Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 8
8 Vfsir. Mánudagur 18. ágúst 1975 Stúlkan lengst til vinstri er f buxnaskokk úr blau denfmefni. Skokkurinn er hannabur á saumastofu Hagkaups. Kápukjóllinn i miöið er Ur biágrænu flaueli og er hannaður af Sonju Egiisdóttur, Margréti Jónsdóttur og könnuðinum á saumastofunni Skinfaxa og saumaður þar. Bleika dragtin ásamt húfunni er hönnuö af Henný og Elísabetu I Parinu. Stúikurnar, sem sýna fötin eru frá Modelsamtökunum. Sýnishom af íslenzkum fataiðnaði Á alþjóðlegu vörusýningunni i Reykjavik, sem hefst i Laugardalshöllinni föstudaginn 22. ágúst og stendur til 7. september, kennir margra grasa. Eins og nafnið ber með sér eru sýndar flestar vörutegundir, sem hægt er að sinna á islenzkum markaði. Þar á meðal verð- ur sýndur bæði innlendur og erlendur fatnaður. Hér á þessari síðu er leitazt við að gefa sýnis- horn af þeim innlenda fatnaði, sem hér er til söiu núna. Þessi fatnaður er bæði hannaður og saumaður af islenzkum aðilum. Leðurjakkinn er til i mörgum litum og sama má segja um kvenleðurdragtina. Einnig er hægt að fá jakkann og pilsið sitt i hvoru lagi. Þennan fatnað hannaði Agnar Fr-. Svanbjörnsson hjá Gráfeldi. Þau, sem sýna fatnaðinn eru úr tizkusamtökunum Karon. Þessar tvær litlu hnátur klæöast blússum sem Frfður ólafs- dóttir fatahönnuður hefir hannað. Blússan til vinstri er úr inn fluttu mynstruðu efni, og er blússan rykkt I mittið. Mussan er úr handlituöum hveitipokum með „applikeruðu” munstri framan á. 1 horninu má sjá mynd af hönnuðinum Friöi ólafsdóttur. Form og litir fatnað- arins höfði til barnsins „Þegar ég hanna barna- fatnað, þá hef ég efst i huga að framleiða vandaðan og þægileg- an fatnað, einkum úr náttúru- efnum eins og ull og bómull,” sagði Friður ólafsdóttir fata- hönnuður, sem rekur barna- fataverzlunina Bimm Bamm, en hún mun sýna barnafatnað á kaupstefnunni bæði innfluttan og fatnað, sem hún hefur hann- að sjálf og látið sauma. „Oftast fylgir barnatizkan tizku þeirra fullorðnu þó reyni ég að láta bæði form og liti höfða til barnanna og miða fatnaðinn við þarfir þeirra hvort sem barnið er tveggja eða fjórtán ára, sagði Friöur. Friður hannaði einnig sýningarfreyju- búninginn. Ekki er mikill saumaskapur á honum, en hann þarf að sameina tvennt þ.e. hann verður að vera hlýr og ódýr, sagði Friður. HE. IIMIM 5EÐAIM = Umsjón: Hildur Einarsdóttir KLÆÐSKERI SÝNIR Á KAUPSTEFNUNNI Sævar Karl Ólafsson ætlar að sýna þrenn karlmannaföt og einn frakka á kaupstefnunni. Hann verður fyrsti klæðskerinn, sem tekur þátt i vörusýningum af þessu tagi hér á landi, en - Sævar rekur klæðskeraverk- stæði hér i borg. Sýningarherra hans (sbr. sýningardama) verður Heiðar Jónsson umboðsmaður fyrir Yardley snyrtivörur hér á landi. Hann mun klæðast þessum fatnaði meðan hann kynnir Yardley snyrtivörur á kaup- stefnunni. En Sævar og Heiðar verða við sýningar bása hlið við hlið, svo þeir sem hafa áhuga á að fá sér klæðskerasaumuð föt, geta látið taka af sér mál og val- ið efni og snið á fötunum hjá Sævari, ef þeim lizt á handbragð Sævars. Hjá Sævari fást fimmtiu gerð- ir af smekklegum karlmanna- fataefnum, en Sævar pantar efni, sem duga aðeins i ein föt i einu. Svo þeir sem verzla hjá Sævari þurfa ekki að vera hræddir um aö hitta einhvern i fötum úr samskonar efni. Einnig er hann með 1000 sýn- ishorn af efnum, sem hægt er að Oheppilegur Við ræddum stuttlega við Unni Arngrimsdóttur, sem stjórnar Modelsamtökunum. Hún sagði okkur, að Model- samtökin myndu vera með tizkusýningar annan hvern dag, en tizkusamtökin Karon myndu sýna hina dagana. Þessi karlmanna spariföt eru úr mosagrænu velouri og frakk- inn er úr köflóttu ullarefni. Takið eftir að kaflarnir standast á allan hringinn! Þennan fatnað hannaði og saumaði Sævar Karl ólafsson klæð- skeri. Myndin i horninu er af Sævari. panta erlendis frá, en þá tekur um þrjár vikur að fá fötin af- greidd, annars tekur það tiu daga. Ef allur kostnaður er reiknað- ur með, þá kosta klæðskera- saumuð föt 25 þúsund krónur hjá Sævari. HE. tími fyrir tízkusýningar Sýningarnar verða tvær á dag sú fyrri verður um fimmleytið en sú siðari fimmtán minútum yfir niu. En engar tizkusýningar verða um helgar. Við opnun sýningarinnar fyrir almenning, þá munu bæði sam- tökin sýna sameiginlega og sýna smá sýnishorn af þvi sem siðar verður. Unnur sagði, að þessi timi væri óheppilegur fyrir tizkusýn- ingar, þvi sumartizkan væri gengin sér til húðar og útsölur hafnar á henni, en haustvörurn- ar eru að koma i búðirnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.