Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.09.1966, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. september 196G NITTO JAPÖNSKU NIHO HJÓLBARDARNIR I floshjm stærðum fyrirliggjandi f Tollvörugoymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skiphoiti 35—Sfmi 30 360 BAPALEIKTÆKI ★ . ÍÞRÓTTATf.Kl Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar, Suðurlandsbraut 12, Simi 35810. TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgizt með timanum. Ef svalírnar eða þakið þarf endurnýjunar við eða ef þér eruð að byggja, þá látið okkur ann- ast um lagningu trefja- plasts eða plaststeypu 4 þök, svalir. gólf og veggl 4 húsum yðar, og þér burfið ekki að hafa áhyggjur af þvl i framtíðinni. Þorsteinn Gisiason, málarameistarl, slml 17-0-47 TÍMINN UNGIR RÚSSNESKIR LISTAMENN . • W • skernmta í félagsheimilinu STAPA, Njarðvíkum, í kvöld, miðvikudag kl. 21. í félagsheimilinu BORG, Grímsnesi, fimmtudags- kvöld kl. 21.30. í Þjóðleikhúsinu föstudagskvöld kl. 20. Pétur Pétursson. TRICEL KVENKJÓLAR E L F U R Laugavegi 38, Skólavörðustig 13, Snorrabraut 38. FRÍMERKI Pyrtr bvert Islenzkt frt- merki. sem pér senflíð mér fáið þér 3 erlend Sendið minnst 30 stk JÖN AGNARS. P.O. Bo* 965, Reykjavfk. •RUL0FUNAR RlNGiRyi rAMTMANN SSTIG 2 Halldór Kristinsson, gullsmiður — Simi 16979 IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. Félagaskipti eru hvimleitt fyrirbrigði, sérstaklega, ef ástæðan fyrir þeim er veiga lítil, og mættu forystu- menn félaganna hafa nánari gætur á þeim, því að þau geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir félögin, sem missa leikmennina, jafn vel lamað þau, og ’jer þá gróði félaganna, sem á mótí „flökku“-leikmönnum taka, heldur lítil. HESTAR OG MENN Framhald aí bls. 8 atriði tveggja aðilja metur vall arstjqri og dómnefnd að jófnu, sem auðsætt er á því, að ræst er að nýju án þess að vikja neinum af vellinum. Hver skyldi styðja þann dóm? Enn er það, að allir sáu, að Þröst- ur hljóp hálfan völlinn og var ræstur samstundis og hann kom. í reglum er tekinn ákveð inn vari fyrir því, að ræsa móða hesta og á það sjónar- mið hiklaust að ganga fyrir kröfu áhorfenda, um að allt gangi tafarlaust. Þetta ákvæði er sett með hliðsjón af afrekum hesta og af mannúð til þeirra, en vallarstj. sniðgekk þetta alger- lega. Ég mun ekki' ræða þetta mál meira í þlöðum. Æskilegt væri að stjórn L.H. léti þau mót meir? til sín taka, sem haldin eru innan sambandsins en hingað til, meðal annars með námskeiðum og löggild ingu dómara og tímavarða svo sem f.S.Í. gerir um sína trúnaðarmenn. MINNING Framhald af bls. 8 og Vilhjálms Gunnarss. og ólst upp hjá þeim fyrstu árin í Tungu og síðar í Tunguholti, og var hann elztur af 5 sonum þeirra hjóna. Snemma kom í ljós, að 'Gunnar litli var einstaklega skýr og vel gerður drengur fyrst í barnaskóla og siðar í unglinga- og alþýðuskóla. Hann var góðum gáfum gæddur og stundaði nám sitt.af slíkum áhuga og samvizku- semi, að hann vakti alls staðar aðdáun kennara sinna. Gunnat naut þess frá fyrstu tíð að alast upp á ljóð- og söngelsku heimiii og iærði því mjög