Tíminn - 20.09.1966, Side 8
ÞRIÐJUDAGUR 20. september 1966
8
TÍMINN
Ólafur Ragnar Grímsson:
Þróun atvinnuveganna
þörf heildarsamhæfingar á
fjárfestingunni
Framhald athugasemda og hugleiðinga um skýrslu
Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs. - Önnur grein
Sjávarútvegur
og fiskiðnaður
Þótt þessar atvinnugreinar hafi
verið einn helzti burðarás góðæris
ins, bjátar þó margt á og liagur
þeirra er á margan hátt hverSi
nærri góður. Velgengnin hefur að
mcstu verið bundin við aukningu
síldaraflans og hagstæða verðlags
þróun erlendis, eins og tölurnar í
hagvaxtakafla þessarar greinar
báru ineð sér. Afli togaranna hef
ur dregizt stórlega saman, en afli
bátanna haldizt mjög stöðugur og
því ekki náð að vega upp samdrátt
togaraaflans. Allur þorri smærri
báta hefur undanfarið og á enn
miklum erfiðleikum. Slæm rekstrar
skilyrði hafa leitt til.þess, að mörg
um þeirra hefur hreinlega verið
lagt, annað hvort hluta úr ári eða
það allt. Stór hluti framleiðslu-
tækja þjóðarinnar skUar því litl-
um eða engum arði og miklu
magni fjárfestingar virðist að svo
komnu máli að töluverðu leyti hafa
verið sólundað.
Síðustu árin hefur blómi báta-
flotans einbeitt sér að síld- og
loðnuveiðum og öll ný viðbót við
flotann hefur verið smíðuð með
þær veiðar fyrir augum. Er hæpið,
að skynsamlegt sé til lengdar að
einhæfa svo alla viðbótarfjárfest-
ingu í fiskiskipaflotanum, þótt í
fáein ár gangi slíkar veiðar vel.
Það er þörf á heildarathugun á
æskilegri framtíðarfjárfestingu,
bæði hvað stærð og tegundarsam
setningu flotans snertir. Án efa
er óvissa stór þáttur í sérhverri
athugun á þessu sviði, en reynsla
undanfarinna áratuga getur efa-
laust ásamt greiningu liklegra fram
tíðaraðstæðna, gert þjóðinni kleift
að samhæfa og nýta betur til lengd
ar fjárfestingu sína á þessu sviði.
Gagn slíkrar athugunar myndi auk
ast mjög, fjallaði hún einnig um
fjárfestingu í fiskiðnaðinum: Hrað
frystihúsum, fiskvinnsluhúsum og
verksmiðjum, staðsetningu þeirra
og stærð. Þörf slíkrar athugunar
skýrist mjög á ummælum skýrsl-
unnar um afkomu hraðfrystihús-
anna og vandamál síldarvinnslunn
ar (bls. 5—6):
„Árin 1962—1965 hefur brúttó-
hagnaður hraðfrystihúsanna, áætl-
aður eftir ýmsum heimildum, legið
mjög nærri því að samsvara raun
verulegum endurnýjunarkostn-
aði, þ.e. afskriftum af áætluðu
endurnýjunarvirði. Á yfirstand-
andi ári er þó áætlað, að þau nái
aðeins helmingi þeirrar upphæðar
. . . Hin mikla aukning síldarafl-
ans hefur orðið með þeim hætti,
að skapað hefur veruleg vandamál
í sambandi við nýtingu aflans, stað
setningu vinnslutækja og flutn-
ing hráefna milli landshluta.
Aukning síldaraflans hófst með
þýðingarmiklum haust- vetrar- og
vorsíldveiðum fyrir Suð-Vesturl.
Var miklu kostað til fjárfesting
ar í vinnslutækjum til þess að
nýta þann afla, bæði til frysting
ar og mjöl- og lýsisvinnslu. En
ekki hafði sú aðstaða fyrr verið
byggð upp en draga tók úr þessum
veiðum ár frá ári, svo að nú eru
þær mjög léttvægar. Hefur það
bitnað tilfinnanlega bæði á frysti-
húsarekstri og á síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunum suð-vestan
lands. Verksmiðjurnar hafa síðustu
tvö árin getað bætt sér þennan
missi nokkuð upp með loðnu-
vinnslu og með flutningi síldar
af austanmiðum. En hvort tveggja
er fremur til þess fallið að halda
verksmiðjum í gangi um tíma, sem
annars nýtast klls ekki, en til þess
að haftz geti verulega upp í
fastan kostnað. Er loðnan afurða-
rýr, og mikill kostnaður við síldar
flutning gleypir mestmegnis það,
sem annars færi aflögu til að mæta
föstum kostnaði.
