Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 10
10 Vísir. Mánudagur 28. júli 1975. Visir. Mánudagur 28. júll 1975. ' mS0ms8?i Byr í seglin hjá Þrótti og Breiðablik Sigruðu í sínum leikjum um helgina, en Ármann og Selfoss töpuðu bœði stigum í keppninni í 2. deild Umsjón: Kjartan L. Pálsson Þrúttur og Breiöablik fengu hagstæö- an byr I seglin um belgina, þegar kcppinautar I 2. deild — Armann og Selfoss — töpuöu stigum i leikjum sín- um á Noröurlandi, en sjálf náöu þau sér I tvö stig I sinum lcikjum. Þróttur náöi báöum stigunum I leiknum viö Ilauka i Ilafnarfiröi á föstudagskvöldiö. Var þaö ösann- gjarnt, þvi aö Ilaukarnir voru betri aö- ilinn og áttu i það minnsta aö fá annað stigiö, ef ekki bæöi út úr viðureigninni. En það eru mörkin, scm gilda, og gullfallcgt mark Þorvaldar í. Þor- valdssonar nægöi Þrötturunum i þess- um leik. Var vel aö þvi unniö af fram- linu Þróttar — eitt af þvi fáa, sem hún geröi vel I þessum leik. Breiöablik tók sln tvö stig á ólafs- vik, þar sem heimamenn uröu tvivegis aðsækja knöttinn I netið hjá sér. Ólaf- ur Friöriksson sá um aö koma honum þangaö I fyrri hálfleik, en Heiöar Breiöfjörö i þeim siöari. Vikingarnir áttu nokkur góö tæki- færi I leiknum — þaö bezta, er Asgeir Eliasson fyrrum Framari átti dúndur- skot á markið, en Sveinn Skúlason varði þá meistaralega vel. Selfyssingar töpuðu stigi á Arskógs- strönd, þrátt fyrir aö þeir ættu meira i leiknum en Reynir. Viö mikinn fögnuö heimamanna kom Gunnar Valvesson Reyni yfir sneinma I siöari hálfleik. En fleiri inörk fengu þeir ekki að sjá af bálfu sinna manna — þaö næsta kom frá Selfyssingum —og þar var marka- kóngur þeirra, Sumarliði Guöbjarts- son á feröinni. A Ilúsavik áttust viö Vöisungar og Armann. Þeirri viöureigu lauk einnig með jafntefii, 1:1. Fyrir heimaliöiö skoraöi gamli landsliösmaöurinn Hreinn Elliöason, en fyrir Armann þeirra bezti maöur I undanförnum leikjum — Jón Hcrmannsson. Höfnuðu í 16. sœti á EM í körfuknattleik Islenzka unglingalandsliöiö i körfu- knattleik hafnaöi I l(i. sæti i Evrópu- mótinu I Grikklandi, sem lauk nú fyrir hclgina. I ferðinni, sem tók tiu daga, léku Is- lenzku piltarnir niu leiki og voru þvi orðnir slæptir og þrcyttir, þegar aö siðasta leiknum kom, scm var gegn Frakklandi. Bætti heldur ekki úr skák, að aðeins niu piltar voru I feröinni — Bandaríkin fengu flest verðlaun á HM í sundi liörkuspcnnandi keppni var ó milli Bandarikjanna og Austur-Þýzkalands siöasta dag HM-keppninnar I Cali i Colombiu I gær. Þá var barizt um að fá sem flest vcrölaun og þá aöallega gult- verölaunin. Útkoman I gær var öll Bandarikjun- uni I vil — þau sönkuðu aö sér gullinu liverju á fætur ööru og fóru meö sigur af hólmi i þeirri viöureign. Þaö, sem hjálpaöi þeim mest, voru dýfingarnar og skrautsund?? og svo aö sjálfsögöu bnndariska karlaliöiö. Aftur á móti sáu austur-þýzku stúlkurnar aö mestu um verölaunin I kvennasundgreinun- um, þar scin þær settu hvert metið á fætur öðru, eða voru alveg viö þau. Verölaun I keppninní skiptast þann- þrem færri en hin liðin öll voru meö — og var þvi ekki mikið um hvildir. Lcikurinn viö Frakka tapaöist með 4 stigum — 58:54 — en lengst af var is- lenzka liöið yfir. Sá leikur var sjötti leikurinn, sem islenzka liöið tapaöi 1 feröinni, en það sigraöi I þrem leikjum — gegn Austurriki, Skotlandi og Eng- landi — ogmá telja það góöan árangur hjá þessu unga og fámenna liði okkar. —klp— ig: Fyrst