Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 10
Visir. Mánudagur 16. júni 1975 Vlsir. Mánudagur 16. júnl 1975 Hill var fyrstur! Bretinn Ron Hill sigra&i I al- þjóöa maraþonhlaupi, sem háð var I og viö Varsjá I Póllandi I gær. t hlaupinu tóku þátt 138 hlauparar frá 12 löndum og var Hill rúmri mlnútu á undan næsta manni, sem var Pólverjin Legowski. Hill hljop á 2:12,34,2, en Le- gowski á 2:1358,2. Þriðji varð Martin Schroeder Austur- Þýzkalandi á 2:1448,5Danir áttu fimmta mann I hlaupinu — Jörgen Jensen, sem hljóp á 2:1739,6. —klp— "N Blacksi Decken siáttuvélaeigendur NÝ ÞJÓNUSTA Sumarid er komió og því t(mi til aö hjga aó sláttuvélinni. Um takmarkoöan tíma mun BLACK & DECKER umboóió bjóoa öllum eigendum D-484 raf- magnssldttuvéla, aó yfirfara fyrir þó véiar þeirra, (hreinsa, smyrjo, skipta umkol og blaó) fyrir aóeins Wr. 1.000- Sendio okkur vél'ma og vió munum undirbúa hana fyrir sumarslóttinn. Þjónustan fer fram ó Rafvébverkstœoi Haraldar Hanssonar, Laugavegi 178, Reykjovik. Þessar vinsœlu rafmagnsslóttuvébr eru óvallt fyrirliggjandi á hagstœou verói og einnig stœrri geróin D-489. VERIÐ VEL UNDIRBÚIN FYRIR SUMARID G. Þorsteinsson & Johnson ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533 Sjálfsmork Gísla fœrði Víkingi sigur gegn ÍBK Fyrsti sigur Yíkings í 1. deild var gegn Keflvíkingum, sem sáu einnig um eina markið Vlkingar unnu sinn fyrsta sigur i baráttunni um tslandsmeistara- titilinn á Laugardalsvellinum i fyrradag gegn tBK.Þar með hafa þeir hlotiö fjögur stig úr jafn- mörgum leikjum og þokaö sér af botninum.Hvort sigurinn er upp- hafið af „Vikingsári" á vettvangi knattspyrnunnar skal ósagt, en aftur á móti var þetta „harm- leikur" fyrir IBK.Landsliðsmað- urinn Gisli Torfason, sem þekkt- ari ér fyrir að forða mörkum hjá liði slnu en skora, varð fyrir þvi óláni að senda knöttinn I eigið mark og færa Vikingum sigurinn á silfurfati, — og skoraði eina mark leiksins. Gisli átti þó ekki alla sökina. Þorsteinn Ólafsson markvörður hafði hætt sér fulllangt út úr markinu, þegar GIsli, á auðum sjó, hugðist senda honum knött- — Ég hef hann þennan — kallar Ómar markvörður FH, en Her- mann Gunnarsson Val er viö öllu búinn, enda ekki að vita nema ómar missi blautan boltann frá sér aftur. Ljósmynd íSj.Itj. * inn af um 30 metra færi, en I stað þess að haf na i höndum Þorsteins sveif knötturinn rakleitt í markið, 1:0. Þrátt fyrir aðeins þetta eina mark áttu bæði liðin góð færi.Vik- ingar til að auka við markatöluna og ÍBK á að jafna, en skotin voru lin, rétt eins og bleytan á vellin- um hefði komizt i púðrið, eða þá að „sigtin" voru vanstillt.Ýmist smullu þau i stöngum eða geiguðu illilega.Hættulegustu færi Vikinga voru, þegar aðeins einn varnar- maður átti i höggi við fjóra Vik- inga, sem sluppu aftur fyrir fremur opna vörn IBK. Stefán Halldórsson átti þar seinasta orð- ið, — en knötturinn lenti i mark- súlunni og hrökk þaðah i fang Þorsteins markvarðar.Einnig átti Guðgeir, bezti maður Vikinganna og vallarins, hörkuskot I stöng, svo segja má, að tvivegis hafi hurð skollið nærri hælum IBK, utan minni háttar færa, sem Vik- ingar áttu. Grétar Magnússon fékk bezta marktækifæri IBK til að jafna metin, á 42. min. fyrri hálfleiks. Stóð á markteig og hitti ekki knöttinn eftir góða sendingu frá Jóni Olafi. Einar Gunnarsson komst i