Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 9. júni 1975 vísm ÍJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsin^astjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t iausasölu 40 kr.eipitakiö. Blaöaprent hf. Stríðið um ruðurnar íslenzka efnahagskerfið er samfelld bros- gretta, svo sem fram kemur i nýjustu spá Þjóð- hagsstofnunarinnar um skiptingu þjóðartekna á þessu ári. Meðan launþegar og atvinnurekendur eru látn- ir berjast um ruður, hirðir rikisvaldið beztu bit- ana til að geta þjónustað með óbreyttum hætti helztu forréttindahópa þjóðfélagsins. Þjóðhagsstofnunin gerir ráð fyrir, að 11% minnkun þjóðartekna á þessu ári komi að fullu niður á launþegum og atvinnuvegum. Einka- neyzla heimilanna á að minnka um 11%, ibúða- byggingar um 5% og fjárfesting atvinnuveganna um 12%. Hins vegar á rikið ekki að taka neinn þátt i þessu hrikalega böli. Samneyzlan, sem er fint orð yfir rikisreksturinn, á að haldast óbreytt. Og opinberar framkvæmdir eiga að aukast um hvorki meira né minna en 10% á þessum siðustu og verstu timum. Að sjálfsögðu nær þetta ekki nokkurri átt, þeg- ar allt er að fara á hvolf i efnahagslifinu. Ástand- ið er þannig, að afkoma atvinnuveganna er i hættu, þótt engar launahækkanir verði, og að af- koma heimilanna er i hættu, þótt einhverjar launahækkanir verði. Svo virðist þó sem boðaður niðurskurður rikis- útgjalda um 3,5 milljarða sé inni i dæmi Þjóð- hagsstofnunarinnar. En hvar sér þessa niður- skurðar stað, þegar heilir fimm mánuðir eru liðn- ir af árinu? Það er örugglega ekki enn búið að spara einn tiunda hluta þessarar upphæðar. Rikisbáknið virðist gina yfir meiru og meiru, hvort sem vinstri eða hægri rikisstjórnir eru við völd. Allar eru þær fangar þrýstihópanna, sem eru óseðjandi, hvernig sem allt veltur i efnahags- lifinu. Landbúnaðurinn þarf sina milljarða, meðan launþegar og atvinnurekendur berjast af heift um ruðurnar. Byggðastefnan þarf sina milljarða, meðan verkföll leggja efnahag Reykjavikur og Reykjaneskjördæmis i rúst. Rikisvaldið er ósjálfbjarga i klóm voldugustu þrýstihópanna og neyðist stöðugt til að magna hið hátimbraða forréttindakerfi, sem hvilir á herð- um atvinnuvega og launþega. Það er ekki von, að vel fari, þegar verulegur hluti alls fjármagns i landinu er sogaður inn i gjafasjóðakerfi forréttindagreinanna, meðan biðstofur bankanna eru fullar af atvinnurekend- um og heimilisfeðrum, sem eru að fara á höfuðið. Visir hefur nokkrum sinnum bent á það i vor, að verðmætabrennslan i efnahagslifi okkar á ekki sinn lika i nálægum löndum. Nú er einmitt rétti timinn til að benda á þetta, þegar allir sjá, að meira en litið er athugavert við efnahagskerfið. Hið rotna fjármagnsfyrirgreiðslukerfi rikisins á verulegan þátt i þeirri sjálfheldu, sem er i við- ræðum deiluaðila vinnumarkaðarins. Launþegar og atvinnurekendur hafa einfaldlega ekki um neitt að semja nema ruður, þvi að rikið er þegar búið að hirða lungann úr fjármagni landsins.—JK Efnahagurinn i rúst Efnahagur landsins fór mjög illa undir stjórn. Salvador All- ende, en hinir nýju valdhafar hafa ekki getaö gert neitt til aö rétta hann viö. Flestir þeir sem nú flýja til Ar- gentinu koma þangaö f örvænt- ingarfullri leit aö atvinnu til aö geta séö sér og sinum farboröa. Langflestir sækja um leyfi til aö setjast að i landinu og argent- Inska stjórnin gerir hvaö hún get- ur til aö koma þessu fólki ein- hvers staðar fyrir. Pólitískir flóttamenn En þótt flestir sem koma til Ar- gentlnu séu að leita sér að vinnu þá er þar einn hópur af óham- ingjusömu fólki sem kom annarra erinda. Það eru pólitiskir flóttamenn sem áttu ekki annars úrkosta en flýja heimaland sitt i skyndi til að sleppa undan böðluhi nýju vald- hafanna. Allt er þetta fólk vinstri sinnað og það verður að bíða vik- um og mánuðum saman meðan alþjóðlegar hjálparstofnanir reyna að finna þvi heimili utan Suöur-Amerlku. Um það bil 5000 pólitískir flótta- menn hafa farið i gegnum Argentinu slðan