Tíminn - 27.08.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.08.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 27. ágúst 1966 TIMINN SÉRA ÁRELÍUS NÍELSSON SKRIFAR UM Séra Árelíus Níelsson. Armenísku kirkjuna - kirkju píslarvottsins Alar slíkar deilur eru flest- um nútímamönnum framandi og nær ómögulegt að fá vest- rænt fólk til að hugsa um slíkt, hvað þá meira. Og er því harla óskiljanlegt, hvernig fyrri tíma kynslóðir gátu barizt um það upp á líf og dauða, hamazt og hatazt. Armenisika kirkjan hefur f jóra patriarka eða erkibisikupa Þeir mega samt aldrei fara lengi með völd í senn sami maður. Aðeins höfuðbiskupinn vígir biskupa fyrir alla kirkjuna. Klerkar, sem ætla að kvongast verða að gera það áður en þeir eru vígðir, annars verða þeir að lifa einlífi ævilangt. Biskup- ar eru jafnan valdir meðal óvígðra klerka eingöngu. Klaust ur eru eingöngu höfð sem upp eldisstöðvar fyrir presta. Leik- imenn útnéfna klerka í ráð eða nefndir sem síðan velja bisk- upa og patriarka og leikmenn taka fullan þátt í kappræðum um trúarleg efni og kennisetn- ingar. Formlega viðunkennir arm- eníska kirkjan sjö sakramenti, en raunverulega eru þau ekki fyllilega um hönd höfð. Bæði brauði og víni er útdeilt. Hjóna skilnaður er leyfður samkvæmt vissum kirkjulegum formúlum. Helgiklæðnaður er svipaður og í rómversk katólsku kirkj- unni, en liturgia það er söngv- ar og siðir guðsþjónustur líkj- ast meira þeirri grískkatólsku. Mál kirkjunnar er armeniska Armenskar kidkjur eru rétt hyrningar að flatarmáli og alt- arið reist á palli fimm til sex fetum ofar aðalgólffleti kirkj- unnar. Aðeins ein liturgia er leyfð á einum og sama degi. Yfirleitt er stefnt að einfald- leik og látleysi í umhverfi og siðum. Engar myndastyttur eru leyfðar í kirkjunum og miklu færri helgimyndir en í öðrum austrænum kirkjum. Fastákveðnar hátíðir eru 13 dögum síðar en í vestrænum kirkjum, þar eð armeníska kirkjan heldur sig enn við Júlí- anska timatalið. Flestar hátíðir eru hreyfanlegar miðaðar við páska, sem eru haldnir sama mánaðardag og í grísku kirkj- unni. Jólin eru ekki sérstök hátið hjá Armenum heldur inni falin þrettándanum, eða Epi- faníuhátíðinni, sem er nofekurs konar nýársfagnaður. En þetta er líka svipað í fornum austur- kirkjum öðrum, og hátíðahöld- in fara fram með næturvöku og aftansöngvum. Föstudagar nema allt að þriðjungi allra daga ársins og setja því mikinn blæ á allt þjóðlífið og móta það alvöru og nokkrum þunga. Messudagar, helgaðir stór- mennum, postulum og píslar- vættum eru og mjög margir og talið sjálfsagt að fylgjast vel með öllum þeim minningum, sem þá eru til umræðu og boð- unar. Biblían sjálf hefur hins vegar ekki eins fastan sess í boðskap kirkjunnar og hér á Vesturlöndum En sérkenni og kraftur armenisku kirkjunnar birtist ekki fyrst og fremst í messuhaldi og helgisiðum, þótt kirkjuleg list og fegurð, sé að ýmsu leyti frá áhrifum hennar sprottin á fyrstu öldum kristn- innar, meðan hún var arftaki frumsafnaðarins í Jerúsalem og likt og Ijósið í Ijósastikunni, sem lýsti inn í dimmu Vestur- landa og kveikti þar ljós við ljós. Kraftur hennar lifir fyrst og fremst í fórnarvilja, kærleiks- þjónustu og samfélagi fólksins sjálfs við hin hversdagslegu störf, samhjálp og skipulag til að styðja hina smæstu og hugga og styrkja hina hryggu og smáðu. Það er einmitt þann ig og þess vegna sem hún hefur þolað hörmungar og píslan’ætti og fremur eflzt við það en eyðzt. Þetta kemur einmitt skýrt fram í ávarpi sem katolifeos eða yfirmaður armenisku kirkjunn ar flutti í fyrra á hinu mikla minningarári, sem