sæmilegt færi undir lokin I örvæntingarfullri tilraun til að jafna metin, en Diðrik, sem stóð sig vel I markinu, þegar á hann reyndi, varði skotið. Vikingarnir voru betri aðilinn I leiknum og þeirra var sigurinn. Þeir áttu oft góða samleikskafla, en fyrst og fremst var það vörnin, sem ekki brást. Helgi Helgason var þar fremstur meðal jafningja. Guðgeir barðist, meðan kraftar leyfðu. Mörgum þykir hann ein- leika um of, en hann skapar ávallt hættu og á lika góðar sendingar. Keflvikingarníf' virðast nú heillum horfnir.Enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur.Sið- an Guðni Kjartansson varð að hætta að leika vegna meiðsla, hefur gengi liðsins farið minnk- andi og einhver óeining rikir inn- an þess, sem kemur fram i mjög misjöfnum leikjum. Steinar Jó- hannsson lék ekki með og var ekki heldur á varamannabekkj- unum á móti Vikingum. Flogið hefur fyrir, að hann sé hættur knattspyrnu.Vörnin, sem hingað til hefur verið aðalsmerki ÍBK, var furðulega opin, en framlinan bitlitil. Af IBK-liðsmönnum áttu þeir Olafur Júliusson, Hjörtur Zakariasson og Einar Gunnars- son einna skástan leik. Dómari var Guðmundur Haraldsson. Mátti hann vera öllu ákveðnari. Spurningin er, hvort hann sleppti ekki vitaspyrnu á IBK, þegar Þorsteinn markvörður átti i höggi við Stefán Halldórsson á 24. minútu, — varpaði sér fyrir hann til að koma i veg fyrir, að hann næði knettinum. emm Watson fór til Manchester City Manchester City keypti I gær enská landsliðsmanninn Dave Watson frá Sunderland fyrir 275 þúsund sterlingspund, auk þess sem Citv lét I skiptum bakvörðinn Jeff Clarke. VVatson hefur verið i enska landsliðinu siðan Roy Mc Farland frá Derby varð að láta eftir stöð- una vegna meiðsla fyrir meir en ári.Hefur Watson leikið 14 lands- leiki með aðalliðinu. —klp— Með tárin í augunum á leiðinni út á völl ísland hafnaði í 6. sœti — 3 stigum á undan frlandi í frjálsum íþróttum í Portúgal Evrópukeppninni tslendingar urðu I (!.og næst slð- asta sæti I sliium riðli I Evrópu- keppninni I frjálsum iþróttum I Lissabon I Portúgal um helgina. Þeir háðu harða keppni við trland um neðst sætið I riðlinum og höf ðu sigur með 3 stigum .Fékk tsland 46 stig en trland 43. Aðeins i einni grein fóru okkar menn með sigur af hólmi.Það var STAÐAN 2. deild Staðan 12. deild eftir leikina um helgina: Völsungur—Breiðabl. 0:4 Reynir—Armann 0:1 Haukar—Vikingur ó. 1:0 Breiðablik Selfoss Þróttur Armann Haukar Völsungur Vlkingur Ó. Reynir Arsk. 0 19:0 0 11:2 10:3 6:4 0 0 7:5 0:9 3:22 1:12 Markhæstu menn: Hinrik Þórhallss. Breiðabl. SumarliðiGuðbjartss. Self. I kúluvarpi» þar sem Hreinn Hall- dórsson kastaði lengst af öllum — 18,73 metra — næsti maður var meö 18,24 metra. Erlendur Valdimarsson varð aö láta sér nægja annað sætið i kringlukasti — með 54,00 metra, en kringlan vannst á 54,42 metra. Hann meiddist I baki I sleggju- kastinu daginn áður — kastaði sleggjunni 55,36 metra — og gat þvi ekki beitt sér i kringlukastinu. 1 flestum greinum börðust Is- lendingar við tra um 6.sætið, en þo kom inn á milli 4. og 5. sætið. Óskar Jakobss. varð td. fjóröi i spjótkasti — með 71,14 metra kast. Agúst Asgeirsson náði ágætum árangri I 3000 metra hindrunar- hlaupi — öðrum bezta árangri Is- lendings frá upphafi — kom i mark á 9:02,8 min.l 1500 metra hlaupinu varö hann 6. á 3:53,12 min.