Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 7
Á undanförnum árum hafa bókaútgef- endur margsinnis lýst þvi að það sem þeir nefna „meðalbók” eigi æ erfiðara uppdráttar á markaði, bæði upp- lag og sala hafi um langt skeið farið mmnkandi og hafi þó enn minnkað til muna á allra siðustu árum. Það er að visu dálitið dular- fullt hvernig þessi niðurstaða er fengin — varla byggist hún á vit- neskju um raunveru- legt upplag og sölu allra útgefinna bóka á hverjum tima. Hitt er liklegt að útgefendur miði tölur sinar við reynsluna af eigin út- gáfu, sem vitanlega verður ekki vefengd svo langt sem hún nær. Baldvin Tryggvason reifaði þetta mál ýtarlega í erindi sinu á bókaþingi, eins og getið var i fyrri grein um bókaútgáfuna. Hann kemst að þeirri uggvæn- legu niðurstöðu, að „meðalupp- lag” sé nú komið niður i 1200 eintök, en „meðalsala” á fyrsta ári sé aðeins 800 eintök. En þessi niðurstaða byggist ekki á heimildum um sölu tiltekinna bóka heldur er hún umreiknuð eftir heildarsölu islenskra bóka nokkur undanfarin ár, áætluð- um tölum um útgáfu nýrra bóka og meðalverð bókar hvert ár. Hér er nú ekki ætlunin að ve- fengja hvað þá andmæla niður- stöðum útgefenda. En ljóst er sem áður, að „meðalbókin” er dularfull reikningseining. Það er t.a.m. augljóst, að ljóðabók, sem gefin er út i 1200 eintökum og selst á fyrsta ári i 800 eintök- um hefur staðið sig allveg á sin- um markaði. Varla þarf að vera mikið tap á henni, en gróðavon sjaldan mikil af ljóðabókum. Allt öðru máli gegnir um stóra skáldsögu — sem óskiljanlegt er að unnt sé að gefa út upp á þessi býti. En hvaða merkingu ber meðaltal tilkostnaðar, út- breiðslu og tekna þessara tveggja bóka? Athugun á útgáfu Tölur Baldvins Tryggvasonar um upplag og sölu má hins veg- ar prófa með einföldu móti: með þvi að taka saman yfirlit um raunverulegt upplag og sölu tiltekinna bóka sem út komu i haust. Þvilikt yfirlit kemur fram i töflunum hér á siðunni og tekur sem sjá má til fimm Hokka: islenskra skáldsagna, ljóða, þýddra skáldsagna, sann- sögulegra frásagna, sem svo eru nefndar, bæði frumsaminna og þýddra, og loks nokkurra annarra rita, sem i fljótu bragði urðu útundan i' þessari flokkun. Þvi er ekki haldið fram, að þessar tölur veiti rétta visbend- mu um meðallagsupplag og sölu allra útgefinna bóka i fyrra. En hér er um að ræða rúmgótt og að ég hygg sann- gjarnt sýnishorn úr bókaflokk- um sem mikið fer fyrir á hverj- um jólamarkaði. Bækurnar sem hér um ræðir komu allar út i haust, allar i fyrstu útgáfu. Tilfærðar eru töl- ur um prentað upplag þeirra og sölu i fyrstu lotu, eins og næst verður komist að loknu uppgeri við bóksala. Leitað var til 12 for- laga og spurt alls um 50-60 bæk- ur, eitt forlaga færðist undan að svara, en önnur létu góðfúslega umbeðnar upplýsingar i té. Ekki þótti rétt að birta nöfn bóka og forlaga, en upplýsingar eru veittar og birtar með þvi fororði að tölurnar séu ná- kvæmar um upplögin en fari eins nærri sölu og unnt er að komast. Hér eru tölurnar ein- Bœkur á markaði 1. islenskar skáldsögur og smásögur Upplag 2300 Sala 1500 3100 3040 2000 965 800 350 1200 1500 350 G 1200 180 2000 850 1500 370 590 Meðaltal 1750 940 2. Ljóð Upplag Sala A 800 400 B 650 C 260 n 1000 350 E 700 360 F 250 G 500 55 H 75 — — Meðaltal 750 300 3. Þýddar skáldsögur Upplag Sala A 2100 1600 B 3300 2800 C 3000 2500 D 2500 1600 E 2100 1800 F 1700 700 G 2800 1700 H 8000 5000 I 2500 1800 J 2000 1110 — — Meðaltal 3000 2060 Sannsögulegar frásagnir A B C. D E F G H I . J. K L. 5. Ýmis önnur rit A................ B ............... C................ D................ E................ F ............... Upplag Sala 950 1100 950 2515 1400 710 2500 2400 1500 1400 1240 1300 1500 Upplag Sala ... 