Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 10
Scmngjarnt í Kapplakrika Keflvíkingar gerðu eitt mark og FH-ingar annað og þar með allt upp talið í þeim leik Hann var ekki merkilegur leikurinn á milli FH og Keflavlkur 11. deildinni á Kaplakrikavcllinum á laugardaginn og verður sjáifsagt fljótur að renna inn I móðu gleymskunnar fyrir þeim, sem hann sáu. Bæði liðin ætluðu sér i upphafi sýni- lega aö ná báðum stigunum og halda sér þar með i baráttunni um efstu sæt- in, en litkoman varð sú, að hvorugt þeirra náði neinu afgerandi — hvorki i leiknum né i markaskorun — og voru jöfn þegar dómaranum loks þóknaðist að gefa til kynna, að leiknum væri lok- ið. Einstaka sprettir og kaflar i leiknum voru samt skemmtilegir, en i heildina var þetta frekar leiðinlegur leikur og úrslitin — 1:1 — sanngjörn. FH-ingar voru fyrri til að skora. Ólafur Danivalsson sendi þá boltann i netið eftir að Þórir Jónsson hafði gefið á hann úr aukaspyrnu. Steinar Jó- hannsson jafnaði siðan fyrir Keflvik- I siðari hálfleik, og eru mörkin þar með upptalin. I lok leiksins færðist nokkur harka i hann, og fóru sumir að sýna hnefana — án þess þó að þora að nota þá þrátt fyr- ir að sýnilegt væri að dómarinn væri farinn að slaka á i „flautukonsertin- um”... Menn áttu misjafnan dag þarna á mölinni — fáir framúrskarandi, nema þá Einar Gunnarsson, IBK, sem bar af öllum hinum — en aftur á móti margir með meðalleik og þar fyrir neðan, þótt þarna væru samt margar „stjörnur” sem allar ætluðu og vildu ljóma skært... Ármann úr leik í annarri deild Tapaði fyrir Þrótti um helgina og nú eru það aðeins Breiðablik og Þróttur sem geta sigrað Möguleikar Ármanns um að komast i annað af tveim baráttusætunum i 2. deild i ár, urðu að engu á föstudags- kvöldið, er Armenningar töpuðu fyrir Þrótti 3:1. Þeir eru þar með alveg úr leik, cn eftir standa tvö félög i slagnum — Breiðablik og Þróttur. Blikarnir eru með einu stigi meir en Þróttur og tvo leiki eftir — við Selfoss á Selfossi og við Þrótt um næstu helgi. Þróttararnir eiga þar fyrir utan eftir að leika við Viking hér i Reykjavik, svo allt getur enn gerzt i baráttunni um efsta sætið. Það er a.m.k. nálægt því að stórir hlutir gerðust á Árskógsströnd þegar Blikarnir léku þar um helgina. Þeir máttu þakka fyrir að komast þaðan með bæöi stigin eftir aðeins 1:0 sigur — Þór Hreiðarsson i fyrri hálfleik. Þróttararnir fóru aftur á móti létt með Armenninga i sinum leik. Þeir sigruðu þá 3:1, og skoraði Sverrir Brynjólfsson öll mörk Þróttar. Fyrir Ármann skoraði Ingi Stefánsson. 1 hálfleik var staðan 2:1 fyrir Þrótt. Selfoss sigraði Hauka i Hafnarfirði 2:1, en þar var staðan i hálfleik 1:0 fyrirSelfyssinga. Tryggvi Gunnarsson skoraði það mark, en Pétur Einarsson, sem þarna lék sinn fyrsta leik, kom Selfyssingum i 2:0. Þannig var staðan þar til Loftur Eyjólfsson skoraði fyrir Hauka úr vitaspyrnu. A Húsavik var staðan ljót hjá heimamönnum i hálfleik i leiknum við Viking frá Ólafsvik. Þá höfðu Ólsararnir skorað 2 mörk — Ásgeir Eliasson og Birgir Þorsteinsson — en Völsungarnir ekkert. I þeim siðari komst Hreinn Elliðason i mikinn ham