Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 28. júli 1975. VÍSIR y Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjórar: Fréttastjóri: Ritstjórna rfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Þorsteinn Páisson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Sitnar 11669 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sföumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf. Nýiðnaður er nauðsynlegur ítarlega útreikninga um mikilvægi þess að eíla nýiðnað á íslandi er að finna i nýrri iðnþróunar- áætlun, sem sérstök nefnd hefur unnið að á veg- um stjórnvalda. Með nýiðnaði er einkum átt við orkufrekan iðnað og aðra stóriðju. Nefndin býst ekki við fjölgun starfskrafta i sjávarútvegi og landbúnaði, en telur hins vegar, að almennur iðnaður þurfi að taka við 1000 nýjum starfsmönnum i útflutningsgreinum og að ný- iðnaðurinn þurfi að taka við 2000 nýjum starfs- mönnum, hvort tveggja á einum áratug. Nefndin bendir á, að vinnsluvirði á hvern starfsmann sé miklu hærra i nýiðnaði en i öðrum atvinnugreinum i landinu. Uppbygging ný- iðnaðar muni þvi stuðla mjög að þvi, að i framtið- inni verði unnt að halda uppi hátekjuþjóðfélagi á íslandi. I skýrslunni eru settar fram tölur til stuðnings þvi, að nýiðnaðurinn auki þjóðarframleiðsluna á mann, hækki tekjustig þjóðfélagsins, stuðli að fjölbreyttari atvinnuskipan i framleiðslu og þjón- ustu og hafi hagstæð áhrif á atvinnumöguleika. Bendir nefndin sérstaklega á mikilvægi járn- blendiverksmiðja á þessum sviðum. Þá er einnig minnt á, að nýiðnaðurinn framleiði til útflutnings og stuðli þar með að gjaldeyrisöflun og bæti sam- keppnisaðstöðu iðnaðarins. Vakin er athygli á, að ekki sé hagstætt að leggja innlent fjármagn i öll fyrirtæki i nýiðnaði. í sumum tilvikum séu fjármunir þjóðarinnar bet- ur komnir á öðrum sviðum, svo sem i orkuverum. Nefndin telur t.d. ekki heppilegt, að Islendingar leggi fé i álverksmiðjur, en hins vegar álitlegt að leggja fé i saltvinnslu og magnesiumbræðslu. Um þetta segir m.a. i skýrslunni: ,,í þeim tilvikum, að auðlindirnar, öll helztu að- föng, svo og tækniþekking eru innlend, kemur sérstaklega til álita, að meirihlutaaðild sé inn- lend, enda virðist þá geta farið saman hátt vinnsluvirði á mannafla og fjárfestingu. Verðlag aðfanga og hagnaður fyrirtækis er þvi meira háð innlendum aðstæðum og er eðlilegt, að innlendir aðilar hafi af þeim allan arð og vanda.” Að lokum segir nefndin i kaflanum um ný- iðnað: „Það er álit Iðnþróunarnefndar, að ráð- stöfun takmarkaðs hluta þekktra innlendra auð- linda til nýiðnaðar á afmörkuðum tima sé eðlileg stefna, er veitt geti ýmsa möguleika til frekari þróunar og auðveldað atvinnulifinu og efnahags- lifinu að laga sig að breyttum samkeppnis- og viðskiptaskilyrðum. Má lita á slikt timabil upp- byggingar orkufreks iðnaðar og annars ný- iðnaðar sem nýtt en afmarkað stig atvinnuþróun- ar hér á landi, er leitt geti til meiri efnahagslegs stöðugleika innanlands, stuðlað að hóflegu jafn- vægi i nýtingu auðlinda landsins ( þ.á.m. sjávar- auðlinda) og lagt grundvöllinn að jafnari og öruggari efnahagsþróun i framtiðinni á fjölþætt- um grundvelli.” Nefndin leggur til, að sérstök áherzla verði iögð á rannsóknir á sjóefnavinnslu og gosefnavinnslu að eigin frumkvæði íslendinga, en að erlendir aðilar hafi frumkvæði i að koma upp álverum og málmblendibræðslum. —JK Gæzluliöiö á ferö i Golanhæöum. VIÐ FRIÐAR- GÆZLU í SINAÍ Á sólbökuðum sandin- um i Sinaieyðimörkinni, innan gæzlusvæðis Sam- einuðu þjóðanna, sem stiar i sundur heri Egypta og ísraela, ligg- ur afhöggvin hönd egypzks hermanns. — Tvö lengstu fingurbeinin liggja i kross, eins og vonarmerki. Sama vonin einkennir lundar- far hermannanna i gæzlusveitun- um, sem á varðgöngum slnum um sandinn.taka til handargagns þessar og aörar minjar Yom Kippurstriðsins og leggja fram til sýnis blaðamönnum, sem heimsækja þá. Gæzlutimi þeirra átti að renna út á fimmtudaginn. En Egyptar, sem áður höfðu neitað að fram- lengja verutima gæzluliðsins, hafa oröið við áskorun öryggis- ráðsins um áframhaldandi þriggja mánaða gæzlu þessara sveita. Margur óbreyttur dátinn i öðrum herjum hefði verið þvi fegnastur að mega hverfa heim. En þessum er sumum hverjum enn i minni, þegar Egyptar sendu gæzlulið S.