Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 28.07.1975, Blaðsíða 20
VISIR Mánudagur 28. iúli 1975. Þrennt flutt með þyrlu á Gjör- gœzlu- deild — eftir bílveltu undir Hafnarfjalli Mikiö slys varö á laugardaginn i Slétteyrargili undir Hafnarfjalii, gegnt Borgarnesi. Þar fúr stór jeppi út af veginum, fram af tveggja metra háu ræsi. Hann hafnaði á toppnum og slösuöust allir, scm i honuin voru fjórir talsins. Svo vel vildi til, að læknir úr Reykjavik var með þeim fyrstu, sem kom á staðinn, og einnig kom héraðslæknirinn i Borgar- nesi mjög fljótt á vettvang með sjúkrabil. Einn hinna slösuðu var fluttur með sjúkrabilnum á sjúkrahúsið á Akranesi, en óskað var eftir þyrlu til að flytja hina þrjá til Reykjavikur. Slysavarnafélag tslands og Flugstjórnin i Reykjavik höfðu milligöngu um að útvega þyrlu frá varnarliðinu, og kom hún fljótlega á staðinn. Með henni var læknir, auk venjulegs sjúkraliðs. Fólkið úr bilnum, tveir piltar og ein stúlka, var flutt með henni á Borgarsjúkrahúsið i Reykjavik, þar sem piltarnir voru lagðir á gjörgæzludeild. Liðan þeirra var sögð sæmileg i morgun, en annar piltanna hlaut meðal annars mjög slæm höfuð- meiðsl. Sá sem fluttur var til Akraness, fékk að fara heim i gær. Sjónarvottar bera, að billinn hafi verið á hægri ferð, er hann fór út af ræsinu og ekkert athuga- vert við aksturinn. En billinn er talinn ónýtur eftir fallið. - SHH TEKNAR FYRIR VESKJA- ÞJÓFNAÐ Tvær stúlkur voru teknar fyrir veskjaþjófnað i veitingahúsinu i Glæsibæ um helgina. Þær játuðu sekt sina og munu að sögn iög- reglunnar hafa leikið þetta áður. Þaö eru alltaf nokkur brögð að slikum þjófnuðum á skemmti- stöðum og er þvi óráðlegt fyrir konur aö skilja veski sln eftir á boröinu, þegar þær fara út á dansgólfið. —ó.T. Reynt að grafa upp elzta bíl Skagamanna Byggðasafnið i Görð- um á Akranesi stendur fyrir allmerkilegum uppgreftri þessa dag- ana. Verið er að leita að fyrstu bifreiðinni, sem kom til Akraness. Ekki er vitað með vissu, hvaða tegund þetta var, en fróður maður um þessa hluti kveðst halda, að þetta hafi verið Ford-bifreið, sem hafi verið lengd og keðjudrifin að aftan. Þennan bil keyptu nokkrir Akurnesingar I félagi en bil- stjórinn var Sveinbjörn Odds- son. Gamlir menn á Akranesi telja, að bifreiðinni hafi verið ýtt niður í gryfju við Haraldar- húsin gömlu, þar eð bifreiðin var hinn mesti gallagripur og algerlega ónothæf. Á föstudag og laugardag var grafið með hjólskurðgröfu á þessum slóðum, en ekki fannst bifreiðin. Pétur G. Jónsson, bifvéla- virki, hefur unnið mikið við upp- gröftinn, Sagði hann i viðtali við blaðið f morgun að við uppgröft- inn hefðu fundizt gamlir hús- grunnar, en nú þyrfti að fá vitneskju um hvaða hús hefðu staðið á þessum grunnum. Þá gætu elztu menn á Akranesi, sem muna vel eftir bilnum, átt- að sig á hvar hann væri. Sagði Pétur, að fólk á Akra- nesi væri mjög áhugasamt um uppgröftinn, og öll vinna i sam- bandi við hann væri sjálfboða- vinna. Kvaðst Pétur bjartsýnn á, að bifreiðin fyndist, svo framarlega sem hún væri ekki undir einhverjum húsgrunn- inum. HE Endurminning fró vetrinum 73:____ VIKURINN REYNDIST HIN BEZTA EINANGRUN Þeir moka og moka i Eyjum, ákveðnir i að afmá sem mest ummerki eldgossins i byggð þeirra veturinn 1973. En núna um helgina kom jarðýta ofan á svolitla endurminningu frá þessum hrikalega vetri, — undir þykku lagi af vikri leyndist snjór frá þessum vetri, þegar ægilegar þór- drunur æddu yfir byggðina og engu var likara cn að byggð yrði allri