Þegar 300 metrar voru eftir voru allir i hnapp, en á enda- sprettinum varð Agúst að gefa eftir og sjá hina fara fram úr sér. Hlaupið vannst á 3:51,74 min — svo að ekki var munurinn mikill. Jón Diðriksson hljóp 800 metr- ana á 1:56,28 min, en það hlaup vannst á 1:46,91 min af Dammel frá Belglu.Friðrik Þór Óskarsson varð 6.i langstökki — 6,72 metrar, og 7.1 þristökki — 14,38 metrar. Ellas Sveinsson varð i 6.sæti i há stökki — 1,93 metrar og fór yfir 4,20 metra I stangarstökki. Stefán Hallgrimsson hljóp 110 metra grindahlaup á 15,5 sek, en hiaupið vannst á 14,3 sek. Hann varð i 5.sæti i 400 metra grinda- hlaupi á 53,0 sek, en i þeirri grein náðist bezti árangur mótsins — Musse frá Hollandi, sem hljóp á 49,82 sek. Sigurði Sigurðssyni gekk illa i 100 metrunum — missti blokkina aftur fyrir sig I „startinu" og sat þvl eftir JCom hann i mark á 11,18 sek, sem er langt frá hans bezta. Bjarni Stefánsson hljóp 400 metr- ana og var góður fyrstu 300 metr- ana en varð þá að gefa eftir og hafnaði i G.sæti á 49,00 min. TIu kilómetra hlaupið var mikil þrekraun — hitinn yfir 30 stig — og hraðinn of mikill fyrir Sigfiis Jónsson, sem hafnaði I 7.sæti — langt frá slnu bezta. Mjög óþægilegt var að keppa i gær — uppþot hafði orðið i nám- unda við völlinn og hermenn not- að táragas til að dreifa mann- fjöldanum.Voru margir keppend- ur þvi með tárin I augunum á meðan á keppninni stóð, þvl að gasið lá lengi í loftinu i hitasvækj- unni, og Islenzku keppendurnir þurftu að fara i gegnum miðjan mökkinn á leiðinni út á völl. Stigin i þessum riðli Evrópu- keppninnar skiptust þannig: Spánn 114, Sviss 110, Belgia 95, Holland 88, Portúgal 65, Island 46 og Irland 43. —klp— m-z^mKmnm-r'^ 4>' ' l Helgi Helgason, sem meðal félaga sinna gengur undir nafninu Basli, er e'kkert á þvi að hleypa Jóni Ólafi að boltanum I leiknum á miili Víkings og tBK á laugardaginn — leiknum var lika að Ijúka og staðan 1:0 fyrir Vlking. Ljdsmynd Bj.Bj. Júgóslavar tóku Evróputitilinn Júgóslavar urðu Evrópumeistar- ar i körfuknattleik, er þeir sigr- uðu Sovétmenn I sfðasta leiknum I Evrópumótinu I Belgrad I Júgö- slaviu I gær með 6 stiga mun — 90:84. Það var rétt I byrjun, sem Sov- étmenn höfðu i Júgóslavana að segja, en siðan tóku þeir leikinn i sinar hendur og höfðu 7 stig yfir i hálfleik — 44:37. A siðustu mínútunum náðu So- vétmenn þó að minnka bilið I 2 stig, en þá settu Júgóslavarnir aftur allt á fulla ferð og tryggðu sér þar með titilinn i annað skiptið i röð. Italia hlaut bronsið i keppninni með þvi að sigra Búlgarlu 90:73, og þar áður Spán 89:69, en annars var röðin þessi: l.Júgóslavia 2.Sovétrikin 3.ítalia 4,Spánn S.Búlgaria 6.Tékkóslóvakia B-riðill 7. ísrael 8.Pólland 9.Tyrkland lO.Holland ll.Rúmenia 12.Grikkland —klp— B O -r v. ÍjCSti -tj^v i 1 . f í rvi M ÍÆ \ — i Ef það er þetta sem J. Rólegur, s j-----Tánnars verðurðu \ V_^ekinn út &I...J við mörkum og stigum Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni I 2.deild undir stjórn Þorsteins Friöþjófssonar — fyrrum Valsmanns —• og vinnur stóra sigra I hverjum leiknum á fætur öðrum. A laugardaginn heimsottu þeir Völs- unga noröur á Húsavik og komu til bakameötvöstigeftir4:0sigur.Þar af höfðu þeir skorað 3 mörk, þegar fyrri hálfleik var lokið. Fyrsta markið kom snemma I leikn- um.