Tíminn - 20.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1966, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 20. ágúst 1966 5 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján BenedLktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti ?. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Tímabær stefna Alla stjórnartíð núverandi rí'kisstjórnar hafa Fram- sóknarmenn haldið því fram, að ringulreiðin og stjórn- laust öngþveiti í fjárfestingarmálum þjóðarinnar og skefjalaus samkeppni verðbólguframkvæmda um vinnu- afl og fjármagn, samfara lánakreppu og vaxtaokri, sem ríkisstjómin hefur beitt framleiðsluatvinnuvegina, sé meginskaðvaldur 1 efnahagsmálum landsins og verðbólgu- valdur. Þjóð, sem ætti eins margt ógert og íslendingar, yrði að vega og meta, hvaða verkefni væru brýnust hverju sinni frá þjóðhagselgu sjónarmiði og sjá um, að þau nytu vélaorku, fjármagns og vinnuafls, sem þjóðin ræður yf- ir, en ekki láta blinda ringulreið og stjórnlaust kapphlaup skammta þjóðinni framkvæmdir og ráða því, hvað kemst annar flötur á hinni gömlu og neikvæðu skömmtunar- í verk. Þeir hafa sagt, að slík blind ringulreið væri aðeins og haftastefnu, sem beitt var af illri nauðsyn í stríðinu og eftir það. Framsóknarmenn hafa sagt, að eina færa leiðin út úr öngþveitinu væri að taka upp jákvæða áætlanastefnu, er byggðist á samvinnu ríkis, bæja, félaga og einstaklinga um skipulag og áætlanagerð um framkvæmdir og fjár- festingu og ætla þjóðinni þannig 1 heild hæfileg viðfangs efni, en jafnframt að örva nytsama framleiðslu af öllum mætti og létta undir með henni með ráðstöfunum í pen- ingamálum- og þora að nýta fjármagn, vélaorku og fram- kvæmdaafl, sem þjóðin ræður yfir. Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur hvað eftir annað markað þessa stefnu greinilega í ræðum og kallað „hina leiðina11, eða andstæðu þeirrar neikvæðu og blindu ringulreiðar, sem ríkt hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það hefur og verið ljóst, að ná- grannalöndin hafa á síðustu árum mjög farið þessa frjálsu samvinnu- og áætlanaleið og komizt hjá höftum og skömmtun, án þess að lenda í skömmtunarkvörn öng- þveitisins og vilpu verðbólgunnar, eins og íslendingar undir „viðreisnar“-stjórn. Ekkert hefur verið meira eitur í beinum talsmanna rík- isstjórnarinnar en skilgreining þessarar jákvæðu leiðar, sem er andstaða öngþveitis þeirra, og því hefur gengið maður undir mannshönd í málgögnum og á þingi til þess að reyna að sýna og sanna þjóðinni, að „hin leiðin“, sem Framsóknarmenn tala um, sé ekki til, heldur sé hún að- eins gamla haftaleiðin, og sé ekki nema um þetta tvennt að ræða, höftin eða ringulreið ríkisstjórnarinnar. En þessir menn vita betur, og af því stafar allt blekk- ingakappið. Og svo skeður það loks í fyrradag, að Vísir játar berum orðum, að „hin leiðin” sé til og lýsir henni með bessum orðum í forustugrein: „BæSi Bretar og NorðurlandaþjóSirnar hafa tekið upp slíka skipulagningu í fjárfestingarmálum, sem miðar að því að beita vinnuafli og fjármagni á sem hagkvæmastan hátt. Þar er ekki um höft að ræða, heldur skynsamlega hagstjórn. Sýnist vissulega tímabært að beita svipuðum ráðum hér á landi. Þetta er einmitt sú tímabæra stefna, sem Framsóknar- menn telja brýnast að taka upp hér á landi, og það er vissulega fagnaðarefni, að loksins skuli sjást skilnings- skíma 1 einu málgagni ríkisstjórnarinnar. TÍMINN_______________________________ OMMMHHBBBMHMMMMMMMWWMnaMHnMHMM JOHN HATCH: Stjórnmálaástand í Afríku II. Afríkumenn reiðast spilltri auðsöfnun mitt í örbirgðinni Þeir dæma eftir árangri, en leggja sin neigin skilning í efnahagsmálin. — Miklu kann að skipta, að frumkvæði einingarhreyfingar álfunnar hefur flutzt frá Accra á vesturströndinni til