eytt. Undir skaflin- uin var svo annað lag af vikri, en skaflinn var alldjúpur að sögn fréttaritara okkar i Eyj- um. Myndin sýnir jarðýtuna að verki við þessa snjó- og vik- urhreinsun. — JBP/ljósin. Guðm. Sigfússon MEÐ NJOLABLAÐ EITT KLÆÐA Á STÖÐINA Þau höfðu oröið eitthvað ósainmála hjónin og það endaði með þvi, að maðurinn rauk út I fússi. Kannskc ekki svo óal- gengt og liklega hefði enginn tekið eftir þvi, ef honum hefði ekki i flýtinum láðst aö tina á sig fataplöggin. Hann var þvi allsber á labbi um H verfisgötuna, og var lögreglan kvödd á vettvang i skyndi, eins og jafnan er gert þegar allsberir menn eru á labbi um þá götu og reyndar aðrar. Hann er við nám i háskólan- um og þegar honum rann reiðin brá honum illilega i brún eins og Adam forðum, þegar hann beit i eplið. ,,Ég er allsber”. Hann bað þvi lögreglumenn- ina um að fá lánaðan einkennis- jakka. Nú eru lögreglumenn ákaflega samvinnuþýðir og hjálpsamir, en þeir lána þó ekki einkennisjakkana sina hverjum þeim, sem labbar allsber um Hverfisgötuna. Bóninni var þvi synjað. En til þess að gera hon- um lifið aðeins léttara, fór einn lögreglumannanna inn i næsta garð. Hann fann þvi miður ekk- ert fikjutré, en hins vegar sleit hann njólablað, sem kom að sama gagni. -Ó.T. Hárgreiðsluf ólk: Vantrúað á að litarefni valdi krabbameini ,,Nei, ég er ekki ögn hrædd,” sagði l)úa á hárgreiðslustofunni Lótus vegna fréttar uin, að hárlit- unarefni ylli lungnakrabba hjá hárgreiðslufólki. ,,Við notum aldrei nema viður- kennda liti, Loreal og Schwartz- kopf. Ég hef nú litað hár meira og minna I 25 ár, og ef einhver ætti að vera komin með lungna- krabba, þá væri það ég. Fyrir ut- an að vera með lungnaþembu, þá reyki ég 3 pakka af sigarettum á dag. Þar fyrir utan nota ég aldrei hanzka, en mér skilst, að litarefn- ið eigi að geta sntogið i gegnum húðina. Ef það hefði verið talað um hárlakk, sem ég held, að sé miklu hættulegra, þá hefði þetta I verið annað mál.” Við ræddum við Dúdda á hár- greiðslustofu Guðbjörns Sævars. Hann sagðist ekki vera hræddari við þetta en bara öll þau efni, sem við önduðum að okkur i andrúms- loftinu. Hann hefur unnið i 11 ár við litun og annað, sem kemur hárgreiðslu við. ,,Mér heföi brugðið, hefði verið talað um lakk,” varð Elsu, hjá hárgreiðslustofunni Salon að orði. Hún bætti við, að sizt hefði hvarfl- að að henni, að litur gæti verið hættulegur. Hún hefur unnið við hárgreiðslu i 10 ár. Allar stofurnar nota Swartz- kopf lit eða Loreal eða báða. —EVI— ANNAR HVALBÁTURINN FÉKK ÁMINNINGU EN HINN FÉKK EKKI NEITT — Annar báturinn fékk áminn- ingu en hinn fékk ekki neitt, sagði Elias Eliasson, bæjarfógeti I Siglufirði, þegar Visir spurðist fyrir uin norsku hvaiveiðibátana I morgun. Landhelgisgæzlan hefur fylgzt nokkuð með ferðum þessara báta undanfarið vegna gruns um hrefnuveiðar innan 50 milna markanna. Varðskip kom svo með þá til Siglufjarðar aðfaranótt sunnudagsins. — Þeir neituðu þvi báðir stað- fastlega að hafa veitt innan fimmtiu milnanna, sagði Elias. — Annar viðurkenndi að hafa gert að hval innan markanna, en kvaðst hafa veitt hann utan þeirra. Nú, við höfðum ekki næg- ar sannanir um hið gagnstæða, svo þeim var auðvitað sleppt. Norskir fjölmiðlar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga, sem og yfirvöld. Norski sendiherrann á islandi, Olav Lydvo, var við- staddur réttarhöldin, en hann hafði fengið fyrirmæli um að greiða tryggingafé, ef trygging yrði sett. —Ó.T.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.