Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur 2. júni 1975 13 W ÞVI EKKI AÐ HAFA STOFUNA SVONA? Þetta finnst áreiðanlega mörgum skemmtilegt herbergi. Það er mjög bjart, enda ein- IIMIM S ÍÐA im ■ göngu málað með hvitu, en heldur betur lifgað upp á það með skrautlegum mynztruðum piíðum, blömum og litlum litrik- um hlutum á borðinu. Það er heldur ekki á hverjum degi, sem maður sér hvitmálað gólf, en slfkt er i þessu herbergi og það meira að segja trégólf. Það má lffga upp á það með alls kyns mottum. Það hefur verið vinsælt að nota bara púða til þess að sitja á, enda er fátt þægilegra. Maður getur snúið sér á alla kanta og látið fara eins vel um sig og frekast er unnt. En til þess verða púðarnir að vera margir, og helzt svolítið stórir og þykkir. En hvernig væri annars að innrétta stofuna svona? Sleppa einu sinni sigilda sófasettinu, hillunum og öllu þvi sem þar tilheyrir? Umsjón: Edda Andrésdóttir BORÐ, SÓFI EÐA STÓLAR? — það getum við gert sjólf Við gætum miklu oftar en við gerum státaðaf þvf að hafa gert húsgögnin á heimilinu sjálf. Ef tími og vilji er fyrir hendi — en minna af peningunum, þá er um að gera að reyna að spjara sig svolitið i húsgagnasmíðinni. Við höfum reynt að birta nokkrar góðar hugmyndir og uppskriftir aðýmsu.og það ætl- um við einmitt að gera nú. Og það sem við sjáum hér er með þvi auðveldara. Vantar sófa, stól eða borð? Það má allt smiða á sama hátt. Þaðmá smiða mörg litil borð eins og myndirnar sýna, raða þeim siðan saman, koma fyrir á þeim þykkum púðum, og þá er kominn sófi. t eitt borð þarf 19 mm spóna- plötu, 65x65 cm, fjóra 60 cm langa sivalninga, 24 mm i þver- mál. Síðan þarf fjóra ferhyrn- inga i fætur, 30 cm langa og 4,5 cm i þvermál. Byrjað er á þvi að bora gat i fæturna fyrir sivalningana, ca 9 cm frá neðri enda fótanna. Sívalningarnir eru siðan limdir inn á þá. Fæturnir eru skrúfaðir við borðplötuna. 1 lokin má svo mála og lakka. Svona borðum má raða upp á ýmsan hátt, og það eitt sér sóm- ar sér lika mjög vel hvar sem er. Góóaferó til Grænlands FLUGFÉLAG Lonumm ISLANDS Félög þeirra sem feróast Til Kulusuk fljúgum við 5 sinnum í viku með Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Ferðirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoöunarferðir, lagt er af stað frá Reykja- víkurflugvelli, að morgni og komið aftur aö kvöldi. í tengslum við ferðirnar til Kulusuk bjóðum viö einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogið 4 sinnum í viku frá Keflavikurflugvelli með þotum féiaganna eöa SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. I Narssarssuaq er gott hótel með tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö fullyrða að enginn veröur svikinn af þeim skoöunarferðum til nærliggjandi staða, sem i boði eru. [ Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð, og sérkennilegt mannlíf, þar er að finna samfélagshætti löngu liðins tima. Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu örugglega eiga góöa ferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.