Tíminn - 07.09.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1966, Blaðsíða 16
 202. tbl. — Miðvikudagur 7. september 1966 — 50. árg. HEYRÐU I ÞREMUR SJÚNVARPSSTOÐVUM Prófanir framkvæmdar á NeskaupstaS um helgina. KT-Reykjavík, þriðjudag. Eins og skýrt var frá hér í blað inu náði Jón Lundberg, rafvirkja meistari á Neskaupstað fyrir stuttu sjónvarpsscndingum tveggja er- lendfa stöðva á sjónvarpstæki sitt. Nú um helgina fór Eysteinn Arason, einn af eigendum Rafsýn austur á Néskaupstað til þess að kanna, hvort bæjarbúar gætu í framtíðinni notað sér af þessum Greifínn geríst Lúthers trúar NTB-Aðils-Khöfn, þriðjudag Franski greifinn, Henri de Mopezat, unnusti Mar- grétar Danaprinsessu hef ur tilkynnt, að hann muni Ieggja niður kaþólska trú og gerast meðlimur dönsku rík iskirkjunnar. Greifinn gekk á fund Bruno Heims, erki- biskups, sem er fulltrúi páfa á Norðurlöndum, og til- kynnti honum ákvörðun sína. Sagt er, að greifinn hafi tekið þess ákvörðun fyr ir nokkru. Á morgun mun hann hverfa aftur til starfs síns við franska sendiráðið í London, þar sem hann er þriðji sendiráðsritari. Jens Otto Krag forsætis ráðherra ræddi í dag við forseta þingsins, Jul. Bom Framhald á bls 15 útsendingum. Hafði Tíminn í dag samband við Eystein til þess að spyrjast fyrir um árangur af þessum athugunum. Eysteinn sagði, að prófanirnar hefðu verið mjög örðugar vegna veðurs, en ekki hefði verið hægt að komast á þá staði, sem hann hefði viljað. Sagði hann, að prófað hefði verið í fjallshlíð fyrir of an bæinn og hefðu mælitækin náð þar útsendiftgum frá norskri og þýzkri stöð, en auk þess frá stöð, sem ekki var unnt að þekkja vegna slæmrar móttöku. Eysteinn sagði, að prófanir hefðu hafizt um kl. 17 á laugardag og sunnudag og hefði ekkert heyrzt fyrr en um kl. 20. Þá hefði heyrzt nokkuð greinilega til norsku og þýzku stöðvanna, en þær siðan horfið um kl. 22. Út- sendingarnar hefðu ekki verið stöðugar, þ. e. a. s. þær hefðu dofnað við og við. Ekki kvaðst Eysteinn vilja segja um, hvorl; Norðfirðingar gætu notað sér þessar útsending ar í framtíðinni, en sagði, að gera þyrfti nákvæmari prófanir. Þyrfti m. a. að reyna móttökuskilyrðin á Norðfjarðarnípu. VlGSLUBISKUP VÍGDUR I SKALHQLTI GÞE-Reykjavík, þriðjudag. SI. sunnudag vígði biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson sr. Sigurð Pálsson í Hraungerði til vígslubiskups í Skálholti. Geysimikið fjölmenni var við athöfnina, sem fór fram incð miklum viðliafnarblæ. Vígsluathöfnin hófst með fjölmennri, skrúðgöngu presta, er komnir voru víðs vegar að af landinu. Vígsluvottar voru skrýddir rykkilini, en biskupar báru kórkápur. Auk vígslu biskupa var herra Jóhannes Gunnarsson biskup kaþólska ",vV'' safnaðarins viðstaddur vígsl una. Kór Skálholtssafnaðar söng við athöfnina og að lok inni vígslu flutti Sigurður Pálsson prédikun. Mun þetta vera í annað skipti í sögu Skálholtsstaðar sem Framhald á bls. 15. Á Iei3 til kirkju. Fremstir fara þeir Jóhannes Gunnarsson biskup kaþólska safnaðarins hér á landi, og ka- þólskur prestur, Alfons Mertens þá Sigurður Stefánsson vígslubiskup og Sigurður Pálsson og aftastur er biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Einarsson. (Tímamynd I. J.) Brezkur togari í miklum erfiðleikum SA af Vestmannaeyjum. FÉKK Á SIG SJÓ 0G ALLT RAFKÉRFIÐ BRANN YFIR KJ-Reykjavík, IIE-Vestmannan- I mílur SA af