„Sumarsíldveiðin fyrir Norður
og Austurlandi hefur breytzt að
stað- og tímasetningu svo að f stað
þess að standa yfir sumartímann
frá miðju Norðurlandi og austur og
norður um mitt Austurland, hefur
hún færzt austur af landinu, og
er að mjög verulegu leyti stunduð
á djúpmiðum langt úti í hafi allt
norður undir Jan Mayen. Á þessum
hafsvæðum hafa íslendingar engin
sérréttindi til veiðanna og á sum
um svæðunum ekki miklu hagfelld
ari aðstöðu en aðrar þjóðir, um
fram það að vera vel undir veið
arnar og vinnslu aflans búnir . . .
„Tilflutningur síldveiðanna hef-
ur spillt stórlega afkomu síldar-
verksmiðja á Norðurlandi og teflt
•rekstri þeirra í algera tvísýnu. Hef
ur rekstur þeirra í vaxandi mæli
byggzt á síldarflutningum, og er
nú svo komið, að reikna má með,
að meginhluti vinnslumagnsins sé
fluttur langt að. Síldarverksm. rík
isins, sem eiga verksmiðjur bæði
á Norður- og Austurlandi, hafa
mest bolmagn til að tryggja áfram
haldandi rekstur verksmiðja á
Norðurlandi. Verksmiðjur einka
fyrirtækja og bæjarfélaga hafa á
hinn bóginn ekki slíka aðstöðu.
Áframhald á rekstri síldarverk
smiðja og, ef verða má, á síldar-
söltun og annarri vinnslu sjldar
á Norðurlandi, er þýðingarmikið,
skilyrði fyrir viðhaldi og þróun
byggðar í þeim landshluta.
„Jafnvel þótt síldveiðar á djúp-
miðuin út af Austurlandi séu trygg
ari, er staðsetning veiðanna svo
breytileg, að jafnan má búast við
mikilli flutningaþörf. Afkastageta
síldarverksmiðja á Austurlandi er
þegar orðin svo mikil, að frekari
uppbygging er hæpin frá hagrænu
sjónarmiði og beinlínis óæskileg
frá félagslegu sjónarmiði, þar eð
hún dregur úr nýtingu mannafla
og tækja norðanlands. Breytir það
engu í þessu efni, þótt afkoma
þeirra verksmiðja á Austurlandi,
sem bezt eru staðsettar, sé fram
úrskarandi góð, og nýjar verk-
smiðjur gætu verið arðvænleg fyr
irtæki fyrir eigendur sína.“
Þessi ummæli Efnahagsstofn-
unarinnar sýna, að hagur þessara
atvinnugreina er á margan hátt
bágborinn, þótt hluti síldarflotans
og síldarvinnslufyrirtækja hafi bú-
ið við mikið góðæri. Á yfirstand-
andi ári er talið, að brúttóhagn-
aður hraðfrystihúsanna verði
aðeins helmingur af áætluðu end
urnýjunarvirði. Svo fjarri er, að
þau geti sjálf staðið straum af
bættum húsakosti og betri vélum,
sem leiði til hagkvæmara skipulags
og vinnsluaðferða. Síldarverksmiðj
ur á Suð-Vesturlandi og á Norður
landi eru reknar með miklum halla
hafa flestar varla upp i fastan,
kostnað. Efnahagsstofnunin telur
að einungis ríkið geti rekið áfram
verksmiðjur á Norðurlandi og það
verði að taka þann bagga á sínar
herðar, svo að byggð viðhaldist í
þessum landshluta. Verður fróðlegt
að fylgjast með, hvaða undirtekt
ir þetta þjóðnýtingarviðhorf fær í
herbúðum Sjálfstæðisflokksins.
Efnahagsstofnunin er þeirrar skoð
unar, að nóg sé komið að sinni
af síldarverksmiðjum á Norð-
austur og Austurlandi, enda
hafi orðið 33% aukning á síðasta
ári á sólarhringsafköstum þeirra.