og skoraði 3 mörk — þar af 2 svo til á sömu minútunni —og Helgi Steinþórs- son skoraði það fjorða, þannig að Völsungur sigraði i leiknum 4:2. Vikingarnir eru þar með neðstir i deildinni og þeirra eini möguleiki á aöhaldasér þar næsta ár er að sigra i aukakeppninni við 3. deildarliðin vegna fjölgunar i deildinni næsta ár. - klp- Tvö mörk í byrjun -og Valurvann2:l Vestmannaeyingar stóöu ekki við fyrirheitin, sem þeir gáfu eftir tapið fyrir Val f bikarkeppninni i siðustu viku, að sigra Valsmenn i deildar- keppninni heima i Eyjum á laugar- daginn. Þeir töpuðu bikarleiknum 5:1, en i leiknum á laugardaginn með aðeins einu marki — 2:1. Eru þeir nú i næst- neðsta sæti i deildinni með 8 stig — einu stigi meir en KR — og er allt útlit fyrir að þessi frægu félög komi til með að berjastum botnsætið i næstu leikj- um. Valsmenn fengu óskabyrjun i leikn- um i Eyjum á laugardaginn — þangað komu þeir með leiguvél frá Vængj- um!!! er Ingi Björn Albertsson skoraði þar þegar rúm minúta var liðin af leiknum Varnarmaður tBV spyrnti frá marki — beint til Inga Björns, sem þakkaði fyrir hjálpina með þvi að senda boltann sömu leið til baka — og i netið. Rétt tiu minútum siöar bættu Vals- menn öðru markinu við, og var Magnús Bergs þar að verki meö fallegu vinstri fótar skoti, sem hafnaði I hægra markhorninu — gjörsamlega óverjandi. Þrátt fyrir þetta gáfust Eyja- skeggjar ekki upp og á 31. minútu leiksins minnkuðu þeir bilið i 2:1. Sigurlás átti þá skot i þverslá, en þaðan hrökk knötturinn til Arnar Óskarssonar, sem var öllu ná- kvæmari, og sendi hann i netið. 1 siðari hálfleik var ekkert mark skorað .Vestmannaeyingar komust oft nálægt þvi, og þá ekki siður Valsmenn, en tvivegis var skoti frá þeim bjargað á iinu. ÍJtkoman varð þvi 2:1 fyrir Vestmannaeyinga, og voru þeir ekki neitt sérlega ánægðir með það. Þeir voru heldur ekki ánægðir með dómarann — Öla Olsen — fannst hann dæma lftið — enda kallaði einn vallar- gesta til hans eftir leikinn og sagði... „Heyrðu þú þarna með flautuna — af hverju kom dómarinn ekki!? -GS... Benedikt Valtýsson hinn eitilharði varnarmaður Akra- nes tekur stjörnu leiksins i gær — Karl Þórðarson — á loft, þegar dómarinn hefur flautað leikinn af og sigur Skaga- manna —6:3 — er endanlegur. Ljósmynd Bj. Bj.. Skagamenn með aðra höndina á bikarnum Sigruðu Fram í einum skemmtilegasta 1. deildarleik hér á landi í langan tíma — Níu mörk skoruð í leiknum og tœkifœrin mýmörg á báða bóga Leikur Fram og Akraness I 1. deildarkeppninni i íslandsmótinu iknattspyrnu á Laugardaisvellin- um I gær, verður efiaust lengi i minnum hafður meðal þeirra lið- lega 4000 áhorfenda, sem komu til að sjá hann. Þar var boöið upp á þaö bezta, sem sézt hefur i deildarkeppninni i ár — og líklega þó lengra væri leitað aftur I tim- ann — opinn sóknarleikur, skemmtilegar leikfléttur og hvorki meira né minna en niu mörk. Af þessum niumörkum skoruðu Skagamenn sex en Framarar þrjú, og sjö af þessum mörkum komu i siðari hálfleik, þegar is- landsmeistararnir frá Akranesi, sem nú halda með annarri hend- inni I handfangið á íslandsbikarn- um, voru stórkostlegir