Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 12
Vlsir. Mánudagur 28. jlíli 1975. • - arr'fNf'%: Skagomenn púður- lausir án Matta! Töpuðu 1:0 fyrir FH í Hafnarfirði - nokkuð sem emjum kom ttl hugar eftir 7:1 sigur þeirra i fyrri leiknum Ekki voru það kátir karlar, setn héldu heimleiðis upp á Akranes eftir viðureign FH og 1A I Kapla- krika á laugardaginn. Engan skal undra, þótt Skagamenn væru dá- Htið súrir I bragði. í fyrri leik þeirra við FH uppi á Skipaskaga vannst yfirburðasigur, svo flestir álitu, að FH-ingar yrðu þeim auð- veld bráð I þeim seinni, en það fór — eins ogoft Iknattspyrnunni — á annan veg. FH-ingar gengu með sigur af liólmi, skoruðu eitt mark, sem tryggði þeim bæði stigin og bætti mjög stöðu þeirra I 1. deild- iiiui, og hafa nú hlotið 9 stig. Hermann Gunnarsson marka- kóngurinn mikli skoraði sitt fyrsta mark 11. deild I ár I leikn- um gegn Viking á föstudags- kvöldið. A efri myndinni hefur hann auga á boltanum og á þeirri neðri þenur boltinn net- möskvana. Valur sigraði I leikn- um. 2:1. Ingi Björn Albertsson skoraði annað mark Vals, en Stefán Halldórsson mark Vikings. Ljósmyndir: Jim. En Akurnesingar fengu þó að- eins smyrsl á sárin. Framarar, þeirra skæðustu keppinautar, töpuðu einnig sínum leik við Eyjamenn, en sælt er sameigin- legt skipbrot stendur einhvers staðar. Hjátrúarfullir knatt- spyrnuunnendur telja, að tala stiganna, sem toppliðin hafa hlot- ið, eigi sinn þátt i óförunum, — en bæði hafa hlotið 13 stig, — tölu, sem mörgum liðum hefur reynzt erfitt að yfirstiga I 1. deildinni og svo ætlar einnig að reynast nu. En svo allri hjátrú sé sleppt, þá hljóta þeir Ólafur Danivalsson miðherji og Gunnlaugur Gunn- laugsson markvörður að teljast hetjur dagsins hjá FH. ólafur fyrir sitt eina mark, — sigur- markið — á fyrstu mlnú'tu og Gunnlaugur fyrir góða frammi- stöðu I markinu i sinum fyrsta leik, og er þar áreiðanlega mjög gott markmannsefni á ferðinni. Fæstir áhorfenda höfðu trú á þvi, að hið óvænta mark ólafs Dan. strax i upphafi yrði eina mark leiksins, en FH-ingar hafa mí greinilega, rétt eins og hin lið- in, lært þá kúnst að þjappa sér I KR-ingar í „kjallaranum í 1. deild eftir helgina ii vörnina, þegar staðan er þeim i hag og verjast siðan af öllum Hfs og sálar kröftum til að halda fengnu forskoti. I tæpar 89 minút- ur gáfu þeir Skagamönnum aldrei færi á að setja „spilamaskinuna" I gang og sjálfir létu þeir allar skipulagðar sóknaraðgerðir lönd og leið, — sendu knöttinn fram völlinn, iðulega án þess að nokkur væri þar til staðar til að taka við honum. Akurnesingar reyndu án afláts að jafna metin. En á mölinni i Kaplakrika voru þeir nánast eins og þorskar á þurru landi og þar við bættist, að Matthias Hall- grlmsson var I leikbanni, en án hans var framlinan eins og púð- urlaust skothylki, — allt „klikk- aði", þegar mest á reið, en þeir Karl Þórðarson, Arni Sveinsson og siðast en ekki sizt Teitur Þórð- arson áttu allir mjög góð færi á að jafna metin, en mistókst illa. ÍA- vörnin getur skrifað markið á sinn reikning, a.m.k. þrir stóðu eins og steinrunnir, þegar Ólafur fékk knöttinn og skoraði. Aftasta vörn FH átti stærstan þátt i sigrinum, með þá Janus og Magnús sem traustustu menn, en einnig áttu þeir Logi Ólafsson og Jón Hinriksson mjög góðan leik. Dómarinn, Guðmundur Haralds- son, leysti sitt verkefni vel af hendi. Ekki voru Skagamenn samt ávallt sáttir við úrskurði hans og fengu þrir þeirra að sjá gula spjaldið. EG/emm Keflvlkingar eru aftur komnir I toppbaráttuna, eftir sigur yfir KR-ingum 4:2 á Laugardalsvell- inum I gærkveldi. Að tlu um- ferðum loknum hafa þeir hlotið ellefu stig, aðeins tveimur færri, en efstu liðin, Fram og 1A, sem forustu hafa með 13 stig hvort félag. Staða KR-inga er orðin Iskyggileg. Farið er að slga á seinni hluta keppninnar og þeir sitja nú einir eftir á botninum, með sjö stig. Tony Knapp ætlar ekki að ganga eins vel með þá og landsliðið. „Sóknin er bezta vörnin", er þekkt spakmæli úr knattspyrnu- heiminum og i anda þess léku KR-ingar i gærkveldi. Auðvitað hafa þeir ætlað að sanna þá kenn- ingu, en raunin varð allt önnur. Þeir sóttu en IBK skoraði mörkin, — náði um tima þriggja marka mun, 4:1 en KR-ingar skoruðu að lokum úr umdeildri vitaspyrnu, sitt annað mark. STAÐAN 2. DEILD Staðan I 2. deild eftir leikina um helgina: Haukar —Þróttur 1:1 Völsungur — Armann 1:1 Reynir A —Selfoss 1:1 Víkingur Ó —Breiðablik 0:2 Breiðablik 10 9 0 1 38:6 Þróttur 10 8 1 1 21:8 Armann 10 5 3 2 16:9 Selfoss 10 4 4 2 Haukar 10 3 1 6 13:19 Reynir A 10 3 1 6 12:14 Völsungur 10 1 3 6 Vlkingur Ó 10 0 1 9 Markhæstu menn: Hinrik Þórhallsson, Breiðabl. 