Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 5
REUTER AP/NTB UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLOND o Umsjón Guðmundur Pétursson Vlsir. Mánudagur 11. ágúst 1975 ar. Siöan skarst herinn i leikinn og tókst eftir langa mæðu aö stilla til friðar. Um 25000 kaþólikkar höföu sótt útifundinn, þar sem da Silva erkibiskup helt ræðu sina. Tók hann mönnum vara fyrir þvi að trúa kommúnistum, þvi að þeir væru ,,Guði fjandsam- legir”. Hann bætti svo við: „Erum við að egna fólk gegn kommúnistum? Allt og sumt, sem viö gerum, er að benda á með lýðræðislegum hætti villur og rétt andlit kommúnista.” Erkibiskupinn hefur orð á sér fyrir að vera ákafur hægrimað- ur, og einhvern tima var haft eftir honum, að hver sá, sem breiddi út áróður kommúnista, væri sjálfkrafa bannfærður. Þessi mynd var tekin I gær átökunum i Braga i Portúgal, þar sem hermenn beittu tára- gasi og skutu gúmkúlum á fólk, sem gerði aðsúg að skrifstofum kommúnista. Fjöldi fólks varð að leita sér iæknisaðstoðar eftir óeirðirnar. A myndinni sést, hvar slösuð stúlka er leidd burt úr mannþvögunni. Kommúnistar skutu ó óeirðarseggi og fengu heraðstoð Þúsundir kaþólskra manna réðust á skrifstofurnar eftir eld- heita ræðu, sem erkibiskup þeirra, Dom Francisco Maria da Silva, flutti, þar sem hann kallaði kommúnista óvini þjóð- arinnar og kirkjunnar. Um 200 landgönguliöar hers- ins, sendir frá Lissabon til liðs- auka þeim 100 hermönnum, sem fyrir voru i Braga, skutu gúm- kúlum og táragassprengjum að óeirðarseggjunum. Höfðu læknaj- sjúkrahússins i nógu aö snúast við að gera að sárum manna, sem þessi átök ollu. — Sumir komu til þess að láta tina úr sér höglin úr byssum varnar- liösins i kommúnistaskrifstof- unum. Sjónarvottar segja, að átökin hafi byrjað, þegar kommúnistar grýttu kaþólska, sem gengu fylktu liði framhjá skrifstofun- um. Kaþólskir svöruðu fyrir sig með grjótkasti á móti. Voru all- ar rúður i skrifstofunum brotn- Kommúnistar hófu skothrið úr gluggum á skrifstofum sinum í bænum Braga i Norður-Portúgal i gær á bæjarbúa, sem gerðu tilraun til að taka skrif- stofurnar með áhlauni. 20 menn fóru sárir frá þessum bardaga, eftir að herinn skarst i ieikinn og gekk i lið með kommúnistum.. Ekkert einvígi Fischers og Karpovs? Framkvæmdastjóri bandariska skáksambandsins segist draga I efa, að Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari I skák, samþykki að tefla einvigi við Anatoly Karpov, sem heldur heims- meistaratitlinum. Ed Edmondson sagði frétta- mönnum i gær, að horfurnar á einvigi milli Fischers og Karpovs væru litlar, þvi að Fischer neitar að slaka á kröfunum, sem hann setti fyrir rúmu ári um áskor- endaeinvigi. Þær kröfur og ósveigjanleiki Fischers leiddu til þess,.að hann missti titilinn. Eins og menn muna hafði Fischer kraföist að fjöldi einvigis- skáka yrði ekki takmarkaður, eins og hingað til. En sá, sem yrði fyrstur til að vinna 10 skákir, skyldi skoðast sigurvegari. Og kæmi upp sú staða, að báðir hefðu unnið 9 skákir, átti heimsmeist- arinn að halda titli sinum, að mati Fischers. Alheimsskáksambandið neitaði að verða við þessum kröfum og úrskurðaði Karpov heimsmeist- ara, þegar Fischer mætti ekki til einvigis við hann. SPRENGJUR, SKOTHRIÐ OG UPPÞOT Á N-ÍRLANDI Fjögurra ára telpa var ein þriggja, sem skotin voru til bana á Norður-írlandi um helgina i ein- hverri verstu óeirðaröldunni, sem þar hefur gengið yfir um margra mánaða bil. A annað hundrað manns varð fyrir meiðslum. Sprengjur sprungu, skothvellir kváðu við i götuóeirðum, sem lög- reglan segir að hafi fylgt i kjölfar uppþota, sem kaþólski minnihlut- inn efndi til vegna ársafmælis laganna, sem leyfa handtökur og fangelsanir án undangenginna dóma. A laugardag og sunnudag kom NEFNA EKKI SHOSTAKOVICH Umitry Shostakovich, eitt inesta