á að horfa. Sum af þessum mörkum voru að visu af ódýrari gerðinni, en mörg voru gullfalleg — eins og t.d. tvö af mörkum Fram og þrjú af mörkum Akraness. Þau „ljótu” voru hrein klaufamörk, eða þá gefin, eins og hið mikil- væga mark, sem Skagamenn skoruðu i upphafi siðari hálfleiks, þegar staðan var 1:1. Þá var Árni Stefánsson, mark- vörður Fram, sem I þessum leik fékk 6 sinnum að ná i boltann i netið hjá sér — 8 sinnum i öllum leikjunum i deildinni til þessa — að rénna sér fram hjá Teiti Þórðarsyni, sem sótti að honum. „Ég var með boltann, þegar -hann kom og sparkaði honum frá mér”, sagði Arni eftir leikinn. „Ég náði honum samt aftur, en þá sparkaði hann honum i annað sinn, þar sem ég hafði aðra hönd- ina á honum. Þetta var eins ólög- légt merk og hægt er að hafa það”. Teitur vildi litið um þetta mark segja — sagðistekki hafa verið að skoða það svo vandlega, hvort Arni hefði verið með höndina á boltanum ifyrra skiptið, en sagð- ist vera öruggur, að svo hafi ekki verið i siðara skiptið. En fólk getur kannski dæmt um þetta sjálft i sjónvarpinu I kvöld, en Bretar sem unnu sex, urðu fjórðu. Astæðan fyrir velgengni Austur-Þjóðverjanna er sú, að þeir hafa yfir mjög jöfnu liði að ráða og voru þeirra menn i fyrstu sætunum i öllum greinum nema stangarstökkinu. Lið Bretanna var ekki eins jafnt og þeir máttu fimm sinnum sætta sig við siðasta sætið og sex sinnum það næst sið- ast. Engin met voru sett i keppn- inni, en litlu munaði hjá Rose Mari Ackermann Austur-Þýzka- landi i hástökkinu — aðeins einum litlum sentimetra — hún stökk 1.96 m. Kaffið frá Brasilíu en þá verður þessi sögulegi leikur sýndur i heild. Það var sótt á báða bóga af miklum krafti i upphafi leiksins og 4-5 dauðafæri urðu við bæði mörkin á fyrstu 15 minútunum. Fyrsta markið kom á 19. minútu leiksins — og var það Fram- mark. Jón Pétursson kom þá á fullri ferð á móti boltanum, eftir vel tekna aukaspyrnu Eggerts Steingrimssonar, og skallaði knöttinn I fangið á fyrrverandi markverði Fram — Herði Helga- syni, sem nú stóð i Skagamark- inu. Hann réði ekki við boltann, sem fór úr höndum hans og f net- ið. Bið varð á þvi, að Skagamenn jöfnuðu — en það gerAist á 42. minútu. Jón Alfreðsson skallaði þá boltann I hönd Agústs Guð- mundsonar, sem stóð rétt við hann, og dómarinn dæmdi vita- spyrnu, sem Teitur Þórðarson skoraði örugglega úr. Þannig var I hálfleik og fram á 5 minútu siðari hálfleiks, að Teit- ur skoraði hið umdeilda mark, sem á lengi eftir að verða deilu- efni meðal knattspyrnuunnenda. Á 25. min. siðari hálfleiks byrjaði markasúpan mikla. Þá skoraði Matthias Hallgrimsson — sumir sögðu að hann hefði verið rang- stæður — eftir skemmtilega fyrir- gjöf frá Karli Þórðarsyni, sem þá var laus úr gæzlu Trausta Haraldssonar, og byrjaði um leið að blómstra. Tveim minútum sfðar var Karl aftur á ferðinni — svo til á sama stað— en sendi nú háan bolta fyr- ir, sem Jón Gunnlaugsson skall- aðiijörðina — ogyfir Arna mark- vörð. Þar með var staðan orðin 4:1 fyrir Akranes. En tveim minútum siðar var hún aftur komin i eitt mark, eftir tvö mörk Framara. Pétur Ormslev skoraði það