Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Miðvikudagur 16. júll 1975. hugmyndum þínum? FINNLAND Fr það frábrugðið Finnland er einhveri veginn miklu Qarlæg ara okkur íslendingun en hin Norðurlöndin Miklu má þar uir kenna tungumálinu sem er einna likasi ungversku að hlýða á Þeir, sem kunna ung versku, mótmæla þvi hins vegar harðlega af um nokkurn skyldleika sé að ræða. Ákaflega margir af þeim, sem i fyrsta sinn koma til Finnlands, láta séi nægja að skoða höfuð- borgina og það munum við gera i fyrstu at' rennu. Helsinki er í sinni núverandi mynd mjög ung af stórborg að vera. Hún eyðilagðist gjörsam- lega i stórbruna i byrjun nitjándu aldar. Það voru aðeins tvær byggingar sem björguðust i allri borginni. Er tekið var til við að endur- skipuleggja borgina hefur hún sjálfsagt þótt hin nýtizkuleg- asta. En i' dag er verið að undir- búa gjörbreytingu á allri mið- borginni. Það er arkitektinn frægi, Alvar Alto, sem hefur teiknað nýju áætlunina. Þáer og ætlunin að taka upp neðan- jarðarlestir, sem þessi 600 þús- und manna borg er ennþá laus við. Hjarta borgarinnar, það er að segja dómkirkjunni og torginu, þar sem margar frægar byggingar eru, verður leyft að haldast. Það, sem setur ákaflega skemmtilegan svip á borgina, eru hinar mörgu smáeyjar sem liggja rétt utan við hana. Það tekur diki nema nokkrar minút- ur að sigla á milli lands og eyja. Viða hefur verið komið. upp veitingaaðstöðu og eru það margirsem nota sér þessa þjón- ustu. Borgin er öll skógi vaxin og maður hefur það á tilfinning- unni að fella hafi þurft tré til að koma húsunum fyrir. Þá gera vötnin, sem eru þarna inni i borginni, sitt til að prýða hana. Ótal smábrýr gera það að verkum að fólkið nýtur vatn- anna, en verður ekki fyrir óþægindum þeirra vegna. Finnar eru miklir iþrótta- menn og eru leikvangar til iþróttaiðkana um borgina þvera og endilanga, fyrir nú utan alla skokkarana, sem viða má sjá. Þeir, sem hafa áhuga á að komast i verzlanir, verða ekki fyrir vonbrigðum. Verðlagið er að visu mjög svipað og á Islandi en vöruvalið meira. Litið er um stórverzla nir. Stockmann trónar yfir öllum i þeirri grein. Þarna eru litlar og fallegar Marimekko búðir. Afgreiðslu- stúlkurnar eru allar klæddar i fatnað úr verzluninni, þannig að Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir Minnismerkið um Sfbelius. Til hliðar á myndinni er andlitsmynd af tónskáldinu. viðskiptavinurinn sannfærist enn frekar um gæði vörunnar. Það verður að teljast meiri- háttar móðgun að koma til Helsinki eða Finnlands og forsmá alveg sauna. Það er i svo til hverju einasta húsi úti á landsbyggðinni og velflestum húsum borganna. Þá flytja Finnar út mikið af sauna til Bandarikjanna og fleiri landa. Inni i litlu klefunum, þar sem hitinn er frá 80-120 C, haldast menn við einar 10 minútur. Á þessum tima reynir þú að koma blóðinu sem mest á hreyfingu með þvi að skrapa allt hörundið með hrislum. Þetta er hið mesta hreinlætisatriði, og ef tekið er mið af þeim 600 þúsund sauna, sem er að finna i 5 milljón manna landi, ætti hreinlæti ekki að vera ábótavant. Finnarnir sjálfir hafa kynin aðskilin i guf- unni, en telja gjarnan út- lendingum trú um að sá siður tiðkist enn, að það sé blandað i klefana. Finnum hefur verið hrósað fyrir arkitekta siná. Ferðamað- urinn á þvi von á að sjá hvert stórverkið á fætur öðru, en þvi er nú ekki þannig varið. Helsinki á að visu margar glæsilegar byggingar eins og aðrar borgir, en það verður að segja hverja sögu eins og hún er, og borginni er i dag ekki vel Kirkjan með myndinni má upp I loftið. guiitoppana, á greina 9 splrur Borgarleikhúsið er I yndisfögru umhverfi. viðhaldið. Alltof margar af þeim byggingum, sem bera vitni um góðæri fyrri tima, eru orðnar illa farnar. En hvernig væri að litast svolitið um i borginni með að- stoð fáeinna mynda? t hjarta borgarinnar er dóm- kirkjan og fyrir framan hana styttaaf Alexander II. Hann var sá rússnesku keisaranna sem þegnarnir i Finnlandi virtu mest. Á þessu svæði eimir mest eftir af áhrifum gamla einveldisins. Þar eru margar vandaðar byggingar og er ætlunin að þessi hluti fái að standa óbreyttur. Onnur kirkja er þarna ekki langt frá. Sú er fyrir orthodoxtrúarfólk. Hún er úr hárauðum múrsteini og eru topparnir skreyttir 22 karata gulli. Þessu eiga menn bágt með að trúa, en staðreynd er þetta nú samt sem áður. t Helsingfors eða Helsinki, eftir þvi hvort menn tala sænsku eða finnsku, er að finna ein- hverja sérkennilegustu kirkju i heimi. Þessi nefnist steinkirkj- an. Á þeim stað, sem hún er i dag var upphaflega mikill steinhóll og tóku menn að gæla viðþá hugmynd að hola hann að innan. Það var þó ekki fyrr en 1961 sem draumurinn varð að veruleika. Þá var grjót fjarlægt úr miðbiki hólsins og þar innréttað hið snotrasta guðshús. Arkitektarnir höfðu það að leiðarljósi að leyfa hinu upp- runalega að halda sér sem mest. Yfir veggina var reist gifurlega mikið hvolfþak úr lituðum glerjum. Kirkja þessi þjónar einnig sem tónleikasak- U! þar sem hljómburður er frá- bær. Finnar eiga ekki einungis þekkta arkitekta, heldur og afburða tónskáld. Eitt þekkt- asta þeirra er vafalaust Sibeli- us. Til minningar um hann hefur verið reist minnismerki. Það, sem er hvað merkilegast við listaverkið, er að þegar sterkur vindur er, berast eins og orgeltónar i gegnum pipurnar sem sjást á myndinni. Finnar hafa á undanförnum árum orðið þekktir fyrir við- leitni sina til að koma á frið- samlegum viðræðum milii stór- veldanna. Hafa þeir jafnan boð- izt til að hýsa slikar viðræður. Rétt fyrir utan Helsinki er fræg- asta ráðstefnusetur þeirra, Dipoli. Húsið, sem sést á mynd- inni, er reyndar á veturna félagsheimili nema við tækni- háskólann. Að lokum skulum við skoða mynd af borgarleikhúsinu i Helsinki. Byggingin er 7 ára gömul og þykir ein hin allra glæsilegasta i Evrópu. Hér má sjá styttuna af Alexander II, en á stéttina allt I kring tylla ferðamenn sér gjarnan. Ráðstefnusetrið fræga Dipoli. Hér sést aðalbyggingin þar sem sal- irnir eru. Hér er mynd innan úr steinkirkjunni, sem hefur þægilegustu sæti fyrir áheyrendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.