1500 670 ... 900 615 ... 1500 810 ... 3000 550 ... 1500 930 ... 4500 2900 1080 faldaðar svo að upplag standi jafnan á heilu hundraði en sala á hálfum eða heilum tug bóka. Þess skai getið að ég hef áður gert viölika athugun á upplagi og sölu nokkurra bóka frá haustinu 1972 og birtust greinar um hana hér i Visi 16/18 október 1973. Niðurstöður þeirrar athugunar má þvi hafa til samanburðar við þessa. Þá ber að gæta þess að hin fyrri athug- un var gerð svo sem hálfu ári siðar en þessi, og kann þess að gæta að einhverju leyti i sölutöl- um, sömuleiðis þess að mis- jafnlega getur árað i bókmennt- um og bókaútgáfu eins og annars staðar. Einfaldasta skýring á minni bóksölu 1974 en 1972 er vitaskuld að i haust hafi bókaval verið minna og lakara en tveimur árum fyrr. Hrakspá staðfest En best er að segja strax að niöurstöður yfirlitsins hér á sið- unni finnst mér mikils til koma heim við kenningu Baldvins Tryggvasonar um verulegan samdrátt i bókaútgáfu á siðustu árum, sé nokkuð að marka þessar athuganir — sem ég held að sé. 1 öllum flokkum eru upp- lög minni og salan stundum mjög verulega minni en tveim- ur árum fyrr. 1 yfirlitinu i fyrra komu fram fimm metsölubæk- ur, sem náðu 3000 eintaka eða þaðan af meiri sölu, tvær frum- Önnur grein eftir Ólaf Jónsson samdar og ein þýdd skáldsaga og tvær sannsögulegar frásagn- ir. í ár eru metsölubækur aðeins tvær, ein frumsamin og önnur þýdd skáldsaga (1:B, 3:H), og salan minni en áður. Hin harða kenning Baldvins um örlágtmeðalupplag og sölu: 1200 og 800 eintök, reynist ekki fjarri sanni, samkvæmt minu dæmi, um frumsaminn íslensk- an skáldskap i fyrstu útgáfu, flokkana 1-2 í töflunni. Séu þeir teknir saman reynist söiutala Baldvins meira að segja of há: meðalupplag skáldsagna, smá- sagna og ljóðabóka i fyrra er þá 1300 eintök, og meðalsalan á fyrsta ári svo mikið sem 655 ein- tök. En þvi fer að visu all fjarri að þessar meðallagstölur eigi við um allar nýútgefnar bækur frá i fyrra, eins og Baldvin hélt fram i erindi sinu. Um flokkana og bækurnar i meðfylgjandi yfirliti er annars þetta að segja: Sögur og ljóð í töflu eitt eru talin 10 dæmi nýrra skáldsagna og smásagna i haust. Til samanburðar er þess að geta að meðaltal upplags og sölu i sambærilegum flokki frá 1972reyndist 2800 og 1925 eintök. Þar á meðal var að visu ein mjög afgerandi metsölubók. En jafnvel þótt hún væri frátalin reyndust meðaltöl 9 frumsam- inna skáldsagna 1972 vera 2400 og 1560 eintök — sem bera má saman við meðaltalið hér á töfl- unni. Hér finnst mér munurinn vera of mikill til að þvi verði kennt um að i haust hafi færri góðar innlendar skáldsögur verið á boðstólum en haustið 1972, og þó svo hafi liklega verið. Enn dapurlegri en ella verður hlutur innlendra skáldmennta ef gáð er að þvi að þrjár bækur á töflunni, 1:A-C eru afdráttar- lausar afþreyingarsögur. Meðalsala þeirra er 1890 eintök, sem þrátt fyrir allt er viðunan- legt, en allra hinna bókanna á töflunni aðeins 555 eintök. Slikur umtalsverður munur kom ekki fram á „afþreyingarsögum” og „alvarlega stiluðum bókmennt- um” við hina fyrri athugun. En án þess að fara nánar út i verð- leika bókanna eru þrjár þeirra, 1: H-J verk höfunda sem taldir munu meðal helstu höfunda af yngri og miðaldra kynslóð. En til marks um áhrif rit- dóma á bóksölu er þess að geta að um þrjár fyrstu bækurnar, 1: A-C held ég að engir ritdómar hafi birst nema um eina þeirra, en um þær siðustu 1: H-J, birt- ust ýtarlegar umsagnir i öllum blöðum. Af 8 ljóðabókum á yfirlitinu eru fjórar þeirra eftir virta og viðurkennda höfunda, 2: A-D, en af hinum eru tveir byrjendur 2: F-G, en tveir munu þekktari fyrir önnur umsvif en skáldskap sinn. Hérkoma fram bækur sem nánast engan hljómgrunn fá, 2: