Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 8
Vísir. Fimmtudagur 26. júní 1975. Visir. Fimmtudagur 26. júni 1975. Umsfófi: Hallur Símonarson Fréttamenn „hátt uppi" í Kef lavík! Aðstaða iþróttafréttamanna á völlum landsins, að Reykjavik undanskilinni, er viðast hvar heldur bágborin. Von er þó, að ráðin verði bót á i þeim efnum á næstunni, a.m.k. á einum stað, i Keflavik. Sportmenn iBK eru að búa sig uiidir að smiða ,,blaða- mannastúku" fyrir vestan gras- völlinn, en þaðan verður einnig hægt að fylgjast með leikjum á malarvellinum. Einn félaga Sportmanna ÍBK, Sigurður Erlendsson, (bróðir Jóns, HSt-manns) mun sjá um framkvæmdir. Tjáði hann okkur, að stúkan myndi verða um fjög- urra metra há, ,,þið eruð alltaf svo hátt uppi", skaut Sigurður Steindórsson vallarvörður inn i, þegar þeir nafnarnir voru að út- skýra fyrir fréttamanni — og reyndar velta fyrir sér, hvernig smiðinni skyldi háttað. Fullyrtu þeir, að vel myndi sjást yfir vallarsvæðið og skilyrði til myndatöku —sjónvarps — ætti að vera góð. „Fyrst verið er að ráð- ast i að kaupa myndsegulband handa tBK, af hálfu Sportmanna, verður aðstaða til myndatöku að fylgja með," sagði Sigurður Er- lendsson, um leið og þeir félagarnir reistu sperru upp á endann til að sýna, hvað frétta- mcnn gætu átt von á þvi að verða „hátt uppi" i Keflavik. ÞAÐ VAR MARK... Þessi mynd er úr leik IBK og FH um siöustu helgi og er tekin eftir að Keflvlkingar skoruðu sitt annaö mark. Um helgina leikur ÍBK við ÍBV en FH við KR. Ármann sló Breiðablik út úr Bikarkeppni KSÍ — Annars fátt um óvœnt úrslit í þeim átta leikjum sem leiknir voru í Bikarkeppninni í gœrkvöldi Óvæntustu úrslitin i fyrstu umferð i bikarkeppni KSt, sem leikinn var I gærkvöldi, eru tvimælalaust sigur Armanns yfir Breiðabliki á Kópavogsvellinum og sigur 3. deildarliðs tsafjarðar yfir Víkingi, ólafsvik, sem leikur i 2. deild á isafirði. Niu leikir áttu að fara fram i gærkvöldi, en einn féll niður, þar sem dómarinn gat ekki mætt. Var það leikur á Austurlandi á milii Vals og KSH en um hann mun fara fram á miðvikudaginn i næstu viku. Stóri leikurinn i gærkvöldi var á milli Breiðabliks og Armanns i Kópavogi. Honum lauk með 3:1 sigri Armenninga og komu þau úrslit mjög á óvart, þvi að Breiðablik hefur vegnað mjög vel i leikjum sinum að undanförnu. Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hermannsson fyrir Armann beint úr hornspyrnu — stöngin/þversláin inn — og var staðan þannig i hálfleik. 1 siðari hálfleik skoraði Viggó Sigurðsson með skalla fyrÍF Armann, en Hinrik Þórhallsson minnkaði bilið i 2:1 skömmu siðar. Viggó innsiglaði svo sigurinn, þegar Ólafur Hákonarson mark- LANDSLIÐIÐ SEM ISLAND MÆTIR HEITIR SPARTA! Samkvæmt upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, verður landslið Sovétríkjanna, sem leik- ur gegn tslandi i undankeppni olympíuleikanna, svo til eingöngu skipað leikmönnum iir 1. deildar- liðinu Sparta frá Moskvu. Blaðamaður frá norska blaðinu VG, sem hafði samband við okkur út af landsleiknum við Færeyjar, sagði okkur, er við spurðum hann, að Sparta hefði leikið báða leikina á móti landsliði IR mót í kvöld Innanfélagsmót hjá 1R i frjáls- um Iþróttum verður á Melavellin- um I kvöld og hefst kl. 18.30. Keppnisgreinar verða: Sleggju- kast, 400 metra grihdahlaup, langstökk