Tíminn - 20.08.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.08.1966, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 20. ágúst 1966 14 Héraðsmót og stjórnmálafundur Brún í Bæjarsveit Stjórnmálafundur. Framsóknarfélag Borgfirðinga heldur aðalfund sinn og almenn- an stjórnmálafund að Brún í Bæj- arsveit á morgun, sunnudag, kl. 3 e. h. Frummælendur um stjórn- málaviðhorfið verða alþingismenn- irnir Halldór E. Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson. Héraðsmót. Um kvöldið kl. 9 s. d. hefst hér- aðsmót Framsóknarmanna í Borg- arfjarðarsýslu á sama stað. Ræður flytja alþingismennirnir Halldór E. Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson. Leikararnir Klemenz Jónsson og Árni Tryggvason flytja skemmtiþætti. Dúmbó sextett og Steini leika og syngja fyrir dansi. Halldór Þórarinn KVEIKTU í Framhald af bls. 1. með því að dæla vatni á íbúðar- húsið og millibygginguna. Var vatnið flutt á dráttarvélum og vörubílum úr nærliggjandi á, og sauð á þakinu, er því var dælt á. Veggir hlöðunnar og fjóssins standa nú einir uppi, en tekizt hafði að ráða niðurlögum eldsins um sexleytið. Ekkert slökkvilið er hér í nágrenninu, en hjálpsamir menn streymdu hvaðanæva að til aðstoðar við slökkvistarfið. Eins og áður segir voru það börn á aldrinum 3—6 ára, sem fundu eldspýtur og voru að leika sér með þær, með þessum afleið- ingum. Skyldutrygging var á gripahúsunum, en heyið óvátryggt. Að Hríshóli býr Garðar Halldórs- son, ásamt fjölskyldu sinni. HEIMUR í HNOTSKURN Framhald af bls. 2. íu og Egyptalands í sambandi við styrjöldina í Jemen. Utan- ríkisráðuneyti Kuwait tilkynnti að fulltrúar ríkjanna tveggja hefðu orðið sammála um upp kast að samningi, sem miðaði að því að binda enda á fjögurra ára gamla styrjöld í Jemen, þar sem Egyptaland hefur stutt lýð veldissinna og Saudi-Arabía konungssinna. Áfram viðræður um Rhodesíu NTB—Salisbury. — Tveir hátt settir brezkir embættismenn komu í dag til Salisbury til að halda áfram viðræðum við full trúa stjórnar Ian Smiths í Rho desíu um hngsanlega lausm Rhodesíudeilunnar með samn ingum. Viðræðurnar hafa leg- ið niðri í sex vikur. Bátur brann á íslandsmiðum NTB—Álasundi. — Enginn mun hafa slasazt, þegar eldur kom upp í fiskibátnum „Erica“ á sildveiðisvæðinu við ísland s.l. nótt. Eftir margra klukku stunda baráttu við eldinn tókst áhöfninni að slökkva í bátnum um kl. fjögur í nótt. Margir aðrir norskir bátar eru skammt frá „Erica“. NIFLUNGAR Framhald af öls. 16. urnar. Eins og kunnugt er af fréttum Tímans mun leik flokkurinn nofa hið nýtizku lega víkingaskip við upptök urnar og einnig ætla þeir að „kveikja í“ einhverju fjalli fyrir eitt atriði kvik- myndarinnar. LAXVEIÐI Framhald af bls. 16. netaför. Grunur leikur á, að menn séu með óleyfileg net hér inni á Sundunum, en sem kunnugt er, má ekki veiða lax í sjó. Hefur sézt til neta, þar sem ekkert annað getur fengizt í en lax. Varðar laxveiði í sjó sektum og afli og veiðarfæri eru gerð upptæk. TÍMINN SÍLDIN Framhald af bls. 1. verið mokveiði. Flest skipin fylltu sig í einu eða tveim köstum. Ólaf ur Magnússon, sem er væntanleg ur með 260 tonn, fyllti sig í einu kasti og varð að sleppa síld, sömu sögu er að segja um Snæfellið. Um 6 leytið í dag voru 16 skip kominn til Raufarhafnar og var saltað á öllum plönum. Síldin er yfirleitt stór og góð og virðist þola vel flutning. Þó eru skipin með dálítið misjafna síld, en síldar stúlkurnar láta vel yfir sildinni yfirleitt. Nóg er af fólki eins og er, fólkið sem var flutt austur til Seyðisfjarðar um daginn er komið aftur, og fólk hefur