Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 15. ágúst 1975
3
„Hey, du, Kekkonen"
— Finnlandsforseti að veiðum í Yíðidalsá
Hey, du, prófaðu að
kasta nær miðstrengnum.
— Ja, ja, svaraði Kekk-
onen, forseti Finnlands, og
veifaði til Þrastar Lýðs-
sonar, nítján ára gamals
leiðsögumanns við Víði-
dalsá, sem sendi honum
þessa óformlegu kveðju.
Oformlegt er liklega bezta orðið
til að lýsa andrúmsloftinu þarna
við ána, þar sem forsetinn hóf
veiðar ásamt fylgdarliði sinu i
gærdag. t frii frá erfiðu starfi, við
sina uppáhalds tómstundaiðju,
lék forsetinn á als oddi og fylgd-
armenn hans ekki siður.
Það sakaði ekki að veiðarnar
gengu vel. Forsetinn var fyrstur
út i ána og byrjaði á nokkrum til-
raunaköstum til að liðka sig. I
sjötta kasti svignaði stöngin
skyndilega og linan byrjaði að
rása.
Það var auðséð að Kekkonen
er þaulvanur laxveiðimaður,
hann þreytti laxinn og landaði
honum mjög svo faglega. Laxinn
var rotaður og vigtaður: — Hmm,
fimm pund, og forsetinn var aftur
byrjaður að kasta. 1 þetta skipti
tók hann i öðru kasti og var land-
að snarlega.
— Nei, heyrðu nú, sagði Ingi-
mundur Sigfússon, forstjóri
Heklu. — Þú verður að gefa okkur
tima til að pakka þeim „for fand-
en”. Forsetinn glotti og byrjaði
aftur að kasta.
„Og þeir tóku grimmt"
Antti Wihuri, sem bauð Kekk-
onen til veiðanna, og Pentti Hal-
onen, liflæknir forsetans, voru að
sinn hvorum megin við hann.
Þeim fyrrnefnda gekk ekki
siður vel en hins vegar virtust
laxarnir forðast læknastéttina.
Þegar það var búið að ganga svo-
leiðis i tæpan klukkutima, leit
Kekkonen áhyggjufullur á lif-
lækni sinn og sagði,
— Við skulum fara eitthvað
annað með Pentti. Pentti brosti
áhyggjulaust, hann virtist una sér
ágætlega þarna út i ánni, þótt
hann fengi ekki neitt.
Kekkonen er aö fá’ann og Ingimundur Sigfússon fylgist spenntur
með.
Mynd—ÓT.
Flakkað á milli veiðistaða
Þeir voru alls átta, finnsku
veiðimennirnir, en höfðu dreift
sér um ána, þannig að við sáum
aldrei nema þá þrjá sem voru
með okkur. Við fengum hinsvegar
fréttir af þeim um talstöð og þre-
menningarnir brostu ánægjulega
þegar þeir fréttu að hinir hefðu
veitt, en þó ekki jafn mikið.
Það var ekki á forsetanum að
sjá að hann væri 75 ára gamall.
Köst hans voru þróttmikil og
boðaföllin gengu af honum eins og
varðskipi á fullri ferð, þegar hann
öslaði um ána.
— Nah, þetta er stór náungi,
sagði hann þegar stöng hans
skyndilega kengbognaði. Og það
reyndist rétt. Eftir um 20 minútna
harða viðureign landaði hann
sautján punda hæng.
— Það er bezt að halda áfram
með þá stóru, sagði hánn glaðlega
og hóf þegar að lemja ána á nýjan
leik. Og stöngin bognaði enn
meira i þetta skipti.
— Ho, humm, sagði forsetinn og
gaut augunum til Ingimundar,
sem ekki var búinn að pakka inn
þeim siðasta. Þröstur skellti upp
úr og lifveröirnir, þeir Erlendur
og Gisli, brostu út undir eyru.
Eftir haröa viðureign kom þessi
á land lika og reyndist nitján
pund. Þessir tveir laxar voru þeir
stærstu, sem veiddust i gær.
Heim í kræsingarnar
En timinn leið. Þeir máttu
veiða til kl. 22 og þegar klukkan
átti eftir tvær minútur, sagði
Kekkonen: — Þetta er gott i dag.
Hann hafði verið stanzlaust að
siðan kl. fjögur en var léttur i
spori, þegar hann stökk upp á
bakkann. Það var mikið hlegið á
leiðinni að veiðihúsinu, Tjarnar-
brekku, enda hafði dagurinn ver-
ið góður. Alls höfðu veiði-
mennirnir átta fengið 38 laxa, þar
af hafði forsetinn fengið átta. Og
Pentti hafði loks tekizt að krækja
sér i tvo væna.