og 200 metra hlaup. JUgóslavfu i forkeppninni, en Dynamö kæmi aftur á móti fram sem landslið Sovétrikjanna i Evrópukeppni landsliða. Sparta er eitt af beztu félagslið- um Sovétrikjanna — hefur verið i einu af efstu sætunum i deildinni undanfarin ár og er með marga frábæra einstaklinga i sínum röð- um. Styrkleiki liðsins sést bezt á þvi, að það gerði jafntefli við ólympiulið Júgóslaviu á útivelli — 1:1 —en sigraði i leiknum heima 3:0. Með liðinu þá lék einn maður frá öðru félagi, og annar var varamaður, en allir hinir voru úr Moskvuliðinu. — klp — vörður Breiðabliks sendi knöttinn til hans i dauðafæri — og Viggó þakkaði fyrir sig með þvi að senda hann i netið. Eftir það var Ólafur tekinn út af — hafði þá þegar fengið að sjá gula spjaldið — og átt að geta komið i veg fyrir öll þessi mörk. Á Isafirði sigraði tBl Viking frá ólafsvik 2:0 og á Húsavik sigraði Völsungur Leiftur, Ölafsfirði 4:1, Þróttur.Reykjavik sigraði Aftur- eldingu, Mosfellssveit 5:0 og Þróttur Neskaupstað sigraði Hött 9:0 — og hefur enn ekki fengið á sig mark i sumar. Austri, Eskifirði, tapaði fyrir Huginn, Seyðisfirði 2:1 á heima- velli og var sigurmarkið sjálfsmark Eskfirðinganna. Þá sigraði Reynir Arskógsströnd UMSS á Sauðárkróki 3:1 og Þór Akureyri sigraði KS Siglufirði 6:1 eftir að Siglfirðingarnir höfðu skoraðfyrsta markleiksins. -klp- Sendi 19 útaf! Nitján leikmönnum var vikið af velli i landsleik Uruguay og Chile i gærkveldi I Santiago. Dómarinn Sergo Vasqoes varð að stöðva leikinn, þegar allt logaði I handalögmálum milli leikmanna, þegar staðan var 3:1 fyrir Uruguay. Tiu minútum fyrir leikslok brutust út óeirðir á áhorfenda- pöllunum, og í fimmtán minútur mátti lögreglan verja Uruguayleikmennina fyrir æst- um múg, sem lét flöskum og' ö'ðru lauslegu rigna inn á leikvanginn, áður en hægt var ' að koma kyrrð á. Dómarinn sá sér ekki annað' fært en að slita leiknum fimm minútum fyrir tilskilinn tíma, ' en þá var staðan 4:1 fyrir Uruguay. Einn mikilvægur leikur verður 11. deildinni á Laugardalsvellinum I kvöld. Þar mætast Reykjavlkurlið- in Fram og Vikingur og má búast við skemmtilegri viðureign. Guðgeir Leifsson, sem hérna er á mynd- inni Iröndóttu peysunni, leikur þá I fyrsta sinn gegn sinum gömlu félögum I Fram, eftir að hann gekk yf- ir I raðir Vlkinga aftur. Myndin er tekin I leik Vlkings og tBK á dögunum, en þá sigraði Vlkingur 1:0. Ljósmynd Bj.Bj. ff WÐ HOFUM EKKI HLUNNFARIÐ HOOLEY — segir Hafsteinn Guðmundsson formoður íþróttabandalags Keflavíkur um ásakanir þjálfarans sem yfirgaf ísland í gœr ## HVER ERFIR SÆTI EINARS? ,,Við höfum hvorki hlunnfarið Hooley I launagreiðslum né heldur svikið gefin loforð," sagði Hafsteinn Guðmundsson, formaður tBK, er við hittum hann að máli á Iþróttavellinum I Keflavik, þar sem hann var að fylgjast með æfingum meistaraflokks. „Frekar væri, að við hefðum gert meira fyrir hann en samið hafði verið um." „Agætt var að fá það fram I blaðinu i gær, hvað það var, sem hann neri okkur um nasir," sagði Hafsteinn, „en fullyrðingar hans eru auðhrakt- ar. Hooley sagði upp með mánaðarfyrirvara, eins og samningurinn hljóðaði upp á, en óskaði eftir að mega hætta strax — og fékk það. Eftir að það var gengið i gegn, krafðist hann ferðakostnaðar, — aukaferðar fyrir fjölskylduna til Englands, — sem hvergi var tekið fram í samningi og engin loforð gefin um að' greiða." „Ekki er þvi að neita, að sviptingar i þjálfaramálunum höfðu slæm áhrif á IBK-liðiö, en undir stjórn þeirra Guðna Kjartanssonar og Jóns Jóhannssonar eru strákarnir staðráðnir í að standa sig og mæta tviefldir til næsta leiks," sagði Hafsteinn. 