Felur slík aukning á einu ári í
sér gífuilega fjárfestingu. Það er
vitað, að ýmsir áhrifamiklir aðilar,
þ.á.m. Sjómannasamband íslands,
styðja mjög þessi aðvörunarorð
Efnahagsstofnunarinnar; þeirri
skoðun hefur hins vegar líka verið
haldið mjög ákveðið fram, að síld
arflutningar með kaupum á til-
heyrandi skipum væru í mörgum
tilfellum dýrari en bygging síld
arverksmiðju.
Þær umræður, sem hafa orðið
og fara enn fram um þetta mikil
væga mál, sýna, hve brýnt er, að
framkvæmd verði hið fyrsta gaum
gæfileg athugun, þar sem beitt
yrði nýjustu tækni í skýrslugerð
og útreikningum, á framleiðslu
getu og æskilegri framtíðarfjár-
festingu í sjávarútvegi og fisk-
iðnaði. Það þarf að framkvæma
heildarsamhæfingu á aðgerðum og
áformum allra þátttakenda í þess
um atvinnugreinum, svo að tryggt
sé, að fjármunir, sem í þær er var
ið, nýtist sem bezt. Samhæfing,
sem í senn nái til heildarstærðar,
samsetningar og staðsetningar
flotans, frystihúsa, verksmiðja og
fiskverkunarstöðva. Skipulags-
leysi og skortur á heildarstjórn
þessara mála hafa efalaust um ára
bili leitt til einhverrar umfram
fjárfestingar og valdið þannig tölu
verðri aukningu framleiðslukostn
aðar og jafnframt dregið úr arði
landsmanna. Það er fyrst og
fremst hlutvcrk ríkisvildsins að
hafa forgöngu um slíka samhæf-
ingu grundvallaða á ítarleSum at
hugunum og tryggja, að bæjarfé-
lög og einkaaðilar taki af heilum
hug þátt í henni. Hagstæð veiði
í nokkur ár á einstöku stöðum
freistar margra að fjárfesta þar í
von um skjótan og auðfenginn
gróða, en oftast verður afleiðing
in sú, að mikil ónotuð framleiðslu
geta skapazt og hluti af mjög tak
markaðri fjárfestingu þessarar
smáu þjóðar kemur að litlu gagni.
Það á að vera verkefni ríkisvalds
ins að gæta hagsmuna þjóðar-
heildarinnar í ráðstöfun fjárfest--
ingarfjár landsmanna. Það er
löngu afsönnuð og úrelt kredda,
að aðgerðir einstakra atvinnurek-
enda, gróðavænlegar frá þeirra
eigin bæjardyrum séð, leiði alltaf
og undantekningarlaust til , bætts
heildarhags. Þvert á móti verða
þær oft þjóðarbúinu til hreins
tjóns, sérstakleSa sé miðað við
lengra tímabil en flestir atvinnu
rekendur gera.
Iðnaður
Fyrri hluta skýrslutímabilsins,
1960—1965, óx iðnaðarframleiðsla
til jafns við aðrar framleiðslu-
greinar, en síðustu tvö árin mun
hún tæplega hafa aukizt svo neinu
nam. „Margar greinar iðnaðarins
hafa mætt aðlögunarerfiðleikum af
völdum frjálsari viðskipta og harð
ari samkeppni erlendis frá. Allar
hafa þær orðið að rísa undir kaup
gjaldahækkunum, sem hafa verið
mun örari en í viðskiptalöndun-
um. Verðlag innfluttrar iðnað
arvöru hefur ýmist hækkað mjög
lítið, eða alls ekki, þannig, að sam
keppnisaðstaða iðnaðarins hefur
farið ört versnandi. Einstaka iðn
aðargreinar, sem miður hafa stað
izt samkeppnina, hafa dregizt veru
lega saman. Hefur það vegið upp
á móti vexti hinna, sem betur
hefur vegnað.“ (bls. 7).
