Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 7. júli 1975. Tilboðin streyma til fyrirliða landsliðsins — Jóhannes Eðvaldsson kom heim í gœr með tilboð frá Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Skotlandi upp á vasann — og fjölmörg frá Svíþjóð / „Ég er hálfþreyttur eftir ferðalagið frá Hollandi, e'n von- ast til að verða búinn að ná mér fyrir leikinn i kvöld", sagði Jó- hannes Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins, er við töluðum við hann á Hótel Valhöll á Þingvöll- um I morgun, en þar var hann ásamt öðrum úr landsliðshópn- um að safna kröftum fyrir leik- inn við Noreg. „Við lékum við Telstar i Hol- landi á laugardaginn og töpuð- um 3:1. Var sá leikur liður i svokölluðum Toto Cup sem Holbæk tekur þátt i ásamt mörgum öðrum liðum i Evrópu. Ég held að ég hafi átt sæmi- legan leik —a.m.k. töluðu menn frá tveim félögum i Hollandi við mig eftir hann og spurðu mig, hvort ég hefði áhuga á að koma til Hollands og leika með þeim. Ég gef ekkert út á það enda liggur ekkert á að svara þessu. Fyrir utan þessi tilboð hef ég fengið þó nokkur önnur, bæði frá Hollandi, Vestur-Þýzkalandi og frá Celtic i Skotlandi. Auk þess get ég valið úr tilboðum i Svíþjóð en þar hafa mörg félög rætt við mig. Ég ætla að athuga minn gang betur í þessu máli, enda á ég eftir að kynna mér tilboðin gaumgæfilega. Það má vel vera að það komi' lika eitthvað enn betra, a.m.k. er ekki annað að sjá og heyra eftir lætin nú sið- ustu daga. En mi er það ekkert nema landsleikurinn i kvöld, sem skiptir máli, og erum við strák- arnir ákveðnir i að standa okkur vel eins og i siðustu landsleikj- um okkar. — klp — SOS vann SAAB bikarinn Sigmundur O. Steinarsson — SOS á Timanum — varð yfir- burðasigurvegari í hinni árlegu golfkeppni tþróttafréttamanna, sem háð var á Nesvellinum á föstudaginn. Var hann 12 höggum á undan næsta manni, sem var Jón Birgir Pétursson frá VIsi og fþróttablaðinu. Sagt var, að Sigmundur hefði sézt á ótrulegustu stöðum með golfkylfurnar fyrir keppnina og æft sig þá af kappi við að hitta boltann — enda gerði hann það oftast nær í keppninni. Hann lék 9 holurnar á 48 högg- um. Jón Birgir lék á 60 höggum en siðan komu þeir jafnir i þriðja sæti — Jón Hermannsson, Sjón- varpinu og Friðþjófur Helgason ljósmyndari á Morgunblaðinu. Urðu þeir að heyja aukakeppni um 3ju verðlaunin og var það hörðog mikil „púttkeppni", sem lauk með þvi að Jón kvikmynda- tökumaður sigraði. Þeir félagar voru á 64 höggum en sfðan kom Ágúst Jónsson Morgunblaðinu á 66 höggum. Eft- ir það fóru tölurnar ört hækkandi, og þær siðustu dönsuðu yfir „100 högga markið"..... Þeir sem komu á eftir voru: Gylfi Krist- jánsson Morgunblaðinu, Hallur Helgason Alþýðublaðinu, Björn Blöndal Alþýðublaðinu, Gunnar Andrésson Timanum, Þorleifur Ólafsson Morgunblaðinu, Gunnar Steinn Þjóðviljanum, Bjarni Felixson Sjónvarpinu og Bjarn- leifur Bjarnleifsson Visi. öll verðlaunin i keppnina gaf að vanda Sveinn Björnsson forstjóri SAAB-umboðsins hér á landi, Fyrir hans hönd afhenti Kjartan L. Pálsson — klp Visi — verð- launin, en hann fékk ekki að keppa, þar sem félagar hans dæmdu hann atvinnumann i Iþróttinni — þvi hann tæki þátt i alvörumótum!!! — Var 12 höggum á undan nœsta manni í golfkeppni íþróttafréttamanna, enda œft í laumi Kœruþef urinn á loftí eftír sigur