Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mánudagur 16. júnl 1975 vism Útgefandi:’ Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnapfulltrúi: Haukur Helgason Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiósla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Á réttri leið Franska byltingin er enn að gerast. Þótt slag- orð hennar hafi reynzt hræsnisfull á stundum, er staðreyndin þó sú, að efnahagslegt og félagslegt jafnrétti er að eflast, að menningarlegt og per- sónulegt frelsi er að magnast, og að þátttaka al- mennings i stjórnmálaákvörðunum er að aukast. Valdið i þjóðfélaginu er nú almennt talið upprunnið hjá almenningi, en ekki hjá þjóðhöfðingjanum eða hinum sterka. Vald laganna hefur tekið við af persónulegu valdi. Jafnréttisþjóðfélag hefur tekið við af stétta- þjóðfélagi. Við vitum, að lýðræðiskerfi okkar skortir i sumum tilvikum innihald. En aðstaða okkar sem borgara lýðræðisrikis er gerólik aðstöðu þegnanna i Chile, Sovét og Spáni. Hægri menn geta þvi rólegir yppt öxlum, þegar spámaður vinsri manna, Herbert Marcuse, segir, að frjáls- lyndur kapitalismi sé verri en fasismi. Hann gleymdi nefnilega að ráðfæra sig við þá ítali, sem muna eftir Mussolini. Reynslan hefur sýnt, að sovézka byltingin, kinverksa byltingin og kúbanska byltingin voru aðeins hliðarspor. Samþjöppun alls valds i hönd- um fámennisstjórnar visar ekki veginn fram á leið heldur aftur til miðalda. Þar sem pólitiskt, efnahagslegt, hernaðarlegt, tæknilegt, lagalegt, menningarlegt og upplýsingalegt vald er á einni héndi, er ekki til nein gagnrýni. Hún er hins vegar til á Vestur- löndum, þar sem einstaklingurinn er borgari en ekki þegn. Menn greinir á um, hvort gamla, franska byltingin sé að ná meiri árangri á Norðurlöndum, i Vestur-Þýzkalandi eða i Bandarikjunum. Norðurlandabúar hafa lengi talið sig hafa vinninginn, en ýmis teikn eru um, að Bandarikja- menn séu að fara fram úr þeim. í Bandarikjunum er suðupottur framfaranna, meðan Norðurlandabúar eru að flækjast inn á hliðarspor rikisdýrkunar, ekki einungis i efna- hagsmálum, heldur einnig i fjölmiðlun. Ekkert þjóðfélag býr við jafn skarpa innri gagnrýni og bandariskt þjóðfélag. Um þetta geta menn sannfærzt með þvi að bera bandariska fjölmiðla saman við fjölmiðla annarra Vestur- lana. Hinir fyrrnefndu bera af eins og gull af eiri. f tækniheimi nútimans getur ekkert hagkerfi staðizt, ef borgararnir hafa ekki aðstöðu til og vilja til að gagnrýna kerfið og endurnýja það. Þess vegna er sovézka hagkerfið sérhæft hernaðarkerfi, sem lifir á vestrænum uppgötvun- um og getur ekki staðið á eigin fótum. Við sjáum umhverfis okkur á Vesturlöndum, að stjórnmálalegt lýðræði er smám saman að leiða til efnahagslegs lýðræðis. Þessi þróun gerist ekki i rikjum alræðis og fámennisstjórna. Þessi þróun gerist ekki heldur i rikjum þriðja heimsins, sem eru flest brennd marki einræðis, þjóðernishroka, sósialisma, spillingar og skorts á sjálfsgagnrýni. Borgaraleg hugsun kann að vera á undanhaldi i heiminum. Samt blómstrar hún á Vesturlöndum. Þar er franska byltingin enn að gerast. Við skul- um njóta hennar, meðan hún endist. -JK. Spánn: SÓLSKINSLAND í SKÝJABAKKA Franco og arftaki hans Juan Carlos, prins. Ferðamennirnir, sem liggja á sólrikum strönd- um Spánar, eru ánægðir með lifið. Veðrið er gott, verð á vini lágt, og Spánverjarnir að venju bros- andi og elskulegir. Þeir verða litið sem ekkert varir við, að þetta sólarland er i alvarlegum erfiðleikum. Hin tæplega tveggja ára gamla stjórn Carlosar Arias Navarro virðist ekkert ráða við vaxandi erfiðleika. Honum hefur t.d. ekki tekizt að hindra hryðjuverk Baska, sem vilja að- skilnað og sjálfstæði fjögurra héraða landsins. 