Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 11. ágúst 1975 VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi:, Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Þorsteinn Pólsson Jón Birgir Pétursson' Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. ! lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Trúnaður, sem ekki má bresta Margt bendir til þess, að virðing manna fyrir stjórnmálum og áhugi á stjórnmálastarfsemi fari þverrandi. Að visu er þátttaka i kosningum hér ævinlega mjög mikil, og með réttu má benda á, að á öllum timum hefur verið færð fram gagnrýni á þá, sem valizt hafa til forystu i stjórnmálum. Þó að gagnrýni af þessu tagi sé þannig ekki ný af nálinni, er eigi að siður vert að gefa henni gaum. öllum má ljóst vera, að forsenda lýðræðis- legra stjórnarhátta er lifandi þátttaka alls al- mennings i stjórnmálastarfseminni. Áhugaleysi fyrir stjórnmálum er að sumu leyti kynlegt, þvi að á þeim vettvangi eru teknar ákvarðanir, er ráða ákaflega miklu um hagi hvers og eins og hafa áhrif á flestum sviðum mannlegra sam- skipta. Áhugaleysi almennings á stjórnmálum stafar m.a. af þvi, að mönnum finnst stjórnmálamenn i mörgum efnum ekki vera nægilega vandir að virðingusinni. Hringlandahátturinn er eitt af þvi, sem grefur undan virðingu stjórnmálamanna. Sannast sagna er það broslegt að sjá stjórnmála- menn snúast i hring, eftir þvi hvort þeir eru stjórnarmegin eða i stjórnarandstöðu. Eitt árið skrifaði ráðherra til dæmis i april- mánuði ,,yðar einlægur” undir bréf til forstjóra Union Carbide, en i septembermánuði var hann orðinn þrútinn af vandlætingu yfir þvi, að þeir menn fyrirfyndust á tslandi, er leyfðu sér að hafa samskipti við erlenda fjármálavarga af þvi tagi. Þó að þetta dæmi sé eitt af þeim broslegri, má finna mýmörg svipaðs eðlis. 1 þessu sambandi er þó rétt að hafa i huga, að eðli máls samkvæmt hlýtur málflutningur stjórn- málamanna að vera nokkuð breytilegur, eftir þvi hvort þeir eru gagnrýnendur i stjórnarandstöðu eða talsmenn rikisstjórnar hverju sinni. En það réttlætir ekki þann hringlandahátt, sem stjóm- málamenn gera sig um of bera að. Málum er illa komið, þegar gjá myndast á milli stjórnmálamanna og almennings. Þar á milli verður ætið að rikja fullt trúnaðartraust. Til þess að það haldist þurfa stjórnmálamenn að vera vandir að virðingu sinni. En jafnhliða þarf allur almenningur að sýna stjórnmálum meiri áhuga og taka virkari þátt i þeirri stefnumótun, er þar fer fram. í þvi er fólgin sú valddreifing, sem er styrkur lýðræðisþjóðfélagsins. 1 umræðum um efnahags- og f jármál vita menn sjaldnast hverju beri að trúa. Upplýsingar þær, sem stjórnmálamennirnir bera á borð i þeim efn- um, stangast ævinlegaá. Það er ekki einvörðungu deilt um, hvert stefna eigi, heldur einnig og ef til vill fyrst og fremst um það, hverjar séu stað- reyndir máls hverju sinni. 1 sjálfu sér er ekki nema von, þegar þetta er haft i huga, að fólk hafi ótrú á vinnubrögðum af þessu tagi og forðist þvi að taka þátt i stjóm- málastarfseminni, telji hana af hinu illa. Að svo miklu leyti sem slikur hugsunarháttur viðgengst þarf að breyta honum. Það þarf að veita stjórn- málamönnum meira aðhald og knýja á um mál- efnalegri vinnubrögð. Hvaða áhrif hefur byltingin i Portúgal haft á bæjarbraginn i höfuð- borginni? Eitthvað ámóta kannski og á Kúbu, þar sem allir kappkostuðu að klæðast mátulega krumpuðum kakifötum og létu sér vaxa skegg? Þeir, sem koma frá Lissabon, kunna þaö aö segja öörum, aö þaö sé svona bæöi og. í rauninni séu áhrif byltingarinnar einfaldlega bara þau, sem hver og einn skap- ar sér sjálfur. Þegar menn eru staddir á ein- hverri þeirri götunni, þar sem skelfiskmatsölurnar. standa hliö viö hliö og heyra má, hvar gnest- ur i skel tröllhumars, sem ein- hver sælkerinn ætlar aö gæöa sér á, finna þeir, aö flest er þarna eins og þaö áður var. Þaö er kom- ið undir miönætti, en matsölurnar enn opnar, eins og alltaf hefur veriö. Þaö er heldur ekkert nýtt uppá- tæki, þegar margendurbættur bll- skrjóður nemur skröltandi staöar við steinlagða stéttina