Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 7
Vfsir. Mánudagur 28. júlí 1975. 7 k SÍ-OAIM i Umsjón: Hildur Einarsdóttir Hvað verður um afbrota- menn eftir að þeir koma úr íslenzkum fangelsum? Það, sem hér fer á eftir, er samantekt úr ritgerö til B.A. prófs i almennum þjóðfélags- fræðum við Háskóla ís- lands og er eftir Ester Guömundsdóttur. Fjallar ritgerð henn- ar um afbrot og af- brotaferil 55 islenzkra fanga. I þessari samantekt verður skýrt frá athugun á mönnum, sem losnuðu úr afplánun úr is- lenzkum fangelsum árið 1968, einkum með tilliti til þeirrar spurningar, hve margir leiðast út i afbrot aftur eftir að hafa tekið út refsingu sina i fangels- inu. Vinnuhælið að Litla-Hrauni er aðalfangelsi Islendinga. Þar er rými fyrir 52 fanga. Upphaflega var þetta hús byggt sem fjórðungssjúkrahús á Suðuriandi 1922. Með tilliti til þessa er at- hugaður afbrotaferill 55 ís- lenzkra fanga frá þvi þeir ljúka afplánun 1968 og fram til 1. janúar 1974. Inn i þetta verður fléttað nokkrum fræðilegum vangaveltum. Brjóta afbrotamenn af sér aftur innan 5 ára frá úttekt refsingar? Margarrannsóknir hafa leitt i ljós, að flestir afbrotamenn brjóta af sér aftur innan 5 ára frá úttekt refsingar, ef þeir á annað borð leiðast út i afbrot aftur. Mestar likurnar fyrir af- broti aftur eftir að sakamaður hefur lokið fangavist sinni, er á fyrsta árinu á eftir eða jafnvel á fyrstu mánuðunum eftir að þeir losna. Þetta kom einnig fram i isl. athuguninni. þvi að eftir 1968, þá voru það 41% hópsins, sem lentu i fangelsi innan eins og árs og 63% innan fimm ára eða samtals 35 menn. En 36% heildarhópsins eða 20 menn lentu ekki i fangelsi aftur eftir afplánunina 1968. Flest afbrotanna voru auðgunarbrot, eða um 83%. I flestum tilfellum var um smáþjófnað og gripdeildir að ræða eins og t.d. stuld á út- varpstækjum, úlpum, kulda- stigvélum og fleiri þess háttar munum. Einnig var nokkuð al- gengt, að tékkheftum væri stol- ið og tékkar falsaðir og seldir eða jafnvel nýir ávisanareikn- ingar stofnaðir með fölsuðum tékkum og þannig hægt að halda áfram að svikja út fé. Afbrota- mennirnir virtust komast yfir mestu verðmætin með tékka- falsi. Edwin H. Sutheriand greinii þjófa i tvo hópa : Atvinnuþjófa, sem gera þjófn- að að atvinnu sinni, þ.e. þeir stela til þess að hagnast á þvi. Þeir skipuleggja þjófnaðinn fyrirfram og þeir verða að hafa næga tæknilega þekkingu og að- ferðir við iðju sina. í fæstum tilvikum hefur fristundaþjófur- inn eitthvað af þessum atriðum. Samkvæmt þessari skiptingu eru flestir islenzkir þjófar fri- stundaþjófar, þ.e. þeir gera þjófnað ekki að atvinnugrein sinni og skipuleggja hann yfir. leitt ekki fyrirfram. Hefðbundin brot og nú- tímabrot I seinni tið hefur afbrotum verið skipt niður i hefðbundin afbrott.d. þjófnaðog gripdeildir og nútima afbrot (hvítflibba- brot), t.d. skattsvik. Sutherland skilgreinir hvit- flibbabrot sem brot, sem manneskja i hárri þjóðfélags- stöðu fremur i sambandi við stöðu sina. Ennfremur segir Sutherland, að hvitflibbabrot eigi sér stað i fjölmörgum starfsgreinum og tekur sem dæmi lækna, sem selja alkohól og lyf ólöglega. Þau verðmæti sem um er að ræða i hvitflibbabrotum, eru oftast margfalt meiri en i heffr bundnum afbrotum. Hin hefðbundnu afbrot eru Þeir gæta vel lyklanna að fangaklefunum, þessir verðir laganna. Það er fremur þröngt um þá blessaða, sem verður að stinga inn öðru hvoru. Þarna sést inn ganginn f einu af fangelsum borgarinnar. þess eðlis, að mun liklegra er að upp um þau komist og flestir þeir, sem fremja þessi afbrot tilheyra lágstéttum. Siður kemst upp um hvitflibbabrotin, þar sem ekki er litið á mennina, sem fremja þau sem liklega afbrotamenn, þ.e. þeir tilheyra efri stéttum. Afbrot lágstéttarmanna meðhöndlar lögreglan, ákæru- valdið og réttardómar og þeir nota viðurlög eins og sektir og fangelsun. En afbrot efri- stéttarmanna eru annað hvort ekki gerð opinber eða einhverjir sérdómstólar fjalla um málið og viðurlögin eru oftast i formi að- vörunar, leyfissviptinga o.