200 eða tiu sinnum það? Eftir að ein deild hryðju- verkasamtakanna myrti fimm lögreglumenn fyrir skömmu, fóru hermenn „Guardia Civil” i hefndarleiðangur i gegnum sveitirnar, sem liggja að Bilbao og San Sebastian. Yfirvöld f Madrid segja, að 200 hafi verið handteknir vegna gruns um aðstoð við hryðju- verkamenn, en hópur lögfræð- inga úr hópi Baska segir, að á.m.k. 2000 hafi verið færðir á brott. t siðasta mánuði voru lika tveir kaþólskir prestar hand- teknir og — að sögn — þeim mis- þyrmt, þar sem þeir voru grunaðir um að vera hliðhollir aðskilnaðarsinnum. Ástandiö er svo alvarlegt, að stjórnin hefur bannað allar upplýsingar um þaö, sem hún kallar „hryðju- verkastarfsemi”. Siðasta nýlendan Slðasta nýlendan, Spánska Sahara, hefur einnig valdið stjórninni miklum höfuðverk. A síðustu fimm árum hefur Spánn varið um 400 milljón dollurum I að koma þar upp fosfat-vinnslu. Og nú hyggst stjórnin láta þetta landsvæöi af hendi. Astæðan er hótun arabiskra nágrannarikja um að „frelsa” þetta strjálbýla svæði með vopnavaldi. Þrýstingurinn á Spán var aukinn i siðasta mánuöi, þegar tiu spánskir her- menn hurfu frá varðstöö sinni i Sahara. Það var ekki enn vitað um örlög þeirra. Það hafa einnig borizt fréttir um að hermenn frá Marokkó ihafi skotiö á tvær spánskar þyrlur. ' Hirðingjahersveit Þá hefur Spánn átt i erfileik- um með hirðingja sem búa i eyöimörkinni og kalla sig Prolisario hreyfinguna. Talið er, að bæöi Alsir og Lýbia styðji hana. Fyrir skömmu handtók hún fjórtán Araba, sem eru i svæöislögreglu nýlendunnar. Loks gafst stjórnin upp og til- kynnti, að þessi nýlenda myndi fá sjálfstæði eins fljótt og hægt yrði að finna þá leið, sem bezt yrði fyrir ibúana. Lært af Portúgölum Þótt Franco sjái áreiðanlega eftir þessari málmauðugu nýlendu, þá hefur hann örugg- lega lært af Portúgölum, hvað það getur kostað að reyna að halda i nýlendur. Þar að auki, eins og einn af stjórnvisinda- kennurum háskólans i Madrid sagði nýlega: — Nýtt alþjóðlegt vandamál er það siðasta sem við þurfum. Jafnvel hægri menn mótmæla Eldri vandamál halda einnig áfram að gera stjórninni lifið leitt: Verkföll, 24 prósent verð- bólga, órói meðal stúdenta og harðnandi gagnrýni rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Jafnvel hægri menn hafa mót- mælt opinberlega. I lok siðasta mánaðar þrömmuðu hægri menn I gegnum Madrid og dreiföu flugritum þar sem Na- varro var hvattur til að segja af sér „til að hindra að illa fari”. Lögreglan horfði á, en aðhafðist ekkert. Einangrað i Evrópu Til viðbótar viö innanrikis- vandamálin er Spánn sifellt að einangrast meira og meira i Evrópu. Allar tilraunir til að koma landinu i tengsl, annað hvort við NATO eða Efnahags- bandalag Evrópu, hafa mis- heppnazt. Allir frjálslyndir menn og sósialistar i Evrópu eru algerlega á móti nokkrum tengslum við Spán, meðan einræöisherrann Franco er við völd. Með bandarlsku forsetahjónun- um. Ford tókst ekki að koma Spáni nær NATO og tekst ekki meöan Franco lifir. Ekki fyrr en Franco fer Það er þvi ekki útlit fyrir, að hægt verði að leysa neitt af vandamálum Spánar, fyrr en Franco vikur úr embætti eða deyr. „Þetta er allt undir Franco og Guði komið” stundi vestrænn diplómat fyrir skömmu. En ekkert bendir til þess, að „el Caudillo”, leiðtoginn, ætli að láta sjálfviljugur af embætti. Og það er svo sannarlega enginn þarna, sem þorir að stinga upp á þvi við hann. Arftaki hans verður Juan Carlos, prins. Hann hefur veriö undir persónulegri handleiðslu gamla mannsins i meira en aldarfjórðung. Þó er almennt búizt við,. að töluverðar breytingar verði á stjórnarfari á Spáni, þegar hann tekur við. Þótt ekki væri vegna annars en þess, að það er varla til nokkur maöur, sem getur haldið öðrum eins heljartökum um stjórn- taumana og Franco hefur gert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.