fyrra á 28. minútu. Hörður hálf- varði skotið en hélt ekki boltan- um, sem skoppaði alla leið i netið. Minútu siðar varð hann aftur að ná I boltann I netið hjá sér, eftir gullfallegt skot — og mark — Eggerts Steingrimssonar, frá vitateig. Smá töf varð á leiknum eftir þetta vegna meiðsl Jóns Gunnlaugssonar, en um leið og leikurinn byrjaði aftur, kom mark. Matthias sá um að skora það fyrir Skagamenn eftir að Marteinn Geirsson hafði „gefið” honum boltann. Skömmu siðar kom svo siðasta markið i leiknum — Jón Gunnlaugsson — með hörku skalla eftir vel tekna horn- spyrnu Arna Sveinssonar. Það fór ekkertá milli mála, að Skagamenn voru betri aðilinn i þessum leik — sérstaklega þó i siðari hálfleiknum. Þá gerðu þeir haröa hrið að hinni frægu Fram- vörn, sem var þá að vfsu orðin hálf tætingsleg, eftir heldur vafa- samar skiptingar, þar sem þeir Jón Pétursson og Marteinn«Geirs- son yfirgáfu hana til skiptis til að vera með i sókninni. 1 fyrri hálfleik voru Framararnir mun hættulegri við markið en i þeim siðari, en þá var litill broddur i sókninni hjá þeim, — og kannski ekki að undra, þótt þeir Jón og Marteinn hefðu verið sendir fram. Af leikmönnum Fram báru þeira af Trausti Haraldsson, Jón Pétursson og Eggert Steingrims- son, en hjá Skagamönnum þeir Jón Alfreðsson og Karl Þórðar- son, þótt svo að flestir hinna hafi átt góðan leik. — klp — Tvöfalt hjú A-Þjóðverjum Austur-Þjóðverjar unnu tvö- faldan sigur i Evrópukeppni landsliða i frjálsum iþróttum um helgina. Þá var keppt til úrslita i Nice i Frakklandi og er þetta i annað skipti sem Austur-Þjóð- verjar vinna bæöi kvenna og karlagreinarnar. 1 kartagreinun- um fengu þeir 112 stig. Rússar urðu i öðru sæti með 109 stig, Pól- verjar þriðju með 101 stig, Bret- ar, Vcstur-Þjóðverjar og Finnar voru með 83 stig, Frakkar 80 stig og italir ráku lestina með 68 stig. Yfirburðir Austur-Þjóðverja voru enn meiri i kvennagreinun- um, þar fengu þeir 97 stig, Rússar voru I öðru sæti með 77 stig, Vest- ur-Þjóðverjar þriðju með 64 stig. I kvennagreinunum urðu Austur- þýzku stúlkurnar niu sinnum i fyrsta sæti, þrisvar i öðru og einu sinni i fimmta sæti i 13 greinum, sem keppt var i. I karlagreinunum unnu Austur- Þjóðverjar aðeins þrjár greinar, Leikirnir við Aftureldingu úr Mosfellssveit I a-riðlinum f islandsmótinu I handknattleik karla geta ráðið þvi, hvaða liö fer f úrslit, en marka- talan ræður. Hér sækja piltarnir úr Aftureldingu aö marki FH í leiknum á laugardag, en honum lauk með sigri FH-inga 36:15 Ljósmynd Bj. Bj. Sjúkrabílornir hofa nóg að gera við handboltamótið Mikil harka í mörgum leikjum í íslandsmótinu utanhúss, þar sem enn er allt opið eftir leikina um helgina ís la n d s m e i s t a r a r karla innanhúss — Vikingur — sigruðu tslandsmeistarana utanhúss — FH — i a-riölinum i islands- mótinu i handknattleik karla utanhúss f gær með 20 mörkum gegn 19. Með þessum sigri færðist fjör i riðilinn, og hafa nú 4 lið möguleika á að komast þar i úr- slit — Vikingur, ÍR, FH og Haukar. 