Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 16. júni 1975 3 Skátamót í rigningu í Krýsuvík um helgina: Forsetahjónin voru fœrð í rauðar skikkjur 'S'S ,/Uss/ það gerir ekkert til þó að hann rigni" sagði einn skátanna, sem við hittum á vormóti Hraun- búa, sem haldið var í Krýsuvík um helgina og lýkur í dag, mánudag. Veðrið var skátunum dálítið óvinsamlegt framan af mótinu, á laugardaginn rigndi eins og hellt væri úr fötu framan af degi, en svo var eins og hendi væri veifað og það stytti upp um kvöldið. Ekki voru skátarnir þó alveg lausir við rigninguna þar með, því að áfram héldu veðurguðirnir að senda þeim vætuskammta öðru hverju. „Þetta hefur bara verið til þess að bæta „stemmninguna,” sagði annar mótstjórinn, Loft- ur Magnússon, er við hittum hann fyrir i léttum rigningarúð- anum, þar sem beðið var komu forseta íslands.og konu hans, en þau heimsóttu mótið i gærdag. Hafnfirzkir skátar minnast á þessu ári 50 ára skátastarfs i Hafnarfirði og er þetta vormót einn liðurinn i þvi. Vormótin hafa um langt árabil verið fast- ur liður i starfi Hraunbúa, og er þetta mót hið 35.i röðinni. Forsetabillinn rann i hlað og er forsetahjónin stigu út, voru þau færð i rauðar skikkjur, áður en gengið var um mótssvæðið. Fóru þau viða um tjaldbúðirnar og fylgdust með skátunum i störfum þeirra og leik, en þágu siðan veitingar, kakó og kökur, i samkomutjaldinu. Hjálparsveitin fær nýja bíla. Þegar við komum til mótsins á sunnudaginn, vöktu tveir rauðir og hvitir bilar með bláum ljósum á þakinu athygli okkar. Þegar nær var komið, mátti sjá merki Hjálparsveita skáta i Hafnarfirði utan á þeim. „Það var orðin full nauðsyn á að fá nýja bila,” sagði Birgir Dagbjartsson, einn hjálpar- sveitarmanna, „gömlu bilarnir voru orðnir gamlir og úr sér gengnir, og auk þess mjög dýrir i viðhaldi og rekstri.Þess vegna pöntuðum við þessa bila i ágúst fyrir ári, og áttu þeir að koma til landsins i desember, en komu ekki fyrr en i april.Við byrjuð- um að vinna i þeim 6.mai og tók- um þá i notkun 6.júni, en raunar má segja, að þeir séu fyrst not- aðir hér á vormótinu!’ Bilarnir eru af gerðinni GMC Suburban, með fjórhjóladrifi. Þeir komu til landsins með sæt- um fyrir fimm manns, auk bil- stjóra, en eftir að þeir i hjálpar- sveitinni höfðu innréttað bilana, þá rúma þeir 11—13 manns, eða þrjá sjúklinga á börum. Við spurðum þá hjáipar- sveitarmenn, hvort þetta hefði ekki verið dýrt fyrirtæki. „Jú, það má segja,” upplýsti gjald- keri sveitarinnar, Gunnar Einarsson, okkur um, „hvor bill kostar um 1700 þúsund i inn- kaupi. Við fengum 500 þúsund Forsetahjónin komin i skikkj- urnar við komuna á mótið i gær. króna, styrk frá bænum, 700 þús- und króna lán hjá Samvinnu- tryggingum, en svo.hefur af- gangurinn komið með fjáröflun- um og með sölu á einum af gömlu bilunum. Enn er svo ó- samið um 300 þúsund króna skuld hjá Sambandinu, sem flutti bilana inn fyrir okkur.” Þess ber að geta að margir velunnarar sveitarinnar hafa lagt henni lið i þessum bila- kaupum, þar á meðal gaf Lions- klúbburinn Asbjörn sveitinni fjórar sjúkrabörur i bilana, starfsmenn slökkviliðsins slökkvitæki og þannig mætti