ungur bæði ljóð og lög, enda hafði hann alveg sérstaklega skæra og fagra söng- rödd og munum við lengi minnast þess, hve gaman það var að hlýða á söng hans. Og síðar kom í ijós, að hann hafði sérstaklega góða hæfileika til hljómlistar- náms og var hann orðinn nem andi í orgelleik á vegum þjóð- kirkjunnar og hlaut mikið lof kennara síns. Auk þessa var Gunn- ar !mjög þroskaður og bráðgjör til allrar vinnu og mátti segja, að sama var, hvort úti- eða inni- verk voru. Strax á unga aldri var hann móður sinni ómetanleg stoð við heimilisstörfin og gæzlu yngri bræðra sinna og aðeins 11 ára annaðist hann heyvinnuna í forföllum föður síns, sem var fjarvistum á sjúkrahúsi, og mátti það kallast mikið þrekvirki. Hér er því sár harmur kveðinn for- eldum hans, bræðrum og ástvin- um öllum. Sérstaklega vil ég minn- ast föðurforeldra hans, Gunnars Pálssonar og Önnu- Vilhjálmsdótt- ur í Tungu. Milli hans og þeirra ríkti einstakur kærleikur og munu ótald.ar allra þæ,r yndisstundir, er hann átti með þeim frá fyrstu til hinztu stundar. En endurminning arnar um drenginn góða munu verða foreldrunum og ástvinunnm öllum helgar og bjartar um ókom- in ár. Það er gott að fá að kynn- ast slíku ungmenni, sem Gunnar var og ættjörðinni hans vildi ég mega óska, að hún ætti sem flesta honum líka. Ó, vii-ztu, Guð, þá vinir kærir skilja að vekja í brjóstum helga hjart- ans þrá, svo skynja megum vísdóm þinn og vilja og vonargleði hrelldum hjörtum ljá. A. M. BYGGINGARAÐFERÐ * Framhald af bls. 9 landi, og eru þessi hér á Laugar vatni komin lengst. Þegar lokið Verður við að lyfta hér öllum plöt um, verða lyfturnar fluttar burtu á það hús, sem næst verður í röð inni með framkvæmdir. Manni er vel Ijóst, hve allt þarf að vera hárnákvæmt, ekki er hægt að bera hina ýmsu einingar við, þar sem þær eru framleiddar hver á sínum stað. Raflagning fram kvæmir Eiríkur Eyvjndsson, raf virlkjameistari á Laugarvatni, og hefur hann fengið sér aðstoð frá Raflögnum s. f„ á Selfossi. Hefur það verk ailt gengið mjög vel, aldrei staðið á neinu hjá þeim og þeir hafa leyst ýmis vandamál, sem upp koma á snjallan hátt, sagði Guðmundur að lokum. Ég var nú hættur að fylgjast með enda ekki byggingafróður, fór að tala um daginn og veginn. Kom þá upp úr kafinu, að Guðmundur á reiðhesta, svo ég kvaddi ekki strax, en það er önnur saga. ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 5. aðgerðir, sem brezka stjórnin hefur gert til að reyna að koma í veg fyrir það. Forsvarsmenn Frjálslynda flokksins halda því hinsvegar fram, að slík mál þurfi að ræða fyrirfram, svo að almenningur geti betur dæmt um réttmæti þeirra aðgerða sem ráðizt er í, og sætti sig því betur við þær, þegar til kem- ur. Forsvarsmenn tillögunnar lögðu áherzlu á það í umræð unum, að kæmi til gengisfell- ingar ætti að gera það í áföng um t. d. aðeins 2—3% í einu, og jafnhliða ætti að gera ráð stafanir til verðlækkunar t. d. lækkun tolla. Þá tóku þeir fram, að afstöðu þeirra mætti ekki skilja þannig, að þeir teldu gengislækkun réttmæta eins og sakir stæðu, heldur vildu þeir að þessi möguleiki væri ekki talinn