1 hinum riðlinum stend- ur baráttan á milli Frám og Vals, STAÐAN Staðan i 1. deild eftir leikina uin helgina: Akranes 12 7 3 2 28:13 17 Fram 12 7 1 4 17:14 15 Valur 12 4 4 4 16:15 12 Keflavik 12 4 4 4 13:12 12 FH 12 4 4 4 10:18 12 Vikingur 11 4 3 4 13:10 11 ÍBV 12 2 4 5 11:21 8 KR 11 2 3 6 10:15 7 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimsson, Akran. 9 örn Óskarsson, ÍBV 8 Guðmundur Þorbjörnsson, Val 7 Teitur Þórðarson, Akranes 7 Marteinn Geirsson Fram 6 Næstu leikir: KR-VIkingur á Laugardals- vellinum I kvöld. Keflavlk-IBV og KR-FH á laugardag. Vfkingur-- Fram á sunnudag og Valur-Akra- nes á mánudag. og standa Framararnir mun bet- ur að vigi eftir sigur yfir Val um helgina. í þeim leik hafbi Valur yfir þar til 3 minútur voru eftir af leikn- um, að Fram sigldi fram úr og sigraði 15:14. Valur komst lika i vandræði i leiknum á móti Gróttu, þar sem Gróttupiltarnir komust i 7:0 — en Valsmenn höfðu samt sigur I lokin, 19:16. Þrir leikir verða i mótinu i kvöld við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi — Afturelding leikur við Hauka, Ármann við Val og Grótta við Fram. Á morgun verða einnig þrir leikir, en úr- slitaleikur mótsins fer fram á fimmtudagskvöldið. Úrslit I leikjunum til þessa hfa orðið sem hér segir: A-riðill: Vikingur-Afturelding 29:9 FH-ÍR 20:18 ÍR-Haukar 16:15 FH-Afturelding 36:15 Haukar-Vikingur 25:18 IR-Afturelding 23:13 Vikingur-FH 20:19 B-riðill: Armann-Grótta 21:18 Valur-KR 20:12 Fram-Armann 18:5 KR-Grótta 24:22 Fram-Valur 15:14 Armann-KR 17:14 Valur-Grótta 19:16 Mikil harka hefur verið I sum- um leikjunum. — Sigurgeir markvörður Vikings var t.d. fluttur á sjúkrahús, þar sem gerð var stóraðgerð á honum i gær. Þá hafa fleiri fengið slæma skurði og sár I bardaganum á blautu malbikinu og fengið að heim- sækja slysavarðstofuna á eftir. - klp- STAÐAN Staðan i 2. deild eftir leikina um helgina: Brciðablik 12 n 0 1 44; :7 22 Þróttur 12 10 1 1 26; 9 21 Ármann 12 6 3 3 18: ; 12 15 Selfoss 12 5 4 3 21: : 15 14 Haukar 12 4' 1 7 19: 22 9 Reynir Á 12 3 1 8 12: : 26 7 Völsungur 12 2 3 7 12: :28 7 Vfkingur ó 12 0 1 11 7: :40 1 Markhæstu menn Hinrik Þórhallsson Brciöabl. 12 Sumarliði Guðbjartss. Self 10 Þór Hreiðarsson, Breiðab. 8 ólafur Friðriksson Breiöab. 8 Loftur Eyjólfsson, Haukum 7 Þorvaldur 1. Þorvaldss. Þrótti 7 Næstu leikir: Breiðablik-Þróttur og Ar- mann-Selfoss á föstudag. Völsungur-Haukar og Vikingur- Reynir á laugardag. HSÞ upp aftur! Um helgina var keppt f Bikar- keppni FRl, 2. deild á Akur- cyri. Lið HSÞ, sem féll úr 1. deild i fyrra, sigraöi nokkuð örugglega og haföi þvf stutta viðdvöl i 2. deild i þetta sinn. HSÞ hlaut 136 stig i keppninni, FH 115, UMSE 113 1/2 og I fjórða sæti varð UMSB með 108 1/2 stig en alls voru liðin niu. Það sem vakti mesta athygli á mótinu, voru timarnir i 100 m hlaupi karla og kvenna. 1 kvennahlaupinu hljóp Hólm- friður Erlingsdóttir UMSE á 12.4 sek og 13 ára stúlka Sigriður Kjartansdóttir varð önnur á 12.5 sek, sem er nýtt meyjamet. Þegar kvennahlaupið fór fram var ekki of mikill vindur. En i karlahlaupinu hljóp Magnús Jónsson HVt mjög vel — fékk timann 10.8 sek, en of mikill meðvindur var i þvi hlaupi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.