Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 12
12 Vfsir. IYIánudagur 18. ágúst 1975 ENSKA KNATTSPYRNAN: Ólœti á mörgum leikjum í fyrstu umferðinni! Orient-Blackburn R 1:1 Southampton-WBA 3:0 Sunderland-Chelsea 2:1 York City-Portsmouth 2:1 Englandsmeistararnir Derby, náöu aðeins jafntefli gegn Sheffield. Þar munaði mest um að Bruce Rioch mistökst að skora úr vitaspyrnu snemma f leiknum. Markvörður Sheffield, Jim Brovon varði — missti boltann til Francis Lee, en hann skaut fram- hjá. Sheffield náði svo forystunni með marki Eddy úr vitaspyrnu, en Charlie George jafnaði seint i leiknum fyrir Derby. Mancester United var eina liðið af liðunum þrem, sem komu upp úr 2. deild, sem vann sinn fyrsta leik í 1. deild. Mancester lék úti gegn Úlfunum og skoraði Lou, Macari bæði mörk United. Aston Villa tapaði heima fyrir Leeds. Villa náði forystunni með marki Philips, en Leeds náði svo tökum á leiknum og Peter Lorimer skoraði tvivegis. Mancester City átti ekki i nein- um erfiöleikum með Norwich og skoruðu Bell og D cnnis Tueart 2 mörk City. Mikill hasar var i leik Leicester og Birmingham og einum leik- manni Leicester — Chris Carland visað af leikvelli. Sammels skoraði fyrst fyrir Leicester úr viti en Bob Hatton jafnaði. Kendall kom Birmingham yfir strax i seinni hálfleik, en Brian Alderson sem Leicester keypti nýlega frá Coventry jafnaði. Aft- ur skoraði Kendall og rétt á eftir var Carland rekinn út af, svo sig- ur Birmingham blasti við. En rétt fyrir leikslok varð einn varnar- maður Birmingham, John Roberts — fyrir þvi óhappi að senda boltann i eigiö mark, og m leiknum lauk þvi meö jafntefli — 3:3. 1 Lundúnum voru leiknir tveir leikir og sigruðu „heimamenn” i báðum. Gerry Francis og Mike Leach sáu um sigur QPR gegn Liverpool og Steve Perryman skoraði mark Tottenham gegn Middlesboro. Bikarmeisturum West Ham gekk betur en I leiknum gegn Derby á dögunum og fengu tvö dýrmæt stig I Stoke. Mörk West Ham skoruðu Bobby Gould og Allan Taylor, en mark Stoke gerði Ian Moores. Af liðunum sem féllu I 2. deild i fyrra var Luton eina liðið sem sigraði og auðvitað skoraði Ron Futcher —tviburi — mark fyrir Luton. Þá vakti 18 ára piltur Andy King, mikla athygli og skoraði mark i sinum fyrsta leik fyrir Luton. Þá er knattspyrnuvertíðin hafin i Engiandi og voru fyrstu deildar- leikirnir leiknir á laugardaginn. Mikið var um óvænt úrslit — að venju, en það sem veldur mönn- um mestum kviða eftir þessa fyrstu uinferð, eru óeirðirnar meðai áhorfenda. Strax fyrsta keppnisdaginn varð að kalla úr fjöimennt lög- reglulið viðs vegar I Englandi til að hafa hemil á óeirðaseggjun- um og voru margir handteknir. A leik Leicester og Birming- ham var áhorfandi fluttur á sjúkrahús, eftir að hafa verið stunginn með flöskubroti og i leik Nottingham-Plymouth Argyle og Ipwwich-Newcastle. varð lög- reglan aö nota hunda til að verja leikvöllinn. Spaugileg atvik urðu víða, eins og t.d. á leik 3. deild milli Peters- borough og Walsall. Þar stökk kvenmaður skyndilega inn á völlinn I miöjum leik klæddi sig úr að ofan og þeysti þannig fram og aftur um völlinn áhorfendum til mikillar ánægju. Lögreglunni likaði samt ekk tiltækið — hand- samaði kvenmanninn og flutti á brott. Fyrsta markið á laugardaginn — og þar með i keppninni I ár — var skorað eftir 48 sekúndur.Var það i leik Huddersfield og Northamton i 4. deild — markið skoraði Terry Gray fyrir