komið úr nær sveitum og víðar að til að rétta hjálparhönd. Á Raufarhöfn var frekar leiðinlegt veður, en gott veður úti á miðunum. Eru 28 tíma til Siglufjarðar, en 30 tíma til Seyðisfjarðar. Til Siglufjarðar hafa komið, eða eru væntanleg, 8 skip með full fermi. Á meðan að síldin heldur sig á þessum slóðum er 28 tíma sigling með síldina til Siglufjarð ar en 30 tíma sigling til Seyðis fjarðar, og hefur síldin ekki kom ið svo norðarlega í nokkur ár. Hjá söltunarstöðinni Sunnu Sunnu hófu 40 konur söltun í dag, en um kvöldmatarleytið voru ekki eftir .nema 20 konur, þar sem kon urnar skipta sér á milli stöðvanna eftir því hvar er mest álag. Um leið og einhver síld berst til Siglu fjarðar að ráði segir fólkseklan til ^sín. Ásbjörn RE kom til Sunnu í dag með 220 lestir, og er gert ráð fyrir að hægt verði að salta af aflanum um 800 tunnur. í kvöld er von á Elliða með 2000 tunnur. 3 skip til Húsavíkur. i Til Húsavíkur komu þrjú skip, Helgi Flóventsson, Dagfari og Nátt fari öll með mikinn afla. Saltað var á tveim söltunarstöðvum og má búast við að fólkið vinni langt fram á nótt. Á Húsavík var súld og dimmt yfir. Ekki hafa fleiri bátar tilkynnt komu sína til Húsavík ur, en þar hefur lítið verið salt að það sem af er sumri. Aflahæsta skipið til Hríseyjar. Jörundur II. kom til Hríseyjar um þrjúleytið í dag með fullfermi 4000 tunnur, og verður saltað eins mikið af aflanum og hægt er. Um 40 manns vinna við að salta síld ina, en tiltækir eru um 50 saltar ar í Hrísey. Áður hefur Jörundur III. komið með söltunarsíld til Hríseyjar. Jörundur II. mun skipta um nót, því nótin rifnaði, þegar skip- skipið fékk hið gríðarmikla kast. Hér er nú loks að lifna yfir síld arsöltuninni. Sæþór kom um tvö leytið í dag með 17—1800 tunnur. Guðbjörg kom skömmu síðar með 1100 tunnur og von er á Gísla Árna í kvöld eða nótt með 3700 tunnur. Vonir standa til að mikið af þessum afla verði hægt að salta, því að síldin er tiltölulega ný þegar hún kemur til hafnar. Hluti af afla skipanna fer í fryst ingu. í skýrslu frá LÍÚ segir, að síldar aflinn s. 1. sólarhring til kl. 7 í morgun var sá langmesti á sumr inu, fékkst aflinn á tveimur veiði svæðum 200 mílur NA af Raufar höfn og 120 mílur SA af Seley. Aflinn dreifist á löndunarhafnir frá Siglufirði til syðstu hafna á Austfjörðum. Samtals tilkynntu 64 skip um afla, samtals 13.276 lestir. Raufarhöfn: Snæfell EA 250 lestir Þorleifur OF 25 Búðaklettur GK 250 Lómur KE 250 Hamraví.' KE 210 Árni Magnúss. GK 235, Gunnar SU 240 Sólfari NK 210 Ingiber Ólafss. GK 290 Siglfirðingur 220 Gjafar VE 270 Elliði GK 210 Víðir II GK 200 Guðrún Þorkelsd. SU 220 Loft ur Baldvinsson EA 250 Ingvar Guðjónsson SK 270 Guðm. Pét- urs. ÍS 240 Þrymur BA 210 Fram nes ÍS 170 Árni Geir KE 125 Þórð ur Jónasson EA 70 Náttfari ÞH 220 Dalatangi: Helga Björg HU 130 lestir Ileimir SU 250 Ögri RE 210 Sæfaxi II. NK 150 Kristján Valgeir GK 250 Húni II HU 140, Þorbjörn II. GK 110 ísleifur IV VE 160 Baldur EA 100 lestir. Siglufjörður. Sigurborg SI 240 Haraldur AK 230 Helgi Flóvents ÞH 230 Dag fari ÞH 280 Ásþór RE 180 Guðbj- artur Kristján 200 Sóley ÍS 280 Sæþór OF 180 Guðrún Guðleifs dóttir ÍS 280 Jörundur II. RE 400 Guðbjörg OF 115 Björgúlfur EA 240 Sigurvon RE 270 Ól. Friðberts son ÍS 210 Sigurfari AK 170 Helga Guðmundsdóttir BA 240 Gullfaxi NK 220 Grótta RE 240 Auðunn GK 260 Guðbjörg ÍS 145 Gísli Árni RE 370 Pétur Thorsteinsson 260 Guðbjörg GK 180 Hannes Hafstein EA 240 Hólmanes SU 220 Æskan SI 110 Gullberg NS 140 Guðrún Jónsdóttir ÍS 170 Örn RE 280 Snæfugl SU 100 Sveinbj. Jakobsson SH 160 Mímir ÍS 50 Eldborg