Þ. burt frá Súez 1967, áður en striðið skall á, sem varð ekki beinlinis til að auka hróöur S.Þ. — Þeir urðu fegnir tiöindun- um um, að þeir yrðu kyrrir áfram. Brottför þeirra hefði get- að táknað að skammt væri til nýrra blóðsúthellinga á þessum slóðum. Það eru 4.176 hermenn þarna á vegum Sameinuðu þjóðanna: Svi ar, Finnar, Kanadamenn, Pól- verjar, Ghanabúar og Senegal- menn. Flestir þeirra eru á þessari vopnahléslinu, sem mörkuð hefur verið með varðstöðvum þeirra á Siani-eyðimörkinni. 10 km breið og 160 km löng teygir hún sig frá Port Said við Miðjarðarhafið til Port Suez við Rauðahafið. Félagsskap hafa hermennirnir engan annan en sjálfan sig, og svo sólina. Þessa stööugt brennandi sól, sem stundum hitar allt upp I 44 gráður á Celsius i forsælunni. Fyrir augunum er ekkert nema sandur og aftur sandur og ein og ein eyðimerkurplanta, sem stendur upp úr. Leiðigjarnt til lengdar, ef ekki væri um ein mill- jón jarðsprengja falin i sandin- um eftir tsraela og Egypta til þess að bægja leiðindunum burt. Ein milljón jarösprengjur gera 240 jarðsprengur á hvern her- mann gæsluliðsins, 625 á hvern ferkilómetra gæzlusvæðis þeirra. Hver hefur áhyggjur af þvi, aö Umsjón: GP landslagið sé tilbreytingalitið við slikar aðstæður? Ef ekki eru jarðsprengjurnar til að fanga hugann, þá eru eilift nálægar hersveitir Egypta og Israela til að draga að sér athygli gæzlumannanna. — Hvað skyldu þeir nú vera að aðhafast þarna fyrir handan? Er þetta ný fall- byssa, sem þeir eru að koma þar fyrir? Og er þetta ekki eldflauga- stæði, sem þeir eru að hrúga upp hinurn megin? Meö þessu eiga þeir að fylgjast, en það er algert leyndarmál, hvers þeir verða varir. Þeirra hlutverk er ekki að njósna um annan aöilann til þess að láta hinn vita. Þeir skoða hlutverk sitt sem eins konar lögreglustarf. Einn daginn sjá þeir, að tsraelar aka gömlum Shermanskriðdrekum uppi á gæzlulinunni. Upp af skrið- drekanum ris vökvalyftur armur (eins og á slökkvibílum með körfu). Þrjátiu metra teygir hann sig upp I loftið með liðsforingja efst á endanum. — Hvað er á seyði? — Liðsforinginn nýtur viðsýnis og beinir sjónaukanum yfir 10 km breitt gæzlubeltið til varnarlinu Egypta. Færanleg njósnastöð! Það er það, sem það er. Þótt S.Þ.-dátarnir líti viður- kenningaraugum á þetta uppá- tæki Israelskra starfsbræðra sinna, vita þeir, að þetta mun ekki alveg vera I anda samning- anna. Að þessu er fundið við ísra- elsmennina, en þeir hunza slikar aðfinnslur. Rétt eins og Egyptarnir gera hinum megin, þegar gæzluliðið vill framfylgja ákvæðum vopnahléssamningsins. Með þvi að reynt er að forðast öll átök, verða gæzludátarnir að horfa aðgerðarlausir á, að tilmælum þeirra er ekki sinnt. Skyndilega heyrist skothrina úr vélbyssu Egyptamegin og strjálir riffilskothvellir fylgja. Er nú striðið skollið á, eða hvað? Sænskir dátar eru sendir i skyndi á hljóðið. Óviljaverk, segir egypzki offiserinn. Skal ekki koma fyrir aftur. Báðum megin viö gæzluröndina eru taugaóstyrkir hermenn með fingurna á gikknum. Þeir hleypa af við minnsta tilefni. Sú tilhugs- un ein dugir til þess að menn geta gleymt jafnvel jarðsprengjunum. Nú er það svo, að enginn gæzlu- dátanna gerir sér neinar grillur um, að þessi 4 þúsund manna liðs- afli þeirra geti afstýrt striði, eða stöðvað herina sitt hvoru megin við þá, ef slikt bæri upp á. Samt eru þeir stoltir af hlutverki sinu og draga ekki i efa þýðingu þess. Hermaöur Sameinuöu þjóöanna sitjandi i stól, fylgist meö her- mönnum Egypta, en aö baki honum eru tsraelsmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.