Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 28. júli 1975. ! EUTER ■ P/NTB ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Guðmundur Pétursson Goncalves ögrar stjórnarandstöðu Portúgals Hinn umdeildi for- sætisráðherra her- stjórnarinnar i Portúgal, Vasco Goncal- ves, hershöfðingi, ögraði i gærkvöldi stjórnarand- stöðunni með yfirlýs- mgu um að binda endi á einkareksturinn. Þetta var fyrsta ræða Goncalves eftir myndum nýju þriggja manna-stjórnarinnar. Kom þar skýrt fram, að hann er ráðinn í aðhrinda i framkvæmd þeirri stefnu kommúnista, sem leiðir af sér afnám einkarekstrar, — og það þrátt fyrir megna and- stöðu meirihluta þjóðarinnar gegn kommúnistum. Forsætisráðherrann sagði þó, að eins og sakir stæðu, væri ómögulegt að hrinda þessari hug- sjón i framkvæmd, sem hlyti að vera lokamark byltingarinnar. Enn væri stór hluti samfélagsins, sem ekki styddi byltinguna, og það yrði erfitt verkefni að vinna þann hluta á hennar band. Um helgina gerðu kommúnistar aðsúg að útifundum og mótmælagöngum stjórnarand- stæðinga. Kom viða til minni- háttar átaka, en herflokkar gengu i milli. Sósialistar f Portúgal hafa ekki látið æsingamenn kommúnista aftra sér frá þvi að mótmæla stefnu stjórnarinnar. A 10.000 manna mótmælafundi i Lissa- bon um helgina tók þessi mið- aldra kona sig út úr hópnum og faðmaði leiðtoga sósialista, Mario Soares, að sér fyrir bar- áttu hans. Sakharov gagnrýnir Vesturlönd linkind Rússneski eðlisfræö- ingurinn, Andrei Sakhar- ov — forvígismaður mannréttindabaráttunn- ar í Sovétríkjunum — hefur gagnrýnt Vestur- lönd fyrir að hafa ekki hindrað, að kommúnism- inn kæmist til valda í Suður-Víetnam og Kam- bodíu. Fréttaritið „Time” birtir glefsur úr nýrri bók Sakharovs, þar sem hann segir m.a.: „Bandarikin hefðu átt að sýna meiri staðfestu og leggja ein- dregið að Sovétrikjunum að senda ekki vopn Norður-Vietnams.” Bókina kallar Sakharov „Landið mitt og heimurinn”, en bókin á að koma út siðar á þessu ári. Hann liggur samherjum Bandarikjamanna mjög á halsi fyrir ósigrana i Suðaustur-Asiu. „Að miklu leyti er við Vestur-Evrópulöndin, Japan og riki „þriðja heimsins” að sak- ast, þar sem þau lögðu ekki bandamanni sinum lið i and- spyrnunni gegn hættunni i Asiu,” skrifar Sakharov. Hann tekur mjög undir til- raunir Henry Jacksons þing- manns og annarra, sem reynt hafa að nauðga Sovétrikjunum til að veita Gyðingum og öðrum ferðafrelsi úr Sovétrikjunum. — „Ferðafrelsið er mjög mikil- vægt þeim, sem heima verða um kyrrt. Rétturinn til þess að yfirgefa land, ef mönnum sýnist Gamalt njósna- mól dregið fram Sovézkur kvennjósnari mun hafa fyrirfarið sér, eftir að hún hafði verið numin brott af alríkis- lögreglunni bandarísku, FBI, og neydd til þess að starfa í þágu hennar. Blöð i New York halda þvi fram, að konan hafi verið eins konar gjaldkeri og launagreið- andi sovézkra njósnara i New York á kalda striðs-timanum. Um leið er skýrt svo frá,að erindrekar FBI hafi tekið konuna til yfir- heyrslu og haldið henni i þrjá sólarhringa, en siðan flutt hana aftur til ibúðar hennar, þar sem þeir höfðu komið fyrir hlerunar- útbúnaði. Sex