Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 5
5 Vlsir. Mánudagur 7. júli 1975. ^yy^UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND í MORGUN Umsjón: GP Réðust inn í Líbcmon á skœruliða ísraelsmenn beittu bœði flugvélum og fallbyssubátum í árásum i morgun Yfírheyra embœttis- menn JFK vegna CIA Rashidiyeh hafi fjórir skæru- lihar falliö og tvö börn látiö llfiö. Eldur brauzt þar út I kjölfar árásarinnar. Flugvélar skutu eldflaugum aö flóttamannabúöunum i Dahr Maarouf, en fallbyssubátar héldu uppi skothriö á Tyre. tbúar i fjöllunum viö landa- mæri Libanons og Israel segjast hafa vaknaö viö skotdrunurnar i nótt, og þegar þeir litu yfir til Libanon sáu þeir, hvar himinninn var sleginn rauöum bjarma frá skotglömpunum og eldinum. Israelsmenn halda þvi fram, aö frá þessum búöum hafi kom- iö þeir flokkar skæruliöa, sem voru aö verki I Rosh Hanikrah, Adamit, Kfar Yuval, Savoy-hóteliö i Tel Aviv og viöa annars staöar. — Segja þeir, aö árásirnar 1 morgun hafi veriö gerðar I hegningarskyni og til aö sýna arabiskum hermdar- verkamönnum I tvo heimana til aö draga úr athafnaþrá þeirra. Rannsóknarnefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings byrjar í þess- ari viku yfirheyrslur yfir nokkrum embættismönn- um úr stjórnartíð John F. Kennedys forseta í við- leitni sinni til að rekja, hvaðan CIA hafi komið fyrirmæli um morð- áætlanirnar, sem leyni- þjónustan hefur verið sökuð um að hafa á prjónunum. og Dean Rusk, fyrrum utan- rikisráðherra. En einnig verða yfirheyrðir aðstoöarvarnarmálaráöherr- ann frá þessum árum og Ed- ward Lansdale hershöfðingi, sem sagði fréttamönnum, að hann heföi 1962 i tið Kennedy- stjórnarinnar lagt á ráðin um, hvernig mæta skyldi hættu, sem USA kynni aö stafa af Kúbu. — Þvi hefur verið fleygt, að I þeirri áætlanagerð hershöföingjans heföi verið gert ráð fyrir að taka Fidel Castro af lifi. Ein ' Enn eitt eldgosiö hefur brotizt út á Hawaii- eyjum og er þessi loftmynd tekin yfir eld- GOS fjallinu Mauna Loa i gær. Á þessum eldf jalla- eyjum hefur þd verið tiltötulega frMaalt lið- ustu 25 árin, og er þetta fyrsta eldgosið úr Mauna Loa i 33 ár. Þessi mynd var tekin I Beirut I siðustu viku ár götubardögum Falangista og vinstrisinnaðra skæruliða Araba og sjást hvar nokkrir hinna siöarnefndu hafa leitaö vars á bak viö gamla stálskúffu. Flug- og sjóher tsraelsmanna gerði i morgun árásir á flótta- mannabúðir i Suð- ur-Líbanon, þar sem arabiskir skæruliðar hafa bækistöðvar sin- ar. Meginskotmörkin voru við Tyre og Rashidiyeh, en þaðan eru skæruliðar sem hafa lagt upp i margar árásarferðir inn i ísrael. Stórskotaliöi var beitt, fallbyssubátum og flugvélum, sem létu eldflaugum rigna yfir skotmörkin. Lfbanonmenn segja, aö I Senda ísraelar flugu- menn til Líbanon? Fréttaritið Time segir frá því í nýútkomnu tölublaði sinu i gær, að MOSSAD, leyniþjónusta ísraels, hafi fært sér i nyt átök Falangista og skæruliða i Líbanon að undanförnu með þvi að senda til Líbanon flugu- menn til að ráða af dög- um átta félaga skæru- liðasamtakanna. TIME heldur þvi fram, aö þvi sé kunnugt um átta menn, sem myrtir hafi verið og fimmtán, sem hafi særzt I þrem sllkum flugusendingum ísraelsmanna til Beirut. „Tilgangur siðasta leiöangurs- ins var aö hafa upp á og lifláta þá Palestinuaraba, sem staöiö höföu, 1 sambandi við árásir Araba á