Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 7. júli 1975. risntsm-- Hvar finnst þér fegurst á ts- landi? Þorbjörg Gunnarsdóttir, vinnur hjá Sláturfélaginu: — Skaftafell og við Mývatn. Þó hef ég aðeins séð Skaftafell á myndum. Ingunn Ásgeirsdóttir, húsmóðir: —-Snæfellsnes og Þórsmörk . Þar er svo fjölbreytilegt landslag. Haraldur HaraUlsson, arkitekt: — Fyrir norðan, við Jökulsá á Fjöllum. Þar er landslagið svo hrikalegt. Einnig finnst mér mjög fallegt inni á Lónsöræfum. Það er svo erfitt að gera upp á milli hinna fjölmörgu fallegu staða, sem hér er að finna. Bragi Agnarsson, rannsókna- maður hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: — Vatns- dalur og Þing. Þar er bæði gróðursælt og fagurt útsýni. Sigurjón Vigfússon, vinnur i Straumsvik: — Ásbyrgi, þar er náttúrufegurð mikil. Einnig finnst mér Borgarfjörðurinn fall- egur. Kristinn Magnússon stöðumæla- vörður: — Grimsnesiðeinkum við Apavatn. Svo er Skálholt þarna rétt hjá. Þórir Haraldsson hafði ekki komið heim i 6ár. Ljósm..Jón B. landið og stönzuðum ekki að ráði fyrr en i Ólafsvik, þar sem ég þekki Færeyinga, er þar vinna, sagði Jakop, sem hér var á ferð með konu sinni og kunningjahjónum. — Ferðin gekk vel, nema hvað ég sleit upp öllum dekkj- unum. Vegirnir eru allir mal- bikaðir i Færeyjum, þannig að ég ek þar um á litlum radial- Óku um Noreg og Svi- þjóð — Ég hef aldrei áður farið með bilinn með mér utan. Þessi ferð heppnaðist held ég megi segja mjög vel, segja hjónin Theódór Einarsson bilstjóri og Sigrún Eiriksdóttur, er héldu með bil sinn utan með fyrstu ferð Smyrils i siðasta mánuði og komu heim nú um helgina. — Við fórum utan með bilinn oghittumsvo islenzk hjón i Nor- egi, sem flogið höfðu utan. Með þeim ferðuðumst við siðan um Noreg og Sviþjóð, sagði Theó- dór. — Að mörgu leyti kann ég betur við að aka i þessum lönd- um en hér heima. I það minnsta eru umferðarlögin betur virt þar, sagði Theódór. Að sögn Theódórs kom aðeins eitt óhapp fyrir þau i ferðinni, en það var þegar vatnskassi stiflaðist, en Norðmennirnir voru fljótir að kippa þvi i lag. — Eins vorum við ekki vel ánægð með gistinguna i ferj- unni. Við vorum i' svonefndum hvildarstólum, sem ekki var hægt að halla nægilega til að sofa iþeim. Maturinn i veitinga- salnum var lika frekar lélegur, sagði Theódór. Með hjólhýsi hringinn — Við keyptum þetta hjólhýsi skömmu fyrir ferðina til ís- lands og ætlum með það hring- inn, sagði Lilja Hjartardóttir, sem kemur nú ásamt manni sin- um og börnum i stutta heimsókn til Islands, eftir að hafa búið um nokkurra ára skeið i Malmö i Sviþjóð. Þar starfar Lilja við hreingerningar, en maður henn- ar i dráttarvélaverksmiðju. — Jú, við virðumst vera þau einu i þessari ferð, sem komum með hjólhýsi með okkur. Okkur þótti alveg tilvalið að skreppa bæði með bil og hjólhýsi, þegar við fréttum af þessum nýja ferjumöguleika, sagði Lilja. Fleiri íslendingar i heimsókn — Með Smyrli á laugardag- inn komu um 30 bflar og 130 manns. Þeir sem komu með bila sina voru bæði Islendingar að koma heim aftur, eftir að hafa haldið utan með Smyrli i hans fyrstu ferðum, Færeyingar að koma i