Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 12
Visir. lYIánudagur 7. júli 1975. Lilja hefur bœtt tíma sinn í 1500 um 26 sek. m — Stórbœtti órangur sinn ó stórmóti í Stokkhólmi, þar sem metin féllu eitt af öðru :/ . '-4* ^ Lilja GuAmundsdóttir, ÍR, sem dvalið hefur i Sviþjóð sið- ustu mánuðina, hefur stórbætt isiandsmetið 1 1500 metra hlaupi — og einnig i 800 metra hlaupi. A móti á Stokkhólms-stadion um mánaðamótin siðustu hljóp Lilja á 4:34.0 min. og bætti fyrra met sitt frá i sumar um 7.8 sekúndur. Fyrir nokkrum vik- um hafði hún hlaupið 1500 metr- ana á 4:41.8 min. og bætt met Ragnhildar Pálsdóttur, Stjörn- unni, verulega. Met Ragnhildar var 4:47.0 mln. sett 31. júli I Osló i fyrra. Lilja hefur sem sagt I Július allt bætt met Ragnhildar um 13 sekúndur og er það mikið á ekki lengri vegalengd. Það var mikið stórmót þarna á Stokkhólms-stadion um mánaðamótin. Margt af bezta frjálsiþróttafólki heims. Ake Svensson setti nýtt, sænskt met i 800 metra hlaupi — hljóp á 1:45.9 min. og er það i fjórða skiptið, sem hann bætir metið á vegalengdinni. Viku áöur hljóp hann á 1:46.8 min. i landskeppni i Osló. Með þessum tima i Stokkhólmi náði hann einnig Olympiulágmarkinu. 1 10 km. hlaupi setti Nils Bertil Karlsson nýtt, sænskt met — hljóp á 28:10.4 min. Aðalgrein kvöldsins var miiu- hlaupið, þar sem landsmetin féllu eitt af öðru, — niundi mað- ur hljóp á 3:57.13 min!!!, en mikil vonbrigöi, að Filbert Bayi, heimsmethafinn, skyldi ekki keppa i hlaupinu, John Walker, Nýja-Sjálandi, sigraði á hinum frábæra tima 3:52.2 min. og hafði sennilega náð enn betri tima ef byrjunarhraðinn hefði ekki verið slakur. Stuart Melville, Nýja-Sjálandi, sem hélt uppi byrjunarhraðanum, gerði þó sitt, en hinir fylgdu honum ekki. Marty Liquari, USA, varð annar. Anders Gærderud jafnaöi sænska metið — hljóp á 3:54.5 min. og varð fimmti. Ahorfendur voru 14.000 á mót- inu og voru með á nótunum. Þegar að 1500 metra hlaupi kvenna kom segir Lilja. ,,Ég dauðkveið fyrir hlaupinu, enda var ég með lakasta tlmann fyrir af öllum stúlkunum, sem þar hlupu. Þetta voru mjög góðar hlaupastúlkur frá Kanada og Bandarikjunum og áttu tima allt niður i 4:06.0 min. Það sést betur á úrslitatöflu mótsins. Eftir hlaupið var ég hins vegar mjög ánægð — það gekk svo vel fyrir sig, þó ég yrði svolitið stif i herðunum. Þjálfari minn reikn- aði með tima um 4:38 min., svo hann varð himinlifandi, þegar ég hljóp á 4:34.0 min. Mér finnst, að ég geti hlaupið um eða innan við 4:30 min. siöar, þvi ég var ekki það þreytt eftir hlaupiö — aðeins þetta með axlirnar. Þetta var annað hlaup mitt á vegalengdinni i sumar, en i fyrra átti ég bezt um fimm minútur, svo ég hef bætt tima minn um 26 sekúndur. Slðan ég setti metið hef ég tekið þátt I smámótum á malar- völlum, en verið óheppin með veður — alltaf rok. Égheffengið timana 2:14.2 og 2:14.1 og 2:14.8 min. I 800 metr- unum og sigraði tvivegis — varð að hafa forustu allan timann. Sem stendur er ég með þriðja bezta timann I Sviþjóð. I ágúst mun ég keppa á sænska meistaramótinu og vonast þá til að verða i „toppformi” og bæta timann verulega I 800 m hlaup- inu.” Július Hjörleifsson, ÍR, dvel- ur einnig I Sviþjóð og keppir með sama félagi I