Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 14
14 TÍIWNN SUNNUDAGUR 4. september 1066 'OV£R Þeir, sem í dreifbýlinu búa, geta elcki skroppið milli staða í strætisivagni, þess vegna verða þeir að eiga eða hafa til afnota farartæki, sem þeir geta treyst á íslenzkum vegum og í ís- lenzkri veðráttu. — Farartæki, sem getur fullnægt kröfum þeirra og þörfum. Allir þeir, sem þurfa traustan, aflmikinn og þægilegan bíl, ættu að athuga, hvort það er ekki Land-Rover, sem uppfyllir kröfur þeirra. Á Land-Rover er rúmgóð aluminíum yfir- bygging fyrir 7 manns. Lofthæfi 13 cm. Ryðskemmdir í yfirbyggingu bfla ern mjög kostnaðarsamar í viðgerð og erfitt að koma i veg fyrir að þær myndist. ROVER HEFIR FUNDIÐ LAUSNINA. — Aluminíum í yfirbygginguna . . . það er létt. Ryðgar ekki, þolir hverskonar veðr áttu og er endingargott. Aluminíum-hús ið á Land-Rover er með opnanlegum hliðar gluggum, og afturhurð. Land-Rover er á 750x16 hjólbörðum og styrktum afturfjöðr- um og höggdeyfum að framan og aftan. Enn- fremur stýrisdempara að framan, sem gerir bflinn öruggari í akstri. Hreyfanlegt hliðarstig beggja vegna. — Sterkur dráttarkrókur að aftan og dráttar- augu að framan. Land-Rover er afgreiddur með eftirtöldum búnaði: Aluminíum hús — Með stórum opnanlegum hliðargluggum — Miðstöð og rúðublásari — Afturhurð með varahjólsfest ingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — Læsing á hurðum — Fótstig beggja megin — Innispegill — Tveir úti- speglar — Sólskermar — Dráttarkrókur — Dráttaraugu að framan — Kflómetra hraða mælir með vegmæli — Smurþrýsti- og vatnshitamæli — H- D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan — Stýrishöggdeyfa — Eftirlit einu sinni eftir 1500 km. — Hjólbarðar 750x16. BENZIN EÐA DIESEL VERÐ UM KR. 180 ÞUS. BENZIN VERÐ UM KR. 200 ÞÚS. DIESEL HIIIDVEBZIUNIN HEKLA hf LANa ROVER LAHJ^ KOVER Sími 21240 Laugavcgi 170-172 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Framhald af bls. 8 til skemmtunar á góðri stund að tæta sundur presta sína og helztu forystumenn með því aS búa þeim til óhugn anlegustu orðassambönd, heimskulegri en orð fá lýst og reyna síðan að herma eftir þeim kannski á helgustu sorgarstundum við kveðjur ást vina eða stjórnmálamönnum á tyllidögum og stórhátíðum þjóðarinnar. Með þessu er ann ars vegar harmar og helgi hjartnanna saurguð, hins veg- ar dýrmætustu þættir í þjóðar sögu og hugsjónum, svo að loksins verður ekki munur á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, forseta og afmæli Svavars Gests, svo að nærtækt dæmi sé tekið. Enda má minna á það, að nú er farið að sýna börn- um myndir í skreytingum búð arglugganna 17. júní, með þessa orðalagi í fræðslunni: „Þ^tta er Jónsi og þetta er Geiri,''* en þá horfir barnið á myndirnar af forsetunum. Forsetanum í einni helgustu hugsjóna- og þjóðmálabaráttu, heimsins, allir sigrar án blóðs úthellinga. Og forsetanum í einu elzta og ennþá virðu- legasta lýðveldi veraldar, okk ar eigin lýðveldi, okkar eigin forseta. Eru þeir, sem þetta gera, sjálfsagt raunar í sínu ein- falda, hugsunarleysi, nokkuð skárri en klukkuþjófarnir? Og væru nokkrir klukkuþjófar til ef svona virðingarleysi fyrir helgidómum væri ekki bein- línis ræktað í meðvitund barna og ungmenna. Við ættum að byrja við bæj ardyrnar í borginni sjálfri, byrja á hinu smæsta, kenna virðingu fyrir lífi og fegurð. Jafnvel grasstráin á grænu blettunum ættu að eiga sína helgi í vitund og vild barnanna. Barnið sem lærir að virða stráið, sem það stígur á, eða finnur, að það, má ekki troða það undir fót- um, þá verður svað, uppblást- ur, og auðn, það stelur aldrei kirkjuklukkum. Gangið ekki á grasinu. Árelíus Níelsson. - MINNING Framhald af bls. 8 hafði trausta skapgerð, var heil- steyptur í allri framkomu sinni, hreinskiptinn og mátti ekki vamm sitt vita. — Seinustu árin var hann heilsuveill cfi átti bágt með hreyf- ingu. En því tók hann með miklu æðruleysi, vann meðan hann mátti og ekki hætti hann að fullu störfum á skrifstofu póst- og síma- mála fyrr en í lo-k ársin-s 1964, J hafði þá verið í þjónustu póstsins j í 58 ár. Árið 1928, þ. 23. júní kvæntist Egill Sandholt Kristínu Brynjólfsdóttur bónda Gíslasonar í Skildinganiesi. Þau eignuðust tvo -syni: Brynjólf dýral. í Búðard., kv. Agnesi Aðalsteinsdóttur og Hall- grím verkfræðing Seltjarnarnes- hrepps, kv. Þóru Bergsdóttur. Um þrjá áratugi var heimili þeirra Egils og Kristínar á Karla- götu 4. Þar var hýbýlaprýði og gestrisni í heiðri höfð samfara reglusemi og festu. Vinir þeirra og venzlamenn áttu hjá þeim marga ánægjustund. Þess skal með þakklæti minnst nú þegar húsbóndinn er kvaddur. Við vott- um nánustu ástvinum hans inni- lega hluttekningu og geymum í heiðri minninguna um þenna látna sæmdarmann. G.Br. MÁLVERKASÝNING Framhald af bls. 16 aðar með cryla-litum, en slíkar myndir hefur Hafsteinn ekki sýnt opinberlega fyrr. Þetta er 5. einka sýning Hafsteins hérlendis, en fyrstu sjálfstæðu sýningu sína hélt hann fyrir rúmum 10 árum. Þá hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og er- lendis, m.a. sl. sumar, en þá sýndi hann í París og tók þátt í Nor- rænu sýningunni í Hannover. Sýningin verður opin næstu þrjár vikurnar. Unuhús er opið venjulegan verzlunartíma, en á laugardpgum og sunnudögum er það opið til kl. 22. Móðir mín, Halldóra Benediktsdóttir . lézt að heimili sínu í Bolungarvík, föstudaginn 2. september. Fyrir hönd okkar bræöra og annarra vandamanna, Björn Bjarnason. -Hjartanlegar þakkir til allra hinna mörgu, er sýndu samúö og vin- arhug við fráfall eiginmanns mfns, Bjarna Jónssonar frá Galtafelli, og heiðruðu minningu hans á margvíslegan hátt. Sesselfa Guðmundsdóttir og fjölskylda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.