11 Sumarliði Guðbjarts>-. Selfoss 10 Ólafur Friðriksson Breiðablik 8 Þorvaldur í. Þorvaldsson Þrótti 7 KR-ingar hófu leikinn af mikl- um krafti, Hkt og gegn Val. Ætluðu þeir sýnilega að koma IBK I opna skjöldu, en varnar- múrinn var traustur fyrir og gaf sig hvergi, Gisli Torfason og Einar Gunnarsson, miðverðir, slepptu ógjarnan nokkrum knetti fram hjá sér i leiknum öllum. Einar lét sig heldur ekki muna um að fylgja vel eftir I skyndiupp- hlaupum IBK og það var hann, sem kom Keflvikingum á bragðið með glæsilegu marki af um 20 metra færi á 17. mínútu. Halldór Björnsson reyndi að keyra KR-liðið áfram I sókninni, og sköpuðust nokkur góð tækifæri fram að hléi, þar sem skothæfnin brást eða IBK vörnin bjargaði, oft á elleftu stundu, eins og þegar Astráður bakvörður var neyddur til að skjóta hörkuskoti, rétt framhjá eigin marki, — upp á von og óvon. Ekki voru liðnar nema örfáar minútur af seinni hálfleik, þegar Keflvikingum var dæmd vita- spyrna. Aðdragandinn var sá, að Hilmar Hjálmarsson, sem vex ásmegin með hverjum leik, brauzt fram miðjuna, knötturinn barst fyrir markið, til Steinars, sem reyndi skot. Magnús mark- vörður KR var kominn úr jafn- vægi, en náði þó aðeins að snerta knöttinn, en ekki hefta för hans áleiðis i markið. Halldór Björns- son sá sitt óvænna, varpaði sér glæsilega e'ins og þaulvanur markvörður og gómaði knöttinn á marklinunni. Steinar Jóhannsson skoraði siðan úr vitaspyrnunni, 2:0 KR-ingar létu samt engan bil- bug á sér finna þrátt fyrir mót- lætið og hertu sóknina. Eftir stanzlausan darraðardans I vlta- teig IBK tókst Ólafi Ólafssyni, miðverði, loks að skora með fallegri kollspyrnu ur horni. fyrra mark KR-inga, án þess að Þorsteini ólafssyni tækist að verja. Litlu siðar munaði minnstu, að Guðmundi Yngvasyni tækist að jafna metin. Hörkuskot hans af löngu færi hafnaði I þverslá, án þess að Þorsteinn hreyfði legg né lið til varnar. Seint i fyrri hálfleik var Grétar Magnússon, dugnaðarforkurinn mikli, tekinii út af. Var hann sýni- lega ekkert ánægður með þá ráð- stöfun og mörgum þótti hæpið að setja inn á i staðinn Friðrik Ragnarsson, gamalkunnan leik- mann, sem ekki hefur leikið með meistaraflokki alllengi. En þessi ráðstöfun átti eftir að bera ávöxt. Tvö seinni mörk IBK skoraði Friðrik, — að visu með dálitilli heppni, var á réttum stað eftir grófleg varnarmistök KR-inga og renndi knettinum af öryggi I netið. Sænski dómarinn, sem dæmdi Ísland-Noregur, sællar minn- ingar, fékk heldur betur orð I eyra fyrir vitaspyrnuna, sem hann dæmdi á Gisla Torfason. Annað- hvort eru isl. áhorfendur mjög glámskyggnir — eða þá að sá sænski hefur haft rétt fyrir sér eftir allt saman. Tvivegis siðan er búið að dæma vitaspyrnu á þenn- an sama Gisla, án þess að brotið sé augsýnilegt og það gerði Bjarni Pálmarsson einmitt I gær- kveldi. úr vitaspyrnunni skoraði Atli Þór Héðinsson, svo lokatölup leiksins urðu 4:2. Bjarni stóð sig vel i dómarahlutverkinu fram undir hið síðasta, að úthaldsleysið fór að há honum. Þrátt fyrir flughálan völl, sem minnti meira á skautasveíl en knattspyrnuvöll, var leikurinn hinn skemmtilegasti á að horfa og menn höfðu furðugott vald á knettinum á moldarflákunum, sem sýnilega vöktu athygli svip- brigðalausra Rússa, sem komu og virtu völlinn fyrir sér fyrir miðvikudagsátökin. —emm STAÐAN 1. DEILD Staðan 11. deild eftir leikina um helgina: Valur —Vikingur FH — Akranes tBV—Fram KR—Keflavlk Akranes Fram Keflavlk Valur Vlkingur FH tBV KR 10 5 3 10 6 1 10 10 10 10 10 10 2:1 1:0 2:0 2:4 18:10 13 11:6 13 12:10 11 13:12 10 12:10 9 7:16 9 10:15 8 8:12 7 Markhæstu menn: Örn Óskarsson IBV 7 Guðmundur Þorbjörnsson Val 7 Matthias Hallgrimsson Akran. 6 Steinar Jóhannsson ÍBK 5 Atli Þór Héðinsson KR 4 Teitur Þórðarson Akranes 4 Skil ekki hvað þeir vilja iþessu! 7:21 4:31 Þjálfaðar hendur Munda leika um styttuna og al't I einu...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.