klukkustundum siðar heyrðu þeir skothvell i gegnum hlustunartæki sin. Nokkru siðar heyrðu þeir lögreglumann koma inn i ibúðina og segja: „Hún er dauð. Sjálfsmorð.” Sum blöðin segja, að i ibúð kon- unnar hafi átt að vera um 300.00 dollarar, sem aldrei hafi siðan komið fram. Láta þau i veðri vaka, að lögreglumenn, sem fyrstir komu á staðinn, hafi stundið peningunum undan. — önnur blöð segja, að féð hafi runnið beint i rikissjóð. Sakharov gagnrýninn á undan- látssemi Vesturlanda. svo, er einskonar trygging á mannréttindum þierra,” segir Sakharov. Hvítir menn flýja Angola Blóðugir bardagar í Angola Tuttugu og sjö brezkir ríkisborgarar komu til London í gærkvöldi í flug- vél frá Angola, en útlend- ingar flýja nú unnvörpum þessa fyrrverandi nýlendu Portúgala vegna blóöugra átaka frelsishreyfinganna. Portúgalskir herflokkar umkringdu í morgun aðal- stöðvar frelsishreyfingar marxista í Luanda, og kom þar til skotbardaga, sem kostuðu 20 manns lífið. Portúgalarnir kröfðust þess, að skæruliðar, sem i gærkvöldi höfðu stöðvað jeppa með portúgölskum hermönnum, afvopnað þá og sið- an skotið á þá, þegar þeir óku brott, yrðu seldir þeim i hendur. — Tveir portúgalskir hermenn höfðu særzt alvarlega. En leiðtogar marxista neituðu að verða við þessari kröfu. Meðan portúgalski offiserinn þjarkaði við leiðtoga marxista, hófu skæruliðar skothrið á portú- gölsku hermennina utan við aðal- stöðvarnar. Kom þá til bardaga með ofannefndum afleiðingum. Vopnahléð, sem frelsishreyf- ingarnar höfðu lofað að gera með sér, hefur aldrei orðið neitt nema orðið tómt. Fréttir berast af hörð- um bardögum milli marxista og hægrisinnaðrar frelsishreyfingar um 430 km austur af Luanda. Fólk hefur flúið átökin og leitað verndar hjá portúgölsku her- flokkunum, sem enn eru i land- inu. Portúgalar hafa orðið að yfirgefa herskála sina, sem eru að fyllast af flóttafólki. Er þeim mikili vandi á höndum við að fæða allt þetta fólk. Skæruliðar frelsishreyfingar marxista I Angola meö alvæpni, en ekkert hefur orðið úr vopnahléinu, sem báðar hinar strið- andi fylkingar höfðu lýst yfir. I húpnum var ræðismaður Breta i Angola, og sagði hann, að ástandið væri orðið mjög hættu- legt útlendingum, en ennþá væri þó ekki um að ræða neinar of- sóknir á hendur hvitu fólki i Angola. „Hvitir menn hafa verið látnir i friði til þessa, en það hafa verið fjöldaaftökur svartra á svört- um,” sagði hann. I hópnum, sem kom til London frá Angola i gærkvöldi, voru 10 bandariskir rikisborgarar, 5 hol- lenzkir, 5 italskir, 2 irskir, 1 vess- ur-þýzkur, 1 norskur, 1 franskur. 1 braziliskur, 1 kanadiskur og 1 svissneskur. Flest þetta fólk fór frá verð- mætum, sem það varð að skilja eftir i Angola. Menn kviða þvi, að fyrr eða sið- ar snúi hinir herskáustu meðal blökkumanna blóðþorsta sinum á hendur hvitum ibúum Angola. eins og reynslan hefur oftast orðið i þeim nýlendum Afriku, sem fengið hafa sjálfstæði. Menn hugsa enn með hryllingi til múg- morðanna, nauðgana og annarra ofsókna, sem hvitir sættu i Kongó á fyrstu vikum, eftir að Kongó varð sjálfstætt riki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.