tónskáld 20. aldar, lézt á sjúkrahúsi i Moskvu á laugardag, 08 ára að aldri. Hann hefur lengi átt við krankleika i hjarta að strlða. SKOTNIR INNI I FANGELSINU Leyniskyttur Itölsku lögregl- unnar luku i gær tveggja sólar- hringa umsátri um San Gimignano-fangelsið, þegar þær skutu til bana fanga, annan af tveim, sem höfðu á valdi sinu sjö gisla. Hinn fanginn var yfirbugaður og afvopnaður, og sluppu allir gislarnir heilu og höldnu. En fangarnir höfðu hótað að drepa þá, ef kröfum þeirra yrði ekki fullnægt. Þeir höfðu heimtað bifreiðir, til að flýja fangelsið og skotheld vesti. Renato Mistroni, sem var skot- inn, afplánaði 10 ára fangelsis- dóm fyrir vopnað rán. En hinn, Severino Turrini, var þó álitinn sýnu hættulegri þeirra tveggja. Þegar Mistroni varð fyrir skoti, þar sem hann stóð við glugga, brá Turrini við og hljóp inn i her- bergið til gislanna, fangavarða, sem hann og Mistroni höfðu af- vopnað. En fangaverðirnir urðu fyrri til og náðu af honum báðum skammbyssunum, sem hann hafði vopnazt. Shostakovich var 9. júli lagður inn á sjúkrahús, sem annars er einungis fyrir háttsetta embættis- menn og fræga borgara Sovét- rikjanna. f byrjun þessa mánaðar hafði hann náð sér nægilega af veikindum sinum til þess að geta farið heim til sin. En þrem dögum siðar veiktist hann heiftarlega aftur og var fluttur á sjúkrahúsið 4. ágúst. Það vekur furðu manna á Vest- urlöndum, að útvarp og sjónvarp i Sovétrikjunum hafa hvorugt minnzt einu orði á andlát Shosta- kovich til slikra uppþota á 150 stöðum á Norður-lrlandi. írski lýðveldisherinn neitar þvi að hafa átt nokkra aðild að þess- um óeirðum, en játar þó að vera valdur að sprengingunum tveim, sem nær eyðilögðu járnbrautar- stöð i Lurgan, sem er um 30 km suðvestur af Belfast. f sex klukkustundir skiptust hermenn á skotum við leyniskytt- ur uppi á þökum 12 hæða bygg- inga i Falls-Road-hverfinu I Bel- fast. Komu hermennirnir skotum á fimm leyniskyttur. Óeiröirnar i Belfast hófust, þegar um 2000 manns komu til útifundar i Dunviile Park. Um 300 unglingar tóku sig út úr hópnum og gengu með fána á lofti að múr- og gaddavirsgirðingu, sem skilur að hverfi kaþólskra og mótmæl- enda IPercystræti. Þar sættu þeir grjótkasti unglinga úr hverfi mótmælenda. — Þegar herinn kom á vettvang til að stilla til friðar, varð hann fyrir skothrið frá leyniskyttum úr nærliggjandi húsum. Vopnaðir menn gerðu árásir á lögreglustöðvar og varðstöðvar 10 ferkílómetrar undir sinueld Á fimmta þúsund slökkviliðsmenn, sjálf- boðaliðar og hermenn berjast nú við sinueld á heiðum hjá Neudorf- Platendorf í Þýzkalandi. Sex félagar þeirra hafa látið lifið í átökunum við eldinn. Sex slökkviliðsmenn króuðust inni, þegar eldurinn umlukti slökkvibifreið þeirra skammt utan við þorp eitt á Luneborgar- heiði, þar sem eldarnir loga. Gerðar voru örvæntingartil- raunir til þess að ná mönnunum með þyrlu, en þeir voru látnir, þegar björgunarmenn komust loks til þeirra. fbúar i Neudorf-Platendorf bjuggust við þvi, að þorpið yrði þá og þegar eldinum að bráð i gærkvöldi, en vindurinn stóð einmitt áf sinueldinum beint á þorpið. En siðdegis i gær gerði logn og þorpið er óhult i bili. Eldurinn átti þá aðeins örfáa metra ófarna að yztu húsum þorpsmarkanna norðan til. Sextiu manns höfðu verið látnir yfirgefa heimili sin og búa sér náttstað i ráðhúsinu. öllum tiltækum slökkviáhöld- um og heilum herflokki hafði veriðteflt fram til þess að halda eldinum I skefjum pg verja þorpið. Eldar loguðu á 20 stöðum samkvæmt siðustu fréttum lög- reglunnar á þessum slóðum. Menn gizka á, að sina hafi brunnið á 10 ferkilómetra svæði. Lélegt vegasamband og vatnsskortur hefur hamlað slökkviliðsmönnum starfið. Geysimikill hiti og þurrkar hafa verið á þessum slóðum undan- farið. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.