Vísir - 14.08.1975, Blaðsíða 16
vísm
Fimmtudagur 14. ágúst 1975
Óvarinn flugfloti:
lœsa
á nótt-
unni
— Við erum búnir að setja
keðjur og lása og gera flugskýl-
ið eins tryggt og okkur framast
er unnt, sagði Gunnar Sigurðs-
son, flugvallarstjúri, við Vísi i
gær. Eins og menn muna varð
milljónatjón á tveim litlum vél-
um I flugskýli númer eitt um
siðustu helgi, þegar óviðkom-
andi maður labbaði þar inn,
gangsetti vél og ók á aðra.
— Þetta er ekki I fyrsta
skipti, sem við reynum að læsa
skýlinu, sagöi Gunnar. Gallinn
er sá, að þarna ganga margir
um og lásarnir hafa jafnan ver-
ið brotnir upp. Það eru jafnvel
flugvélaeigendi. • > sem standa
fyrir þvi.
— Við leigjum þetta skýli án
ábyrgöar. Þeir sem eiga flug-
vélar þarna inni bera sjálfir á-
byrgð á þeim. Við viljum hins
vegar auðvitað gera þaö sem i
okkar valdi stendur til að hindra
að þær séu skemmdar.
t þessu skýli er oft aö finna
um 80 prósent af einkaflugflota
íslendinga, þegar vélarnar eru
flestar. Menn telja það mestu
mildi að ekki skyldi verða af
mikið bál um helgina, þegar ó-
fluglærður maður fór af stað þar
I litilli flugvél. Þarna gæti þvi
hæglega orðið geysilegt tjón, ef
ekkert er gert til að stemma
stigu við umferð óviðkomandi.
— Við höfum oft stuggaö við
mönnum, sem hafa verið að
flækjast þarna um, sagði Ólafur
Erlendsson, varðstjóri hjá
slökkviliðinu á Reykjavikur-
flugvelli. Við reynum að fylgj-
ast með þeim sem þarna eru á
ferli, ekki sizt á nóttunni. Það er
heldur ekki sjaldan sem við
lokum skýlinu og slökkvum þar
ljós.
— Viö erum hins vegar ekki
meö neinar fastar eftirlitsferð-
ir. Þaö er ekki I okkar verka-
hring. Það er þvi alls ekki hægt
að treysta á að vera okkar hér á
flugvellinum sé afgerandi
hindrun.
—ÓT.
Baráttan við náttúruöflin:
W
MULAKVISL ER EINS
OG TVOFALT SOGIÐ
— blaðamaður Vísis heimsœkir vegagerðamenn
í erfiðum starfa austur á Mýrdalssandi
Starfsfólk vatnamælinga mældi vatnið f Múlakvísl. Frá vinstri
eru Eberg Ellefssen, Rannveig Rist og Sigurjón Rist. Þau eru
hér að renna straummæli ofan f flauminn. Myndir: SHH
Það virtistsvo sem ekki mikið
um að vera austur við Múlakvisl
i gær, þegar Vlsir bar þar að
garði. Brúin var kirfilega lokuð
I báða enda og fjöldi bfia I sand-
inum austan brúar, nokkrir
einnig sunnan megin og stór
krani neðan við veginn. Ofan við
brúna voru þrjár ýtur, ein að
byrja að ryðja upp nýjum varn-
argarði en hinar tvær verklaus-
ar þá stundina — sennilega ver-
ið að smyrja þær.
En á þeim rúma klukkutima,
sem staldrað var við eystra,
ruddi ein ýta upp varnargarði,
sem færöi flauminn undir miðja
briina, og þegar Visir kvaddi,
var brúarvinnuflokkur kominn
á staðinn undir stjórn Jóns Val-
mundssonar, tilbúinn að hef jast
handa öðru sinni og koma oki
undir brúna, svo unnt yrði að
hleypa umferð á hana á ný.
Jón Valmundsson sagöi, að
þeir hefðu getað veitt straumn-
um frá vestursporði brúarinnar,
þar sem okið tók undan, á
þriðjudagskvöldið. Þá var haf-
izt handa að gera við, og unnið
fraifi I myrkur. Siðan var hafður
vörður viö brúna, en um nóttina
breytti áin sér þannig, að
straumurinn kom meira austan
að og þvert á nýja varnargarð-
inn. Ýturnar höfð ekki við, og
garðurinnrofnaði á ný. Þar með
skall straumurinn aftur á vest-
ursporðinum.
