Vísir - 28.06.1975, Síða 7
Vlsir. Laugarda'gur 28. júni 1975.
7
Sigurður örlygsson býr i
kjallara við Reykjavíkur-
veg ásamt konu sinni, Þór
unni, hvolpinum Jósep oc
mikiu magni af jassmúsik
/Ettir Sigurðar þarf vart
að rekja og f lestir þeir senr
fylgjast með málverka
sýningum munu kannas
við málverk hans, stór me<
flötum hvelfdum formunr
á sveimi um myndflötinn
Sigurður er nýkomini
heim frá vetrardvöl í Nev
York.
A.I.: Nú varst þú i Myndlista
og handiðaskólanum til 1971
Hvaða þýðingu hafði sá skóli fyrii
þig persónulega?
S.O.: Hann var almennt mjög
pósitifur og afskaplega þroskand
fyrir mig sjálfan og sem undir-
búningsskóli held ég að hann sé
góður. En svo veit ég um góða
menn eins og Gunnar örn sem
aldrei komu nálægt honum og
gera það samt gott. Við skulum
segja að hvað mig snerti hafi
hann komið að gagni. Aftur á
móti ber að leggja á það áherslu
við skólann, sem kannski er gert
nú, að nemendur fari út i lönd eft-
ir veruna þar. Það er alveg bráð-
nauðsynlegt.
A.I.: Um hvaða liststefnur var
helst rætt meðal nemenda meðan
þú varst þar?
S.O.: Það var ekkert eitt
áhugamál, eins og t.d. „conceptu-
al” virðist vera nú. Almennt var
ekki mikill áhugi á frjálsri mynd-
list og stefnum. Það sem lá i loft-
inu var hálfgerður kokktéill, leif-
ar af popplist aðallega.
A.I.: Þú hefur ekki haft áhuga
á,,conceptual” list?
S.Ö.: Nei. Ég hef ekkert á móti
henni, hún er bara ekki fyrir mig.
Ég komst snemma á allt aðra
linu.
A.I.: Sem var?
S.O.: Svokallaða „hard-edge”
eða „harðbrúna” málun.
A.I.: Sem var þá bandarisk að
uppruna?
S.O.: Já, ég var byrjaður
snemma að grúska i listaverka-
bókum og hneigðist strax að
ameriskum málurum eins og
Ellsworth Kelly. A1 Held og
kannski Robert Indiana. Seinna
kom Frank Stella inn i spilið. Ég
get eiginlega ekki skýrt hvers
vegna ég fékk áhuga á málverki
af þvi tagi. E.t.v. einhvers kon-
ar leit að lógik eða klassisku gildi.
A.I.: Hvenær byrjaðir þú svo að
mála á þennan hátt?
S.Ö.: Ég byrjaði á þvi i Mynd-
listaskólanum, strax 1968 og hélt
þvi áfram með ýmsum variasjón-
um uns skólanum lauk.
A.I.: Þú varst þá alveg ákveð-
inn i að gerast listmálari?
S.Ö.: Já, það lá alveg ljöst
fyrir.
A.I.: Hvernig með íslenska
málara, voru einhverjir þeirra
sem þú barst virðingu fyrir?
S.Ö.: Jú. Sérstaklega þótti mér
og þykir Þorvaldur Skúlason góð-
ur málari. Það hafa kannski verið
þessir stóru fletir hans sem drógu
mig að sér. Svo hafði ég lika
dálæti á Gunnlaugi Scheving.
Maður kom oft heim til þeirra
beggja og fékk að skoða.
A.I.: Svo hélst þú þina fyrstu
sýningu i Unuhúsi um haustið
1971. Þar voru 12 stór verk, máluð
það sumar o‘g með stórum form-
um, bæði geómetriskum og lif-
rænum. Hvað viltu segja um
þessa sýningu eftirá?
S.Ö.: Þetta var sennilega min
meira hjá honum þvi ég var mjög
hrifinn af málverki hans. En ég
þorði ekki að hafa samband við
hann, hann var eins og goð i min
um augum. En svo varð það úr
að ég komst i tima hjá honum um
skeið. Það var stórkostlegt að
kynnast honum sem persónu-
leika, en sem kennari vildi hann
koma öllum i sama farið, sitt eig-
ið, svo var ég i Danmörku þann
vetur við að mála.
A.I.: Er það rétt sem mér finnst
að myndir þinar hafi minnkað á
þessum tima?
S.Ö.: Ja, sumar minnkuðu og
aðrar urðu miklu stærri.
A.I.: Hvaða þýðingu hefur
stærð málverks fyrir þig?