útilokaður. Þá tóku þeir fram, að þeir álitu nær öll úrræði betri en þau, sem leiddu til atvinnuleys is, eins og þær efnahagsráðstaf anir gerðu, er stjórn Wilsons væri að framkvæma. Niðurstaðan af þessum ujn ræðum varð sú, að breytinga tillaga miðstjórnarinnar var felld, en tillagan síðan sam- þykkt með meginþorra at- kvæða. SÉRSTÖK ályktun var sam þykkt á þinginu, þar sem efna hagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar voru mj'ög fordæmdar, m. a. vegná þess að þær myndu leiða til atvinnuleysis. Kaupbindingin var fordæmd á þeim grundvelli, að hún myndi leiða til lakari vinnuafkasta, því að verkamenn myndu reyna að fá kjör sjn bætt með eftir vinnu og aukavinnu. Þetta gæti gert framleiðsluna dýrari en ella Þá mætti búast við stórfelldum og lítt viðráðanlegum kauphækk unarkröfum, þegar kaupbind- ingin yrði afnumin og gæti þá hæglega skapazt enn verra ástand en var, þegar binding uni var komið á. Verðbinding in var gagnrýnd með þeim rök um, að hún myndi leiða til minni vöruvöndunar og ef til vill vöruþurrðar á vissum sviðum Til þess að bæta úr fjárhags- vandræðutn Breta,. var einkum bent á þau úiræði að draga úr hemaðarútgjöldum erleridis (austan Suez) og efla sam- keppnisfœran landbúnað. Hið síðamefnda gæti sparað inn- flutning, svo að hundruðum millj. sterlingspundum skipti., Þá var lögð áherzla á sem mest frjálsræði í viðskiptalíf inu og tryggja þannig sem mest framtak. EITT AÐALMÁL þingsins var þátttaka verkafólks í rekstri og stjórn fyrirtækja. Munaði minnstu, að samþykkt væri sú tillaga frá ungu full- trúunum, að verkamenn fengja í hendur stjórn þjóðnýttra fyr irtækja. Þingið breyíti þessu í það form, að verka mönnum skyldi tryggð hlut- deild í stjóm ríkisfyrirtækja og allra einkafyrirtækja, sem hefðu fleiri en 50 starfsmenn í þjónustu sinni. f lokaræðu sinni lagði Grimond mikla áherzlu á þetta mál. Þá var samþykkt að auka bæri almannatryggingar, eink um styrki til mœðra og ekkna. Þingið samþykkti, að Skot land og Wales ættu að fá sérstök þing og einnig bæri að auka sjálfsforræði annarra landshluta, m. a. með einskcn ar fylkisþingum. Þá voru samþykktar ítarieg ar ályktanir um uppeldismál og meðferð afbrotamála, m.a. að ekki yrði litið á afbrot ungl inga sem glæpamál, en brezk löggjöf er enn mjög íhaldsscm að þessu leyti. f lokaræðu sinni lagði Gri mond. áherzlu á, að grundvöll ur flokíkasikipunar væri að breytast og myndi það verða Frjálslynda . flokknum til hags. Átökin stæðu nú miklu minna en áður milli ríkra og fátækra, heldur væru orðin milli þeirra, sem stjórnuðu, og hinna, sem ættu að búa við stjómina. Verkqfni Frjálslynda flokksins væri ekki sízt að gæta hags þeirra síðarnefndu. Vegna hinnar miklu þátttöku unga fólksins, hefur þetta flokksþing Frjálslynda flofcks- ins vakið stórum meiri athygli en fyrri þing flokksins. Blöð in eru ekki sammála um, hvaða áhrif þátttaka unga fólbsins muni hafa.Sumir þeirra telja að hún muni fæla ýmsa eldri og ráðsettari kjósendur frá flokkn um, en eftir sé að sjá, hvort hún færir honum ávinning í staðinn. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.