Tíminn - 17.08.1966, Page 13

Tíminn - 17.08.1966, Page 13
Jóhann Jónsson UMSE Þingeyingar komu á óvart með því a3 hljóta annað saeti. Á myndinni hé r að ofan sést sveit þeirra ásamt forráðamönnum. MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 1966 ffiUlMB TÍMINN ÍÞRÓTTIR Verða aðeins tvð Rvíkurfélög eft- ir í 1. deild? Vestm. og Fram leika í 2. deild í kvöH „Hérna, hirtu p.eysuna" — má iesa úr svipnum s Mobby Stiles, Manchester Utd. ieikmanninum og heims- meistara með Englandi. Honum sést vísað þarna út af fleik Manchester Utd. og Austria FC í Vín fyrir nokkrum dögum eftir að hafa lent í orðaskaki við dómarann, en upphafið var það, að Stiles gekk á milli Dennis Law og austurrísks leikmanns, sem var í miklum vígahug En ekki tókst Stiles betur upp en þa3, að honum var sjálfum vísað út af eins og sést á myndinni. Alf—Reykjavík. Leika aðeins tvö Reykjavík- urfélög í 1. deild á næsta ári? Svar við þessari spurningu fæst e.t.v. í kvöld í Vestmanna eyjum, en þá leika heimamenn gegn Fram í 2. deild. Fram og Vestmannaeyingar eiga eftir að leika tvo leiki innbyrðist í a-riðli 2. deildar, og nægir Vestmannaeyingum að hljóta 2 stig úr þeim til að komast í úrslit, en sigurvegari í b-riðli er Breiðablik úr Kópavogi. Eins og málin standa í dag má telja nœr öruggt, að Reykjavíkur- félag falli úr 1. deild í 2. deild í ár, þ.e. annað hvort Þróttur eða KR, og er staða Þrótta> helmingi verri. Takist Vestmannaeyingum að sigra í kvöld, færi utanbæjarlið upp úr 2. deild, þ.e. annað 'nvort Vestmannaeyingar eða Breiðablik og væru þá ekki nema 2 Reykja- víkurfélög eftir í 1. deild! Búið er að bíða lengi eftir leikj- um Fram og Vestmannaeyja, sem raunar áttu að fara fram fyrir sambands Islands heppnaðist vel - árangur ekki sem beztur, en spennandi keppni um 2. sæti milli HSÞ, ÍR og HSK Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, varð KR sigurvegari í Bikar- keppni FRÍ, sem liáð var á Laug- ardalsvellinum um síðustu helgi. Þrátt fyrir það, að árangur í flest- um greinum væri í Iakara Iagi, þótti keppnin heppnast vel að því leyti, að liún var spennandi. Að vísu tóku KR-ingar þegar í upp- liafi forustu, sem þeir héldu til loka, en keppnin um annað sætið var mjög tvísýn og spennandi og lauk svo, að Þingeyingar hrepptu það. Hér á eftir fara úrslit í einstök- um greinum: Fyrri dagur: ■ KARLAR: Kúluvarp. Guðm. Hermannsson KR 15.90 Sigurþór Hjörleifsson HSH 14.54 Erlendur Valdimarsson ÍR 13.85 Guðm. Hallgrímsson HSÞ 13.69 Ólafur Unnsteinsson HSK 12.33 r* “ Langstökk: Ólafur Guðmundsson KR 7.05 Kjartan Guðjónsson ÍR 6.83 Sigurður Hjörleifsson HSH 6.79 Guðmundur Jónsson HSK 6.44 Sigurður Friðriksson HSÞ 6.43 Sigurður Sigmundsson UMSE 6.10 Spjótkast: Valbjörn Þorláksson KR 55.91 Björgvin Hólm ÍR 54.24 Þorvaldur Dan IISH 51.40 Sveinn Á. Sigurðsson HSK 45.30 Páll Dagbjartsson HSÞ 39.15 Hástökk:^ Jón Þ. Ólafsson ÍR 2.02 Halldór Jónasson HSH 1.75 Valbjörn Þorláksson KR 1.75 Ingólfur Bárðarson, HSK 1.70 Haukur IngibergSson HSÞ 1.70 Jóhann Jónsson UMSE 1.70 200 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson KR 22.6 Kjartan Guðjónsson ÍR 23.1 Sigurður Jónsson, HSK 23.4 Framhald á bls. 12. löngu, en var báðum frestað Vlá segja, að það liðið. sem beri sigur úr býtum í a-riðli, sé öruggt um að hljóta sæti i 1. deild. B-riðitl- inn var mun veikari. sem sést bezt af því, að Fram sigraði BreiðabÞk nýlega í Bikarkeppni KSÍ með 5:1. Víst er, að leikurinn í kvöld — ef honum verður þá ekki frestað — verður spennandi og ha.rður. Vestmannaeyingar standa betur að því leyti, að þeir leika á heimavelli sem þeir gjörþekkja. og hafa áhorf endur að baki sér. Leikinn dæmir Magnús Péturs- son. Ársþing HSÍ Ákveðið hefur verið, að ársþing Híindknattlcikssambands íslands verði háð í Reykjavík dagana 21. og 22. október n.k. Mun nánari staðarákvörðun verða tilkynnt sam bandsaðilum síðar. PUNKTAR íslenzka landsliðið í knatt spyrnu fær yfirleitt slæma dóma í blöðunum fyrir lands leikinn í fyrrakvöld. En þótt liðið hafi ekki sýnt neinn glansleik, vil ég þó leyfa mér að fullyrða, að frammi- staða liðsins sé sú bezta, að undanskilinni markvörzlu, sem íslenzkt landslið hefur sýnt a.m.k. þrjú síðustu ár- in — og er þó fullt tillit tekið til þess, að þarna átti það „aðeins“ í höggi við áhugamenn frá Wales. Það ánægjulegasta var, hve barátta liðsmanna var mikil allan leiktímann, en því miður hefur það viljað brenna við, að baráttuvilj- ann hefur vantað í undan- förnum landsleikjum. Og annar ljós punktur við leik liðsins var gott skipulag. Ég ætla mér ekki þá dul, að útfærslan á „4-2-4“ hafi ver ið fullkomin, síður en svo, en þetta er þó í fyrsta skipti sem hún heppnast sæmilega hjá ísl. landsliði. Svo virtist sem sumir gagnrýnenda hafi ekki komið auga á þá einföldu staðreynd. að liðið lék allan tímann „4-2-4“ og þess vegna fá einstaka leik menn harða dóma fyrir að hafa leikið of framarlega eða of aftarlega en peii gerðu þó ekki annað en leika í samræmi við leik kerfið og lögðu einmit' grunninn að því, að ísl. lið ið hafði undirtökin á miði unni og náði þyngri sókn En svona er það. Óánæg.i an með knattspyrnuna ei orðin svo landlæg, að loks ins, þegar rofar örlítið til sjá menn ekki sólargeislann Eitt er víst að ísl. lands liðspiltarnir eiga fremur skilið hrós en skammir fyr ir frammistöðuna í fvrra kvöld. —- alf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.