Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Mánudagur 11. agúst 1975 13 Rœðan var þó alltént haldin: En boðskortin komu ekki í tíma fró ftalíu Hann Giuseppe Rosette Loren- zini var ekki á þvi að sleppa þvi að halda ræðu, sem hann hafði samið fyrir islandsferðina. Hann erreyndar einn af aðalforstjórum skipafélagsins Italia Shipping Line, sem er eigandi fjölda skipa, skem mtiferðaskipa og fragt- skipa. Hingað kom hann með skipi sinu Leonardo da Vinci og til stóð að halda mikla veizlu fyrir hclztu ráðamenn Reykjavlkur. Boðskortin komu bara aldrei frá Genúa, og líklega fá margir boð næstu daga, en of seint, þvi að Leonardo hefur látið I haf og stefnir á Azoreyjar. Paris með sjálfum Eisenhower. „Núna kann ég ágætlega við starfið og hef mikinn áhuga á að auka veg fyrirtækis okkar á allan hátt, enda höfum við núna nokkur fullkomin gámaflutningaskip i smiðum. Venjulega er ég ekki með i förum á skipunum okkar, en Reykjavik var nú heimsótt i fýrsta sinn, og þvi ákvað ég að vera með og kynna mér landið eftir föngum og verð að segja, að mér likaði vel það sem ég sá hér. Leonardo kemur áreiðanlega til með að leggja leið sina hingað á næstu sumrum”. Farþegarnir voru mestmegnis ttalir og af öllum stéttum, að sögn þriðja bryta, Giovanni Maggiore. Á þessu 15 ára gamla skipi er flest til, er stytt getur mönnum stund- irnar, 9 barir, 6 sundlaugar, dans- leikir á hverju kvöldi og eitthvað um að að vera fyrir alla. Fyrir grimuball sem haldið var á mið- vikudagskvöldið um borð, höfðu ýmsir farið i land og keypt is- lenzka þjóðbúninga og vöktu að vonum mikla athygli dansgest- anna. En liklega hefur sá grimu- búningur orðið nokkuð dýr, en gestirnir eru jú sumir hverjir vel fjáðir og sjá ekki i aurana. —JBP— Fréttamaður Visir átti stutt spjall við Lorenzini um borð eftir að hann hafði haldið ræðu sina fyrir nokkra gesti úr frétta- manna- og ferðamálastétt. Sagöi hann m.a. i ræðu sinni, að íslend- ingar hefðu fundið Vinland hið góða, en ekki hafa ttalir alltaf viljað viðurkenna það. Albert Guðmundsson var þarna staddur og benti á i ræðu sinni, að Chur- chill hefði einhverju sinni bent á, að Leifur hefði fundið Ameriku, en haft vit á að þegja um það! Það hefði Columbus aftur á móti ekki gert. Var góður rómur gerð- ur að ræðum þeirra. „Mér likaði engan veginn við þetta starf i fyrstunni”, sagði herra Lorenzini, en áður var hann helzti flotaforingi ttala og starf- aði fyrir Nato. Arið 1949 starfaði hann á skrifstofu bandalagsins i D-yiTA- MIN GETUR VERIÐ VARA- SAJVIT Ofnotkun á D-vitamini getur skaðað nýrun og valdið kölkun i mjúkum vefjum, segir I skýrslu bandariska rann- sóknarráðsins. Þar segir einnig, að mannslikaminn fái nóg af D-vítamini með þvi að snæða skynsamlega, egg, fisk og vitaminbætta mjólk, og með þvi að Iáta sólina skina á kroppinn. Ef til D-vitamintöku kemur, má það aðeins vera að læknisráði og nákvæmlega fylgt fyrirmælum hinna fróðu. Rússar reykja Rússarnir herða sig við reykingarnar, að sögn. Samkvæmt ný- legri könnun hafa sigarettureykingar i þessu viðáttumikla landi aukizt um nærri 16% siðan 1970. Á sama tlma hefur fólks- fjölgunin verið innan viö 4%. Frá 1959 hefur aukning sigarettu- reykinga i Sovét verið nærri 75%, og mest er aukningin meðal kven- fólks. Fyrir fimm árum reykti að- eins eitt prósent kvenna i Moskvu. Nú eru það þrjú prósent, segir Leonind V. Orilo'sky, tals- maöur Heilsufræðirannsóknar- stofnunarinnar i Moskvu. Skyldu þau þarna I Sovét aldrei hafa heyrt um bandarisku lækna- skýrsluna um skaösemi reykinga? Félög með þjálfaö starfslið í þjónustu við þig Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaöir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí /SLA/VDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.