Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Mánudagur 28. júli 1975. 3 Flykkjost sjúkfingar að Húsa- felfi í von um lœkningu? //Það er ekki lengur grun- ur, heidur staðreynd, að vatnið hér fer afar vel með húðina í öllum tilfell- um og bætir líðan fólks- ins", sagði Kristleifur bóndi á Húsafelli, er tal var haft af honum vegna fregna um lækningamátt vatnsins í sundlauginni. Kristleifur sagöist kunna mörg dæmi þess, að fólk hefði losnað við krankleika, sem hrjáð hefði það árum saman.við það að fara i laugina á Húsa- felli. Hann kvað ferðamanna- straum vera mikinn þarna upp eftir, og þar sem sömu fjöl- skyldurnar kæmu ár eftir ár, væri ekki eins mikið rými fyrir nýja gesti. Alls munu 70—80 manns geta dvalið I húsunum á Húsafelli i einu. Hörður Ásgeirsson, sem stofnaði samtök Soriasis-sjúk- linga, dvaldi nýlega að Húsafelli til að kynna sér þetta. ,,Ég dvaldi aöeins i 5 sólarlausa daga þarna og get þvi ekki dæmt um það,” sagði Hörður, en sagði að húð sin heföi óneitanlega hreinsast, en ekki hefði hann hlotið neinn bata. Hann sagði, að það eina sem virtist hjálpa sjúklingum, sem væru i sinum félagsskap, væri sól og sjór. Taldi Hörður, að ef sól væri að Húsafelli mætti vel vera, að vatnið he'fði góð áhrif á húðina. Hann sagði hins vegar, að það væri ekki rétt að láta einstak- linga dæma hvern fyrir sig. „Nauðsynlegt er að visindaleg athugun fari fram á aöstæðum að Húsafeili og siöan veröi gerð- ar tilraunir með einstaklinga,” sagði hann og bætti við: „Éger sannfærður um, að það er eitthvað sérkennilegt á Húsa- felli, en ég vil ekki draga álykt- anir af skammri dvöl þarna.” —BA. Hér sjáum viö nýju blómadrottninguna þeirra Hvergeröinga Sigriöi Guörúnu Hauksdóttur, krýnda. BLÓMADROTTNINGIN VINNUR í FISKVINNU Þetta er i fyrsta skipti i 9 ár, að stúlka utan Hveragerðis vinnur keppnina um titilinn. Sigriður hefur aldrei komið á ball I Hveragerði áður, enda nokkuð langt að, frá Sauðár- króki. Hin 18 ára blómarós kom suður að vinna fyrst árið 1974, en nú eru foreldrar hennar að flytja hingað, svo aö Norðlend- ingar verða að sjá af hinni nýkjörnu blómadrottningu. og hugsar ekki um fyrirsœtustörf Nei, mér hefur aldrei dottið I hug að leggja fyrirsætustörf fyrir mig,” segir hin nýkjörna blómadrottning Hverageröis, Sigriður Guðrún Hauksdóttir, I stuttu rabbi við Vísi, en hún vinnur i fiski á Kirkjusandi. mundir, sem spilaði fyrir dun- andi dansi hjá Hvergerðingum á laugardaginn var. 5 stúlkur tóku þátt i keppn- inni. Þar á meðal ein islenzk bú- sett i Sviþjóð. —evi. Sigriður sagðist hafa fengiö tvo ofsalega flotta blómvendi i tilefni krýningarinnar. Sviðið heföi verið fagurlega skreytt, og þaö var hljómsveitin Eik, sem hiklaust er á uppleið um þessar Sigriöur (önnur f.h.) varö hlutskörpust af fimm. Hún er frá Sauðárkróki og þetta er I fyrsta skipti i 9 ár sem annar en Hvergerðingur hreppir titilínn. Ljósm. H.S.S. Dilkakjötið ókeypis fyrir þó sem vilja: Of langt að sœkja það til Nýja Sjólands Dilkakjöt fengið ókeypis á Nýja Sjálandi yrði dýrara komið i verzlanir hér heldur en Islenzka dilkakjötið. Flutningskostnaður myndi verða um 800 krónur á kiló. Offramleiðsla á dilkakjöti á Nýja Sjálandi hefur gert það að verkum, að mönnum er gefinn kostur á aö taka eins mikið kjöt og þá lystir, án þess að greiða eyri. „Kostnaður við slíka ferð yrði um 25 milljónir króna, sagði Gunnar Hilmarsson hjá Flugleið- um, er hann var beðinn að reikna út, hvað slik ferð kostaði. Gunnar sagði, að útreikningar sinir gætu skeikað um 20%. Stór hluti af kostnaðinum lægi i þvi, að senni- lega yrði að nota 3 áhafnir á þessari löngu leið, sem er 50 klukkustundir fram og til baka. Gunnar sagði að þotur félagsins gætu flutt þetta 30—35 tonn, sem þýddi, að lágmarkskostnaður væru 750 krónur á kiló hingað komið. Þess má geta, að islenzkt dilka- kjöt er greitt niður um 198 krónur pr. kiló.Súpukjöt kostar nú i smá- sölu 322 krónur kilóið, en læris- sneiðar, sem eru dýrastar af dilkakjötinu, 456 krónur pr. kíló i smásölu. —B.A. Stœrsta skótamót heims í Noregi: Ragnhildur Helga- dóttir setur mótið Nordjamb, eitt mesta skáta- mót, sem efnt hefur veriö til fram að þessu, verður sett i Noregi þann 29. júli. Það eru Norðurlöndin i sameiningu, sem halda þetta mót I Noregi, og verða gestir mótsins hvaðan- æva úr heiminum. Af þessu tilefni mun Ragn- hildur Helgadóttir, forseti Norðurlandaráðs, halda opnun- arræðu á mótinu að ósk undir- búningsnefndar mótsins. En forsætisnefnd Norðurlandaráðs er heiðursstjórn mótsins. í viðtali við Ragnhildi Helga- dóttur sagði hún, að i undir- búningnum að skátamótinu hefði mikil áherzla verið lögð á ýmis atriöi i fornnorrænni sögu. Ekki hvað sizt fornnorræna stjórn- og lýðræöisskipan. Anægjulegt væri fyrir ísland, aö mikil áherzla væri lögð á hið is- lenzka Alþingi á þessu móti. Sagði Ragnhildur, að tilgang- ur mótsins væri m.a. að treysta einingu og vináttu Norðurlanda- þjóðanna og annarra þjóða. —HE Hér eru skátar frá Islandiaö tygja sig til Nordjamb INoregi núna um helgina (Ljósmynd VIsis BG)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.