GK 250 lestir. Síðustu fréttir: Klukkan 11 í gærkvöldi hafði Tíminn samband við síld arleitina á Raufarhöfn og sagði hún 24 báta vera búna að melda sig á þessum sólar- hring. Kvað hún flesta bátana með fullfermi, m.a. væri Sig- urður Bjarnason með 260 tonn. Síldarleitin taldi veðrið gott ennþá, og r ■'nig taldi hún litla veiði hafa verið við Austfirði í dag. SURTSEY Framhald af bls. 1. komnir í Surtsey um klukkan sex og héldu strax að gígunum en töluverður gangur er frá hús inu og að gígunum. Var hraunstraumurinn kom inn hálfa leið til sjávar í kvöld um 400 metra, og breiddi stöðugt úr sér. Var talið að íhraunrennslið væri 3 metra þykkt eða djúpt, og að úr gíg unum væru komnir 80 — 90 þúsund rúmmetrar af gosefni. Er gosið mjög líkt Öskjugosinu síðasta við fyrstu sýn, en það er basalthraun sem kemur úr gígnum. Millilandaflugvélar á ieið til landsins töfðust vegna hraun gossins, en meðal farþega með einni þeirra eru leikendur i „Niflungunum", en eitt stór kostlegasta atriðið í þeirri mynd sem taka á hér á iandi er einmitt eldgos. Það vekur kannski athygli í sambandi við þessa frétt að hvergi er minnst á Sigurð Þór arinsson jarðfræðing, en skýr ingin er sú að hann var stadd ur norður í Mývatnssveit í dag á vegum Náttúruverndar- ráðs, og hefur víst áreiðanlega langað suður. Seint i kvöld komu þeir Steingrímur Hermannsson og Sigurður Steinþórsson til Reykjavíkur frá Surtsey, en þyrla Landhelgisgæzlyunnar hafði flutt þá milli Surtseyjar og Heimaeyjar, og við stjórn völinn var Björn Jónsson þyrlu flugmaður. Þeir félagar höfðu meðferðis bæði hraunsýnishorn og gosbombur til frekari rann- sóknar. Fóru þeir eins nálægt hraungígunum og hitinn leyfði, eða í um 10 metra fjarlægð frá þeim. Sögðu þeir að gos sprungan lægi í norður suður sem er óvenjulegt og væru þrír gígar í röð, en sá fjórði að eins frá. Gossprunguna töldu þeir 120 — 40 metra langa, og var mikill hávaði frá gosinu og titringur í næsta nágrenni. Ósvaldur Knudsen var þarna með kvikmyndatökutæki sín, og hafði við orð að nú myndi hann ná sínum fallegustu gos myndum af Surtsey, enda skil yrði til myndatöku góð. Aðaffundur FUF í Skagafirði Félag ungra Framsóknarmanna heldur aðalfund sinn á Sauðárkróki 20. ágúst n.k. kl. 6 síðdegis. Venju leg aðalfundarstörf. Kosning lull trúa á kjördæmisþing. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega og taka með sér nýja félaga. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur Laugavegi 28b, II. hæð, simi 18783. helzt vana bakstri vantar okkur sem allra fyrst. Hótel Tryggvaskáli, Sel- Halldór Kristinsson, gullsmiður — Simi 16979 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Auglýsið í TÍMANUM sími 19523 Hjartans þakkir færi ég börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öllum vinum fjær og nær, fyrir gjafir og góðar kveðjur á áttatíu ára afmæli mínu 24. júní s. 1. Guðs blessun sé með ykkur. Guðrún Magnúsdóttir, Suður-Nýjabæ. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim, sem þátt tóku í leitinni að Sigurði Theódórssyni sem hvarf aðfaranótt 24. iúlí s. I. á Barðaströnd og konum þeim, sem veittu leitarmönnum beina I Birkimet. Aðstandendur. Faðir okkar og tengdafaðir, Björn M. Hansson fyrverandi skipstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 3 e. h. Sólveig Björnsdóttir, Þorgeir Sigurgeirsson, Sólvegi Björnsdótir, Þorgeir Slgurgeirsson, Unnur Björnsdóttir, Guðl. Kristófersson, Halldór Björnsson, Þórey Kristjánsdóttir, Aðalbjörn Björnsson, Lovísa Norðfjörð, Svavar Björnsson, Jón Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.