Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 5
5 i iviORGUN Utlönd í morgun utlönd i morgun ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Stórbruni í olíuhreins- unarstöð óttazt var um líf níu slökkvi liðsmanna, sem saknað var í gærkvöldi/ eftir harða baráttu, sem háð var í Philadelphiu, þegar eldur kom upp í einni stærstu oliuhreinsunarstöð á austurstönd Banda- rikjanna. Eldurinn brauzt út i gær- Svartan oliureykinn lagði frá oliuhreinsunarstöðinni i mynni Delawareárinnar i morgun, þar sem slökkviliðsmenn börðust við að reyna að halda eldinum i skefjum. Hreinsunarstöð þessi er ein sú stærsta á austurströnd Bandarikjanna. morgun, þegar oliuskip var að losa farm sinn i oliuhreinsunar- stöð við mynni DelaWarearinnar. Eftir tveggja stunda slökkvistarf töldu menn sig hafa heft útbreiðslu eldsins, en þá höfðu lika fimmtán slökkviliðs- menn verið lagðir slasaðir inn á sjúkrahús. En skömmu siðar varð sprenging i hreinsunar- stöðinni og réðst þá ekki við neitt. Fjortán slökk viliðsbilar sprautuðu kvoðu á eldana i von um að verja oliugeyma stöðvarinnar, en i morgun, þegar siðast fréttist voru menn vondaufir um að það mætti takast. Logarnir teygðu sig þá mörg hundruð metra upp i loftið. Svartan oliureykinn lagði yfir borgina Brenndu skrif- stofur kommún- ista, sem vörðu sig með byssum Um 4000 bændur tóku þeir brenndu i morgun sig saman og héldu skrifstofur fylktu liði til bæjarins kommúnistaflokksins i Angra de Hercismo á bræði sinni. Azóreyjar Azóreyjum, þar sem heyra til Portúgal. Bronfman heimtur ór höndum mannrœningja Erfingi Seagramsauö- æfanna, Samuel Bronf- man, er nú kominn fram, eftir aö hafa veriö 8 daga i haldi mannræningja, sem kröfðust af fjöl- skyldu hans lausnar- gjalds i skiptum fyrir líf hans. Erindrekar FBI, alrikislög- reglu Bandarikjanna, fundu Samuel bundinn og keflaðan i ibúð i Brooklynhverfi New York, og handtóku um leið tvo menn, sem kærðirhafa nú verið fyrir mannrón. Um leið voru hendur hafðar á 2,3 milljón dollara lausnar- gjaldi, sem ættingar -Samuels höfðu greitt ræningjunum. I ljós kom, að ræningjarnir tveir eru irskættaðir, og hefur vaknað grunur um, að þeir hafi rænt Samuel i fjáröflunarskyni fyrir trska lýðveldisherinn, sem staðið hefur fyrir hryðjuverkum á N-Irlandi undanfarin ár. Annar ræningjanna rekur bilaleigu, en hinn er slökkviliðs- maður og er hvorugur i neinni fjárþröng. Faðir Samuels, Edgar Bronf- man, aðaleigandi Seagrams- vinssölufyrirtækisins, greiddi lausnargjaldið á laugardag, eft- ir að ræningjarnir höfðu sann- fært hann um, að Samuel væri enn á lifi. sögðust ræningjarnir hafa grafið son hans lifandi og stæði höfuðiö eitt upp úr. FBI-menn eltu bifreið ræn- ingjanna, eftir að þeir hirtu upp lausnarféð, en týndu bifreiðinni siðar. Þegar menn voru orðnir i gær úrkula vonar um að hafa uppi á ræningjunum — eða Samuel fyrir þær sakir, þvi að hann var þá ekki enn kominn fram — gaf annar ræningjanna sig fram við lögregluna. Óttaðist slökkviliðsmaðurinn, aö bilaleigjandinn félagi hans mundi ekki ætla að sleppa Samuel lifandi og var þá nóg boðið. Visaði hann lögreglunni á ibúðina, þar sem þeir höfðu geymt Samuel. Brauzt lögreglan inn og kom að hinum ræningjanum óvið- búnum. Samuel reyndist ekki hafa sakað, og fór hann strax til fundar við fjölskyldu sina, sem taldi sig hafa heimt hann úr helju. Samuel Bronfman var heimtur úr helju. Að honum standa tvær einhverjar auöugustu fjölskyld- ur Noröur-Amcríku. Kommúnistar, sem staddir voru i byggingunni og ætluðu að verja hana, særðu sex bændur með haglabyssum sinum áður en þeir flúðu brennandi húsið. Múgurinn notaði bensinsprengjur til þess að kveikja I húsinu. En siðan lokaði hann götum til þess að hindra slökkviliðið i að komast á staðinn. Bændurnir höfðu staðið fyrir mótmælagöngu, þar sem látin var í ljós andstaða gegn kommúnistum, og var marsérað framhjá flokksskrifstofum kommúnista. Þar söfnuðust göngumenn saman og hrópuðu vígorð að þeim, sem inni voru. Síðan fór allt i bál og brand, þegar i ljós kom, að mennirnir inni fyrir voru vopnaðir. Þeir voru einir 30 þar saman komnir til varnar. Göngumenn öftruðu hermönn- um að komast á staðinn til að stilla til friðar. Komust her- mennirnir ekki aö fyrr en skrif- stofubyggingin var brunnin til grunna Kólnor í heiminum Þrátt fyrir hitabylgjuna, sem gengið hefur yfir Evrópu að undanförnu, hefur veðrið farið kólnandi i heiminum siðan 1950, eft- ir þvi sem brezki veður- fræðiprófessorinn, Hubert Lamb, segir. Meðalhiti hefur lækkað um fiórðung úr gráðu. Afleiðing þessa þykir koma einkar skýrt frá á Bretlandseyjum, þar sem vaxtartimi korns hefur stytzt um niu daga. Á blaðamannafundi i Austur- Angliuháskólanum i Norwich sagði prófessorinn, að rannsóknir bentu til þess að veðurfar ætti eft- ir að kólna enn allt fram á miðja næstu öld. Um 250 veðurfræðingar frá 23 löndum sitja nú vikulanga ráð- stefnu i Norwich og ræða þar veðurfarið um komandi framtið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.