Norrköping og Lilja. Þessi tvitugi, skemmtilegi hlaupari hefur . bætt tima sinn verulega — hljóp 1500metra á stórmótinu I Stokk- hólmi og varö áttundi. Hann náði sinum bezta tima á vega- lengdinni —3:56.4 min. og bætti Lilja bezta tima sinn um 1.3 sekúnd- ur. ÍJrslit I hlaupinu I Stokkhólmi urðu þessi, en fyrir aftan árangur keppenda áður. 1. Frances Larriau, USA, 2. Dona Vataitig, Kanada, 3. Thelma Wright, Kanada, 4. Clenda Reiser, Kanada, 5. Ann Davies, Kanada, 6. Inger Knutsson, Sviþjóð, 7. Dabbie Mitchell, Kanada, 8. Katarine Jömna, Sviþjóð, 9. Brabro Gustavsson, Sviþjóð, 10. Lilja Guðmundsdóttir 11. Marie Berglund, Sviþjóð, 12. Nina Kilnes, Sviþjóð, 13. Helene Helgesson, Sviþj. 4:10,6- 4:16,7- 4:17,4- 4:17,7- 4:17,9- 4:19,4- 4:20,4 - 4:29,6- 4:30,8- 4:34,0- 4:37,7- 4:42,7- 4:49,3- er bezti -4:09,8 -4:17,0 -4:10,9 -4:06,7 -4:17,0 -4:07,5 -4:13,6 -4:26,6 -4:34,5 -4:41,8 -4:38,2 -4:38,5 -4:28,3 — hsim. Bandaríkin Landskeppnin i Kiev milli ,,ris- anna” i frjálsíþróttum Sovétrikj- anna og Bandaríkjanna, á föstu- dag og laugardag varð mikil sig- ur fyrir sovézka iþróttafólkið. Það sigraði samanlagt með 225 stigum gegn 138 — sovézku karl- mennirnir sigruðu mcð 129 stig- um gegn 89, og stúlkurnar með 96 stigum gegn 49. Búlgarskt kvennalið tók einnig þátt I keppn- inni — tapaði fyrir Sovétrikjunum með 50-95 og einnig fyrir banda- riska liðinu með 70-74. Það vakti athygli hve „veiku” liði Bandarikin stilltu upp i keppninni — beztu frjálsiþrótta- menn Bandarikjanna eru nú viða i keppni i Evrópu, en létu ekki sjá sig I Kiev. Má þar nefna örfá dæmi eins og Steve Williams, Rick Wohlhuter, Jim Bolding, Ralph Mann og Frank Shorter — raunverulega B-lið Bandarikj- anna, sem keppti i Kiev. Og ekki bætti úr skák, að bandariska liðið kom til Kiev aðeins fjórum klukkustundum fyrir keppnina. Var farið fram á við fram- kvæmdanefndina sovézku, að ekki yrði litið á keppnina sem landskeppni, en skiljanlega féll- ust þeir sovézku ekki á það. Tvær „gamlar” kempur i sovézka liðinu stóðu sig bezt fyrri dag keppninnar — Viktor Saneyev stökk 17.10 metra i þri- stökki, sem er bezti árangur I greininni i ár, og Valery Borzov hafði algjöra yfirburði I 100 m hlaupinu. Hann varð þremur metrum á undan landa sinum Kornelyuk og sigraði á 10.0 sek. — jafnaði Evrópumetið. Kornelyuk, hljóp á 10.2 sek. og Charles Wells, USA, fékk sama tima, en Ed Preston varð fjórði á 10.4 sek. Eftir fyrri daginn höfðu Sovétrik- in hlotið 104 stig gegn 63 samtals — 55-39 i karlakeppninni. Banda- rikin hlutu þó tvöfaldan sigur i tveimur greinum — 400 m og 1500 m hlaupum, og áttu fyrsta mann i 400 m grindahlaupi. Ken Popejoy sigraði i 1500 m Valsdagurinn var I gær og það 7 var mikið um að vera á Hllðar- 1 enda — keppt I knattspyrnu og 1 handknattleik. Nokkrir eldri menn félagsins léku sér þar eins og smástrákar til mikillar ánægju fyrir áhorfendur. Hér eru tveir frægir kappar að koma sér I leikinn — tveir fyrrverandi landsliðsmarkmenn Hermann Hermannsson og Björgvin Her- mannsson — og þeir létu ekki sinn hlut eftir liggja. Ljósmynd Bjarnleifur. steinlógu í Kiev hlaupinu á slökum tima 3:42.6 sek. og landi hans Steve Heiden- reich varð sekúndu á eftir. Þriðji varö Anatoli Mamantov á 3:43.7 sek og Anisim hljóp á 4:44.2 min. I 400 m hlaupinu sigraði Stanley Winson á 45.8 sek. Robert Taylor varð annar á 46.4 og siðan komu þeir sovézku. I 400 m grinda- hlaupinu sigraði Mike Shine á 50.0 sek. Nagainik, Sovét, varð annar 50.7sek. Karasev þriðji á 51.0 sek. og Gene Taylor fjórði á 51.3 sek. Saneyev hafði yfirburði i þri- stökkinu — Anatoli Piskulin varð annar með 16.78 m en bandarisku stökkvararnir Tiff og Haynes stukku 16.43 og 16.42 metra. 