Huddersfield, sem sigraði I leikn- um 2:1. Af úrslitum i 1. deild komu töp Everton og Ipswich mest á óvart, þvi i fyrra töpuðu bæði liðin að- eins tvisvar á heimavelli. Ever- ton sem er spáö miklum frama, tapaði fyrirCo\entry á heimavelli — liði sem taliðer að muni verða i mikilli fallhættu. Hetja Coventry i leiknum var David Cross, sem skoraði „hat trick”. Ipswich sem einnig er spáð velgengni, tapaði fyrir Newcastle og var „Super-MacDonald” i miklum ham — skoraði tvö mörk „Super MacDonald” var I ham I leiknum við Ipswich — skoraði 2 mörk og náði i eina vitaspyrnu að auki. og „fiskaði” vitaspyrnu sem Craig skoraði úr. En litum á úrslitin áður en lengra er haldið: 1. deild Aston Villa-Leeds 1:2 Burnley-Arsenal 0:0 Everton-Coventry 1:4 Ipswich-Newcastle 0:3 Leicester-Birmingham 3:3 Mancester C-Norwich 3:0 QPR-Liverpool 2:0 Sheff. Utd.-Derby 1:1 Stoke-West Ham 1:2 Tottenham-Middlesboro 1:0 Wolves-Mancester Utd. 0:2 2. deild Bristol C-Bolton 1:0 Carlisle-Oxford 1:1 Charlton-Notts. County 1:2 Fulham-Blackpool 0:0 Luton-Hull 2:0 Notth. For.-Plymouth Arg. 2:0 Oldham-BristolR 2:0 Celtic sleppir ekki Jóhannesi Vill ekki láno hann í landsleikinn við Belgíu en hefur gefið ,,grœnt Ijós" á leikinn við Frakkland Jóhannes Eðvaldsson er orðin það mikilvægur maður fyrir Celtic, að forráðamenn liðsins treysta sér ekki til að láta liann lausan til að leika landsleikinn við Belgiu í Evrópukeppni landsliða þann (>. september n.k. Þanndagá Celtic aðleikavið Dundee i deildarkeppninni, og segir Sean Fallon, aðstoðar- framkvæmdarstjóri liðsins, i viðtali við eitt af skozku blöðun- um i gær, að Celtic geti ekki séð af Jóhannesi i þeim leik. Aftur á móti hefur Celtic samþykkt að lána Jóhannes i landsleikinn við frakkland i Paris þann 3. september, en hann á að vera kominn aftur til Glasgow daginn eftir, til að mæta á æfingu. „Það er mikið skrifað um þetta mál hér f blöðunum I dag,” sagði Jóhannes, er við töluðum við hann i gærkvöldi. „Ég get litið sagt um þetta og vil helzt ekki skipta mér af þvi. Celtic og KSI verða að gera út um þetta sin á milli, en ég hef grun um, að þessari ákvörðun verði ekki breytt — það heyri ég á öllu.” Jóhannes átti mjög góðan leik með Celtic á móti Dumbarton i deildarkeppninni á laugar- daginn og fær mikið hrós i blöðunum. Hann skoraði mikil- vægt mark i þessum leik og hef- ur nú gert 3 mörk i þeim 5 leikj- um, sem hann hefur leikið með Celtic. Staðan var 2:1 fyrir Celtic, þegar Jóhannes skoraði markið — með þrumuskoti fyrir utan vitateig. Celtic komst i 2:0 en siðan minnkaði Dumbarton i 2:1 og sótti stift, þar til Jóhannes kom með sitt glæsilega mark, sem gerði út um leikinn. Celtic á að leika við Hearts i deildarbikarnum á miðviku- daginn, og sigri Celtic i þeim leik, er liðið komið i úrslit i þeirri keppni. -klp- Tap hjá Everton og Ipswich í I. deildinni kom mest á óvart — Manchester United byrjaði vel, tók lílfana í gegn á útivelli og sigraði 2:0 Kegnboginn roðnar af stolti HEMPECs þakmálning þegar hann lítur niður á HEMPEEs þökin og sér hve fallegum blæbrigðum mánáúrlitum hans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar I heiminum. Seltan og umhleypingarriir hér eru því engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAiNTS. Framleiðandi á Islandi S/ippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi— Símar 33433 og 33414

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.