S.Ö.: Verkið verður mun
áhrifameira og formin á fletinum
fá nýtt lif, nýjan kraft sem við
getum nefnt slagkraft. Ég byrja
. 'irl. á þvi að einangra eitt form
og hugsa um það sem þunga-
miðjumál verks i stað þess að láta
mörg form vinna verkið. Svo
prófa ég það aftur og aftur, með
öðrum formum, með mismunandi
litum þangað til að ég finn eitt-
hvað sem mér hentar. En sifelld-
ar breytingar og endurskoðanir
eiga sér stað áður en það tekst.
A.I.: Má sjá einhvers konar
figúratifar minningar i hvelfdu og
frjálsari formunum?
S.Ö.: Ég hugsa alltaf um form-
in á afstrakt hátt þau eru ein-
göngu form. En aftur á móti er
ekkertúr vegi að sjá vissa figúra-
tifa hugsun á bak við einhver
þeirra, t.d. fóstur eða ávexti, ský.
A.I.: Siðan þú komst frá Dan-
mörku hefur þú tekið þátt i tveim-
ur samsýningum, kennt einn vet-
ur á Egilsstöðum og nú ert þú ný-
kominn frá New York eftir
vetrardvöl þar. Hvernig stóð á
ferðum þinum þangað?
S.Ö.: Löngun til að skoða
bandariska list og hlusta á góðan
jass. Ég gerði mikið af hvoru
tveggja.
A.I.: Hvernig var að búa i New
York?
S.Ö.: Ekki svo slæmt. Það var
að visu dýrt að leigja, við borguð-
um 35 þúsund krónur á mánuði
fyrir eitt herbergi með eldunar-
aðstöðu við Times Square." Svo
var maður taugaóstyrkur, bjóst
við að fá hnif i bakið og svo fram-
vegis. En þetta var allt i lagi.
A.I.: Hvað var svo að gerast i
listalifinu i New York?
S.Ö.: Svo griðarlega mikið,
varla mögulegt að fylgjast með
þvi öllu. Annars held ég að i það
heila hafi það verið fótóreal-
isminn sem mest bar á, en hann
þessa finnst mér leiðinlegur. Hann segir
manni allt og gefur engin tækifæri
til að giska. Svo sá maður
„conceptual” list á strjáli.
A.I.: Var það eitthvað sem
reglulega sló þig þar?
S.Ö.: Já, örugglega stór sýning
á verkum Rauschenbergs, alveg
stórkostleg.
A.I.: Hvernig kanntu svo við
þig heima eftir útivistina?
S.Ö.: Það er alltaf best að vera
og mála heima. Kannski vegna
þess að maður er fæddur hér og
uppaiinn. Annars vantar mig
betri vinnustofuaðstöðu og manni
finnst litið gert fyrir listir hér. En
hér vil ég vera.
A.I.: Hvað er svo á döfinni hjá
þér?
S.Ö.: Að losa mig smátt og
smátt úr „harðlinu” málverkinu
og symmetriunni, þótt sú málun
hafi verið mjög góður skóli. Ég er
að leysa litinn úr viðjum forms-
ins, gera hann frjálsari og mýkri
og leyfa mér meiri frjálsræði i út-
færslu málverksins.
Sigurður Örlygsson
heilsteyptasta sýning hingað til
og valdi ég úr kringum 20 mynd-
um, máluðum það sumar. Ég var
að reyna að gera tilraunir með
variasjónir i skipun stórra forma
og hvernig ýmis. litbrigði hefðu
áhrif á verkun myndanna. Þar
voru áhrifin frá Ellsworth Kelly
einna sterkust, lika snertir af
málverki A1 Helds. Svo gæti ég
trúað að Frank Stella hafi komið
inn i þetta, t.d. i þvi hvernig ég
aðskildi form með hvitri rönd i
stað þess að láta þau snertast.
Svo var ég lika mjög hrifinn af
breska málaranum Robyn Denny
á þessum tima, það kemur
kannski fram.
A.I.: Hvernig fannst þér viðtök-
urnar?
S.Ö.: Nokkuð góðar. Bragi As-
geirsson skrifaði vinsamlega um
sýninguna.
Svo keypti Listasafnið mynd,
einu myndina sem ég seldi, —
það gladdi mig að sjálfsögðu
óskaplega. Allt safnráðið kom á
sýninguna og skoðaði og ég var að
farast úr taugaóstyrk. Svo fór
ráðið á hvíslfund i einu horni her-
bergisins og ég varð enn óstyrk-
ari. A leiðinni út benti svo Selma
á eina mynd...
A.I.: Hvað skeði svo eftir
sýningu?
S.Ö.: Ég fór til Danmerkur á
skóla þarsem Richard Mortensen
kenndi. Mig langaði að læra
MYNDLIST
Aðalsteinn
Ingólfsson
rœðir
við
listamenn
Best að mála
á íslandi
cTVlenningarmál