Ekki greinir skýrslan nánar.
hverjar þessar saindráttariðngrein
ar séu, og ber að harma, að höf.
hennar töldu sér ekki fært að fjallá
ítarlega um erfiðleika einstakra
iðngreina. Eftir öðrum lieimildum
er vitað, að verst eru staddar
þær iðngreinar, sem hafa ávallt
verið taldar þjóðhagslega mikil-
vægastur: Ullariðnaður, véla- og
verkfæraiðnaður, skipasiníði og
veiðarfæraiðnaður. Ullariðnað-
ur hefur glatað þeirri sam-
keppnisaðstöðu, sem hann var að
ná erlendis. Forstjóri Álafoss
greindi frá því í útvarpi fyrir
skömmu, að ný verksmiðj? fyrir-
tækisins, sem framleiða átti fyrir
erlendan markað, byggi ekki leng
ur við viðunandi rekstrarskilyrði
og gæti ekki flutt út. Ótal önnur
dæmi benda í sömu átt. Það er
vissulega orðið mjög ískyggilegt á-
stand, þegar þær iðnaðargreinar,
er að dómi sérfræðinga, atvinnurek
enda og stjórnmálamanna eiga að
búa við beztu þróunarskilyrði, sem
völ er á hérlendis, hafa verið al-
gerlega staðnaðar í melra en tvö
ár, dregið úr framleiðslu margra
fyrirtækja í þeim og sum þeirra
ramba jafnvel á barmi gjaldþrots.
Fyrir þremur árum vann Arne
Haarr að því á vegum Efnahags-
og Framfarastofnunarinnar í París
og með aðstoð íslenzkra sérfræð-
inga að kanna ástand og framtíðar
möguleika íslenzks iðnaðar. Hann
komst m.a. að þvi samkvæmt
skýrslu, sem birt var í 15. hefti
Úr þjóðarbúskapnum, að hús-
gagnaframleiðsla og ullariðnað-
ur væru þær greinar, sem jafn
framt því að framleiða fyrir inn-
lendan markað, gætu haft hvað
mesta möguleika til útflutnings.
Ullariðnaðurinn er eins og áður
greindi í mjög miklum erfiðleik-
um. Sama er að segja um hús-
gagnaframleiðsluna. í stað þess að
sækja fram erlendis, hefur hún í
æ ríkara mæli átt í vök að verjast
hér innanlands fyrir ásókn inn-
fluttra húsgagna, full- eða hálf-
unninna, t.d. tíðkast mjög að
flytja inn húsgagnagrindur og
klæða þær hér. Það hefðu fáir trú
að því, þegar Ame Haarr lagði
fram álit sitt, að rúmu hálfu kjör
tímabili síðar, væru þær iðngrein
ar, sem taldar voru þjóðhagslega
mikilvægastar, og hafa mesta
möguleika til útflutnings, einna
verst staddar af öllum atvinnu
greinum í landinu og höfuðorsök
þeirrar eymdarþróunar væri samof
in efnahagsaðgerðum og aðgerða-
leysi þeirrar ríkisstjórnar, sem ætl
aði sér að reisa við íslenzka at-
vinnuvegi. Slfk örlög verða enn
ömurlegri í Ijósi þeirrar staðreynd
ar, sem svo er frá greint í skýrsl-
unni: „að iðnaðarframleiðslan hlýt
ur að verða meginuppisfaðan í þró
un atvinnulífsins hér sem í öðr-
um þróuðum löndum." (bls. 8).
Þegar stöðnun hefur um tveggja
ára bil ríkt í meginuppistöðu
framtíðarþróunar atvinnulífsins,
er þá furða, þótt margir örvænti
um framvindu íslenzks efnahags
Iífs og telji tíma til kominn, að
gripið sé til róttækra aðgerða og
stefnubreytinga, sem miði að 'líf-
vænlegri rekstrarskilyrðum og
skipulagsháttum og stuðli með
öllum tiltækilegum stjórnarað-
gerðum að slíkri umsköpun. Móta
þarf á næstu mánuðum itarleg
ar tillögur um framkvæmd slíkr-
ar stefnubreytingar. Mikilvægur
þáttur þeirra tillagna yrði mótun
aðgerða, sem miðuðu að stækkun
fyrirtækja og aukinni sérhæfingu,
sem gerði þeim kleyft að beita að
ferðum fjöldaframleiðslu og gag-
ræðingu; lækka þannig framleiðslu
kostnað og stuðla að vaxandi
framleiðni. Efnahagsstofnunin er
sammála því. að slikar breyting-
ar á skipulagsháttum og fram-
leiðslu atvinnugreinarinnai teu
orðnar mjög brýnar, hins vegar
leiðir hún hjá sér að kanna. Iiv.irt
efnahagsstefna undanfarinna ara