ísraelsmenn,” segir vikuritiö. Blaöiö lýsir þvi, hvernig 12 flugumenn hafi verið sendir af Mossad I tveim sex manna hópum meö þyrlu og bát þann 11. júni til Libanon. Þann 25. júnl hafi siöan fyrri hópurinn, eins konar spor- rekjendur, fundið fórnarlambiö og gert hinum hópnum viðvart, sem hafi siöan setið fyrir fórnar- lambinu og þrem öðrum og hafiö á þá skothrið. TIME heldur þvi fram, aö leyniskyttur frá ísrael hafi I skjóli skothrlðar af húsþökum Beirut ráöiö af dögum einn af frammá- mönnum skæruliöasamtakanna þann 26. júni. — Þrem dögum slðar eiga þeir aö hafa drepiö sex manns en sært þrettán. Allsherjarverkfallið skollið ó Meðal háttsettra embættis- manna, sem boðaðir hafa veriö á fund nefndarinnar, eru Robert McNamara, fyrrum varnar- málaráðherra (núverandi bankastjóri alþjóöabankans), Bandariska sendiráöiö i Beirut hefur i dag til yfirvegunar kröfur vinstri hóps Araba, sem hefur lýst á hendur sér ábyrgöinni af ráninu á Ernest Morgan ofursta, sem hvarf þar fyrir rúmri viku. Reuterfréttastofan segir, aö samtök, sem enginn haföi áöur vitaö deili á, hafi gefið 72 stunda frest til þess aö kröfur þeirra veröi uppfylltar. Settu þau þann úrslitakost, aö ella yröi ofurstinn tekinn af lifi. Allsherjarverkfall lam- ar Argentínu i dag, eftir að M.a. voru þær kröfur geröar, aö dreift skyldi matvælum meðal Ibúa i Beirut og úthlutaö byggingarefni i þeim hverfum, sem haröast hafa orðið úti vegna átaka Falangista og vinstri- manna I Beirut aö undanförnu. Eins og menn minnast af frétt- um ætlaði ofurstinn aö hafa skamma viödvöl I Beirut, en hann var á leið til Ankara. 20 vopnaöir menn stöövuöu leigubil hans og námu hann á brott, þegar hann var á leið út á flugvöll. viðræður, sem hafnar voru á síðustu stundu til að ■ reyna að leysa stjórnar- kreppuna, fóru út um þúf- ur.— Stjórnin sagði af sér i nótt til þess að greiða göt- una fyrir samningum, sem ekkert varð þó af. öll umferö járnbrauta og al- menningsvagna i landinu hefur stöövazt. Simasarnband er rofiö og útvarpsstöövar útvarpa tónlist einvöröungu. Boðað var tveggja sólarhringa allsherjarverkfall og þaö hófst á tilskyldum tima þrátt fyrir bænstafi Celilio Conditti, atvinnu- málaráðherra, sem var meðal þeirra átta ráöherra, sem sagöi af sér i nótt. Hann kvaddi Casildo Herreras, leiötoga Alþýðusambands þeirra i Argentinu (sem hefur 3,5 milljón- ir vinnandi fólks innan vébanda sinna) á sinn fund i gærkvöldi til þess aö finna lausn á deilunni, svo aö ..friöur héldist I fööurlandinu”, eins og komizt var að orði. Fundur þeirra stóö i klukku- stund, en siðan var lýst yfir, að verkfallið mundi hefjast eins og boðaö hafði verið. Fyrr i gærkvöldi haföi átta manna stjórn Mariu Estella Peron forseta sagt af sér til þess að greiða fyrir samningum, sem var þó til einskis. 20 ráöuneytis- stjórar höföu sagt af sér störfum um leið. Frú Peron sá sig tilneydda til þess að láta meö þessum hætti undan þrýstingi verkalýös- hreyfingarinnar, sem er I striös- skapi, eftir að stjórnin sá sig um hönd varðandi 150% kauphækk- unina, sem lofað haföi veriö. Kauphækkunin haföi verið skorin niöur i 50%. — Krafizt haföi veriö afsagnar ráöherranna flestra og aö minnsta kosti Jose Lopez, félagsmálaráðherra (fyrrum lif- varöar Juan Perons). Rœningjar ofurstans gefa sig til kynna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.