Ármanns Ármenningar halda áfram að hala inn stigin I 2. deild fslands- mótsins I knattspyrnu. Á laugar- daginn bættu þeir tveim stigum við safnið, er þeir sigruðu Hauka 4:1. Eru þeir því enn með I bar- áttunni um efsta sætið, en aftur á móti eru Haukarnir að heltast úr lestinni. Armenningar skoruðu aðeins eitt mark i fyrri hálfleik — Sveinn Guðnason — en I þeim siðari kom „supan". Þá bætti Smári Jónsson öðru markinu við og slðan kom Viggó Sigurðsson með tvö mörk á skömmum tima, þannig að staðan var orðin 4:0 og allt útlit Sjóararnir frá Ár- skógsströnd náðu sér í tvö stig á Húsavík Sjóararnir frá Árskögsströnd komu skemmtilega á óvart I 2. deildinni á laugardaginn, er þeir sigruðu Völsung á Hiísavlk með tveim mörkum gegn einu. Völsungarnir bjuggust ekki við þessum nágrönnum sinuiii I deildinnisvona sterkum og áttuðu sig ekki almennilega á hlutunum fyrr en Reynismenn voru búnir að senda boltann tvivegis i markið hjá þeim. Kom dugnaður og harð- fylgi þeirra þeim gjörsamlega á óvart, og hrukku þeir af þeim eins og flugur, enda flestir yngri og minni vexti. Völsungarnir fengu samt tvö ágætis tækifæri snemma i leikn- um — Magnús Torfason átti skot sem markvörður Reynis varði meistaralega með annarri hendi, og siðan átti Magnús annaðskot i þverslá. Það var Felix Jósafatsson sem skoraði fyrra mark Reynis eftir að einn varnarmanna Völsunga hafði ekki hitt boltann og komst Felix fram hjá honum og renndi I netið. Siðara markið skoraði svo Björgvin Gunnlaugsson. Hann komst inn i sendingu og skaut á markið. Þar varði Ólafur Magnússon markvörður Völsunga, en missti boltann frá sér og upp i loftið, þar sem Björg- vin náði að skalla hann inn með hnakkanum!! Eina mark Völsunga skoraði Magnús Torf ason i sfðari hálfleik, og var það úr vitaspyrnu. Völsungarnir voru allt annað en ánægðir með úrslitin i þessum leik, og heita að hefna á miðviku- dagskvöldið, en þá mætast þessi liðaftur á Husavik i bikarkeppn- inni. Aftur á móti voru Reynismenn yfir sig ánægðir og þeirra stuðningsmenn og konur, en mik- ill fjöldi fólks fylgdi liðinu austur á Húsavik frá Árskógsströnd og nágrenni og skemmti sér að sjálf- sögðu konunglega. fyrir stórsigur. En Ármenningarnir sluppu ekki með hreint markið, eins og þeir voru að vona. Haukarnir komu boltanum I netið hjá þeim undir lok leiksins — og var Loftur Eyjólfsson þar að verki. Eftir þvi sem við fréttum eftir leikinn, voru Haukarnir með þær bollaleggingar að kæra hann vegna formgalla á skýrslu Ar- menninga sem dómarinn fékk fyrir leikinn. Ekki var þó endan- lega búið að ákveða hvað gera ætti, þar sem Haukarnir voru ekki á eitt sáttir, hvort kæra ætti út af svona smámunum eða ekki.... 2. deild Staðan I 2. deild eftir leikina um helgina og þegar keppnin þar er hálfnuð: Vikingur Ó—Þróttur 0.:2 Armann—Haukar 4:1 Völsungur—Reynir A 1:2 Breiðablik—Selfoss 4:1 Breiðablik Þróttur Armann Selfoss Haukar Völsungur Reynir A Víkingur Ó Næstu leikir: Reynir—Haukar, Völsungur—Þróttur og Viking- ur—Selfoss á laugardaginn. 7 6 0 1 30:5 12 7 5 11 14:6 11 7 4 2 1 13:6 10 7 3 2 2 14:10 8 7 3 13 13:12 7 7 12 4 5:14 4 7 2 0 5 7:19 4 7 0 0 7 4:28 0 (T ^ Svani|) dýnur Þykkar, þunnar, einfaldar, samsettar, Þar á meðal, ein sem hæfir þér best. ^ Vesturgötu 71 sími 24060 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.