Það var heldur ekki að ástæðu-
lausu, sem þeir hlökkuðu til að
koma i veiðihúsið. Gunnlaug
Hannesdóttir ráðskona beið
þeirra þar með humar i forrétt,
hamborgarhrygg i aðalrétt og
bláberjais i eftirrétt.
Og eftir að hafa séð matseðil
hennar og bragðað á réttunum,
varð niðurstaðan sú, að liklega
væri bezt fyrir laxveiðimennina
að stunda veiðarnar af þrótti, ef
þeir eiga ekki að hlaupa i spik.
Forsetinn og fylgdarlið verður að
veiðum fram á mánudag.
Lionsklúbburinn gefur augnskoðunartœki
EGILSSTAÐIR MIÐPUNKTUR
SJÓNVERNDAR Á AUSTURLANDI
Lionsklúbburinn Múli á Fljóts-
dalshéraði afhenti I gær heilsu-
gæzlustöðinni á Egilsstöðum
mjög fullkomin augnskoðunar-
tæki. Tæki þessi, sem eru sviss-
nesk, eru þau einu sinnar tegund-
ar utan Reykjavikur og Akureyr-
ar. Auk þess sem hægt er að mæla
sjónskekkju með tækjunum, er
hægt að mæla gláku mjög
nákvæmt og taka korn úr auga,
þvi að tækið stækkar augað allt að
40 sinnum.
Þessi tæki eru mjög viðkvæm
og ekki hægt að flyja þau milli
staða og má þvi segja að heilsu-
gæzlustöðin sé orðin miðpunktur
sjónverndar á Austurlandi.
Landlæknir hefur skipulagt
ferðir augnlækna um landið og
annast nú 3 augnlæknar svæðið,
sem Bergsveinn Ölafsson augn-
læknir hafði einn áður.
Heilsugæzlustöðin á Egilsstöð-
um, sem er fullkomnasta sinnar
tegundar á landinu, hefur nú ver-
ið tekin i notkun að fullu og eru nú
starfandi þar 3 læknar, tannlækn-
ir og sjúkranuddari, auk annars
starfsfólks. Borgarlæknirinn i
Reykjavik .; Skúli Johnsen er nú
á Egilsstöðum að kynna sér stöð-
ina vegna væntanlegra hverfis-
stöðva i Reykjavik. Þess má geta,
að nú eru 40 ár siðan fyrsta
sjúkraskýlið var tekið I notkun á
Héraði, en það var byggt á
Brekku i Fljótsdal 1904-5 og
kostaði 16 þús. krónur. Við upphaf
byggingar átti sveitarfélag á
Héraði 5.600 krónur i sjóði til
þessara mála. Fyrsti læknir við
það sjúkraskýli var Jónas
Kristjánsson.
BA/EVI
Hvað býður
fjölbrauta-
skóli upp ó!
— rœtt við Guðmund Sveinsson
skólastjóra
„Það verða hérna miiii 230 og
250 manns næsta vetur,” sagði
Guðmundur Sveinsson, skóla-
stjóri Fjölbrautaskólans í Breið-
holti. Flestallir umsækjendur eru
úr Breiðholti, enda er hér um
hverfaskóla að ræða.
Byggingaráfangar eru tveir. 1
fyrsta lagi iþróttasvæði og mann-
virki. í öðru lagi er það skólahús-
ið sjálft. Þar er ein aðalbygging
sem út frá ganga 4 greinar. Ein af
hinum 4 greinum verður tekin I
notkun i haust. Sú bygging á að
geta hýst 500 nemendur.
Hvað þýðir fjölbrautaskóli?
Guðmundur sagði, að það gæti
þýtt tvennt. Annars vegar aö
undir sama þaki væru mismun-
andi svið kennd, en þau hefðu öll
einhvern sameiginlegan kjarna.
Þá væri og til, eins og viða I Svi-
þjóð, að nokkrir skólar innan
sama svæðis eða borgar væru
undir einni yfirstjórn eða hefðu
samstarf sin á milli. Þetta væri til
dæmis möguleiki i Flensborg i
Hafnarfirði. Sá skóli nefnist fjöl-
brautaskóli en er raunverulega
aðeins menntaskóli. Með þvi hins
vegar að taka upp samstarf við
skóla eins og iðnskólann og fisk-
iðnskólann ná þeir ef til vill titlin-
um.
Skólinn i Breiðholti verður
byggður upp af 4 aðalsviðum. I
þennan skóla munu I vetur ganga
unglingar, sem lokið hafa þriðja
bekk gagnfræðaskóla og að sjálf-
sögðu þeir af gagnfræðingunum,
sem kæra sig um. Um leið og
grunnskólalögin verða komin I
framkvæmd munu nemendur
ganga beint upp úr þeim skóla, 16
ára gamlir, inn i fjölbrautaskól-
ann.