talið gull siöan silfur og loks brons. Bandarikin l(í 11 10 Austur-Þýzkaland II 7 5 Sovétrikin 2 5 4 Bretland 2 1 5 Kanada 042 Holland 0 2 3 Vestur-Þýzkaland 1 2 I Japan o 1 3 Ungyerjaland 3 1 0 ilalía 1 i 2 Astralia 12 0 Sviþjóö 001 Mexikó 0 0 I —-klp— „Lukkutröll” FH-stúlknanna, bangsinn Kári, fékk sinn verðlauna- pening eftir sigurinn gegn Fram, Þaö er Helgi Danielsson, formaður mótanefndar KSl, sem nælir peningnum i eyra hans og Kári sagöi ekki orð, enda á hann ttaliuferð i vændum. Ljósmynd: Jim. Músin lék á köttinn og sigraði hann létt Óvœnt úrslit í Eyjum þegar heimamenn sigruðu annað toppliðið í 1. deild 2:0 Eftir að hafa verið með galopna vörnina i siðustu leikjum skelltu Eyjaskeggjar henni I lás I leikn- um viö Fram i Vestpjannaeyjum á laugardaginn. Það nægöi mús- inni, sem allir héldu að Eyja- skeggjar yrðu i leiknum við köttinn úr iteykjavik, og svo vel, að músin fór mcö sigur af hólmi. En til að sigra er ekki alltaf nóg að hafa lokaða vörn. Það verður lika að skora mörk, og það gerðu Vestmannaeyingar I leiknum. Orn Óskarsson sá um bæði mörk- in, og það nægði honum til að komast i efsta sætið á marka- skoraralistanum! 1. deild ásamt Guímundi Þorbjörnssyni úr Val. örn sló Framarana út af laginu strax á fyrstu minútu leiksins. Þá byrjuðu Eyjaskeggjar með boltann — Tómas Pálsson fékk hann eftir 2-3 sendingar og gaf á örn, sem var um 35 metra fra marki Fram. Hann lét þegar „vaða” og bolt- inn söng i netinu, áður en nokkur maður vissi af. Þegar þetta gerð- ist voru varla liðnar meira en 20 Nýju íslandsmeistararnir fá ítalíuferð að launum FH-stúlkurnar sigruðu í íslandsmótinu í kvennaknattspyrnu í gœr — unnu Fram í úrslitum 3:1 og sú sama skoraði öll mörk FH sekúndur af leiknum. Kom mark- ið alveg flatt upp á Framarana, en þeir náðu samt að jafna sig furðufljótt og hófu að sækja. Hvað eftir annað var spyrnt inn i vitateig IBV, og þar áttu þeir Marteinn Geirsson eða Jón Pét- ursson að skora — a.m.k. voru þeir mikið frammi i sókninni. En þeir höfðu litið i gömlu Vest- mannaeyjavörnina með Þórð og Friðfinn aftur á sinum stað að gera. Þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður, kom annað mark !BV. Var það gert eftir aukaspyrnu ut- an vitateigs, sem dæmd var á Arna Stefánsson markvörð. Framararnir stilltu upp i vegg — en um leið og flauta dómarans gall hlupu tveir Vestmannaeying- ar yfir boltann en örn lét skotið riða af og sendi hann i netið. Eftir markið færðist mikil harka i leikinn og varð Þorvarður Björnsson dómari oft að gripa til flautunnar og i „gula kortið”, enda þá fokið i marga. Voru Framararnir m.a. óánægðir með, að Þorvarður dæmdi ekki viti, þegar einn varnarmanna IBV handlék boltann inni i teignum, en hann sá það ekki og gat þvi ekki dæmt samkvæmt hrópum og köll- um þeirra. í siðari hálfleiknum sóttu Framararnir nokkuð undan vindi, en náðu aldrei að koma boltanum i netið. Oft munaði þó litlu. Sama má segja um tækifæri Eyjamanna — þeir átti m .a. skot i stöng og annað, sem Arni varði meistaralega. Mörkin urðu þvi ekki fleiri — leikmönnum Fram og þeirra aðdáendum til mikilla leiðinda, en heimamönnum tii mikillar ánægju, enda hafa þeir verið litt hrifnir eða ánægðir með sina knattspyrnumenn að undan- förnu. Örn Óskarsson skoraöi siðara mark Vestmannaeyinga I leikn- um við Fram á iaugardaginn beint úr aukaspyrnu. Hér er boltinn á leiöinni I markið og Arni markvörðurá leiöinni i hitt hornið. Ljósmynd: Guðmundur Sigfús- BMhI Skærasta stjarna FH I hand- knattleik kvenna — Svandis Magnúsdóttir — hefur löngum veriö dugleg við aö skora mörk I handboltanum. En hún getur einnig sparkaö boltanum I markiö, eins og komið hefur fram I kvennaknattspyrnunni I sumar og liún sannaöi eftirminnilega i úrslitaleiknum i gær. Þá skoraði hún öll þrjú mörk FH i úrslitaleik. íslandsmótsins i metið sitt! Norömaöurinn Arild Busterud tvibætti sitt eigiö Noregsmet I sleggjukasti á frjálsiþróttamóti i Hamar i Noregi um helgina. Gamla metið hans var 67,14 mctrar, en það sló hann i ööru kasti mcö einu, sem mældist 67,64 metrar. t siðasta kastinu bætti hann 20 sentimetrum við — 67,84 metra. 1 þessu sama móti setti Jostein Auktand nýtt Norðurlandamet unglinga i sleggjukasti — kastaöi 60,34 metra, og Sissel Andersen jafnaði Noregsmetiö I 100 metra grindahlaupi kvcnna, hljóp á 14,3 sekúndum. -klp- kvennaknattspyrnu, sem var á milli FH og Fram, og lauk með sigri FH 3:1. Þetta er annað árið i röð, sem FH-stúlkurnar sigra i þessu móti, og hafa þær borið af hinum liðun- um bæði árin. Það kom glöggt fram i leiknum i gær, þar sem Hafnarfjarðarstúlkurnar höfðu algjöra yfirburði yfir andstæð- ingana, sem þær þekktu lika vel úr handboltanum — enda bæði liðin að mestu skipuð handknatt- leiksstúlkum. FH-stúlkurnar hafa tekið knatt- spyrnuna nokkuð alvarlega — mætt vel á æfingar og sýnt áhuga I leikjunum, enda eiga þær i vændum ttaliuferð i haust. Hafa þær safnað sjálfar fyrir þeirri ferð og hafa mikinn áhuga á að standa sig vel i keppni við kvenn- fólkið á Italiu, þar sem kvenna- knattspyrna er orðin mjög vinsæl. Er þar t.d. komin atvinnu- mennska i mörgum borgum og þar keppt i brem deildum. -kip. FH, tslandsmeistararnir I knattspyrnu kvenna 1975 ásamt þjálfara sínum Helga Ragnarssyni. Aöal- markaskorari liðsins i sumar, Svanhvit Magnúsdóttir, er önnur frá vinstri I aftari röö, en hún skoraði öll mörk FH i leiknum I gær. LjósmyndJim. íslenzkur sigur og þrjú met í Kalottenkeppninni íslenzku keppendurnir sigruðu í tólf greinum af tutiugu og höfðu yfirburði í mörgum Þrjú islandsmet voru sett á Kalottenleikunum i frjálsum iþróttum, sem lauk I Tromsö i Noregi i gær. Stefán Hallgrims- son setti nýtt tslandsmet I 400 metra grindahlaupi, og islenzku stúlkurnár settu ný met i 4x100 og 4x400 metra boðhlaupi. Kalottenkeppnin, sem haldin er árlega — og verður hér á landi næsta ár — er á milli Islands, Norður-Noregs, Noröur-Sviþjóð- ar og Norður-Finnlands. 1 þetta sinn sáu Norðmenn um keppnina og gerðu það vel, enda getum við vel við unað, þar sem islenzka lið- ið fór með sigur af hólmi. Það hlaut 206 stig. Finnar urðu i öðru sæti með 192,5 stig, Norð- menn i þriðja sæti með 139,5 stig, en Sviar ráku lestina með 130,5 stig. Islendingarnir höfðu algjöra yfirburði i styttri hlaupunum — áttu tvo fyrstu i mörgum greinum og sigruðu einnig i mörgum kast- og stökkgreinum. 1 allt átti Island sigurvegara i 12 greinum af 20, sem keppt var i á mótinu og hafði yfirburði i þeim flestum að sögn norsku fréttastofunnar NTB, sem segir einnig, að lélegur árangur finnska liðsins, sem i var sumt af bezta frjálsiþróttafólki Finn- lands, hafi komið mikið á óvart. Eins og fyrr segir voru sett þrjú Islandsmetá mótinu. Stefán Hall- grimsson bætti sitt eigið met i 400 metra grindahlaupi — hljóp á 52,4 sek. Gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 52,7 sek. Islenzku stúlkurnar — Ingunn Einarsdótt- ir, Erna Guðmundsdóttir, Lára Sveinsdóttir og Maria Guðjohn- sen — hlupu 4x100 metrana á 49,4 sekúndum, Gamla metið var 52,2 sekúndur. Þá settu þær einnig nýtt Islandsmet i 4x400 metra hlaupi, en þar hlupu þær Ingunn Einarsdóttir, Erna Guðmunds- dóttir, Lilja Guðmundsdóttir og Sigrún Sveinsdóttir. Kom sveitin i mark á 4:01,4 min. Gamla metið var 4:01,5. I öðrum greinum, þar sem Is- lendingar urðu i fyrstu sætunum, var útkoman þessi: 100 metra hlaup karla-. Sigurður Sigurösson og Bjarni Stefánsson á 10,7 sek. 200 metra hlaup karla-5iguröur og Bjarni, báðir á sama tima eins og i 100 metrunum — 24,4 sek. I lang- og þristökkinu gekk öll- um keppendum illa nema Friðriki Þór, sem sigraöi i báöum grein- um. Stökk 6,68 metra i langstökki og 15,17 metra i þristökki. Valbjörn Þorláksson og Stefán Hallgrimsson urðu fyrstir og jafnir i 110 metra grindahlaupi — báðir á 15,2 sek. Erlendur Valdi- marsson sigraði i sleggjukasti og kringlukasti — sleggjan flaug 58,14 metra og kringlan 54,88 metra. Hreinn Halldórsson sigr- aði i kúluvarpi — kastaði 17,93 metra og Óskar Jakobsson varð annar i spjótkasti með 70,10 metra. Bjarni Stefánsson sigraði i 400 metra hlaupi á 48,9 sek, Steián annar á 49,6 sek. Agúst Asgeirs- son hljóp 3000 metra hindrunar- hlaup vel — varð þriðji á 8:58,4 min. Stúlkurnar stóöu sig með mikl- um sóma — sigruðu i boðhlaupun- um eins og karlmennirnir — og gekk vel i mörgum öðrum grein- um. Erna Guðmundsdóttir sigr- aði t.d. i 100 metra grindahlaupi og i 200 metra hlaupi. Lilja Guð- mundsdóttir, sem var kosin bezt af stúlkunum i islenzka liðinu — Bjarni Stefánsson fékk verðlaun karlmannanna — hljóp mjög vel i 800 og 1500 metra hlaupinu og sigraði i báðum greinum. 2:14,7 i 800 og 4:44,6 i 1500. Þórdis Gisla- dóttir varð önnur i hástökki — stökk sömu hæð og sú, sem sigr- aði, eða 1,62 metra. Nánar verður sagt frá þessari keppni — og birtar myndir, sem Bjarnleifur ljósmyndari okkar tók, i blaðinu á morgun. —klp— Ítalía Evrópumeistari íslendingar í 22. sœti á Evrópumótinu EVRÓPUMÓTK) Í BRIDGE i ♦ ♦! WÆ Italir urðu Evrópumeistarar i sveitakeppni i bridge enn einu sinni, þegar þeir unnu Evrópu- mótið I Brighton með miklum yfirburðum. En 1 keppninni um annað sætið sigruðu Israelsmenn, sem koma til með að verða fulltrúi Evrópu i heimsmeistarakeppninni 1976, þar sem Italir eru heimsmeistar- ar og senda hvort eð er sveit til að verja titilinn. Italska sveitin var skipuð Garozzo, Franco, Sbarigia, Mosca, Milano og Bi Stefano. Hnifjöfn og spennandi keppni Itölsku kvennasveitarinnar og þeirrar brezku i siðustu umferð- unum i kvennaflokki endaði með þvi, að brezku konurnar sigruðu. Evrópumeistarar kvenna eru þvi: Gordon, Markus, Esterson, Oldroyd, Landy og Gardener. Islenzka sveitin endaði i 22. sæti, meðan finnsta sveitin var i neðsta sætinu, þvi 23. 1 næstsiðustu umferð spilaði hún við israelsku sveitina. Fyrri hálfleikur endaði 17-44 fyrir Isra- el, sem jók enn við sig i siðari hálfleik, 27-56. Spiluðu Simon Simonars. og Stefán Guðjohnsen allan leikinn, en hinir skiptust á. — Vinningsstigin skiptust 20-0. 1 siðustu umferðinni á laugar- dag kepptu Islendingarnir við Ungverja og töpuðu einnig fyrir þeim 20-0. Unnu þeir þó siðari hálfleikinn 51-46, en það varð ein- ungis til að afstýra minusnum, þvi að fyrri hálfleikur hafði farið K7.1 fvrir Uneveria. Stefán.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.