G-H, og er varla að maður fáist til að trúa svo litilli sölu. 1 fyrri athugun reyndist meðalupplag og sala ljóðabóka hvort tveggja meiri, 920 og 420 eintök. Um ljóðin má ennfremur geta þess að allt eru þetta bækur sem regluleg forlög gefa út. Fjölrit- uð einkaútgáfa ljóða ryður sér nú til rúms, og i fyrra hygg ég að ailtaf hafi viðlika margar ljóðabækur komið út i slikum sniöum, en um upplag og sölu þeirra er fátt vitað. Samt mætti segja mér að dæmi séu um slfk- ar bækur sem jafnvel og betur hafi gengið og þær sem hér eru taldar. Satt eða logið Þegar kemur að þýddum skáldsögum fer minna fyrir samdrætti i útgáfunni fljótt á litið en I islenskum skáldritum sem sjá má á töflu 3. Þar eru taldar 10 afdráttarlausar skemmtisögur, sem ekki gera sér upp nein bókmenntaleg er- indi við lesandann, hvað sem öðrum verðleikum þeirra liður. Allt er þetta stabil vara á jóla- bókamarkaði, 3: A-D eru ástar-, lækna- og herragarðssögur, all- ar held ég eftir höfunda sem hér ganga ár eftir ár, 3: E-F eru njósnasögur, 3: G-H striðs- og mannraunasögur, báðar eftir höfunda sem margar bækur eiga fyrir á islensku og ganga aftur hver jól, 3: I-J nýmóðins- legar hryllingssögur, að ég held. Meðaltal sambærilegs bóka- flokks haustið 1972 voru 3100 og 2260 eintök. Eri þar voru með i hóp nokkur dæmi svonefndra góöra bókmennta sem eins og vænta mátti seldust miður en skemmtisögurnar. Meðaltöl hinna hreinu og beinu reyfara einna, 6 bóka i flokknum, voru þá um það bil 3700 og 3025 eintök. Þá eins og nú var afger- andi metsölubók meðtalin. Af þvi áður var vikið að áhrif- um ritdóma má svo sem nefna það að um fáar þessar bækur held ég að hafi verið skrifað i blöð, hvað þá fjallað um þær i bókmenntaþáttum útvarps og sjónvarps. 1 4ðutöflueru talin 12 dæmi úr fjölskrúðugum bókaflokki, sum- part innlends efnis, 4: A-F, sumpart erlends, 4: G-L. Eins og þýddu skáldsögurnar áður held ég að allur þorri þessara bóka, ef ekki alveg allar, sé ein- vörðungu tilkominn af söluvon á jólamarkaði en i engu bók- menntalegu skyni gerður. Allt eru þetta eða þykjast vera „sannar sögur”: 4: A-C ævisög- ur og endurminningar, 4: D-F ýmis tilbrigði þjóðlegs fróð- leiks, 4: G-H striðssögur, 4: I-J mannrauna- og sæfarasögur, en 4: K-L frásagnir um dulræn eða yfirskilvitleg efni. Annars er hér eftirtektar- verður munur á viðgangi inn- lendra og þýddra bóka og kem- ur að visu heim við fyrri tölur, meðalsala innlenda efnisins 1270 eintök, en þess erlenda J720 eintök. Hér eru dæmi um bækur sem vel hafa gengið eftir þvi sem gerðist i haust (4:D,H) og jafnvel selst öldungis upp (4: G). En samdráttarmerkin eru augljós á þeim mikla mun sem víða verður milli upplags og sölu einmitt i þessum dæmi- gerða söluflokki — 4: B, F, K, L. Ljóst ei að hér hafa ýmsar sölu- vonir brugðist útgefendum. En erfitt er um samanburð við hið fyrra ár af þvi að þá komu fáar slikar bækur til athugunar og gagngerar metsölubækur á meðal þeirra, meðaltölin voru þá lika 3500 og 2750 eintök. Bækur útundan Að lokum eru i 5tu töflu talin sex dæmi sem efnislega ættu heima i flokk 3 og 4, en hafðar eru sér á parti vegna „bók- menntalegra verðleika” sinna. 5: A-C eru erlend skáldrit, eitt þeirra klassiskt verk en tvö samtimasögur. 4: D-F eru inn- lendar bækur, æviminningar og ritgeröir eftir höfunda sem allir munu teljast með hinum betri mönnum. Ljóst er að ekki hafa góöar bókmenntir i þessum flokki frekar en öðrum átt upp á pallborðið i haust — með einni undantekningu, höfundi sem verk hans ilifanda lifi teljast til sigildra bókmennta. Nóg er nú komið af tölum. En i 4ju grein verður vikið að þvi hvort og hvaða lærdóma megi draga af þessu yíirliti um stöðu bókaútgáfunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.