Vestmannaeyjum, og eyjum, þriðjudag. við það brann allt rafkerfi skips í gær fékk brezki togarinn ins yfir. Togarinn Maí fór til Robcrt Hewett á sig sjó um 62 I aðstoðar togaranum og kom með MAGNARINN í ÉYJUM RIK- ISÚTVARPI ÓVIÐKOMANDI KJ-Reykjavík, þriðjudag. f dag kvað Jón Óskarsson full- trúi bæjarfógetans í Vestmanna eyjum upp úrskurð um lögbanns gerð þá á starfrækslu endurvarps stöðvar á sjónvarpi, sem Ríkisút- varpið hafði krafizt, veSna starf rækslu sjónvarpsmagnarans á Klif inu á Heimaey. Var úrskurðurinn í stuttu máli- á þá leið að um beðin lögbannsgerð fer ekki fram, skal Ríkisútvarpið greiða krónur fjögur þúsund í málskostnað en ákveðin ummæli í greinargerð Fé- lags sjónvarpsáhugamanna í garð útvarpsstjóra, er þóttu meiðandi skulu gerð ómerk. Á morgun er að vænta úrskurð ar um frest í útburðarmálinu svo nefnda, en það mál fjallar um lóðarréttindi á Klifinu. Úrskurður fulltrúa bæjarfóget ans er fjórtán vélritaðar síður, og eru meginrökin fyrir úrskurðin um á þessa leið. í fjarskiptalögun um, og lögum um útvarpsrekstur ríkisins er ríkinu og ríkisstjórn inni veittur einkaréttur til að reka öll fjarskipti í landinu og þar með talið útvarp og sjónvarp. í 10. gr. fjarskiptalaganna segir að póst og símamálastjórnin framkvæmi einkaréttýis fyrir höntl ríkisba« I Iðgunum um fflkisurvarpíð er starfsemin í Reykjavík og endur varpsstöðvarnar úti á landi, það sem kallað er Ríkisútvarpið, og nær valdsvið þess áðeins til stöðv arinnar í Reykjavík og endurvarps stöðvanna. Saman ber það að þeg ar leyfi var gefið til starfrækslu sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavik urflugvelli, var það póst- og síma málastjórnin sem leyfið veitti, en ekki Ríkisútvarpið. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins hefur í samráði við forsvarsmenn Ríkisútvarpsins, þó ekki útvarps stjóra sem dvelur erlendis,, ákveð ið að skjóta úrskurðinum til Hæsta réttar. Á morgun er að vænta úrskurð ar bæjarfógetaembættisins í Vest mannaeyjum um frest þann.er Fé lag sjónvarpsáhugamanna óskaði eftir vegna lóðarmálsins á Klif inu, þar sem sjónvarpsmagnari fé lagsins er staðsettur. Fór lögfræð ingur félagsins Bragi Björnsson Framihald á bls. 15 hann til Vestmannacyja um kl. 5 í dag. Togarinn er frá Fleetwood, en gerður út frá London, *g var hann á leið frá 'Englandt í gær- dag í slæmu veðri er sjór reið yfir skipið og sló niður í reyk háfinn. Voru vélar skipsins þá stöðvaðar, þar eð komið hafði í ljós að sjórinn hafði komizt inn á gangsetningartæki skipsins auk rafkerfisins. Klukkan var sex er þetta gerðist, og skipið þá statt u.þ.b. 62 sjómílur SA frá Vest- mannaeyjum. Er reynt var að setja vélar skipsins í gang aftur, brann allt rafkerfi skipsins yfir, og varð því algjörlega övirkt, og var ekki hægt að koma vélinni i gang. Skipsmenn höfðu þá samband við Vestmannaeyjaradíó, sem kall aði út til skipa á þessum slóðum. Fremhald á bls. 15. HERAÐSMOT I JMORWIRKA- FJARÐARSÝSLU FELLUR MlfiUR Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur niður auglýst héraðsmót Framsóknarmanna í Norður ís. sem halda átti í Bolungarvík 10. þessa mánaðar KJÖRDÆMISÞING í vfctiiriandS- viÖRDÆMi Kjördæmisþing Framsóiknar- manna í Vesturlandskjördæmi verður haldið að Laugum í Dala sýslu laugardaginn 10. sept, og hefst kl. 16. Fulltrúai* eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.