Jón taldi, að ef þeir fengju
vinnufrið á árbotninum, myndu
þeir gera við brúna til bráða-
birgða, þannig að unnt yrði að
hleypa á hana að minnsta kosti
allri léttari umferð.
Það var á sunnudaginn, sem
Múlakvisl tók að renna af mikl-
um þunga austan frá. Þá urðu
straumamót við vestursporð
brúarinnar, sem tóku undan
vestasta okið. Mikil lægð er
komin i brúna þar sem okið
vantar, en er þó fært gangandi
fólki. Bilarnir, sem i gær stóðu
austan brúar, voru bilar sem
yfirgefnir höfðu verið þar, unz
hægt yrðiað aka þeim festur yf-
ir.
Sigurjón Rist var ásamt
tveimur aðstoðarmönnum sin-
um austur við Múlakvisl i gær
að mæla rennsli árinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum hans var
vatnsmagnið þá 187 tenings-
metrar á sekúndu, og Sigurjón
sagði að það væri hátt sumar-
rennsli, en þó ekki óvenjulegt.
Mikið væri nú f öllum jökulám.
Eftir hlutfalli hefði rennslið þá
veriö um 240 teningsmetrar á
sekúndu á sunnudaginn, þegar
brúin bilaði. Til samanburðar
gat hann þess, að það væri álíka
og tvöfallt rennsli Sogsins.
Brúin á Múlakvisl var gerð
haustið 1955 og þá um veturinn,
eftir að eldri brúna, sem var
uppi við Selfjall, hafði tekið af i
hlaupi úr Mýrdalsjökli, sem
kom 25. júni 1955. Þá komst
rennsli árinnar i 2500 tenings-
metra á sekúndu.
Múlakvisl hefur lengi verið
erfið I umgengni, en til skamms
tima skall hún á vesturbakkan
um skammt neðan brúarinnar,
þegar hún kom austan að eins
og hún gerði nú. En nýlega var
gerður garður upp frá eystri
brúarsporðinum, sem leiddi til
þess, að straumamótin urðu nú
þar sem raun bar vitni. Sigurjón
Ristbenti á, að fyrir ofan brýrn-
ar á Skeiðarársandi hefði verið
gert lón, þar sem straumarnir
ná aö brotna áður en þeir koma
að brúnum, og renna undir þær
miðjar. Þetta hefur ekki enn
verið gert við Múlakvisl, og er
hún þvi enn um hrið til alls vis.
Nokkrir erlendir ferðamenn
komu að Múlakvisl, meðan Vis-
ir staldraði þar við. Þeir, sem
ferðuðust á puttunum, örkuðu ó-
hikað yfir brúna og hurfu austur
I súldina, en þeir sem voru á bil-
um tóku þessum farartálma vel,
og sögðust ætla að fara aftur til
Vikur — „and have a good
time.”
—SHH
Fjárveitingar til leikhússins fara eftir fjárhagsgetu
Borgarstjóri svarar Albert
Bygging nýja borgarleikhúss-
ins var á ný tekin fyrir á fundi
borgarráðs I morgun. Reiknað
var með, að samþykkt yrði að
vísa teikningunum til byggingar-
nefndar, sem kanna mun þær frá
tæknilegu sjonarmiði.
A fundi borgarráös I morgun Iét
borgarstjórinn I Reykjavlk, Birg-
ir Isleifur Gunnarsson, gera sér-
staka bókun I framhaldi af bókun
Alberts Guömundssonar á sama
fundi. Skýrt var frá fyrirhugaðri
bókun Alberts i VIsi I gær.
Borgarstjóri tekur fram I bókun
sinni, að bygging borgarleikhúss
sé framtiðarverkefni, sem vafa-
laust muni taka langan tima að
fullljuka. Fjárveitingar til verk-
efnisins muni fara eftir fjárhags-
getu borgarinnar hverju sinni.
