Vísir - 28.06.1975, Qupperneq 15
Vlsir. Laugardagur 28. júni 1975.
15
1 dag er námsefnið að iæra á rennilásinn.
arar eru flestir við
Heyrnleysingjaskólann. Þar er
aðstaðan og það er skiljanlegt að
þangað sæki fólkið. Hjá mér i
Reykjadal eru núna 13 börn af 30,
sem þurfa talkennslu, en hafa
aldrei fengið hana. Tvær megin-
ástæður geta legið að baki þess,
að barn þurfi talkennslu,
heyrnarskemmd eða heila-
skemmd.
Sumir krakkarnir hérna hafa
alla vega hljóð og sagt er, að ef
börn hjala, þá sé hægt að kenna
þeim að tala. Ein telpan hérna
segir mjög skýrt orð eins og
„Magga, sjáðu, sko, já”. Hún get-
ur þvi alveg eins sagt fleiri orð.
Hún hefur alla tilburði i þá átt að
tala, hún bærir varirnar, þegar
við förum með morgunbænir og
syngjum, en hana vantar orö og
þjálfun. Þetta tekur á mann, þvi
hver stund, sem liöur, er svo dýr-
mæt. Hún hefur fulla heyrn. Þaö
hlýtur að vera áhugavert fyrir
þann, sem tekur að sér kennslu
þessara barna, að það veitir svo
mikla ánægju, þegar maður sér
árangur. Liklega eru engir
þakklátari en þessi börn, og þeg-
ar þeim er hælt fyrir dugnað, þá
er gleði þeirra svo hrein og
ánægjan svo tær.
Nú eru krakkarnir hjá ykkur
hér i þrjá mánuði, finnst þér þeir
taka framförum á þessum tima
og hverju viltu þakka það?
Ég er viss um, að það er fyrst
og fremst vegna þess að þau eru
mikið úti. Lfklega meira úti en á
veturna. Við reynum að gera
þennan stað að heimili en sniða af
þvi allan stofnanabrag. Við erum
alsælar ef við sjáum þau á kafi I
drullupollum og söndug upp fyrir
haus. Þau styrkjast mikið á úti-
verunni. Þau borða vel og sofa
vel. Þar fyrir utan fá þau æfingar
og sund á hverjum degi, sem flest
þessara barna fá ekki yfir vetur-
inn, þvi þau eru alls staðar að af
landinu.
Fyrir örfáum árum var skrifað
I blað hérlendis um þann ósóma I
alfaraleið og þótti blettur á stolti
þjóðarinnar að þetta heimili og
annað hér i Mosfellsdalnum væru
i leið allra, sem til Þingvalla
færu. Þeir aðilar, sem hér dvöld-
ust áttu ekki vera i alfaraleið og
þar sem hægt væri að sjá þá auð-
veldlega. Segðu mér, Andrea,
kemur aldrei neinn hér alveg af
götunni, sem vill fá að sjá og
kynnast þvi, sem hér fer fram,
eða sjá þá, sem hér eru?
Nei, það hefur aldrei komið
fyrir. Ég get ekki Imyndað mér,
að nokkur komi bara labbandi
utan af götu til að skoða. Ég held
að fólk sé ekki almennt svo skyn-
samt. Ég yrði furðu lostin, ef slikt
myndi gerast.
Mundirðu sýna honum, það sem
hér er?
Alveg örugglega. Ef ég teldi
það yrði staðnum og börnunum til
góðsog mundi auka skilning hans
á þessum málum. Við verðum að
taka tillit til þess, að við getum
ekki búizt við þvi, að fólk viti
þetta. Þá er það okkar að færa
þetta til þeirra, ef það ber sig ekki
eftir þvi sjálft. Ég man hvernig
mér varð við þegar þetta kom 1
viðkomandi blaði um áriö. 1
hvernig þjóðfélagi lifum við
eiginlega.ef viöhöldum að það sé
bara til fyrir heilbrigöa? Nei, það
„Það er heilbrigðara að börnin séu skitug og ánægð en hrein og
óhamingjusöm.” .
Hvað skyldi öddu dreyma?
i miklu mannlegra ef við gerð-
um jafnvel viö alla, unga, gamla
og fatlaða. Það er mikil minni-
máttarkennd i íslendingum, en ég
hlakka til þeirrar stundar er við
getum tekið á móti útlendingum,
og sýnt þeim hvað við gerum vel
við okkar fólk. Til þess höfum við
alla möguleika.