helgað var minningu píslarvætta og ot- sókna árið 1915. En þetta ávarp var sent og lesið upp í öllum armenskum kirkjum síðastliðið ár. Og hefði gjarnan mátt helga þvi messu hér úti á íslandi. En þessi orð mín verða þá líkt og ofurlítil uppbót þess, sem þá féll í skuggann. Ávarp þessa kirkjuföður nú- timans sem heitir Vaggen I. er alveg í sama stíl og bréf postulanna t.d. Páls í Nýja- Testamentinu og er sjálft hríf- andi vitnisburður um þann anda og kraft, þá trú og kær- leika, sem tengir þessa þjóð og kirkjur hennar og söfnuði í órjúfanlegt bræðralag í nafni Jesú Krists. Eftir virðulegt ávarp til biskupa og safnaða kirkjunnar um víða veröld segir Vaggen meðal annars: „Megi sálir allra píslarvotta hvílast í heilagri og ævarandi dýrð og friði. Jafnvel þótt látn- ir virðist, var dauði þeirra sann arlega líf“. Saga þjóðar vorrar er lifandi minnismerki reist innan sjón- deildarhrings mannkyns, mótað og holdi klætt með blóði písl- arvættanna, stutt skapandi snilli til kærleiksþjónustu alls, sem er gott og fagurt og vermt helgum ákafa til að skapa sína eigin þjóð og föðurland, sér- staklega frá þeim degi, sem ljós hins heilaga boðskapar Krists rann upp yfir Armeníu. Við ljós þessa boðskapar og kenninga Krists lærði hin arm- enska þjóð að trúa á lífið og Síðari grein lifa í ljósi og skapandi starfi, trúa á mátt þess kærleika, sem fellur aldrei úr gildi. Og þann- ig opnaðist þessari þjóð hlið hins andlega máttar, hins eilífa lífs. Tímabil hinnar armensku þjóðarsögu hefst á fimmtu öld með upphafi, armenskrar rit- aldar og hinnar hetjulegu bar áttu Avarairs. Avarair var hátindur andlegs þroska armensku þjóðarinnar og skýrrar túlkunar hinnar arm ensku þjóðarvitundar og stolts í lífi og list. Þar var einnig upphaf hinn- ar raunverulegu sögu og þjóð- menningar, sem sett hefur merki sín á allar aldir og kyn- slóðir, sem á eftir komu. Písl- arvætti Vardanians og Ghevon dians voru tákn hinna þjóðlegu örlaga. Og alla tíð frá þessu tímabili í eitt þúsund og fimm hundruð ár hafa feður vorir háð hina sömu baráttu, drýgt sömu hetju dáðir fyrir Krists og föðurland, og í hinum sama anda, að sann leikurinn skuli birtast með þvi að sigra dauðann með dauða sínum. Á þessum blóði stokkna en göfuga vegi dýrðar, fetaði arm- enska þjóðin þyrnibraut sið- asta píslarvættis síns fyrir fimmtíu árum síðan. Og erkibiskupinn heldur áfram að lýsa þessu óttalega tímabili, sem er alveg hliðstæða Gyðingaofsóknanna og fjölda- morðanna í Þýzkalandi hjá Nazistum í síðari heimsstyrjöld. Hann segir: „Enn í dag eru hjörtu vor hafsjór af trega og sorg, er vér minnumst hins hryllilega harmleiks, sem hófst 24. apríl 1915 og hélt áfram í 5 hræði- leg ár og náði yfir alla arm- ensku þjóðina í Vestur-Armen- íu með ægilegri hörmungum en orð fá lýst, með skipulögðum aftökum, pyntingum og eyð- ingu af ógnarstjórn tyrknesku soldánanna. Nær tvær milljón- ir Armena vori’ myrtir. Hundr- að blómlegra þorpa, borga kirkna, klaustra, og þúsundir sögulegra menja og listaverka ekki sízt í höggmynda- og bygg- ingalist var brennt og eyðilagt. Píslavottar féllu í orrustum, prestar voru leiddir til dauða eins og sláturfé og unga fólkið sömuleiðis, tugþúsundir ungra kvenna voru seldar í ánauð og til vændis, hundruð þúsund fag urra kvenna urðu ekkjur á blómaskeiði ævinnar og ótalin verða að eilífu tár munaðar- leysingjanna. „Helmili vor urðu grafreitir vorir og húsin, sem vér höfð- um byggt eigin höndum hrundu yfir höfuð vor. Sá tími virtist upprunninn, að enginn Arm- ena mætti lífí halda í þessari veröld. Öll von var horfin og sögu