enn telja. „En til þess að bilarnir geti talizt fullbúnir sem björgunar- og sjúkrabilar, þá vantar enn i þá talstöðvar, sem teljast má mjög bagalegt, en þær eru dýr- ar, kosta 250 þúsund stykkið, og er ekki vitað hvernig þau mál verða leyst,” sögðu þeir hjálparsveitarmenn að skilnaði. —JR Hjálparsveitarmenn við nýju bilana tvo. Byggingamál aldraðra og langlegusjúklinga: GENGUR HVORKI NÉ REKUR t aprfl á þessu ári vöru tæp 50% af fjárframlögum Reykjavíkur- borgar til bygginga dvaiarheim- ila og hjúkrunarheimila fyrir aldraða felld niður vegna marg- þættra f já rh agserfiðleika Reykjavikurborgar. Skömmu eftir að þessi niður- skurður hafði verið samþykktur, var ákveðið að ráðast I dýrar undirbúningsframkvæmdir að borgarleikhúsi. Sagði Albert Guðmundsson I samtali við blaðamann VIsis,” að auðvitað væri skemmtilegt, að glæsilegt og vel búið borgarleik- hús gæti risið af grunni sem fyrst. En væri ekki eðlilegra, ef miðað er við núverandi ástand I málefnum aldraora, að fram- kvæmdir I þágu aldraðra njóti forgangsí Núverandi ástand I bygginga- málum I þágu aldraðra er þannig, að borgarstjóri hefur nýlega falið borgarlækni og félagsmálastjóra að gera tillögu til borgarráðs um næstu framkvæmdir við stofnanir i þágu aldraðra. Og er tillagna þeirra að vænta innan skamms. —HE Hreint land fagurt landi — Ný herferð Landverndar til að óminna fólk að ganga vel um nóttúru landsins /Verium gggróöurJ verndumi land Bætt umgengni i byggð og óbyggð hefur verið eitt helzta hjartans mál Landverndar siðan samtökin hófu starfsemi slna. Sérstök áherzla hefur verið lögð á að áminna ferðafólk um snyrti- lega umgengni og nærgætni við náttúru landsins. Til dæmis að henda ekki flöskum og rusli út úr bflum eða yfirgefa tjaldstæði án þess að hreinsa til. Stárf Landverndar hefur á margan hátt borið góðan árang- ur, en samt er ennþámargtólært.' I fréttatilkynningu segir frá Landvernd, að oft séu umhverfis- spjöll gerð I hugsunarleysi, en ekki af ráönum hug og þess vegna vilji Landvernd snúa sér sérstak- lega að þeirri hlið málsins. í þessu tilefni hefur Landvernd gefið út sjálflimandi spjöld, sem er t.d. hægt aö llma á bllrúður og fylgja þannig ferðamanninum hvert sem hann fer I bllnum sin- um og minnir hann á nauðsyn góðrar umgengni. A spjöldunum er: Verjum gróður, verndum land! Verndum llf, verndum vot- lendi! Hreint land, fagurt land! ökum ekki utan vega! GIsli B. Björnsson teiknaði merkin. Fást þau á benslnstöðv- um og einnig á skrifstofu Land- verndar. —HE að Skálatúni s|a I_ i v • r w a 17. juni Foreldrafélag Skálatúnsheim- ilisins I Mosfellssveit mun standa fyrir hátiðarhöldum fyrlr for- eldra og velunnara 17. júnl. Þeir, sem sjá um dagskrána og koma fram, verða vistmenn, starfsfólk heimilisins og foreldrar þeirra, sem þar dvelja. Hátlðarhöld eins og þessi eru vistmenn og starfsfólk um skemmtiatriðin árlegur viðburður á Skálatúns- heimilinu. Lionsmenn hafa gefið Skála- túnsheimilinu stórgjöf, sem var varið til að endurnýja drengja- heimilið. Hátiðarhöldin eiga að hefjast kl. 2.30 á þjóðhátíðardaginn. —HE Kerndum H líf Kerndum votlendL/ LANDVERND Villta-Norðvestrið á Þórshöfn: fOKUMl ■EKKIH ■UTAN VEGAl LANDVERND LANDVERND Byssubófi skaut á lögguna, löggustöð- ina og löggubílinn Þórshöfn breyttist I hálfgert Vilta-vestur — eða öllu heldur Vilta-norðaustur — um næst slðustu helgi. Atburðirnir, sem þá áttu sér stað, minntu helzt á kúrekamynd. Byssubófi vopnaður haglabyssu. og með skotbelti spennt um sig skaut upp hurðina á lögreglustöðinni, skaut sirenuna af lögreglublln- um og sfðan á sjálfan lögreglu- stjórann. Aður en hann komst svo langt, hafði hann þó klætt sjálfan sig i lögreglubúning, en undir honum var að finna 15 haglaskot I skotbelti og 16 i vös- um byssubófans. „Þetta átti sér stað klukkan hálf sex á sunnudagsmorgni”, segir lögregluþjónninn á staðn- um, Baldvin Elis Arason. ,,Eg var búinn að starfa i þrjú ár sem lögreglumaður á Þórshöfn, án þess að lenda i kasti við skotmann sem þennan. Það vildi svo merkilega til, að ég var að láta af störfum lög- regluþjóns og hætti þvi klukkan nákvæmlega 12 á laugardags- kvöldi”, segir Baldvin. „Ég var heima við I um 130 metra fjarlægð frá lögreglu- stöðinni, er systir mln kallaði til min, að hún sæi tvo menn við lögreglustöðina og væri annar þeirra að skjóta af byssu. Ég stökk út fyrir ásamt föður mín- um, en við urðum einskis varir en hlupum þó engu að siður út að stöðinni. Þegar aðeins um 10 metrar voru eftir þangað, sáum við , að dyrnar á stöðinni stóðu opnar og út um þær kom maður með haglabyssu og skaut að okkur. Skotið hafnaði á milli okkar, en sitthvort haglið lenti þó I okkur,” segir Baldvin. Lækni tókst síðar að ná hagl- inu úr fæti Baldvins, en haglið I fæti föður hans var erfiðara að eiga við og situr það þvi enn þar. „Við náðum til mannsins áður en honum tókst að spenna sex- hleypuna slna aftur og fengum snúiö hann niður,” segir Bald- vin. Að sögn Baldvins var maður- inn mjög æstur og erfitt að ráða við hann. Varð Baldvin þvi að beita kylfu á hann. Sá, er ver- ið hafði I för með skotmannin- um, hjálpaði við að handtaka hann. Skotmaðurinn var settur I fangaklefa en áður en hann var settur þangað, var hann færður úr lögreglujakka, sem hann hafði fundið og farið I á lög- reglustöðinni. Þá komu skot- færabirgðirnar i ljós. „Þegar við fórum að athuga málið, kom I ljós, að maðurinn hafði hleypt af fjórum skotum á útidyrahurð stöðvarinnar og tveim á slrenu lögreglubllsins, sem stóð fyrir utan,” segir Baldvin. „Af þvi að þetta var mitt síðasta kvöld, hafði ég skilið bil- inn eftir fyrir utan stöðina, sem ég gerði yfirleitt ekki”, heldur Baldvin áfram. „Þetta v.ar heppileg tilviljun, þvl að það leiddi til, að skot- maðurinn gat minna athafnað sig, er við komum hlaupandi,” segir Baldvin um þessa óhugnanlegu reynslu. Að sögn Baldvins er honum engin skýring ljós á þessu skot- æöinema ef vera kynni sú stað- reynd, að sami maður var I vik- unni áður tekinn fyrir ölvun. við akstur. „Hann hafði rótað til á lög- reglustöðinni, ef til vill i leit að skýrslunni um það. Hann og félagi hans voru drukknir þarna um kvöldið og byssuna hafði hann gripið heima hjá sér skömmu áður en hann hélt á stöðina”, sagði Baldvin að lok- um. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.