Ljósmyndir
og texti:
Mossi
„Hið opinbera skal..."
tók reksturinn á skóla Styrktar-
félags lamaöra og fatlaðra I
Reykjadal I Mosfellssveit. 1 vet-
ur sem leið voru 5 börn i Hliöa-
skólanum i Reykjavik og 22
börn I skóla fjölfatlaðra i Kjar-
valshúsi á Seltjarnarnesi.
Vitað er, að verulegur fjöldi
fatlaðra barna getur stundað
nám I venjulegum skólum, þ.e.
þau eru móttækileg fyrir námi
eins og önnur börn. En sum
ganga við hækjur og önnur aka
hjólastól. En þá er hitt, að skól-
amir eru ekki byggöir fyrir þau.
Stigar eru of langir og margir,
salerni eru of þröng til að fatlað-
ur geti athafnað sig þar.
Lika má benda á fleiri staöi.
Ef Þjóðleikhúsið var byggt fyrir
þjóðina, þá teljast fatlaðir ekki
tilhennar. Þar er pláss fyrir tvo
hjólastóla sitt hvorum megin
við 10. bekk, en þó þarf að taka
af þeim fótbrettin. Þegar hinn
fatlaði er þangað kominn er
hann búinn að klifa svo og svo
margar tröppur. — Hvernig
hann fór að þvi fylgir ekki sög-
unni. En þegar hann er kominn
á staðinn kemst enginn inn eða
út úr 10. bekk fyrr en búiö er að
setja hjólastólinn fram á gang.
Vfðar má sjá þess merki að
samfélagið stflar bara upp á
alla eins. Pósthús og póstkassar
er eitt dæmi. Bankar hreykja
sér margir uppi á tröppum mis-
löngum og ekki virðist gert ráð
fyrir þvi að fatlaðir þurfi nokk-
um tima að skemmta sér ef litið
er á fyrirkomulag skemmti-
staða.
Ahugi Disu litlu leynir sér ekki.
Dagur í Reykjadal
Þessi sundleikur byggist á þvi, aðsá fremsti náiiþann aftasta. A
meðan er sungið hátt og snjalit.
Það er ræst klukkan átta. Börn-
in eru klædd, og það tekur sinn
tima, þvi fæst geta það hjálpar-
laust. Þá er morgunmatur með
morgunbæn á undan. Siðan
byrjar erill dagsins. Sum fara I
sund. Þau æfa eftir nýlegu kerfi,
sem samið er af brezkum verk-
fræðingi, Macmillan. Börnin
eru fyrst vanin viö vatnið, sem
um leið er þjálfun I ýmiss konar
leikjum. Siðan eru æfingar
þyngdar og kerfisbundið er að
þvi stefnt, að fatlaðir bjargi sér
i vatni. Börnin fara öll i sund á
hverjum degi. Þaö koma 3
sjúkraþjálfarar frá æfingastöð-
inni á Háaleitisbraut þrisvar i
viku til að kenna réttu tökin.
Hina dagana sjá starfsstúlkurn-
ar um sundið.
önnur börn fara I æfingar á
meðan hjá þjálfurunum.
Sjúkraþjálfararnir eru tvær
þýzkar stúlkur. Þær kunna Iuið
annað i málinu en „reyndu þetta
elskan” eða ,,nú skulum við
gera svona elskan” og slikt.
Matarhlé er gert upp úr hálf
tólf og er lokið um eittleytið.
Nokkur þeirra þarf að mata og
slikt tckur sinn tima, þegar
gangurinn niður hálsinn er ekki
eðlilegur og kyngingarnar eru
ekki nema endrum og eins. En
með þolinmæði hefst það.
Siðan er fram haldið leik og
starfi og þegar dagurinn er á
enda hefur hvert barn fengið
sinar æfingar og sundsprett.
Kvöldmatur er um miðaftan
og ró færist yfir um áttaleytið.
Þá eru starfsstúlkurnar þreytt-
ar, þvi dagurinn er erfiður og
næsti dagur virðist alveg eins.
En hægt miðast og um leið og
einstaklingurinn sýnir framför
er kátt i kotinu.
„Að þeir skuli..."
Við Háaleitisbraut i Reykjavik
er starfrækt þjálfunarstöð fatl-
aðra. Þangað og þaðan ferðast
fólk með strætisvagni, sem
veröur að teljast mjög eðlilegt.
En ekki alls fyrir löngu var ég á
ferö i vagni þeim sem ekur Háa-
leitisbrautina. Komu þá nokkur
fötluð ungmenni inn i vagninn.
Farþega, sem sat skammt frá
mér, varð að orði. „Að þeir skuli
hleypa þessu inn i almennings-
vagna!”