Armena virtist difið niður í haf blóðsins og lokað um ald- ir. En leyndardómar lífs og dauða eru órannsakanlegir, og saga armensku þjóðarinnar ei- líft kraftaverk. Raunverulega var betta þjóð armorð, en Armenar dóu ekki, því að þeir höfðu um aldir vígt sig hinni heilögu trú, sem birt- ist í orðum postulans mikla: Lífið er mér Kristur og dauð- inn ávinningur. Andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og krafta nauðir lami. Og því er svo kom ið, að á fjörutíu árum, hinum síðustu hefur meginhluti arm- ensku þjóðarinnar aftur safn- azt saman í móðurlandi feðr- anna, undir sinni eigin stjórn á meðal bróðurlegra þjóða, og vígt /síg uppbyggingu og frið- sælli framtíð við yfirburðaör- yggi, frið og framfarir. En Arm enar dreifðir um alla heims- byggð líta í nýrri von og með miklu stolti og fögnuði til feðralandsins, sem þeir sjá hefj ast í hillingum. Þá dreymir nú um að sameinast heimþjóðinni við hið heilaga Araratfjall, dreymir um þann dag, sem þessi hrjáða þjóð megi fagna systrum og bræðrum. heim- komnum úr útlegðinni miklu, til að fórna móður Armeniu starfi sínu og kröftum. Píslarvætti Armena hefur verið sigri krýnt að síðustu og í dögun nýs lífs er vort forna land endurborið sem þjóðríki. í dag, fimmtíu árum eftir hið mikla blóðbað, beygir hin arm- eniska þjóð bæði heima og um víða. veröld höfuð sitt í lotn- ingu að legstöðum hinna nafn- lausu píslarvætta í bæn um frið og blessun Guðs með sálum þeirra. Þetta fólk heima og heiman heitir því að halda minningu þeirra í heiðri og vera jafnan traust þeirra björtu von og ljómandi trú á sigur hins göfga og góða, dýrka hetju þrótt þeirra og anda, varðveita til uppfyllingar þeirra bjarta draum um sameiningu allra Armena í þeirra fagra og fræga föðurlandi. „Lauga þig í dýrð ættjarð- arástarinnar. Þannig gjörir þú minningu feðranna að lífi af þínu lífi, segir hinn mikli spekingur Alishan. Þvi má enginn Armeni gleyma. Og í dag er dagur bænar fyr- ir friðsamlegum framförum og farsæld þjóðar vorrar, bænar fyrir varðveizlu Drottins á ný enduheimtu sjálfstæði þjóðar- innar, bæna fyrir Móður Arm- eníu, sem lifir, andar og hrær- ist í ljóma Guðs dýrðar. Og til þess liðu píslarvott- arnir hryllilegan dauða að svo mætti verða, þeir dóu fyrir end urfæðingu föðurlands síns. En gleymum því ekki heldur, að þessi dagur er helgaður heimsfriði og bræðralagi allra þjóða og allra manna, svo að aldrei framar beiti maður vopni gegn manni eða þjóð gegn þjóð. Megi friður ríkja í öllum samtökum manna, milli allra þjóðfiokka, allra kynþátta, frið ur ríkja í hverju hjarta. Megi rætast orðin heilögu: „Elska og sannleikur mætast. Friður og réttlæti kyssast," Sálm. 85.11. Megi armenska kirkjan og þjóðin lifa þannig um aldir, að hún verði ljós á vegum þjóð anna um víða veröld. Þessi brot úr ávarpi katoliks, erki biskupsins í Etchmiadzin, hinni helgu borg eru nægileg til að sýna eðli stefnu og tilgang arm- ensku kirkjunnar. hversu hún er samofin sögu sinni og raun- um, sigrum og ósigrum, hve hún metur mest boðskap Drott- ins Jesú um kærleika. frið, starfandi elsku, fórnandi kraft, ljós, sannleika og líf. án enda- lausra tiivitnana um kennisetn ingar og játningar, skoðanir og kreddur. Og síðast en ekki sízt. hvernig trú og tilgangur henn ar er óaðskiljanlegt frá ættjarb arást og heimþrá, tignun og lotningu gagnvart ættlandi os örlögum þess. Allt annað þjón- ar þessum sama tilgangi, þjóð- skipulag, bókmenntir, tunga. menningarviðleitni, vísindi, upp eldi, tækniþróun, listir. Utan Framhald á bis. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.