Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Mánudagur 16. júnl 1975 5 ÖND I MORGUN ÚTLÖND ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Óli Tynes Vesturiönd áhyggju- full vegna vœntan- legs sigurs kommún- istanna á Ítalíu Gert er ráð fyrir, að kommúnistar og sósialistar bæti mjög við sig atkvæðum i hér- aðskosningunum, sem lýkur á ítaiiu i dag. Þetta gæti valdið mikl- um pólitiskum breyt- ingum og er Bandaríkj- unum og öðrum NATO rikjum nokkurt áhyggjuefni. Atkvæöagreiöslu lýkur kl. 14 i dag og búizt er viö fyrstu tölum i kvöld. Aukið fylgi vinstri manna yröu á kostnaö kristilegra demókrata, sem hafa veriö helzta valdið í öllum rikisstjórn- um Italiu siöan heimsstyrjöld- inni lauk. Það myndi færa vinstri mönn- um I hendur stjórn mikils hluta landsins og auka mjög þrýsting- inn á kristilega demókrata um aö láta undan kröfum kommún- ista um aðild aö rikisstjórn, sem þeir telja sig eiga rétt á sem næststærsti flokkur landsins. Italski kommúnistaflokkurinn er sá stærsti i Evrópu. Stórsigri kommúnista yröi ekki tekiö með mikilli hrifningu innan NATO. Vegna þróunar- innar I Portúgal og óvissu um Tyrkland og Grikkland, er Italia siöasta örugga vigi NATO við Miðjarðarhaf. Verið er að kjósa stjórnir i fimmtán af tuttugu héruðum landsins, 86 hreppum og 6.345 borgum og þorpum. Héruð á Italiu búa við nær algera sjálfs- stjórn. Um 120 þúsund vopnaðir lög- reglumenn og hermenn hafa veriö á verði við kjörstaði siðan kosningarnar hófust i gær. Hingað til hefur þó allt farið friðsamlega fram. i W'sl rv PIRlil mw - f % 4 § 1 * f X. s? m Hf* W % m snúa heim til Chile Tveir hópar chile- anskra skæruliða, sem verið hafa i þjálfun i Argentinu, eru komnir til Chile tii að hefja að- gerðir gegn herforingja- stjórn Augusto Pino- chet, að sögn lögreglu- yfirvalda i Chile. Lögreglan segir, að 15 manna hópur hafi lent i átökum við chile- anska hermenn i slöustu viku. Hún gaf ekki neinar upplýsingar um bardagana, en fréttastofa I Argentlnu sagði I dag, að fimm menn úr fyrsta hópnum hafi verið teknir af lífi I gær. Lögreglan I Chile segir, að skæruliðarnir tilheyri frelsis- hreyfingu vinstri manna. Þeir hafi verið I þjálfun hjá svipuðum samtökum I Argentlnu. 1 slðustu viku var tilkynnt, að 14 skæruliö- ar hefðu verið handteknir skömmu eftir að þeir komu yfir landamærin. Þeir hefðu áður veg- ið kaftein I her landsins. Lögreglan valhoppaði í stað hestanna Hestasveinar I Chantilly I Frakklandi stöðvuðu I gær kappreiðar, sem áttu að fara þar fram.Þeir voru að krefjast betri lifskjara og þyrptust inn á brautina og lokuðu henni.Mikið lögregíulið var drifið á staðinn og sést það hér á harðahlaupum i staöinn fyrir hestana. Ekki kom til stórátaka og það var þó nokkuö um pústra og hrindingar. Hestasveinarnir gengu allavega með sigur af hólmi, þvi það varð að aflýsa kappreiðunum. Robert og John F. Kennedy. Kennedy brœðurnir í vitorði með CIA? Nelson Rockefeller, varaforseti Bandarikj- anna, gaf i skyn i dag, að John F. Kennedy, fyrr- um forseti, og Róbert, bróðir hans, kunni að hafa verið