'Vegna hinnar hrottalegu árásar A ' formann félagsins hringja félagarnir i Munda lögregluforingja i Paris Hafsteinn Guömundsson, formaður tBK. Margir knattspyrnudómarar vilja komast á UEFA listann í stað Einars Hjartarsonar sem er kominn yfir aldurstakmörkin hjá UEFA Til hinna veigameiri starfa hjá knattspyrnudómurum eru margir kallaðir, en l'áir útvaldir. t gær- kveldi sat stjórn KDSt á rökstól- um til að útnefna millirikja- dómara til Evrópusambandsins fyrir 28. júni. Sérstök hæfnisnefnd er starfandi á vegum KDSÍ 'og leggur hún fram slnar tillögur, sem KDSí tekur afstöðu til, en sjö eiga að hljóta útnefningu, fjórir i a-flokki, en þrlr I 1>. Einar H. Hjartarson hefur nú fallið tir hópnum aldurs vegna, orðinn 50 ára, en margir vilja erfa sæti hans. Með honum voru i a-flokki Guðmundur Haraldsson, Magntis Pétursson og Hannes Þ. Sigurðsson, en i b-flokki Guðjón Finnbogason, Rafn Hjaltalin og Eysteinn Guðmundsson. Liklegt er talið, að einhverjar breytingar hafi orðið Hannes Þ. Danir unnu Finna 2:0 Danmörk sigraði Finnland i landsleik I knattspyrnu I gær- kvöldi með tveim mörkum gegn engu. Fór leikurinn fram i Kaupmannahöfn. Björnemose skoraði fyrra mark Dana á 10. minútu Ieiksins, en siðara markið sáu Finnar sjálfir um að skora fyrir Dani rétt fyrir leikslok. Sigurðsson jafnvel fallið af skránni, þar sem hann hefur litið sem ekkert dæmt i vor, og þeir Guðjón og Rafn færist upp I sæti Einars og Hannesar. 1 b-flokknum eru þvi tvö sæti laus, sem allmargir vilja gjarnan setjast i. Einna liklegastir eru þar Grétar Norðfjörð, Hinrik Lárus- son og Steinn Guðmundsson, sem byrjaður er að dæmá af fullum krafti aftur. Ragnar Magntisson, Óli Olsen, Þorvarður Björnsson og Baldur Þórðarson hafa verið nefndir, en koma varla til greina, þótt sumir eins og Ragnar hafi dæmt feikilega mikið að undan- förnu. Tilllögur KDIS verða sendar KSI, sem tekur endanlega afstöðu um hverjir hreppi sætin. MILLISVÆÐA- MISSKILNINGUR — olli því að dómaratríóið mœtti ekki á leikinn í Ólafsvík Búið er að ákveða, að leikur Víkinga, (ólafsvlk) og Völsunga, fari fram n.k. miðvikudag, en hann féll niður um seinustu helgi, þar sem dómari var ekki til staðar, þegar bæði liðin voru mætt til keppni. Hvað mistökunum olli, hefur ekki verið gefin skýring á, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, var ekki um gleymsku að ræða heldur misskilning. Talið var vist, að btiið væri að fela ákveðnum aðil- um að dæma alla leiki á umræddu svæöi, sem ekki reyndist rétt. Þegar mistökin urðu ljós, tókst þd að titvega „dómaratríó", sem var reiðubúið aö fljúga vestur á Ólafsvlk, en það var um seinan. Völsungarnir voru þá búnir að ákveða að fljúga norður aftur. Auðvitað voru þetta dýr mistök sem áttu sér stað með dómarann i þessum ákveðna Ólafsvikurleik, en þess ber einnig að gæta, að tugum leikja þarf að sinna á viku hverri og þvi i mörg horn að lita. Miklum erfiðleikum er oft bundið að fá menn til dómarastarfa, enda fremur óvinsælt, en