Dar-es-Salem í austri. HVERNIG á svo að samræma áframlhaldandi hollustu við ætt bátkana og nútíma stjórnarfar? Er unant að láta það stað- bundna stjómankerfi, setn nú- tíima ríki útheimtir, tryggja áframihaldandi meðvitund um menningarlegt og félagslegt öryggi, sean aðild að ættbálkun um veitir? Þessar ag fjöimargar þvílíkar spurningar hljióta að bera á góma þegar leitað er lags með nýtt ri'kiskerfi í Afríku. Rangt er að ímynda sér, að ríkissr.jórn ir hinna nýfrjálsu ríkja séu dæmdar eftir efnahagsárangrin um einuni. Við getur borið, að heilbrigðri efnahagkstefnu sé hafnað ef hún virðist sundra 1 hinu sérstæða, afríkanska sam- félagi of Skjótlega, eða ef hún virðist efla hag einnar grein ar samfélagsins að mun meira en annarrar. Samt sem áður ráða efnahagsmál úrslitum, — efnahagsmál í afríkönskum steilningi. Uppreisnimar, sem drepið var á hér að framan, voru illar uppreisnir gegn fátækt. Hefði nokkur hinna föllnu leiðtoga getað veitt sýnilega bætt lífs kjör, hefði hann haldið stóðu sinni. Fátækt, sem við blas.ir við hlið spilltrar auðsöfnunar, vekur reiðina. Fyrir nokkrum árum var Nnamdi Azikiwe sakaður um að nota sér opinbera sjóði til eflingar eigin hags, en þjóð hans í Eystrí Nígeríu lét sér fáitt um finnast, þar sera hún trúði, að hann hefði veitt henni meiri umbætur en nokkur ann ar maður hefði gert., og henni fannst því að hann ætti skilið að auðga sjálfan sig. Samt fór svo í ár, þegar þingræði Niger íu var í þann veginn að kikna undan álagi áframhaldandi menningarlegrar og stjórnmála- legrar togstreytu, að vilda- svipting og arftaka stjórnmáua leiðtoganna (annarra en Balewa) olli almennum fögn uði. Þessir stjórnmálaleiðtogar höfðu sem sé reynzt ófærir um að efla almennar framfarir sam tímans og þeir mötuðu eigin króka, en það hafði Axikiwe tekizt. ÖNNUR hlið sama tenings kom upp í Ghana. Nkrumah var að reyna að tryggja efnahags lega öfluga framtíð, þrátt fyrir fjárhagslegan vanmátt og óhóf legt bruðl. Þetta olli skorfi. að nokkru leyti vegna mistaka i stjóm og að nokkru leytí vegr.a þess ,sem framkvæmd á stefnu hans óhjákvæmilega krafðist. Enda þótt að enginn geti flreg ið í efa. að ríkisstjórn Nkrumah lét byggja marga nýja skóla og sjúkrahús og leggja /egi. fögnuðu fjölmargir Ghan.abúar falli hans. Þeir töldu. að fo" stjórnar hans táknaði afn'i tildurs og óhófs samhliða skor: ínum, — sem Nkrumah hafði ávallt fordæmt sjálfur Þessi afstaða kemur einmg fram í mismunandi viðbrögðum við einsflokkskerfinu Afrf'ku- búar dæma yfirleitt eftir reynsl unni. Þeir eru reiðubúnlr að sætta sig við þingræði, ef það ber sýnilegan árangur. Þeir eru einnig reiðubúnir að viður kenna, að einsflokks kerfið sam svari betur afríkönskum venj um en metaskálakerfi stjórnar aðstöðu og stjórnarandstöðu, en þó því aðeins ,að það beri sýnilegan árangur. í þessu sambandi telst stjórn málakerfi því aðeins starfstoæft að það varðveiti þá viðteknu venju í Afríku, að allir fuiiorðn ir þegnar — að roinnsta kosti karlleggurinn — bafi tækifæri til áhrifa á stefnuna. Þetta lán aðist Nyerere með flokk sinn og einnig Bourgiba, en flokkur Nkrumah brást að þessu leyti. Tveir hinir fyrmefndu kvöddu í einlægni aila þjóðina til aðiltí ar að þjóðlegu átaki til efna hagsframfara, en of margir ein ræðissinnaðir leíðtogar not- færðu sér flokk hins siðast- nefnda. Vitanlega má aefna dœani uim staðbundna kúgun bæði í Tanzaníu og Tuni.s. Fn í kosninigunum í Ghana í fyrra var ekki um neitt val að ræða, þar sem flokkurinn tilnefndí alla frambjóðendurna.