Framkvæmdaáætlun veröur
samin á grundvelli teikninganna,
sem nú liggja fyrir, segir borgar-
stjóri I bókun sinni.
Sú áætlun verður lögð fyrir
borgarráð til samþykktar. Þvi
liggur ekkert fyrir um það nú, að
bygging borgarleikhúss verði til
að draga úr framkvæmdum við
stofnanir aldraðra. Hins vegar
eigi timabundnir fjárhagserfið-
leikar ekki að stöðva þá undir-
búningsvinnu, sem nú er I gangi.
Borgarstjóri lýsir þvi yfir I bók-
un sinni, að hann telji eðlílegt, að
á hverjum tima sé unnið að bygg-
ingu einnar menningarmiðstöðv-
ar. Nú, þegar byggingu Kjarvals-
staða sé lokið, sé nýtt borgarleik-
hús verðugt verkefni.
í vor var gerð stofnskrá um
byggingu borgarleikhúss milli
borgarinnar og leikfélagsins.
Húsið verður reist I sameiningu,
en leikfélagið mun sjá um rekst-
urinn. Eignir leikfélagsins, sem
renna munu til nýbyggingarinn-
ar, nema nú um 40 milljónum,
þannig að ljóst er, að borgin sjálf
mun standa straum af meiri hluta
þessa milljarðar sem taliö er, að
borgarleikhúsið komi til með að
kosta — i það minnsta.
Kvartmílu-
klúbburinn bíður
eftir landsvœði
Að byggja veg ætti ekki að
vera mjög kostnaðarsamt fyrir-
tæki. Vegurinn þarf aðeins að
vera um 700 metra langur. Um
400 m til að spyrna á og svo 300
m til aö geta stöðvaö sig. Flestir
eiga 8 cylindra amerlska bíla,
þótt nokkrir evrópska og eins
eru mótorhjóla- og skellinööru-
eigendur með I spilinu. Ekkert
er til fyrirstöðu að stilla upp
stórum amerlskum- og
Trabantbil. Þá fær Trabantinn
aðeins forskot og getur allt eins
sigraö.
Björn fræddi okkur á þvi, að
keppnin tæki aðeins um 20 sek-
„ÞEIR AKA EINS OG ENGLAR
EFTIR KVARTMÍLUKEPPNI"
úndur og hættan á óhöppum
væri hverfandi litil. Aöur, þegar
slik keppni var haldin, komu
hópar fólks til aö fylgjast með,
þótt ekkert væri auglýst. Þess
má geta, að svona keppni er ein-
hver vinsælasta Iþrótt i Banda-
rikjunum.
„Eftir aö hafa tekið þátt I
kvartmilukeppni, hafa menn
staöiö sig aö þvi að aka eins og
englar i bænum, þvi við keppn-
ina fá þeir einmitt útrás,” sagði
Bjöm.
„Þetta er eins og að eiga hest
og geta hvergi riðið út,” sagði
Bjöm Emilsson, varaformaður
hins nýstofnaða Kvartmilu-
klúbbs, en þeir hafa sótt um
land hjá borgarráði innan
Reykjavikursvæðisins, þar sem
þeir geti reynt bila sina. Þar
hafa þeir fengið frekar jákvæð-
ar undirtektir, en biöa enn eftir
svari. Fyrr hafa þeir reynt bil-
ana á Keflavlkurveginum, i
Kollafiröinum og viö Hólsá rétt
hjá Geithálsi. Akveðið hefur
verið að keppa ekki á bilum sin-
um fyrr en leyfi hefur fengizt
fyrir landsvæði.
„Það er stórkostleg tilfinning,
þegar maður ýtir á bensingjöf-
ina og finnur öll þessi hestöfl
leysast úrlæðingi,” sagði Bjöm,
en keppnin er i þvi fólgin, að
tveim bilum er stillt upp hlið við
hliö og þegar ljósmerki er gefið,
er rokið af stað og sá, sem er á
undan að ná kvartmilunni vinn-
ur.
1 klúbbnum eru um 200 með-
limir, allt upp i 37 ára gamlir.
Þaö þarf varla að taka það
fram, að auðvitað er kvenfólkið
Uka með.
—EVX—