Þór Hreiðarsson fékk sendingu inn fyrir vörn Vöisunga og „labbaði" raeð boltann inn i mark, þar sem heima- menn héldu, að hann hefði verið rang- stæður, þegar hann fékk hann. Sendingin var frá Hinrik Þórhalls- syni, sem réttá eftir skoraði sjálfur úr þvögu, sem myndaðist við mark Völs- unga.Þriðja markið skoraði svo Glsli Sigurðsson úr vitaspyrnu, sem dæmd var á Völsunga rétt fyrir háifleik. í slðari hálfleik skoraði Hinrik svo aftur — sitt áttunda mark I fjórum leikjum I deildinni — en þá áttu Vöis- ungarnir af og til tækifæri, eins og td. Hreinn EUiðason, sem átti mjög gott skot á markið. Ármann slapp með 1:0 frá Árskógsströnd! i Armenningar þökkuðu slnuni sæla Iyiir aðsleppa frá Arskógsströnd með 1:0 sigur yfir Reyni, Þeir sluppu þó ekki án þess að fá að finna íyrir hciinamöiinum, þvl að þrfr þeirra eru á sjúkralista eftir lcikinn. Reynismenn eru harðir I horn a» taka — án þess þó að vera grófir — og þeir verða ekki lengi án stiga I deild- inni þvi að heima eru þeir stórhættu- legir og fer fram meö hverjuin leik. Aimenningai- skoruðu eitt mark I leiknum — Jón Hermannsson raeð þrumuskoti sem fékk boltaim tU að hvlna I netinu á 30. mln. fyrri halflciks, en I fyrri hálfleiknum voru Armenn- iiigar betri aðilinn. t þeim sfðari snerist dæmið við — Jón Hcrnianns varð að fara I vörnina — og þar mcð tóku licimaincnn yfir á miðjunni og áttu-mjög hættuleg tækifæri, en tókst ekki að skora. Sérstaklega var það cinn þeirra, sem slapp oft í gegn, og þegar einn Ar- mcnninganna kallaði...... „takið þið skipstjúrauu almcnnilega"..... var svarið sem hann fékk ..... „þetta er ekki skipstjóri, þetta er bóndi úr sveit- inni og hann er að flýta sér, þvl hann þarf að komast heim til að taka af"......... —klp— Haukarnir höfðu það á lokamínútunni! Haukar ináttu þakka fyrir að kom- ast út af vellinum I Kaplakriku I gær með bæði stigin eftlr viðureignina við Olafsvlkur-Vikingana. Það var á lokamlnúlu lciksins, sem þeir tryggðu ser sigurinn — 1:0 meO marki, scm Ólafur Jóhannesson skor- aði. Hann korast i gegn um vðrn Vlk- inganna og náði aft skora :ígætis mark. Annars var leikurinn þófkenndur Og litið f hann varið. Var Httll munur á liö- unum — sparkað mótherja á milli og skipulag af skornum skammti. Var sýnileg hræðsla hjá báðum við að tapa lciknum og varð hann þvl ekkert augnayndi. Asgeir Ellsson lék nú sinn i'yrsta leik með Vfkingi og lek sem aftasti maður I vörn, en I þeirri Stöðu hafa knatt- spyí'iiuunncudur aldrci séð hann fyrr — hvorki með Fram né landsliðinu. —klp— Pele sló í gegn í fyrsta leiknum með Cosmos Hin fræga knattspyrnustjarna — Pele — lck sinn fyrsta leik á laugar- daginn með sfnu nýja félagi I Banda- rfkjunum — Cosmos — eftir fimra milljón dollara samninginn, sem liann gerði fyrir nokkru. Yfir 20 þúsund manns komu til að sjá hann leika gegn Dallas Tomadi, og milljónir sáu hann I sjónvarpi, en þessum Ieik var sjónvarpað um gjör- völl Bandarlkiii.Kr það I fyrsta sinn i I fimm ár, sem það er gert. Pele sló f gegn — skoraði gullfallegt mark —og lagði upp annað.Leikurinn, sem var vináttuleikur, endaði 2:2. Þvi miöur misstu sjóuvarpsáhorf- endur af þvl, þegar Pclc lagði upp ann- að markið, en það þótti stórglæsilegt i-.jii hoiium. Þupfti landsliðsmaðurinii frá is-aci, Mordechai, ekkert annað að géra en að renna boltanum i netið eftir H sendingu. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.