byltingin var gerð og þeim heldur áfram að f jölga. Illræmdur iþróttaleikvangur: Herforingjastjórnin notaöi hann til aö safna saman þúsundum pólitiskra fanga á fyrstu dögunum eftir ' byltinguna. Þúsundir féllu á skömmum tima. Algeng sjón I Chile, hermenn ieiöa fanga herforingjastjórnarinnar f fangelsi. Hundruö eru myrt. Flóttinn fró Chile leitt til erfiðleika. Hægri öfga- menn hafa hótað þeim lifláti og það varð að setja lögregluvörð um hótelin sem þeir búa á. Jafnvel það er ekki nóg I öllum tilfellum og sérlegir útsendarar Sameinuðu þjóðanna hafa með leynd smyglað nokkrum þeirra á braut og komið þeim fyrir i öryggisgæzlu einhvers staðar annars staðar. Sérstakur „fangelsismaður” Einn af starfsmönnum hjálpar- samtakanna hefur það fyrir fasta atvinnu að ná flóttamönnum úr fangelsi. „Lögreglan er alltaf að gera rassíur og þá lendir okkar fólk stundum i þeim og er tekið hönd- um. Þetta eru geysilega um- fangsmiklar aðgerðir hjá lögregl- unni, einn föstudaginn i april handtóku þeir alls 13.000 manns. Sjö af okkar mönnum lentu i þessu og égþurftiað fara og sækja þá. Yfirleitt gengur auðveldlega aö fá þá látna lausa, en þetta er ekki til að létta hlutskipti þeirra. Þegar svona fer þykir þeim sem þeir hafi farið úr öskunni I eldinn. tJr einu lögreglúrlki I annað. Hvað verður i vetur? Langflestir Chilebúarnir hafast við I borginni Mendoza sem er skammt frá landamærunum. íbú- amir þar hafa tekið flóttamönn- unum vel, en þeir hafa áhyggjur af framtlðinni. Einn starfsmanna útlendingaeftirlitsins ræddi við fréttamenn: „Þetta er fyrst og fremst efnahagsspursmál. Við erum heppnir, við höfum okkar vfnframleiðslu og ávaxta og grænmetisuppskeruna og svo er mikiö að gera i byggingariðnað- inum. Við getum þvi tekið við Chilebúunum. En hvað um framtiðina? Þetta er ekki nema 500 þúsund manna borg og það eru takmörk fyrir þvl hve mörgum við getum tekið við. Og hvað gerist í vetur þegar upp- skerunni er lokið og framkvæmd- ir I byggingariðnaðinum minnka, hvað gerir þetta fólk þá? Hvað eigum VIÐ að gera við þá þá?” Flóttafólkinu virðist ekki ætla að verða undankomu auðið. I Þeir koma þúsundum \ saman á hverjum degi. 1 ( Flestir eru illa klæddir / verkamenn sem hafa ) notað siðustu aurana ) sina til að ferðast með Í( lestum eða strætisvögn- I um. Sumir hafa jafnvel ) komið fótgangandi yfir j Andes fjöllin eða um tor- ( fær fjallaskörð, til að / forðast lögregluna. ) Sumum er snúið aftur yfir ( landamærin, en flóttamanna- ) straumurinn frá Chile til Argent- ( inu heldur áfram. Útlendinga- ) eftirlitiö i Argentinu telur að um \ 15 þúsund Chilebúar komi til ) landsins I hverjum mánuði. Eftir ( nær tveggja ára ógnarstjórn ) valdaræningjanna hefur þetta ( fólk að engu að hverfa heimafyr- / ir' l\ Það segir hræðilegar sögur af ) handtökum og pyndingum, betl- ( , urum á öllum götum og ræningj- ) um og moröingjum sem enginn ( virðist hafa hemil á. ) Flóttinn frá Chile hófst þegar ( eftir valdarániö og mánuöi eftir ) þaö höfðu 21.900 Chilebúar flúið. Enginn vill það En þótt þessu fólki hafi tekizt að komast lifs af úr Chile eru raunir þess ekki á enda. Það er stimplað sem pólitískir flóttamenn og ekk- ert land vill taka við þeim. „Við höfum beðið Canada og Astralíu og að taka við 358 flótta- mönnum, en þau lönd eru hag- stæðusteins og nú stendur,” sagði einn af talsmönnum alþjóðlegrar hjálparstofnunar. „Hingað til höfum við engin svör fengið. Við vitum ekkert hvað við eigum að gera. Við getum ekki endalaust haldið áfram að biðja Sameinuðu þjóðirnar um peninga til að sjá þvi farborða á hóteli hér I Argent- inu.” Áframhaldandi ofsóknir Og jafnvel i hæli I Argentinu er þetta hrjáða fólk ekki öruggt. Stjómin á i miklum bardögum við vinstrisinnaða skæruliða og morðsveitir hægri manna fara um rænandi og myrðandi eins og þeim sýnist. Pólitisku flóttamennirnir eru allir vinstrisinnar og það hefur llllllllllll Umsjón: Óli Tynes

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.