í Tanzan í-u, iáttu kjósendur aftur á.móti kost á að velja milli frambjóð enda. AFRÍKUBÚAR ætlast til að leiðtogar þeirra uppfylli efnis legar kröfur þeirra um leið og þeir varðveita afríkönsk verð mæti. Og hve mörgum getur yfirleitt tekizt þetta? Frönsku mælandi vestur-Afríkuríkm þrjú, Dahomey, Mið-Afríku- Iýðveldið og Efri-Volta sýna vel þennan vanda. íbúar þeirra eru um 8 milljónir að tölu saman lagt og landsvæðið um 400 þús und fermílur. Öll yrðu ríkin gjaldþrota ef fjárhagsaðstoðar Frakka nyti ekki við. Laun emb ættismanna nema enn óhófleg um hluta opinberra útgjalda. Samt sem áður var sú ákvörð un stjórnendanna í Efri-Volta að lækka laun opinbera starfs manna ein af orsökum uppreisn arinnar . Houphouet-Boigny hefir sýnt fram á leið til að verða við óskum Afrikubúa, en hann ó vinum að fagna í París og hef ir verulega góðan aðgang að de Gaulle. Hann hefur fagnað franskri efnahagsaðstoð, jafn vel þó að hún nafi haft í för með sér mikla fjölgun franskra ráðgjafa í ríki hans og einníg, að hvítir menn gegni flestum þeim störfum, sem kunnáttu krefjast. Bruðl er að vísu hvergi nærri óþekki i Abidjan. en Houphouet-Boigny getur samt sýnt fram á hagvöxt, sem hefir numið meira en 10% á ári undangengin sex ár. 3n skyldu hinir yngri menn á Fíla beinsströndinni sætta sig við hin frönsku yfirráð til frambúð ar? Eins og sakir standa vegnar engri stefnu betur á vestiir- strönd Afríku en stefnu Houp houet-Boigny. Fram í júní 1065 hafði forseti Fílabeínsstraiiöar innar nokkra ástæðu til að finna til nábýlis herskárra and stæðinga ný-nýlendustefnu í Ghana, Guineu og Mali (og ef til vill Alsír líka). Fall Ben Bella kom fyrst og síðar tók hlýleiki að aukast hægt og hægt millí valdhafanna í Guineu, Mali og París. Enda hnúturinn var svo fall Nkrumaih. Nýju hernaðarstjórn irnar í Ghana og Nígeríu eru vinveittar Fílabeinsströndinni og hernaðarleg lagsmennsika er tengiliður milli stjómemdanna. í BILI hefir öll hin herskáa afstaða — eftirsóknin eftir efna hagslegum og félaigsilegum breytingum, þráin eftir afrí- kanslkri einingu, eindrægnin í að losa Afríku við nýlenduveldi Portúgala og kynþáttamisréttiS í Suður-Afríku og Ródesíu — flutt aðalstöðvar sínar austur á bóginn. Þetta er breyting, sem miklu veldur í Afríku. Einingarstefnunni í Afríku hef ir frá fomu fari verið stjómað frá vesturströndinni, þar sem Afríkumenn og bandarfskir negrar komu hugmyndinni fyrst á framfæri. En þegar á árinu 1958 stofnuðu íbúar Mið- og Austur-Afríku Frelsisihreyf ingu Afríkubúa. Hún er byggð á viðleitni ríkjanna titaukinnar samstöðu, gagnstætt kröíu Nkirumah um algera samein ingu þegar í stað. Julius Nyerere í Tanzaníu virðist vera orðinn aðalleiðtogi hinna herskáu afla eftir að fylgi þeirra tók að réna á vestur- ströndinni. Vonir hans um sam- bandsríki Austur-Afríku hafa brugðizt enn sem komið er. Möguleikar á samvinnu virtust þó aukast nokkuð í júnímánuði í sumar, þegar forsetar þriggja Afríkuríkja komu saman til þess að kynna sér nýja skýrslu, sem Philip prófessor, fyrrver- andi fjármálaráðherra Dana, hafði samið, en hann er nú embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum. Helzt eru horfur á að sam- band ríkja í Austur-Afríku geti gefið góða raun, þrátt fyrir erfiðleikana, sem viðleitnin hef ur átt við að stríða á því svæði. Frönskumælandi ríkin leggja aukna áherzlu á samvinnu milli ríkja eins og bezt kom í ljós, þegar Brazzaville-samtökin voru endurlífguð í fyrra. Draum urinn um sameinað Magreb lif- ir enn. Ríkin þrjú hafa undir- ritað margar samþykktir um samvinnu, en landamæradeilur blossa þó up- við og við mi'ili Alsír og bæði Marokkó og Tún- is Hvað sem öðru líður virðíst áhugi manna í hinni arabisku Afríku (einkum þó í Egypta- landi) beinast fremur að málum i austanverðri Mið-Afríku en að málefnum Afríku í heild. Þetta kann að visu að valda nokkrum ótta meðal Ethioptumanna, en þeir eiga þess kost að fylgjast með atferli Egypta í Yemen og Aden, handan við Rauðahafið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.