1 kvennakeppninni fyrri daginn hlutu Bandarikin aðeins einn sig- ur — Jonie Huntley stökk 1.84 m I hástökki og sigraði. Filatova og Galka stukku 1.81 m og Susan Hackett, Bandarikjunum, varð 'fjórða með 1.75 metra. — Yfirleitt var árangur i kvennakeppninni slakur. Siðari daginn var fátt um fina drætti hjá bandariska liðinu. Það hlaut þó tvöfaldan sigur I 200 m hlaupinu, þar sem Preston sigraði á 20.7 sek. og Larry Brown varð annar á 20.8 sek. Þeir Shidkikh og Lovetski hiupu á 21.1 og 21.2 sek. Þá sigraði Terry Olbritton, USA, I kúluvarpi, þar sem enginn keppanda náði 20 metrum. Terry varpaði 19.98 m. Nosenko, Sovét, varð annar með 19.71 m og Sam Walker USA, þriðji með 18.97 metra!! 800 metra hlaupið varð bandariskt Mark Enyeart sigraði á 1:46,1 mín. á undan Volkov 1:46.7 min. og Madelaine Jackson i kvenna- hlaupinu á 2:00.3 min. rétt á und- an Tomova, Búlgariu, 2:00.4 min. en þriðja varð Shtula Sovét, á 2:02.4 min. Jafn bandarisk grein og 110 m grindahlaup varð sovézk. Myasnikov sigraði á 13.5 sek. og landi hans Kulebyakin fékk sama tima, en Bandarikja- mennirnir Clim Jackson og Mike Shine hlupu á 13.7 og 14.3 sek. Af öðrum árangri má nefna, að Faina Melnik, Sovét, kastaði kringlu 65.88 m. Mike Smith, USA sigraði i 3000 m hindrunarhlaupi á 8:26.2min. Ivan Parluii, Sovét, i 5000 m hlaupi á 13:34.4 min. Pakhadase, Sovét, I sleggjukasti með 74.76 m og til að kóróna svo allt sigruðu Sovétrikin i 4x400 m. hlaupi karla á 3:08.0 min., en bandariska sveitin hljóp á 3:11.2 min!! —hsim Blikarnir í ham á móti Selfossi 1 einum bezta leik, sem leikinn hefur verið i 2. deildinni i sumar, sigraði Breiðablik úr Kópavogi Selfoss á Kópavogsvelli i gær- kvöldi meö fjórum mörkum gegn cinu. Leikurinn var á köflum mjög vel leikinn af báðum liðum — sér- staklega þó af Kópavogsliðinu, sem tókst vel upp. Selfyssingarn- ir voru ógnandi og hefðu átt að geta skorað meira. Eitt mark sá dagsins ljós i fyrri hálfleik, Einar Þórhallsson skor- aði með skalla eftir hornspyrnu á siðustu minútu hálfleiksins. Snemma i siðari hálfleik bætti svo Gisli Sigurðsson marki við eftir góðan samleik við félaga sina. En þá kom mark Selfoss. Blik- arnir höfðu tekið horn, en hreins- að var frá og til Sumarliða Guð- bjartssonar, sem þegar tók á rás i hina áttina með alla á eftir sér, og skoraði. Við þetta mark færðist mikið fjör i leikinn, en aftur dofnaði yfir honum, þegar Ólafur Friðriksson skoraði 3ja mark Blikanna. Undir lokin skoraði Einar Þórhallsson sitt annað mark i leiknum og urðu þvi lokatölur hans 4:1 Blikunum i vil. Hve lengi viltu biða ef tir f réttunum? Mltu fá þærheim tilI þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins ídag!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.