að hressa okk- ur á. Nýr eigandi er tekinn við og liefur opið allan sólarhringinn. Þetta er ungur maður, hvatlegur og var sjálfur að afgreiða okkur eina snemma morguns. Honum fannst alltof þröngt og skilyrði ónóg. Þess vegna ætlaði hann að byggja nýtízkulegan skála þarna hið skjótasta, kvaðst ætla að fara í skoðunarferð til útlanda um næstu mánaðamót, kynna sér slíka skála við þjóðveginn, hraða ferð sinni og koima skálanum nýja undir þak í haust. „Það þýðir ekki annað en að fylgjast með til að fá olíu og kaffi. Þar er nýlegur og laglegur skáli, og þar fáum við góðar kökur og vont kaffi, sem kostar þó talsverðan pening. Sú var tíð, að það var viðkvæði ferðamanna, að af tvennu mætti marka það, að Reykjavík væri í nánd, sem sé því, að tvennt færi versnandi og gerð- ist þynnra, íslenzkan og nýmjólk- in. Þá var höfuðstaður okkar æði danskur og þótti ekki öllum nógu fínt að tala óbrenglaða íslenzku. Danskan hefur orðið að víkja fyr- Bílar Þorsteins mætast á tímanum,“ sagði hann og hellti aft ur í bollann hjá okkur. Uppi á Holtavörðuheiði, þegar við vorum komnir vel fram hjá sæluhúsinu, sáum við hátimbrað- an bíl koma á móti okkur, og Þorsteinn er fljótur að þekkja hann, sem von er því að hann á hann sjálfur. Þetta var einn af vöruflutningabílunum á Austur- landsleiðinni. Þeir stanza báðir og. Þorsteinn hleypur út til að tala við bílstjórann. Bíllinn er þá með brotna fjöður. Þorsteinn segist ætla að hringja frá Akureyri suður til að panta verkstæðispláss svo að hann þurfi sem minnst að tefj- ast við flutninga. Ég spyr Þor- stein, hvort bílfjaðrir brotni oft á þessum stóru þungu bílum. Hann segir, að fjaðrirnar brotni sízt þegar bílarnir séu fullfermd- ir, frekar sé það hristingurinn á voridum vegi, sem skaki til tóman bíl og brjóti fjöður. Enn stönzum við í Hrútafirði iði, annar með brotna fjöður. Tímamynd — GB ir annarri tungu. Og mjólkin er svona og svona í höfuðborginni. Ekki held ég þekkist á loaffinu, að leiðin lengist frá Reykjavík út á landbyggðina, fólk á mörgum veitingastöðum í borginni kann ekki að laga kaffi. En annað er tilfinnanlegt eftir því sem lengra dregur frá Reykjavík norður og austur, og það er verðlagið á veit- ingum. Eðlilegt má telja, að það sé nokkuð hærra, því sem nemur flutningsbostaaði, en fyrr má rota en dauðrota. Langferðabílstjóri, sem ók þessa leið í fyrra, sagði mér, að fiskmáltíð, sem kostaði 35 krónur í Reykjavík þá, kostaði 70 krónur á Akureyri. Á Seyðis- firði sannreyndi ég að hversdags- leg baunamáltíð kostaði 115 krón- ur og kaffi með tveim eggjafrans- brauðsneiðum sama. Á Akureyri reyndi Þorsteinn mikið til að ná símasambandi við Reykjavík en gafst upp þar sem hann fékk afnot af síma á skrif- stofu, sagði mér, að það hefði versnað að mun síðan sjálfvirka stöðin fór að komast í símasam- band við Reykjavík. Við settumst inn í hótelveitingasal og fengum okkur kaffi á meðan símastúlkan náði loks sambandi við Reykja- vík. Það var krökkt af íslenzkurn unglingum og útlendum ferðalöng- um í veitingasalnum, og fólks mergðin í rigningunni á götunni fyrir utan, Aðalstræti, var eins og í útlendri stórborg. Við urðum að olnboga okkur eftir gangstéttinni til að komast sem fyrst í bílinn og halda áfram ferðinni. Næst var áð við Mývatn og þá komið fram yfir náttmál. Það var gott að setjast að borði í Hótel Reynihlíð og fá soðinn silung í svanginn, því að við höfðum ekki fengið okkur ærlega máltið allan daginn, og einir sextán tímar sí8- an við lögðum af stað úr Reykja- vík. Gestir í salnum að Reynihlíð voru allir útlendir, enskir, amer- ískir, þýzkir. franskir og ítalskir. Ég spurði framreiðslustúlkuna, hvað allir þessir útlendingar hefðu helzt fyrir stafni, hvort þeir sæktust ekki eftir að fá að veiða i