Hvaða ný svið verður boðið upp
á?
Sviðin fjögur, sem nemend-
ur geta valið á milli, eru;
menntaskólasviö, sem greinist i 3
brautir,
iðnfræðslusvið, sem greinist I 3
brautir,
viðskiptasvið, sem greinist I 3
brautir,
samfélags- og uppeldissvið, sem
greinist I 3 brautir.
Guðmundur sagði, að allar
brautirnar stefndu að stúdents-
prófsigildi, ef nemendur væru 4
ár i skólanum. Menn geta hins
vegar verið þarna frá 1—4 ár.
Skipting innan menntaskóla-
sviðsins er mjög svipuð þvi sem
hún er i dag, þ.e. unnt er að velja
á milli tungumála, náttúrufræða
og eðlisfræði.
Iðnfræðslusviðið greinist i
málmiðn, tréiðn og snyrtiiðn.
Þegar Guðmundur var spuröur
hvað þetta síðastnefnda innihéldi,
sagði hann, að þar væri unnt að
læra hárskurð, nudd og hand- og
fótsnyrtingu.
Á viðskiptasviðinu taka nem-
endur búðar- og sölutækni eða
skrifstofu og stjórnun. I þriðja
lagi er hægt að læra einkaritara-
starfið.
Á uppeldissviðinu er hægt að
læra heilsugæzlu. Tekur það bæði
til sjúkraliða- og hjúkrunarnáms,
en þó telst þetta ekki aðfararnám.
Þar er einnig hægt aö læra
heimilisfræði og handavinnu.
Þá verður þeim, sem ekki hafa
lokið gagnfræðaprófi,gefinn kost-
ur á að ljúka þvi. Þetta verður þó
aðeins einu sinni, þar sem gagn-
fræðapróf verður i siðasta skipti
haldið 1976.
Hvað er sameiginlegt?
Kjarninn sem talað var um aö
væri sameiginlegur, er mestur til
að byrja með. 50% af námsefni 1.
árs er sameiginlegt. Það er 25%
á öðru ári 10% á þvi þriðja. A
fjórða ári er ekkert sameiginlegt.
Taka menn próf?
Guðmundur sagði, að náminu
væri lokið þegar nemandinn hefði
tekið 288 punkta, hver punktur
væri ein stund unnin. Bóktimi
væri metinn þannig, að kennslu-
stundin væri 40 minútur og
heimavinnan 20 minútur. Af þess-
um 288 punktum verða 64 eining-
ar sameiginlegar. 188 einingar
verða kjörsviðsgreinar, en 36
valgreinar.
—B.A.
Hver ók í veg fyrir Volvóinn?
Hvit Volvobifreið hafnaði á
ljósastaur á mótum Miklubrautar
og Lönguhliðar klukkan hálf niu i
fyrrakvöld. Volvobifreiöin var að
aka vestur Miklubraut og var rétt
að koma að gatnamótunum viö
Lönguhlið, er dökkblár Fiat 128
ók i veg fyrir hana af vinstri ak-
rein yfir á þá hægri. ökumaður
Volvobifreiðarinnar beygöi þá
snögglega til hægri með þeim af-
leiðingum, að bifreiðin lenti uppi
á gangstétt, hafnaði þar á ljósa-
staur og skemmdist mikið.
ökumaður Volvobifreiðarinnar
biöur ökumann Fiatsins vinsam-
legast að gefa sig fram við lög-
regluna. Hinn umgetni Fiat var
dökkblár Reykjavikurbill og á
hlið hans stóð skrifað Fiat með
stórum hvitum stöfum.
—JB
anlega. Vegna mistaka var inn-
gangur fréttarinnar kominn inn
i hana miðja og niðurlagið var
Smávegis ruglingur gerði orðið að inngangi. Visir biður
frétt um kvartmilukeppni á lesendur sina að afsaka þessi
baksiöu Visis i gær nær óskilj- mistök.
AFSAKIÐ!
„Nóg vatn" -
ef eldur kemur upp ó
Reykjavíkurflugvelli
„Eftir brunann i flugskýlinu á
Reykjavikurflugvelli er allt
vatnskerfið I endurskoðun. En
það er nóg vatn,” var svar Gunn-
ars Sigurðssonar flugvallarstjóra
við spurningu Visis, hvort vatns-
skorturmy ndi há slökkvistarfi, ef
eldur komi upp á vellinum.
Hann sagði ennfremur að
vatnskerfi þyrfti að vera I kring-
um flugvöllinn allan. Mikið verk
væri að koma þvi fyrir. Hins veg-
ar væru þeir ákaflega aðþrengdir
með fjármagn, þvi að skorið hefði
verið niður við þá sem marga
aðra. —EVI