Tíminn - 20.08.1966, Page 1

Tíminn - 20.08.1966, Page 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 188. tbl. — Laugardagur 20. ágúst 1966 — 50. árg. Þriðjungur flotans fyllir sig SJ—Reykjavík, föstudag. Skipin, sem streymdu inn á hafnir á Norður- og Austur- landi voru mörg svo drekk- hlaðin, að mönnum blöskraði og gátu vart skilið, hvernig skipin gátu flotið með svo mik inn farm. Samkvæmt skýrsl- unni er Jörundur 2. aflahæst ur með 400 lestir, en hann los aði 75 lestir fyrst í síldarflutn ingaskip, en fékk síðan 330 lestir í einu kasti og sigldi með þá síld til Hríseyjar. Jör undur 3. fékk einnig 330 lest- ir, reif nótina í fyrsta kasti, en þar sem hann hafði vara- nót gat hann fyllt sig og kem ur hann með aflann til Hrís- eyjar. Guðmundur Jörundsson, sagði fréttamanni Tímans að hann hefði frétt'af einu skipi sem hefði fundið margar og stórar torfur 15 mílur nær landi en veiðisvæðið er nú, og bjóst hann við mikilli veiði. Hann kvað það gleðilegt, að skip in skuli nú sigla til hafna á Norð urlandi, og óskandi að húsmæður ar á þessum höfnum fengju nóg að starfa á næstunni. Samtals fengu 64 skip 132.760 þús. tunnur og er það næst mesti sólarhringsafli sem skýrslur eru til um. Fréttaritari Tímans á Raufar- Svörtu blcttirnir neðarlega á myndinni eru nýja hraunið og sést glitta í eldglæringarnar í þeim.Vestmannaeyjar og Eyja- fjallajökull í baksýn. (Tímamynd K. J.) OG ENN GYS SURTSEY KJ—Reykjavík, föstudag. Þegar almennt var reiknað með að Surtur og hans afkom endur væru búnir að syngja sitt síðasta vers, vaknar fyrsti gígurinn aftur, og úr honum rennur rauðglóandi hraun í stríðum straumi — svona rétt til að sýna mönnum fram á að hann sé ekki dauður úr öllum æðum. Og það virtist hann svo sannarlega ekki í dag, er frétta maður Tímans flaug yfir Surts ey og horfði á liamfarirnar, á þeim stað sem ráðgert hafoi verið að reisa Surtseyjarhúsið, en íbúi þess Árni Johnsen, hafði dregið íslcnzka fánann að hún í tilefni dagsins. Ekki er fullvíst hvenær þetta hraungos byrjaði, en eftir litsmaðurinn í Surtsey vaknaði við jarðskjálfta í morgun kl. sjö og sá þá gosið um hádegis bilið, er hann var á ferð á austurströnd eyjarinnar ásamt Sigurði Richter. Gígarnir fjór ir sem gaus úr í dag voru á SA hluta eyjarinnar, eða þar sem fyrst byrjaði að gjósa í nóvember 1963. Er gosið á þeim stað þar seœ ráðgert hafði verið að reisa Surtseyjar húsið, en hætt var við það vegna þess hve langt hefði þurft að bera allt efni í það Óvitar kveikja í heyhlöðu og fjósi Þb Ueykhólum, föstudag. Um fimmleytið í dag kom upp eldur i hlöðunni að Hríshóli hér i Hevkhólasveit, og brann þakið af tdöðunni og sanibyggðu fjósi auk allra innviða í húsunum, en íbxið- arhúsinu tókst að bjarga. Þriggja til sex ára börn voru völd að íkveikjunni, en þau höfðu náð í eldspýtur og voru að leika sér með þær. í hlöðunni voru kringum fjögur hundruð hestar af heyi, og tókst að forða nokkru af því frá skemmd um. íbúðarhúsið, úr asbesti á tré- grind, var tengt fjósini með milli- byggingu og tókst að bjarga því Framhald á bls. 14. frá lendingunni á NV-hlutan um, og þar sem húsið er núna, rauðbrúnt í burstastíl. Strax og fréttis' um hraun gosið hingað til Reykjavíkur voru gerðar ráðstafanir til að fara út í eyna, og flugu þeir Steingrímur Hermannsson for maður Surtseyjarfélagsins, Sig urður Steinþórsson jarðfræð- ingur, Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, Ósvaldur Knuasen, vísindamaður frá Columbíahá skólanum og blaðamenn yfir Surtsey, en síðan selflutti þyrlan EIR alla nema blaða mennina út í Surtsey, og ætl uðu sumir að koma aftur í kvöld, en aðrir að dvelja nætur langt í eynni. Fimm jarð- skjálftamælar eru á eynni, og ætlaði Þorbjörn að athuga þá, en einn er þeirra mestur og beztur, kostaði um hálfa mili jón króna, og verður að senda segulband sem í honum er til útlanda til þess að fá úrlausn irnar af bandinu. Voru þeir Framhald á bls 14 höfn, Hreinn Helgason, sagði í dag að Snæfellið hefði komið inn fyrst kl. 7 í morgun með 250 tonn en sjálft er skipið ekki nema 160 tonn. Oft hefur maður séð Víðii II. koma hlaðinn að landi, en] aldrei samt eins og nú, sagðÞ Hreinn, hann var svo hlaðinn að] ekkert borð var fyrir báru. Égj talaði í dag við einn háseta, og, sagðist hann ekki hafa séð svo, mikla síld í mörg ár, það hefði Framhald á bls. 14. BEZTU SKIL- YRÐISÍÐAN ÁRIÐ 1962 Reykjavík, föstudag. í viðtali við útvarpið í dag sagði Jakob Jakobsson, fiski fræðingur, að skilyrði til veiða hefðu batnað mjög mik ið, og torfurnar hreyfðust nú suður á bóginn. Ej' þarna um að ræða mikla síld á stóru svæði. Nokkur skip eru nú um 110—120 mílur austur af Seley og má búast við að skipin haldi áfram að veiða þar. Jakob taldi, að öll skilyrði til veiða hefðu ekki verið eins góð frá því árið 1962, og taldi hann lík- ur á, að síldin ætti enn eftir að koma nær landinu. Síldin er öll af nprska stofninum, aldursgreining, sem gerð var á síld er veidc! ist út af Austfjörðum í vik- unni, sýndi, að um 30% af aflanum var 16 ára síld. en megnið 6—7 ára. Áfram rná búast við tals- verðri síldveiði, ef ekki verða verulegar breytingar á göngu síldarinnar og torfurn | ar dreifðust ekki. Sammála um afstöðu til Loftleiða NTB-Osló, föstudag. Afstaða Skandinavíuríkjanna til umsóknar íslenzka flugfélagsins Loftleiðir um að fá að nota stóru vélar sínar, Canadair CL-44 á leið inni milli íslands og Skandinavíu, var aðalmálið á tveggja daga fundi skandinavísku flugmálastjóranna, en fundinum lauk í Osló í kvöld. Erik Willoch, flugmálastjóri Noregs, skýrði NTB frá því, að niðurstöður fundarins myndu koma fram í formi sameiginlegrar álits- gerðar, sem send yrði samveldis- málaráðuneytum Danmerkur, Sví- þjóðar og Noregs. Hann kvaðst ekki geta sagt neitt um málið að svo stöddu. Viðræðurnar við Loftleiðir hefj ast í Kaupmannahöfn 25. ágúst.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.