og þrlr ungir piltar með eina stúlku I för stökkva út úr honum. Skimandi flóttalega I allar áttir skjótast þau til þess að llma eitthvert vegg- spjald upp á strætisvagnaskýli. Jórtrandi tuggugúmmi skima þau um öxl, og hraða sér síðan á brott skrikjandi af kátinu. Slagoröin og áróðursspjöldin um alla veggi eru engin ný bóla byitingar- innar. Bœjarbragurinn i Lissabon Veggspjöldin bera áletranir með slagoröum, þar sem krafizt er „frjálsra fóstureyðinga og frjálsra afnota getnaðarvarna”. Þaö er heldur ekkert nýtt fyrir- brigði, sem komiö hefur I kjölfar byltingarinnar. Þetta hefur lengi verið eitt af málunum, sem unga fólkiö hefur viljaö setja á oddinn I þessu annars svo kaþólska þjóö- félagi. Slik spjöld gat llka að llta á veggjum, meðan stjórn Salazars var og hét. 1 miðstéttarhverfi einu i Lissa bon haföi næturklúbbur einn haldiö uppi hávaöasömum hljóö- færaslætti og veitt vændiskonum húsaskjól til starfsemi þeirra. Þetta haföi gengiö þannig I nokk- ur ár, án þess aö angra lögreglu- yfirvöld neitt nándar nærri eins mikið og Ibúa hverfisins. En einn daginn bannar nefnd borgara, sem sett var á laggirnar eftir byltinguna, starfsemi nætur- klúbbsins, og heryfirvöld sam- þykkja bannið. Var þaö bein afleiðing byltingarinnar? — Nú ekki beint. Klúbburinn haföi lengi veriö þyrnir I augum nágrannanna, sem töldu sig verða fyrir ónæöi af honum og höfðu lengi róiö aö þvi með undirskriftasöfnunum og ámóta aðgeröum að honum yröi lokaö. Slík saga er endurtekin I borgum vlða um heim, og þaö án þess að nokkur bylting hafi átt sér staö. En hitt voru greinilega áhrif frá byltingunni, þegar æstir öreigar gengu um götur og skemmdu glæsibifreiðar burgeisa, sem leiddi til þess aö margir tóku sér ferð með næstu flugvélum til Brazillu, gósenlands Suöur-Ame- rlku. Þaö voru áhrif frá byltingunni, þegar klæðaburður tók aö breyt- ast á þann veg, aö hvítflibbum og bindum fækkaöi. En þetta er aftur aö breytast. Menn voga sér nú aftur aö láa iáta sjá sig i heildsalafötum á göt- um úti. Dirfskan nær svo langt, aö það er aftur farin aö örvast sala á ýmsum lúxusvarningi. í þjóöfélagi, þar sem stjórnvöld liggja undir haröri gagnrýni og embættismenn undir ámæli, maétti vænta, aö þeir slöarnefndu drægju sig inn I skel slna. En þeir, Ungt fóik hagar sér sem ungt fólk, hvort sem bylting er nýafstaöin eða rétt framundan. sem leið sina leggja inn I stjórnarbyggingar og opinberar stofnanir, bera þeim aðra sögu. Ráðherrar, embættismenn, stjórnmálamenn, talsmenn og byltingarforingjar koma flestir svipað fyrir, vingjarnlegir og opnir. 1 upplýsingamálaráöuneytinu eru lögreglumenn og verðir á hverju strái, svo að gestkomandi veröur um og ó. En hann sér fljót- lega, aö þessir veröir láta sig litlu skipta, hverjir ganga þarna um sali og inn á skrifstofur. Foringjar hersins og fulltrúar stjórnmálahreyfingar háns hafa heldur ekki verið lengi aö venja sig á ýmsa umgengnishætti fyrir- rennara sinna i embættum. Eins og fyrri embættismenn koma þeir akandi til funda I svörtum llmó- slnum, stundum meö lögreglu- þjóna á bifhjólum akandi á undan sér eða eftir. Heiöursvöröur er haföur um fundarstaöinn. Mesti munurinn liggur I þvi, aö einkennisbúningur skrýöir nú persónuna I staö diplómatakjóls- ins áöur. En til eru þeir, sem koma I slitnum Volkswagenbllum og snjáöum einkennisbúningi. Þess- ir staldra gjarnan viö I biösölun- um og skrafa léttir I bragöi við þá, sem þar blöa. Viröingarfullri þögn slær þó á hópinn, þegar Vasco Goncalves, hershöfðingja og forsætisráö- herra, ber aö. Iviö eldri en hinir, meö raunamædd augu og virðu- legt fas orkar hann fyrirmann- lega á nærstadda. Þótt hann sé klæddur borgaralegum fötum, rétta veröirnir úr sér og heilsa meö sinni vönduöustu hermanna- kveðju. Eftir aö sósialistar sögöu sig úr stjórninni og alþýöudemókratar fylgdu fordæmi þeirra, hefur loft veriö lævi blandiö. Gagnrýnin harönar, norölendingar efna til óeirða, sem beinast gegn kommúnistum. Allra veðra virö- ist von. En I Portúgal hafa menn svo sem upplifað sllka tlma áöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.