þ.h. og ekki nema i einstöku tilfell- um fangelsisdómur. Sutherland segir, að hvit- flibbamennirnir liti ekki á sig sjálfa sem afbrotamenn og al- menningur og afbrotafræðingar ekki heldur. En hviflibbabrotin séu raunveruleg afbrot og lita beri á þau sem slik. Af þeim 55 mönnum, sem losnuðu úr afplánun 1968, sat enginn inni vegna hvitflibba- brota. Og af þeim 1727 atriðum, sem skráð hafa verið á saka- skrá þessara manna, er ekki eitt einasta hvitflibbabrot. Þetta eru þvi allt hinir hefðbundnu af- brotamenn og flestir fást við alls konar smáþjófnað og tékka- fals. Flestir þessara manna tilheyra hinum lægst settu hóp- um þjóðfélagsins og fellur það inn i hinar hefðbundnu kenning- ar um afbrotamenn, þar sem eitt aðaleinkenni afbrota- mannsins er talið vera það aí tilheyra lágstéttunum. Er samvinna i afbrot- um á islandi? Á timabilinu 1. jan. 1968 — 1. jan. 1974 hlaut 41 maður, af þeim 55 mönnum, sem losnuðu úr afplánun 1968, samtals 145 dóma, þar af voru 55 dómar eða 38%, sem náðu yfir fleiri en eina persónu, þ.e.a.s. tveir eða fleiri tóku þátt i afbrotinu. En i 90 dómum eða 62% voru þeir dæmdir einir sér, þ.e. aðeins einn maður framdi brotiö. Það virðist þvi algengara að þessir menn séu einir að verki en að þeir vinni saman i hóp. I langflestum tilfellum er um samvinnu að ræða i þjófnaði og gripdeildum og einnig nokkuð oft I skjalafalsi (oftast tékka- falsi). Menningarkimi af- brotainanna.er hann til hér á landi? Félagsfræðingar lita á afbrot sem atferli og allt atferli er lært vegna samskipta við aðra, þess vegna eru atbrot lærð. Þeir, sem fástvið afbrot, vilja hafa sam- skipti við aöra, sem einnig stunda afbrot og lita umheiminn sömu augum. Hópar sem hafa þannig sérstöðu geta myndað það sem félagsfræðingar kalla menningarkima. Menningar- kimi hefur ákveðin gildi og ákveðnar reglur og tileinkar sér ákveðið hegðunarmynstur. Þessi ákveðni lifsstill og gildismat, sem m.a. felst i þessu orði menningarkimi, lærist að- eins vegna samskipta við aðra, sem þegar hafa tileinkað sér þetta ákveðna menningar- mynstur. Samheldni, tryggð og vinátta myndast innan hópsins og byggist á utanaðkomandi þrýstingi, þ.e.a.s. þeir standa saman gagnvart utanaðkom- andi aðilum. Sérstakur orðaforði er oft hluti menningarkimans og verður tákn hópsins, takmarkar hann og eykur um leið sam- heldnina. Af þeim 37 mönnum, sem losnuðu úr afplánun frá Litla Hrauni 1968, hafa 14 eða 38% þeirra gælunöfn, þ.e.a.s. þeir ganga ekki undir sinum eigin nöfnum, heldur hafa gælunöfn eða viðurnefni vegna einhvers atburðar á afbrotaferli þeirra. Þessir 14 menn hafa mun fleiri atriði á sakaskrá sinni, ef borið er saman við heildarhóp- inn, einnig hafa þeir hlotið mun fleiri dóma en hinir. Afplánunartimi þeirra eftir 1968 er þó nokkuð lengri en afplánun- artimi heildarhópsins. Einnig virðist komutiðni þeirra vera hærri. Þetta gefur til kynna, að þess- ir 14 menn séu mun athafna- samari við afbrot en hinir, sem ekki hafa gælunöfn eða viður- nefni. Þvi er freistandi að álita, að þarna sé um að ræða ein- hvers konar menningarkima afbrotamanna. Einnig er ástæða til að halda, að hópurinn verði til innan fangelsins og eflist og þróist svo jafnt utan þess sem innan. Lokaniðurstöður Flestir fangar i islenzkum fangelsum eru I fyrsta lagi vanaafbrotamenn (smáþjófar og aðrir sem oftast gerast sekir um auðgunarbrot). 1 öðru lagi eru menn, sem gerzt hafa sekir um alvarleg afbrot (eins og t.d. manndráp og likamsárásir). I þriðja lagi eru barnameðlags- skuldarar. Með tilliti til, hve margir vanaafbrotamenn sitja inni i is- lenzkum fangelsum, vaknar sú spurning, hvort sáralitil fylgni sé milli refsingar og afbrota- hneigðar. Svo virðist vera, eftir þessu að dæma. Þvi vaknar önnur spurning: Til hvers eru fangelsi okkar Islendinga? I lokaorðum i ritgerð Esther- ar Guðmundsdóttur segir: — Fangelsi okkar Islendinga virðast þjóna fyrst og fremst þvi hlutverki að vera geymslustofn- anir, sem taka vanaafbrota- menn úr umferð um tima og gera þá þannig óskaðlega og um leið vernda þjóðfélagið og þegna þess fyrir vissum afbotum og afbrotamönnum og ef til vill til varnaðar öðrum frá þvi að fremja sams konar afbrot. Minna virðist aftur á móti vera um, að mennirnir endur- hæfist i fangelsinu, þ.e. að þeir fremji afbrot siður eftir að þeir losna úr fangelsum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.