Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 11. ágúst 1975 9 Ekkert félag nóði að ógna ÍR í bikarkeppninni ÍR varð bikarmeistari Frjáls- iþróttasambandsins 1975 I 1. deild. Hlaut félagið 133 stig, i öðru sæti varð UMSK með 115 stig, og KR varð i þriðja sæti með 104 stig, HSK i fjórða með 96 1/2 stig og I fimmta sæti varð Ármann með 81 1/2 stig. Neðsta félagið varð HSH (Hér- aðssamband Snæfells- og Hnappadaissýslu) hlaut 71 stig og fellur þvi i 2. deild. Eitt tslandsmet var sett á Laugardalsvellinum i gær, en þá var keppt i 1000 m boðhlaupi kvenna sem aukagrein. Var það sveit ÍR, sem setti metið, hljóp á 2:22,6 min. Þá voru sett tvö drengjamet og eitt telpnamet. Drengjametin setti Sigurður Sigurðsson, Ar- manni, I 100 og 200 m hlaupunum og má búast við, að unglingamet Bjarna Stefánssonar og Hauks Clausens i greinunum falli áður en langt um liður. Bjarni á metið i 100 m 10,5 sek, en Haukur á 200 m 21.6 sek. Þá setti Ingibjörg ívarsdóttir HSK telpnamet i 400 m hlaupinu, hljóp á 60,9 sek, en eldra metið átti Ingunn Einarsdóttir ÍR 62 sek. Það kom strax i ljós i upphafi keppninnar, að fátt yrði til að ógna sigri ÍR, en eftir fyrri dag keppninnar virtist baráttan um fallið ætla að verða á milli KR og HSH. KR-ingum gekk hins vegar mjög vel seinni daginn — unnu hverja greinina á fætur annarri og tryggðu sér þriðja sætið i keppninni. Fyrsta keppnisgreinin var 200 m hlaup karla og þar kom Sigurð- ur Sigurðsson Ármanni fyrstur i mark á nýju drengjameti, hljóp á 21.7 sek, annar varð Vilmundur Vilhjálmsson KR á 21,9 og þriðji Elias Sveinsson á 22,8 sek. Það kom mönnum á óvart að sjá Bjarna Stefánsson KR á með- al keppenda I 800 m hlaupinu. „Ég varð að prófa”, sagði Bjarni eftir hlaupið. ,,Ég hef litið fundið fyrir að hlaupa 400 m og langaði þvi að reyna við eitt 800 m hlaup.” Allt virtist ætla að ganga vel hjá Bjarna i fyrstu, en þegar 200 m voru eftir i mark var hann greinilega búinn að fá nóg, en kom samt þriðji I markið. Hlaup- ið vann Július Hjörleifsson ÍR á 1:56,9 min, annar varð Markús Einarsson UMSK á 2:01,0 min og Bjarni varð þriðji á 2:02,1 min. Agúst Ásgeirsson átti ekki I miklum erfiðleikum I 3000 m hlaupinu — kom langfyrstur i mark á 8:39,9 min. Annar varð Gunnar Snorrason UMSK á 9:37,0 mln og þriðji varð Leif österby HSK á 9:42,0 min. Siðasta hlaupgreinin fyrri dag- inn var 4x100 m boðhlaup — þar sigraði sveit KR, hljóp á 43,8 sek, i öðru sæti varð sveit UMSK á 45,3 sek og þriðja sveit 1R á 45,4 sek. Elias Sveinsson stökk hæst allra i hástökki, 1,99 m og átti mjög góðar tilraunir við 2,02 m. Annar varð Karl West UMSK stökk 1,96 m og þriðji varð Þráinn Hafsteinsson HSK, stökk 1,90 m. Öllum á óvart varð Islands- meistarinn i langstökki, Friðrik Þór Óskarsson 1R, að sætta sig við fimmta sætið, en það var greinilegt, að hann gekk ekki heill til skógar og stökk aðeins 6,64 m. Sigurði Jónssyni HSK gekk hins vegar allt i haginn og varð fyrstur — stökk 6,91 m, en þeir Sigurður Hjörleifsson HSH og Karl West UMSK deildu með sér öðru og þriðja sætinu, stukku báðir 6,71 m. 1 kúluvarpinu og spjótkastinu hafði Óskar Jakobsson 1R mikla yfirburði. óskar kastaði kúlunni 16.30 m og var það nær 2 1/2 m lengra en næsti maður. 