vatninu. Nei, sagði hún, þeir njóta bara sveitasælunnar í róleg- heitum, ganga um landið og skoða fuglalífið á vatninu, þeir eru marg- ir hverjir náttúruskoðarar. Óveðurs kaflinn fyrir skemmstu gerði mik- inn usla á þessum slóðum, þá drapst fjöldi andarunga á vatn- inu. Skammt frá, hjá svonefndu Bjarnarflagi, er verið að reisa mik- il mannvirki, kísilgúrverksmiðjuna og hafa margir af því áhyggjur, að hið heimsfræga dýralíf við Mý- vatn bíði hnekki við tilkomu þess arar herjans fabrikku. Við leggjum af stað saddir á elleftu stundu og nálægt lágnætti rennum við um hlaðið í Möðru- dal. Það er ljós í eldhúsinu á öðr- um bænum, þar sitja ungu hjónin við gluggann, eru sjálfsagt að drekka kvöldkaffið, þau veifa þeg- ar Þorsteinn þeytir hornið í kveðju skyni, þegar við brunum fram hjá. Jón bóndi, sá gestrisni öldungur hefði ekki látið okkur sleppa, ef hann hefði náð taki á okkur. Nú sjö um áttrætt en er þó spræk- ur eins og strákur, gengur að slætti og þeysir á gæðingum sin- um um fjöll og firnindi, er því er að skipta. Þarna stendur kirkj- an, sem hann keypti efnið í og smíðaði eigin höndum til minn ingar um konu sína, og málaði sjálfur altaristöfluna, sem frægt er. Sú var tíð, að prestur sat í Möðru- dal, en það er firna langt síðan. Já, vel á minnzt, nú munu vera 250 ár síðan prestssetur í Möðru- dal var lagt niður. Síðastur prestur þar var séra Bjarni I Möðrudal, einkennilegur maður, sem þjóð- sögur hafa spunnizt um og er einna mest reyfarabragðið aí því, hvernig Bjarni gerðist þar prest- ur. f Gráskinnu Gísla Konráðssonar Framhald á bls. 12. HESTAR OG MENN KAPPREIDAR HARÐAR Nýtt landsmet? Kappreiðar Harðar síðastl. sunnudag tókust prýðilega og náðu þar margir hestar ágæt- um tíma. — Veðrið var eins gott og bezt verður á kosið: logn, eða hægur andvari og sólskin. Mikill fjöldi var þar samári kominn og fylgdist af áhuga með því sem fram fór. Öll stjórnsémi var góð og fram koma áhorfenda til fyrirmund- ar. Úrslit í einstökum keppnis- greinum urðu þessi: I góðhestakeppni varð Tvistur nr 1 og hlaut Skær- ingsbikarinn. Eigandi hans er Bjarni Kristjánsson Reynivöll- um. Annar varð Blesi Kristjáns Finnssonar á Grjóteyri og þriðji Blesi Kristjáns Þorgeirs- sonar Leirvogstungu. í keppni klárhesta með tölti bar Storm ur Haraldar Jóhannssonar sig- ur af hólmi og hlaut Leósbik arinn. Annar varð Stígandi Har aldar Sigvaldasonar og þriðji Loftur Kristján Þorgeirssonar. Á skeiði varð Hrollur Sigurð ar Ólafssonar hlutskarpastur á 25.0 sek. 2. Blesi Jóhanns Kristjáns- sonar á 26.3 sek og 3. Blesi Kristján Þorgeirs- sonar á 26.9 sek. f nýliðahlaupi (folahlaup) varð Tontó fyrstur á 20.2 sek. Eigandi hans er Jens Arnar. 2. Brúnn Benedikts Kristjáns- sonar á 22.2 sek og 3. Cæsar Guðbjargar Þor- varðardóttur á 22.3 sek. Stjarni Signýjar Jóhannsdótt ur hljóp þessa vegalengd (250 m), á sama tíma og Cæsar. Aðeins sjónarmunur greindi á milli. 300 metra hlaupið vann Steinn Aðalsteins Aðalsteins- sonar á 23.2 sek. 2. Áki Guðbjartar Pálssonar 23.5 sek. 3. Litli-Steinn Birgis Aðal- steinssonar 23,7 sek. f 400 metra hlaupi varð Reykur Jóhönnu Kristjónsdótt- ur fyrstur á 29.9 sek. 2. Stjarni Gests Jónssonar í Meltungu 30.4 sek. 3. Gula.Gletta Erlings Sig- urðssonar 30.5 sek. Tími Reyks 29.9 sek, mun vera einhver sá bezti sem náðst hefur í þessu hlaupi og mun verða reynt að fá hann staðfest- an sem Iandsmet í 400 m. hlaupi. Á Landsmótinu í Skógarhól- um 1958 hlupu Garpur og Gný- fari þessa vegalengd á 30.2 sek en það varð aldrei staðfest sem íslandsmet. Knapaverðlaunin hlaut Signý Jóhannsdóttir Dalsgarði. Auk peningarverðlaun var keppt um verðlaunapeninga og verða þeir afhentir á árshátíð Harðar nú í haust. G.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.