heimsókn til Islands og aðrir útlendingar, aðallega frá Norðurlöndum. Eins var nokkuð um íslendinga, sem búsettir eru erlendis og notuðu tækifærið, sem ferjan veitti, til að koma með bil sinn i stutta heimsókn til landsins. Einn þeirra ' var Þórir Haraldsson og fjölskylda hans. Þessi bíll i eigu Þjóðverjans Sage hafði viða farið. Ljósm. Jón B. „Húií sagði Ameríka en ég ísland og hér erum við" Færeysku dekkin dugðu ekki Um 20 bilar og 200 manns voru með færeysku ferjunni Smyrli, er hún hélt frá Seyðisfirði klukkan rúmlega niu á laugar- dagskvöldið. Bilana áttu einkum Islending- ar á leið i fri og Færeyingar á leið úr frii. Einn af þeim Færey- ingum var Jakop Jakopsen! „Hingað hafði ég ekki komið i 10 ár, eða frá þvi ég var hér að vinna i fiski, sagði Jakop, sem nú vinnur við veðurstofuna i Færeyjum. Þótt iangt sé siðan Jakop var hér siðast, talar hann enn góða islenzku. — Við komum hingað siðasta laugardag og ókum þá suður um Þórir hefur búið i Sviþjóð i um 6 ár og starfar nú hjá bygginga- fyrirtæki i Karlstad. — Við ætlum að taka okkur tima til að ferðast um og heilsa upp á ættingja og vini, sagði Þórir Haraldsson. — Ég kem hingað bara sem ferðamaður. Þetta er i fyrsta sinn i sex ár, sem ég kem heim, sagði Þórir. Blaðamaður náði tali af Þóri, þar sem hann var að biða eftir að fá bilinn sinn af- greiddan inn i landið. Lilja Hjartardóttir var að koma I heimsókn til landsins ásamt fjöl- skyldu sinni. Hún sagði Amerika, hann Island — í fyrra sagði hún Amerika, en ég Island, sagði Norðmaður- inn Terje Aasgard, sem ásamt konu sinni og öðrum norskum hjónum beið eftir að fá bil sinn tollafgreiddan. — Deilumálið fékkst svo ekki afgreitt fyrr en við fréttum af Smyrli. Þá slógum við til og héldum ásamt öðrum hjónum með bilinn til Islands. í upphafi höfðum við hins vegar ekki gert ráð fyrir þvi að taka bilinn með okkur, sagði Terje. Norsku ferðalangarnir sögðu að.þau hefðu viku til að aka hringinn, siðan skyldi haldið til gamla Noregs á ný. Nordkap i fyrra, ísland i ár — Nei, bfl minn hef ég ekki búið neitt sérstaklega út fyrir þessa Islandsferð. Aftur á móti ókum við á bilnum i fyrra allt norður undir Nordkap nyrst i — Ég vildi fara til islands og svo kom Smyrill og bætti málstað minn, sagði Terje Aasgard, sem er ásamt samferðafólki sinu á myndinni. Sigrún Eiriksdóttir og Theódór Einarsson voru að koma frá Norður- löndum. Noregi og þá setti ég net fyrir luktir og annan búnað á bilinn, sem ég hef látið halda sér fyrir ferðina til islands. Þetta segir Þjóðverjinn Sage, sem kom með ferjunni á laugar- daginn ásamt konu sinni. Farartæki þeirra er vigalegur Ford Transit bill, sérstaklega útbúinn til langferða. Fyrir aft- an bílstjórabekkinn er svefn- pláss að finna og eldhúsborð. — Jú, við höfum farið nokkuð viða á þessum bil. Við höfum ferðazt mikið um Evrópu, þar á meðal allt Suður-Frakkland, sagði Sage. — Nú munum við halda suður um Island og til Reykjavikur, þarsem ég á islenzka kunningja frá fyrri ferðum minum hingað. Sennilega höldum við svo þaðan norður og austur um, sagði Sage. Rœtt við Smyrilfara

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.