1 spjót- kastinu kastaði Óskar 75,44 — og kastaði rúmum 25 m lengra en næsti!... Keppnin hjá kvenfólkinu var oft jöfn og spennandi, I fyrstu grein- inni, 100 m hlaupi kvenna, sigraði Erna Guðmundsdóttir KR á 12,5 sek en Maria Guðjohnsen 1R varð önnur á 12,6 sek. Lilja Guðmundsdóttir 1R átti i litlum erfiðleikum I 400 m hlaup- inu hljóp á 59,3 sek. önnur varð Ingibjörg Ivarsdóttir HSK á 60,9 sek, sem er telpnamet. 1 4x100 m boðhlaupinu varð sveit IR fyrst, hljóp á 50,3 sek, en Ármann varð I öðru sæti á 50,9 sek. öllum á óvart tapaði Þórdis Gisladóttir 1R i hástökkinu fyrir Mariu Guðnadóttur HSH, báðar stukku sömu hæð, 1,63 m en María notaði færri tilraunir. Maria sigraði einnig i spjót- kasti, kastaði 34,60 m. Gunnþór- unn Geirsdóttir UMSK varð fyrst i kúluvarpi, kastaði 10,10 m. Seinni daginn gekk KR-ingum mjög vel og öllum á óvart sigraði Vilmundur Vilhjálmsson KR i 100 m hlaupinu, en annar varð Sig- urður Sigurðsson Armanni, báðir Kaupfiu Kana sfirax Þegar skólinn-hefst þarftu peninga til margra hluta Þess vegna kaupir þú hina full komnu Tatex 834 SR strax. 8 stafa grænt Ijósaborð Minni Prósenta Fljótandi komma og föst Konstant Og auk hinna venjulegu reikniaðferða inniheldur Tatex 824 SR kvaðratrót x2 og 1/x Árs ábyrgð - tengjanlégur straumbreytir oliuelli skrifstofutækni h.f. tryggvagötu simi 285II Lið 1R varð Bikarmeistari FRÍ í 1. deild 1975. Fjórði frá vinstri er þjálfari iiðsins Guðmundur Þórarins- son, en fremstur er fyrirliði liðsins, Friðrik Þór óskarsson með bikarinn. Myndina tók Bjarnleifur eftir keppnina i gær. fengu sama timann 10,6 sek og er timi Sigurðar nýtt drengjamet. Vilmundur gerði sér litið fyrir og vann einnig 400 m hlaupið á á- gætum tima 48,9 sek. Lengri hlaupin voru sérgrein ÍR á mótinu, i 1500 m hlaupinu sigraði Gunnar Jóakimsson á 4:05,6 min. og i 5000 m Sigfús Jónsson 1R á 15:57,9 sek. Valbjörn Þorláksson sannaði enn getu sina, vann 110 m grinda- hlaupið á 15,0 sek og I stangar- stökkinu tók hann hina á ,,taug- um” stökk 4,20 m. KR-ingarnir urðu langfyrstir i 1000 m boðhlaupinu — fengu tim- ann 2:01,8 min. Friðrik Þór óskarsson náöi á- gætum árangri i þristökkinu — stökk 15,40 m sem var nærri 2 m lengra en næsti maður. Óskar Jakobsson 1R var örugg- ur sigurvegari i kringlukasti, kastaði 52,30 m. 1 sleggjukasti sigraði Óskar Sigurpálsson Ar- manni — kastaði 46,64 m. Erna Guðmundsdóttir KR varð fyrst i 100 m grindahlaupinu á 14,9 sek og i 200 m hlaupinu varð hún einnig öruggur sigurvegari, hljóp á 26,3 sek. Lilja Guðmundsdóttir 1R hafði mikla yfirburði i 800 m hlaupinu, hljóp á 2:15,7 min, en Ragnhildur Pálsdóttir UMSK varð önnur á 2:21,0 min. Hafdis Ingimarsdóttir UMSK tryggði sér sigur I langstökkinu i siðasta stökkinu — stökk 5,44 m, en önnur varð Erna Guðmunds- dóttir KR, stökk 5,35 m. I kringlukasti kvenna sigraði Ingibjörg Guðmundsdóttir HSH, kastaði 35,95 m, en i öðru sæti varð Anrdis Björnsdóttir UMSK, kastaði 29.08 m. nýkomnar [hljómfagrar amerískar dyrabjöllur í úrvali / I eins, tveggja 'og þriggja hljóma.l [vörur í sérflokkil SÉRVERSLUN MEÐ HÚSGÖGN OG RAFTÆKI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.