viðriðnir áætlanir leyniþjón- ustunnar CIA um að myrða erlenda stjórn- málaleiðtoga. Rocke- feller sagði þó, að hann hefði engar beinar sann- anir. ,,Ég held, að það sé ekki órétt- látt að segja,að CIA hafi ekki tek- ið neinar meiriháttar ákvarðanir án vitundar Hvita hússins”, sagði varaforsetinn i sjónvarpsviðtali. Þeim fjölgar nú stöðugt I frétt- um, sem CIA á að hafa haft hug á að ráða af dögum. Meðal þeirra er nú Charles de Gaulle, Frakk- landsforseti. Frank Church, öldungadeildar- þingmaður, sem er formaöur öid- ungadeildarnefndar, sem rann- sakar starfsemi CIA, sagði i slð- ustu viku, að nefnd hans hefði ekki fundið neitt, sem benti til þess, að Eisenhower, Kennedy eða Johnson hafi átt þátt i ráða- bruggi CIA. Bhutto varar við hugsan- legri órós frá Indlandi Ali Bhutto, forseti Pakistan, varaði i dag landsmenn sína við þvi, að Indira Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, kunni að reyna að draga athyglina frá pólitiskum erfiðleikum sinum heima fyrir með hernað- araðgerðum gegn Pakistan. Forsetinn vlsaði til ummæla Gandhis um að úrskurður dóm- stóls um, að hún væri sek um kosningasvik, hefði „vakið mik- inn fögnuð I Pakistan.” Bhutto sagði, aö hann hvorki gleddist né væri hryggur yfir nið- urstöðu dómsins. Þetta væri ind- verskt innanrikismál og Pakistan myndi ekki á neinn hátt reyna að notfæra sér það. „Við verðum þó að vera vel á verði, ef frú Gandhi skyldi reyna að losa sig úr þess- um vanda með aðgerðum gegn Pakistan. Slikt var gert fyrir rúmum þrem árum.” Forsetinn vísaði þarna til striðsins 1971, sem gerði Bangladesh aö sjálf- stæðu riki. ISRAELSKT STORSKOTA- LIÐ HERJAR Á LÍBANON israelskt stórskotalið gerði snemma í morgun árás á þorpið Nabatiyeh í Suður-Líbanon. I gær gerði ísraelski flugherinn fimm árásir á þorpið og skotmörk í grennd við það. Þetta var gert í hefndarskyni vegna árásar fjögurra skæru- liða á afskekktan bónda- bæ í norðurhluta Israels. Þeir tóku konu bóndans, barn og nokkra ættingja I gislingu og kröfðust þess, að fjölmargir fangar, sem nú sitja I Israelsk- um fangelsum, yrðu látnir laus- ir.Að venju neituðu Israelar að semja og hermenn stormuðu inn i bæinn og skutu skæruliðana til bana. Bóndinn á bænum tók þátt I árásinni og féll fyrir hand- sprengju. Annar Israeli, her- maður sem var I frii, féll einn- ig og sex særðust. Itzhan Rabin, forsætisráð- herra, kemur i dag heim frá Bandarikjunum, þar sem hann átti fundi með þeim Ford og Kissinger.Árásin á bóndabæinn er augljóslega tilraun til að koma i veg fyrir frekari friðar- tilraunirÞóttbæði Ford og Rab- in hafi verið varkárir i orðum, létu þeir að þvi liggja, að tölu- verður árangur heföi orðið af fundunum. Israelar bregða jafnan hart við árásum hryðjuverkamanna, og má þvi búast við nokkrum átökum á þessum slóöum á næstunni.Ekki er þó vist, að þau nái þeim pólitíska árangri sem til er ætlazt af hálfu skæruliða, þvi Sadat, forseti Egyptalands, hefur að undanförnu fordæmt morðárásir skæruliða á óbreytta borgara og skólabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.