KDSI, mun gera allt, sem unnt er, til að koma í veg fyrir annan „ólafs- vikurskandala". Svíinn tók heimsmetið af Jipcho Sviinn Anders Gerderut setti i gærkvöldi nýtt heimsmet I 3000 metra hindrunarhlaupi á landskeppni milli Svla, Austur-Þjóðverja og Norðmanna I Osló. Hann hljóp á 8:10,04 mln., sem er nær 4 sekúndum betra en gamla metið, sem Kenyamaðurinn Ben Jipcho — nú atvinnu- maður I frjálsum — setti I Helsinki fyrir tveim árum. Yfir 3000 áhorfendur hvöttu hann óspart, þegar þulurinn tilkynnti, að Sviinn hefði möguleika á að setja nýtt heimsmet, þegar 1500 metrar voru búnir af hlaupinu. A þessu móti voru sett fjögur norsk met, þar á meðal met i 10.000 metra hlaupi — Knut Boro —sem hljóp á 27:56,02 min. sem er bezti timi, sem hefur náðst I þessari grein I ár. -klp- • Þrjár vikur á sjúkrahúsi — eftir meiðsli í 1. deildarleik í knattspyrnu t leik Keflavikur og Fram 11. deild tslands- mótsins I knattspyrnu, sem fór fram fyrir rúmum þrem vikum, varðþað óhapp, að einn af efnilegustu leikmönnum Fram, Trausti Haraldsson, lenti I árekstri við Þorstein Ólafsson, markvörð Keflvikinga, og slasaðist illa. Fékk hann högg á bakið og skaddaðist annað nýrað það mikið, að hann hefur legið á sjúkrahúsi þar til I gær að hann fékk að fara heim. Hann má samt ekkert reyna á sig á næstunni, og knattspyrnuskóna verður hann áð leggja til hliðar — a.m.k. næstu vikur og jafnvel mánuði. -klp- Nóg að hafa um helgina Mikið verður um að vera hjá islenskum golfmönnum um þessa helgi og úr mörgum mótum að velja fyrir þá — bæði opnum mót- um og einnig innanfélagsmótum. Tvö opin mót verða um helgina — annað á Akureyri og hitt I Hafnarfirði. A Akureyri fer fram Saab-Toyota keppnin, sem er 36 holu opin keppni i karlaflokki, og i Hafnarfirði stendur Toyota umboðið á tslandi fyrir opinni öldungakeppni — 50 ára og eldri — þar sem leiknar verða 36 holur á tveim dögum. Hjónakeppni, þar sem konan slær boltann siðasta spölinn að hoiunni, verður I Vest- mannaeyjum og hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Þá er keppni hjá ólafsfiröingum og meistaramót Golfklúbbsins Jökuls á Ólafsvlk hefst á sunnudaginn. Hjá GoIfklUbbi Reykjavikur hefst á laugar- daginn undirbúningur fyrir Hvitasunnu- keppnina, sem þar er árlegur viðburður. Þd fer fram hjá Golfklúbbi Ness keppni um tékknesku krystalsvasana, en þar eru ein- hver glæsi-egustu golfverðlaun. sem til þekk- isthér á tslandi I boði — og eru þau þó vfða góð i golfinu. Ákveðnir í að mœta ekki Rússum! Bandariska frjálsíþróttasambandiö — AAU —hefur Itrekað, að þaðmuniekki mæta til leiks i hina fyrirhuguðu landskeppni við Sovétrikin, þar sem Sovétmenn hefðu meinað bandariskum sjónvarpsstöövum að taka upp og sýna myndir frá keppninni. Afturá mótimuniliðið —20karlmenn og 14 konur — mæta I keppnina við Tékkóslóvaklu og PóIIand eins og ákveðið hafi verið, en stí keppni á að fara fram dagana 7. og 8. jiilf n.k. Karlalið Bandarfkjanna tók þátt i „Heims- leikunum", sem hófust i Finnlandi I gær, og einnig munu þeir táka þátt i keppni í Stokkhólmi 30. jiíni og 1. júli n.k. Konurnar munu ú hinn bóginn taka þátt I miklu kvenna- móti sem á að fara fram I Osló dagana 3. og 4. jiíli n.k. — en þaðan halda þær til Prag I 3ja landa keppnina þar. -klp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.